Morgunblaðið - 22.05.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.1963, Blaðsíða 16
rogmttMðfrifr 114. tbl. — Miðvikudagur 22. maí 1963 Taugaveikibróðir á bæ í Kjós Afurðasala stöðvuð MORGUNBLiAÐIÐ frétti í gær, sala var þegar í stað stöðvuð frá að fyrir skömmu hefði komið upp taugaveikibróðir á bænum Miðdal í Kjós. Rannsókn fer nú fram á því, hvaðan veikin hefur borizt, en niðurstöður liggja ekki fyrir ennþá. Tveir sjúklingar hafa verið lagðir í Heiisuvernd- arstöðina í Reykjavík, en ekki var blaðinu kunnugt um það í gærkvöldi, hve margir hefðu alls sýkzt af veikinni. Þó mun hún ekki hafa borizt á aðra bæi. Þess má loks geta, að afurða- Leitin enn árangurslaus HALDIÐ var áfram leit í gær að þeim Jóni Björnssyni og Birni Braga Magnússyni, sem óttast er að hafi farið út á trillu aðfara- nótt miðvikudagsins 15. maí sl. Leitað var úr flugvél með fjör- um í Borgarfirði og á Mýrum og ennfremur var flogið yfir þeim svæðum í nágrenni Reykjavíkur, sem áður hafði verið leitað á. Leitin í gær varð árangurslaus og varð ekki vart við neitt brak úr bátnum. bænum, þegar ljóst var, að tauga veikibróðir hefði komið þar upp. <*> Flugvélin, Melavegurinn og flugbrautin. Fólksbíllinn stóð eins og bílarnir á myndinni. Lét flugvélina hoppa yfir veginn til að forða árekstri við fólksbíl IViik.il mildi að ekki skyldi hljótast stórslys af vélarbilun kennsluflugvélar í GÆRKVÖLDI skall hurð nærri hælum við vesturenda flug- brautarinnar, sem liggur með- fram Skerjafirði, þegar Piper Cup kennsluflugvél frá Þyt varð að nauðlenda utan brautarenda eftir vélarbilun yfir flugvellin- um í 150 feta hæð. Tveir menn voru með vélinni, kennari með Fundir frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi verða a eftirtöldum stöðum: GRINDAVÍK — SANDGERÐI — HÖFNUM — GERÐA- HREPPI — VOGUM — GARÐAHREPPI _ SELTJARNAR- NESl — KJÓS — KÓPAVOGI — KEFLAVÍK — OG H AFN ARFIRÐI Á fundum þessum flytja ræður og ávörp frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Fundir verða nánar tilkynntir jafnóðum og að fundar- dögum kemur. • Furdirnir í GRINDAVlK og SANDGERÐI verða n.k. föstudagskvöid, 24. maí. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. nemanda sínum, og sluppu þeir án meiðsla. Mennimir, sem flugu vélinni, eru Gunnar Guðjónsson, flug- kennari, 21 árs gamall, sem hef- ur atvinnuprófsréttindi og hefur flogið 600 tíma, og Bragi Ingólfs- son, 23 ára gamall flugvirkja- nemi, sem var í fjórða flugtíma sínum, til þess að „kynnast öllum hliðum starfsins“, Þeir fóru á loft á Piper Cup kennsluvélinni kl. 17.48 í þeim tilgangi að æfa lendingar og flug tök. Kl. 18.12, er þeir voru komn- ir í 150 feta hæð úr flugtakinu, á móts við afgreiðslu Flugfélags íslands, drapst snögglega á hreyfli vélarinnar. Bragi hafði þá á hendi stjórn hennar, en Guð- mundur tók þegar í stað við og bjó vélina til nauðlendingar, rauf rafstrauminn og lokaði fyrir benzínrennslið, svo síður kvikn- aði í. Ætlaði Guðmundur að reyna að lenda á brautinni, ef kostur væri, en á Melaveginum, beint fyrir brautarendanum, stóð hvítur fólksbíll." Fólkið í þeim bíl var að horfa á flugvélarnar, en sú forvitni hefði nærri getað kostað það og flugmennina lífið. Bíllinn ók þegar í stað í burtu. „Ég gat ekki náð að lenda á brautinni, og til þess að reyna að hætta ekki nema okkar lífum var ekki um annað að ræða en þvinga vélina niður fremst á brautarendann og reyna að láta hana hoppa yfir veginn. Ég veit ekki sjálfur hvers vegna ég gerði þetta, maður tek- ur ósjálfrátt eitthvað til bragðs undir svona kringumstæðum. Það tókst að láta vélina „bomsa** yfir veginn og hinum megin lent- um við með hjólgrindina á gadda vírsgirðingu, sem til allrar ham- ingju var svo ónýt, að hún lét undan. Forlögin stóðu víst á allan hátt með okkur, því þetta tók smám saman af okkur aila ferð, og loks Flugkennarinn, Gunnar Guðjónsson, nær, og Bragi Ingólfs- son horfa á flugvélina eftir hina velheppnudu nauðlendingu. runnum við nokkra metra eftir túni áður en við fórum ofan i skurðinn". — Þið hafið sloppið alveg ómeiddir? —„Já, en við gáfum okkur góS an tíma til að fara út úr vélinnL — Og ert þú nokkuð að hugsa um að hætta þínu ílugnámi, Bragi? spurðum við nemand- ann. „Ég fann allan tímann, að GuS mundur hafði stjórn á vélinni, og varð þess vegna ekki smeykur, og ef þeir vilja taka mig áfram, er ég ákveðinn að hætta ekki“. Aðalfundur S.H. verður 13. júní AÐALFUNDUR Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hefst í Reykja vík 13. júní næstkomandi. Þetta mun verða 21. aðalfund- ur samtakanna og stendur vænt- anlega í 2—3 daga. Fundarstaður verður í Slysavarnafélagshús- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.