Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 23
Föstudagur 21. júní 196S MORGVNBLAÐIÐ 23 — Nýr stjórn- búnaður Framhald af bls. 24. þetta í mörg ár, sagði Sturlaug- ur. Við höfum verið að velta því fyrir olckur hvað unnt væri að gera til að skipin verði ekki eins og reköld á sjónum þegar þau liggja við nótina. Við höfum spurzt fyrir hjá skipasmíðastöðv- Franz J. Zacharias um, en engin viðunanleg svör fengið. f nýja skipinu, sem nú er í smíðum, verður 765 hestafla Caterpillar vél, sem við keyptum gegnum umboðið hér, Heildverzl unina Heklu. Eitt sinn þegar ég var þar staddur að ræða við Kjartan Kjartansson, sölustjóra Caterpillar-bátavéla, hlustaði hann á þegar ég var að ræða þetta mál við norskan skipa- verkfræðing. Þegar svo Kjartan var staddur á fiskiðnaðarsýning- unni í London í sumar, hitti hann að máli þýzka Verkfræðinginn, Franz J. Zacharias, sem jafn- framt er framkvæmdastjóri hjá félaginu Pleuger Unterwasser- pumpen í Hamborg, en það félag hefur einkaleyfi á smíði aflstýra. Á sýningunni voru Pleuger afl- stýri og Pleuger stefnisþrýstir, og kynnti Kjartan sér þessi tæki. Við heimkomuna hafði hann svo samband við mig með þeim afleiðingum að Zacharias er nú hingað kominn, og við höfum pantað þessi tæki í nýja skipið. — Eins og kunnugt er, hélt Sturlaugur áfram, reyndu nokkr- ir af nýsköpunartogurunum sum arsíldveiðar, þeirra á meðal Hall- veig Fróðadóttir. Togararnir þóttu of þungir og svifaseinir, og gekk þeim illa við veiðarnar. En ég er viss um að sagan hefði verið önnur, ef þeir hefðu verið búnir þessum tækjum. Þá stund- uðu þeir enn síldveiðar á sumr- in. Og þá gætu þeir fylgt síld- inni eftir alla leið til Noregs. í stuttu máli sagt álít ég að hér sé um stórkostlega nýjung að ræða, og furðulegt að hún skuli ekki fyrr hafa verið tekin upp hér. í 200 skipum f sambandi við þessa merku tilraun Akranesfeðga sneri blað- ið sér til Kjartans Kjartansson- ar hjá Heildverzl. Heklu, og innti hann frekari upplýsinga um málið. Bauðst Kjartan til að koma blaðinu í samband við Zacharias framkvæmdastjóra, sem e? hér staddur eins og fyrr segir, og var það vel þegið. — Þetta er ekkert nýtt1 fyrir- brigði, sagði Franz Zacharias, því fyrsta skipið fékk þessi tæki ár- ið 1950. Var það ein af snekkj- um hafnarlögreglunnar í Ham- borg. Að vísu var þá aðeins um aflstýri að ræða, því fyrsti stefn- isþrýstirinn kom ekki til sögunn- ar fyrr en 1955. En frá upphafi höfum við búið um 200 skip Pleuger siglingartækjum, og eru skip þessi dreifð út um allan heim. AIls konar skip búin þess- um tækjum eru nú gerð út frá Bandaríkjunum, Kanada, Frakk- landi, Sovétríkjunum, Japan, Ástralíu, öllum hinum Norður- löndunum, Bretlandi, Ítalíu, Ind- landi, Hollandi, Brazilíu og fleiri löndum. — Flestar fiskveiðiþjóðir hafa búið rannsóknarskip sín þessum tækjum, sagði Zacharias. Og fiskiskip og hvalveiðiskip margra þjóða hafa notað þau með góð- um árangri. Alls staðar er sama vandamálið. Þegar skipið er í kyrrstöðu, er stýrið óvirkt. Pleug er stýristækin, sem við nefnum „Aktiv-ruder“, gerir það að verk um að skipið verður kvikt eins og köttur, getur elt rófuna á sér eða stokkið til hliðar, og unnt er að gera jafnvel stærstu haf- skip jafn meðfærileg og smá- jullur. Sturlaugur Böðvarsson 30 ára reynsla — Rafmótorarnir, sem notaðir eru við þessi stýristæki, eru smíðaðir eftir 30 ára reynslu af rafmótorum úr neðansjávardæl- um, sem Pleugers félagið dregur nafn sitt af. Pleuger, forstjóri fé- lagsins, hafði lengi unnið að rann