Morgunblaðið - 16.07.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.07.1963, Blaðsíða 24
157. tbl. — Þriðjudagur 16. júlí 1963 Á leið upp síðustu brekkuna á tind Heklu á Landrover. Ljósm. Jón Ármann. Flugbjörgunarsveit Rangæinga leggur akfæra slóð á Heklu UM helgina íóru menn úr Flug- björgunarsveit Rangæinga með jarðýtu og lögðu veg langleiðina upp á Heklu. Er þessi vegur gerð ur í tvennum tilgangi, að sögn Halldórs Eyjólfssonar, formanns Flugbjörgunarsveitarinnar, til að hægt sé að komast upp í fjallið, ef slys yrði þar og einnig fyrir ferðamenn, því margir hafa villzt þar og lent í ógöngum, einkum útlendingar, sem sækjast mjög eftir að klífa Heklu. Halldór sagði, að Flugbjörgun- arsveitin hefði lengi haft hug á að koma akfærri slóð upp hlíðar Heklu. Á laugardag var íagt af stað með jarðýtu og vegurinn lagður rétt hjá gamla Næfurholti, inn Næfurholtshjalla, norðan við Nýjahraun og upp Litlu-Heklu. Gekk verkið nokkuð vel, þar til ýtan bilaði er síðasta br.ekkan var eftir. Nokkrir bílar og menn, bæði úr sveitinni og Reykjavík, tóku þátt i leiðangrinum og var á sunnudagsmorgun reynt að aka bílunum upp efstu brekkuna, sem ýtan hafði ekki farið og kom m t tveir þeirra, Landrover og Volvojeppi alla leiðina upp, en hinum tókst ekki að komast alla leið. Mun hafa verið nokkurt kapp í mönnum að spreyta sig á brekkunni. En fólk gekk allt á fjallið, og hafði þar gott útsýni. Norskir skögræktar- menn í heimsókn 1 GÆRKVÖLOI komu hingað til lands með flugvél Loftleiða þrír norskir skógræktarfröm uðir í boði Skógræktar ríkis- ins og Skógræktarfélags ís- 'ands. Þéir eru prófessor Mork prófessor Lág, en þeir eru þekktir vísindamenn í skóg- ræktartilraunum og jarðvegs fræði, og Austin, ráðuneytis- stjóri. Þeir eru hingað komnir vegna nórsku þjóðgjafarinnar 1961 og munu ferðast um land ið, skoða skógræktarfram- kvæmdir og gefa góð ráð. Þeir munu dvelja hér. í tvær vikur og halda austur á Hallorms- Jstað í dag. Halldór sagði að nú vantaði Flugbj örguaars veit Rangæinga aðeins svolítið viðbótarfjármagn, til að geta farið með aðra ýtu og lokið verkinu. Þetta væri ekki erfitt. Ofar í brekkunni væri um 3 tommu lag af lausum vikri, sem bílarnir spóla í og hann þyrfti að skafa af. Þá sé léttur bruni undir, sem ágætt er að aka. Yrði þá sæmilegur vegur fyrir fjórhjóla- drifbíla upp á Heklu, en samt þyrfti að ganga spotta efst. E.t.v. mætti þó gera veg alveg að Axl- argígnum, en Flugbjörgunar- sveitin hefði ekki áhuga á því að svo stöddu. Datt út úr bíl UM 7 leytið í gærkvöldi datt 5 ára drengur út úr fólksbíl á Miklatorgi. Var hann fluttur í Slysavarðstofuna, en meiðsli hans reyndust lítil. — Það er feikna mikill munur að vita af braut upp á fjallið, sagði Halldór. Hekla er 1500 m á hæð, en sem betur fer hefur ekk- ert slys orðið þar. Auk þess er öryggi í þessu vegna ferðafólks, sem ekki gerir sér grein fyrir hve erfitt er að ganga hraunið og lenda oft í villum, t.d. villtust tvær konur af leið í fyrra og fóru alla leið að Keldum. Nú verður hægt að benda fólki á göngufæra leið upp á