sóknum og tilraunum með neð- ansjávar siglingartæki, þegar hann fann upp aflstýrið. Keypti hann þá skip, sem hann nefndi „Pleugerpumpe 2“ til að reyna tækið, og gengu tilraunirnar vel. Seinna keypti Pleuger annað skip, „Irmgard Pleuger“, til frek- ari tilrauna. Árangurinn vakti al- heimsathygli. Af skipum, sem komið hafa hingað til fslands og búin eru Pleugers siglingatækj- Einar Baldvin Guðmundsson, stjórnarformaður, Óthar Möller, framkvæmdastjóri, og frúr þeirra, bjóða ásamt Birgi Thoroddsen skipstjóra vestur-íslenzku gestina velkomna um borð í Lagarfoss. Vestur-íslendingarnir á myndinni eru Sigurður Johnsson, 82ja ára, og hjónin Krist- björg og Sigurbjörn Sigurðsson, fyrrv. fiskimálastjóri í Manitoba. Þátttaka V.-íslendinga í stofnun Eim- skipafélagsins fegursti vottur um þjóðrækni þeirra í GÆR bauð Eimskipafélag ís- lands Vestur-íslendingunum, sem hér eru í heimsókn, ásamt fleiri gestum til síðdegisdrykkju um borð í Lagarfoss, en á sínum tíma áttu Vestur-íslendingar mik inn þátt í stofnun Eimskipafé- lagsins, sem kunnugt er. Einar Baldvin Guðmundsson, stjórnarformaður Eimskips, bauð gestina velkomna. Hann minnti á að Eimskipafélag íslands er nú nærfellt hálfrar aldar gamalt og á þær vonir sem vöknuðu á ís- landi við stofnun þess um bætta og bjartari framtíð. — En það voru ekki eingöngu Islendingar, búsettir á íslandi, sem áttu hlut að stofnun Eimskipafélagsins, sagði Einar. Þar komu einnig við sögu Vestur-íslendingar og mun láta nærri, að 1/10 hluti hluta- fjárins sé í eign þeirra. í lok ræðu sinnar minnti hann á um- mæli í 25 ára afmælisriti Eim- skipafélagsins, sem hann kvað enn í fullu gildi en þar segir m.a.: „Þátttaka Vestur-íslend- inga í stofnun Eimskipafélagsins er fegursti og stærsti vottur um þjóðrækni þeirra og hugarþel til gamla landsins, sem enn hefir sýndur verið. Langflestir þeirra, sem lögðu fram fé til fyrirtæk- isins í fyrstu, bjuggust ekki við því, að hljóta neinn arð af fé sínu. Heill og velferð ættjarðar- innar réð eingöngu gerðum þeirra.....“ um, má nefna þýzka eftirlitsskip- ið Anton Dorn, franska eftirlits- skipið Thalassa, og brezka eftir- litsskipið Cleona. — Til gamans skal ég sýna ykk ur bréf, sem félag okkar fékk frá frönsku útgerðarfélagi, sagði Zacharias, og dró fram ljósmynd af bréfinu. Þar stóð að fiskiskip- ið „Daney“ hafi verið að veiðum 130 sjómílur frá ströndinni, þeg- ar vélin bilaði. En það kom ekki að sök, því skipið komst hjálp- arlaust til hafnar á aflstýrinu. Hefur því verið fleygt að vá- tryggingarfélög muni lækka ið- gjöldin af þeim skipum, sem bú- in eru aflstýri. Aflstýri í Albert Zacharias skýrði blaðinu frá frá því að hann hafi rætt við skipaskoðunarstjóra, Hjálmar R. Bárðarson. Blaðið hafði samband við Hjálmar í gær og bað hann að segja álit sitt á þessum tækj- um. — Ég hef verið að ræða þessa hugmynd við fjölmarga útgerð- armenn undanfarið, sagði skipa- skoðunarstjóri. Eins og fram kemur í ummælum Zacharias er þetta ekki nýtt fyrirbrigði. Til dæmis má benda á að eftirilts- skipið Albert, sem ég teiknaði, og smíðað var hér heima árið 1957, var búið aflstýri frá Pleug- er. Eins teiknaði ég í vetur fiski- skip fyrir Baldur Guðmundsson útgerðarmann og Harald Ágústs- son skipstjóra á Guðmundi Þórð arsyni, þar sem gert er ráð fyrir þessum útbúnaði. Ég tel það ekk- ert vafaatriði að þessi útbúnað- ur geti komið að mjög miklum notum á síldveiðum, og eru marg ir útgerðarmenn að yfirvega að setja þessi tæki í skip sín. f því sambandi leitaði ég tæknilegra upplýsinga hjá framleiðendum slíkra tækja, m.a. frá Pleugers. — Reikningur Frh. af bls. 1. lagsbreytinga og annarra þarfa borgarinnar. Að Iokinni ræðu borgarstjóra talaði Guðmundur Vigfússon, borgarfulltrúi kommúnista. Hann gerði athugasemdir við nokkrar tölur í reikningunum, en ræddi ekki frekar um fjármálastefnuna eða niðurstöður hinnar góðu af- komu borgarinnar 1962. Síðan var reikningunum samhljóða vis- aö til annarrar umræðu. ★ Geir borgarstjóri færði í upp- hafi ræðu sinnar þakkir til em- bættismanna borgarinnar fyrir störf að samningu reikningsins, einkum þeim Gunnlaugi Péturs- syni, borgarritara, Guttormi Er- lendssyni, aðalendurskoðanda ag Kristjáni Kristjánssyni, aðalbók- ara börgarinnar. Reikningurinn var Iagður fram prentaður og er hann 344 síður í 4to broti. Fylgja honum glögg greinargerð borgar- ritara Oig abhugasemdir endur- skoðanda kommúnista, ásamt svörum borgarstjóra Og hafnar- stjóra. I ræðu sinni sagði borgarstjóri rekstrargjöld borgarinnar skv. reikningum vera 213 þús. hærri, en áætlað hafi verið, en það væri sem svaraði 0,07%. Hér væri ekki tekið tillit til aukinna rekstrar- útgjalda vegna 7% kauphækkun- ar frá 1. júní, en hún samsvar- aði 5,7 millj. auknum útgjöldum umfram áætlun. Sé aftur á móti tekið tillit til hennar við saman- burð á áætlun og reikningi, þá verða rekstrargjöldin 5,5 millj. undir áætlun eða 1,8%. Þá gerði borgarstjóri ýtarlega grein fyrir því, hvernig umfram- tekjum borgarirmar hefði verið varið, t. d. hefði 7,7 millj. verið varið til nýrra skóla, 3,3 millj. til verkamannahúsa og barna- heimila, og rúml. 1,7 millj. til sjúkrahúsa, leikvalla og íþrótta- mannvirkja. Borgarstjóri sagði hreina eign borgarinnar hafa vaxið á árinu um 96,7 millj. Væri þá búið að draga frá skuldir, sem jukust um 36 millj. Þessi aukning skuldanna stafar fyrst og fremst af því, að nú var reikningum lokað um ára mót, en áður ekki fyrr en í lok febrúar árið eftir, Útsvarstekjur, sem inn koma í jan-febr. eru því ekki til lækkunar skulda, eins og á undanförnum árum, heldur hækka þáu eftirstöðvar útsvara. Þejsvegna stafaði þetta reikn- ingslega af þeirri endurbót, sem g-rð er með reikningshaldinu og inr.heimtunni með stofnun gjald- heimtunnar. Borgarstjóri lagði í lok ræðu sinnar til, að reikningunum yrði vísað til annarrar umræðu. ★ Að lokinni ræðu borgarstjóra talaði Guðmundur Vigfússon, borgarfulltrúi kommúnista. Hann ræddi nokkrar tölur í reikning- unum, en kvaðst mundu gera því meiri skil við aðra umræðu. Ekki ræddi hann heildarstefnuna í fjár málum borgarinnar, né almennar niðurstöður, en sagðist þurfa að endurskoða rekstur borgarinnar, þrátt fyrir virðingarverðar til- raunir börgarstjóra í þá átt. Þé hældi hann mjög athugasemdum endurskoðanda kommúnista, — sagði borgarfulltrúa eiga að vera honum þakklátir og hvatti alla fundarmenn til þess að kynna sér athugasemdimar. Þess má geta, að athugasemd- imar eru prentaðar í reikningn- um og er þar öllum svarað af borgarstjóra og hafnarstjóra. Að lokinni ræðu Guðmundar kvöddu sér ekki fleiri hljóðs og var reikningunum að tillögu borgarstjóra samhljóða vísað til annarrar umræðu. Franski flotinn úr IMATO París 20. júní (NTB) HAFT var eftir áreiðanleg- um heimildum í París í kvöld að Frakkar muni krefjast þess að Atlantshafsfloti þeirra verði leystur undan stjórn Atl antshafsbandalagsins. Gert er ráð fyrir að fasta- ráði bandalagsins verði skýrt frá þessu, er það kemur sam- an til fundar n.k. miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.