fjallið. — Ferðaskrifstofurnar hafa oft rætt þetta mál við mig, þar eð útlend- ingar sækja ákaflega mikið eftir að fara á Heklu. Við höfum hugs- að okkur að reyna að setja niður stikur þarna líka. Þess má geta að flugbjörgunar- sveitirnar hafa mikinn hug á að reyna að koma akfærum slóðum upp á hálendið. T.d. lagði Flug- björgunarsveitin í Vík nýlega slóð upp að Mýrdalsjökli. Bandaríkjamaður drukknaði í Reyð- arvatni í veiðiferð Islenzkur félagi hans hætt kominn UM HELGINA varð það slys á Reyðarvatni að Bandaríkjamaður drukknaði er báti hvolfdi með hann og félaga hans, sem einnig var hætt kominn. Bandaríkjamað urinn heitir Antony Mercede og hefur dvalið hér á landi síðan 1959. Hann var kvæntur íslenzkri konu, Guðbjörgu Sveinsdóttur Mercede og áttu þau 2 ung börn, 3ja ára og 5 ára og 15. ára dóttir Guðbjargar hefur alizt upp hjá þeim. Með Bandaríkjamanninum í bátnum var Nikulás Vestman, lögregluþjónn úr Kefiavík. Nikulás skýrði fréttaritara Mbl. á Keflavíkurflugvelli frá slysinu í gær. Þeir félagar höfðu farið til veiða í Reiyðarvatni með bátkænu úr aluminium og með utanborðsmótor, sem þeir höfðu fengið að láni. Eftir hódeg i fóru þeir á bátnum út á vatn ið og settist Mercede aftast í bát inn og hafði stjórn á honum. Var hann búinn að veiða 5 silunga, en Nikulás engan, er þeir fóru að búa sig undir að fara yfir vatn ið, en Mercede ætlaði þá að færa sir fram um eina þóftu, til að létta bátinn að aftan. Um leið sló bátnum flötum og hálfyllti og síðan kom önnum kvika og h. oldi honum. Mennirnir féllu báðir í vatnið og náðu taki á bátnum. Síðan misstu þeir takið. Nikulás náði aftur í bátinn og hékk á honum, en Mercede barst burt undan vindinum, því talsverð kvika var á vatninu. Segir Nikulás að Tony Mercede hefi troðið rólega mar- vaðann, en hann var siyndur, og spurði hvort Nikulás væri syndur en hann svaraði neitandL Vatnið mjög kalt. Nikulás tók nú að hrópa á hjálp og varð honum litið af fé- laga sínum um stund. En þegar hann leit aftur til hans, var hann horfinn og sá aðeins á húfu hans fljóta á vatninu. Hafði Nikulás ekki heyrt hljóð frá honum. sagði að vatnið hefði verið ákaflega Framh. á bls. 23. Bílslys við Gufuá BORGARNESI, 15. júlí. — f sl. viku varð hér bílslys er bíll fór út af veginum við Gufuá skammt frá Borgarnesi. 4 menn voru í bifreiðinni, sem var Rússa jeppi, og slösuðust tveir þeirra þó nokkuð. Aðallega skarst ann- ar þeirra í andliti. Menn þessir voru bræður frá BorgarnesL Hina tvo sakaði ekki. — Hörður, Norðanátt og engin breyting sjáanleg dagana hefur verið . um, þaðan sem nú í sumar ber- SIÐUSTU norðanátt um land allt og að venju hefur það haft i för með sér talsverða kulda. Hefur hita- stigið farið niður í 2 stig á lág- lendi og í frostmark á stöðum sem hærra standa. Á Hveravöll- Heitir berggangar liggja í (Jrriðavatni Al!sherjar jarðhitaathuganir á Austurlandi Fljótsdalshéraði, sunnudags- kvöld, 14. júlí: — Leiðangur frá jarðhitadeild Raf- orkumálaskrifstofunnar undir stjórn Jóns Jónssonar jarðfræð- ings, hefur verið að rannsóknum við Urriðavatn í 4 daga og er rannsóknum ekki enn að fullu lokið. Með Jóni hafa verið eðlisfræð- ingurinn Guðmundur Guðmunds- son og jarðfræðingarnir Krist- ján Sæmundsson og Stefán J. Arnórsson. Guðmundur og Steíán hafa gert segulmælingar á svæðmu kringum Urriðavatn, en Krist- ján hefur aðstoðað við jarð- fræðilega kortlagmngu. Er Jón Jónsson var inntur eft ir árangri þessára athugana og hvaða líkur hann teldi á að hér væri um jarðhita að ræða, sem nýta mætti, fórust honum orð á þessa leið: Athuganir hafa leitt í Ijós að allmargir berggangar munu liggja eftir vatninu endilöngu. Einn ganginn mátti rekja með hjálp segultækjanna að þeim stað út í vatninu, þar sem hit- inn mældist í vetur. Má því telja víst að þessi jarðhiti standi í sambandi við bergganga, en svo er einmitt farið um jarðhita þar sem hann keraur fyrir í basalt- svæðum landsins, eins og t.d. í Eyjafirði, víðast hvar í Skaga- firði og á Vestfjörðum. Boranir nauðsynlegar. En endanlegt svar við hagnýt- ingarmöguleikum fæst að sjálf- sögðu aðeíns með borunum. Æski legast er að geta borað beint á hitavatnsstaðinn, en þar sem það er örðugleikum bundið í vatninu, er fyllilega réttmæt tilraunabor un á iandi við bergganginn, sem jarðhitinn virðist tengdur. Jón mun ennfremur athuga nán ar staðhætti á þeim stöðum við Lagarfljót, sem vart hefur orðið við gasuppstreymi. Efnagreining á gassýnishorni, sem Gunnlaugur Elísson, efnafræðingur hjá At- vinnudeild háskólans, tók í maí sl. hjá Vallholti í Fljótsdal sýndi um 93% metan. Því miður er ekki hægt með efnagreiningum að segja um hvort hér erum mýra gas eða jarðgas að ræða. Athuganir víðar á Austurlandi. Þess skal að lokum getið að leið angur þessi er gerður frá Raforku málaskrifstofunni til allsherjar- athugunar á jarðhita á Austur- landi eftir beiðni þingmanna Austurlandskjördæmis. Hefur Jón þegar athugað volgar upp- sprettur í Hrafnkelsdal hjá bæj unum Aðalbóli o'g Vaðbrekku og á næstunni heldur hann áfram at hugunum víðar á Austul. J.P. ast veðurfregnir, hefur komið slydduél og einnig hafa borizt fregnir af slydduéljum á nokkr- um stöðum Norðanlands. í gær var hitinn á Gjögri t.d. 3 stig, á Hrauni á Skaga 4 stig, í Grímsey 6 stig og virðist held- ur hlýna eftir því sem austar dregur á NorðurlandL Hefur ver- ið súld og leiðindaveður þar á annesjum síðustu dagana, ekki kalt en sólarlaust. Sunnanlands þurrt í innsveitum og að auki hefur verið þurrt og kalt, en skúrir oft síðdegis. Veðurstofan gaf þær upplýs- ingar í gær að enn héldist norð- anáttin og enga breytingu á veðri að sjá. 70-80 prestnr við vígslu Skólholtskirkjn ÖLLUM prestum landsins hef- ur verið boðið til Skálholts- vígslunnar og munu þeir ganga í prósessíu til kirkju ásamt biskupi íslands, Norð- urlandabiskupum og þeim, sem bera muni kirkjunnar. Nú eru 113 prestaköll í land inu, en þjónandi prestar eru um 100 talsins, þar af 21 pró- fastur í jafnmörgum prófasts- dæmum. Búizt er við, að um 70—80 íslenzkir prestar verði við- staddir vígslu hinnar nýju Skálholtskirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.