Morgunblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLADID Sunnudagur 11. jan. 1964 MÆLT ÁÐUR EN prentöld hófst urðu skáldin að flytja kvæði sín í heyrenda hljóði og fóru þá við- tökur þeirra ekki aðeins eftir efni og bragarhætti, heldur einn ^ ig því, hversu skörulega þau voru flutt. Farandskáld lögðu þá land undir fót með hörpu sína og langspil, sóttu heim höfðingja og þágu af þeim heiður, en hin snjöllustu komust í þá tignar- stöðu að verða hirðskáld þjóð- höfðingja. Englendingar, sem eru manna fastheldnastir á gamla og góða siðu, halda enn við embætti hirðskáldsins, þótt hið opinbera heiti þess sé nú poet laureate eða lárviðarskáld. Frá fornu fari ber því að launum auk fjárfúlgu nokkurrar ein áma af kanarisku víni árlega, sjálf- sagt í þeim tilgangi að frjóvga andagiftina. Tignar þessarar og hlunninda hafa mörg af fræg- ustu skáldum Englands notið, svo sem Chaucer og Spenser á fyrri tíð, en á siðari öldum Words- * wort, Tennyson, Robert Bridges og John Masefield. Við fslendingar höfum nú eign ast innlenda þjóðhöfðingja, sem ef til vill taka upp hinn forna sið að útnefna hirðskáld, en ann ars hafa þau skáld, sem öðrum fremur hafa sungið sig inn í hug og hjarta þjóðarinnar, fyrir alllöngu öðlast þann titil, sem ekki er óæðri, en það er að vera talin þjóðskáld. Með fyrstu ljóða bók sinni, svörtum fjöðr- um, 1919, sló hann nýj- an tón í hljómkviðu ís- lenzkrar ljóðlistar, þótt nokkuð svipaður stréngur væri sleginn árið áður af Stefáni frá Hvíta- dal með Söngvum förumannsins og Gesti (Guðm. Björnson land- lækni) með ljóðabókinni Undir ljúfum lögum. Stórtrumba, máim gjöll og básúna skáldjöfranna Matthíasar og Jochumssonar og Einars Benediktssonar höfðu þá um alllangt skeið hljómað um 0 landið, og þótt vart sé hægt að segja, að þjóðin hafi fengið hellu fyrir brageyra sitt af þeim hrika leik, þá var tilbreytingin góð og hinir mýkri og glaðlegri tónar unga skáldsins eyfirzka vöktu hrifningu, einkum meðal hinnar yngri kynslóðar. Á þeirri tæp- lega hálfri öld, sem síðan er lið in, hefur hinn sérstaki hljómblær Davíðs orðið sífellt dýpri, tígu legri ramíslenzkari ,oft með þeim tregablandna tóngrunni, sem Edgar Allan Poe taldi eitt af áhrifamestu tökum góðs skáld skapar. Með Alþingishátíðarljóð unum frá 1930 má segja, að hann hafi sezt í auða sæti Matthíasar sem þjóðskáld, kvatt sér hljóðs með sinni djúpu og föstu rödd ■0* sem hirðskáld við komu Gústafs Adolfs Svíagranis og borið með sóma sinn sveig sem lárviðar- skáld á afmælishátíð Háskóla Is- iands 1961. Það er tilefni þessara hug- leiðinga, að Davíð Stefánsson hefur nú brugðið venju sinni og sent frá sér bók, sem ekki er skáldskapur í venjulegri merk- ingu þess orðs, heldur safn rit- gerða og greina, sem Helgafell Davíð Stefánsson. hefur gefið út undir heitinu Mælt mál. Sumt af þessu eru ræður, haldnar við ýmiskonar tækifæri, annað minningar og í þriðja lagi greinar, sem lýsa viðhorfi skáldsins til ýmissa fyr irbæra þjóðlifsins og mannlífs- ins. Mælt mál ber það með sér, að enn er Davíð Stefánsson maður heitra tiifinninga, þótt seiður svartra augna Tínu Rondóní og örvun hins umbriska víns henn- ar taki hann ekki sömu töfratök um og áður. Á engum manni sannast betur lýsing Einars Bene diktssonar á Væringjanum: „Og dökkni Væringi í suðrænni sól,/ ber hann sinni undir skinni, sem norðrið ól / og minnist, að heima er lífstrúarlindin“. Lýs- ing Davíðs á æskuheimili sínu ber það með sér, að það var í sannleika Fagriskógur undir Sól arfjöllum, gróðurreitur, hlýjað- ur af mannúð og þeirri sérkenni legu sveitamenningu, sem eftir aldalanga þróun náði hámarki um aldamótin síðustu. Um þetta fjallar fyrsti og fallegasti þáttur bókarinnar og ber hann nafnið í haustblíðunni, enda gætir þar meira hinna mjúku og mildu lita sölnandi gróðurs en safaríkrar blaðgrænu hásumarsins. Þetta er ljóðræn elegia, sem kalla mætti óstuðlað ljóð, ef það væri ekki móðgun við höfundinn og skoðanir hans að naíngreina nokkurt verk hans á þann hátt. Annar þáttur er þarna einnig um æskuheimili höfundarins og lýs ir sá frostavetrinum mikla 1917 til 1918. Sú merkilega saga sýn- ir, hvernig erfiðleikar liðinna alda hafa þroskað með íslend ingum manndóm og fórnfýsi, þeg ar verulega reynir á, þó að við höfum ekki enn lært að lifa við velgengL Ýmsar góðar mannlýsingar eru í bókinni og bera þó einkum af endurminningar skáldsins um Matthías Jochumsson og Ólaf Davíðsson, móðurbróður höfund arins, hinn sérkennilega náttúru fræðing og þjóðfræðasafnara. Tækifærisræðurnar eru að mínu áliti misjafnari, en merkilegust sú, sem haldin var í Egilsstaða- skógL því að hún lýsir höfundin um bezt, hinum einræna og sjálf stæða manni, sem hatast við alla ofstjórn af jafnmikilli einþykkni og langafi hans, Guðmundur Ólafsson á Vindhæli, sem allir Húnvetningar a.m.k. kannast vel við. Lengsti þáttur bókarinnar er Bréf til uppskafningsins. Þar ger ir höfundurinn, sem sjálfur hefur setið við lífstrúarlind heimahag- anna, upp reikningana við þann rótlausa lýð, sem á sér engin söguleg, menningarleg eða trúar leg verðmæti. Þar er sagt til syndanna af spámannlegri vand lætingu og hlífðarlausri hörku hins geðríka skálds. Davið Stefánsson frá Fagra- skógi á að baki lengri skáldferil en nokkur annar íslendingur, en í skáldskap sem öðru fer smekk Færeyingar vita hvað þeir syngja Ég heyrði gamla sjómenn ræða um það, að einhver mun- ur væri á handbragðinu hjá Færeyingnum og íslendingn- um. Þeir töluðu um færeyska línuveiðarann, sem veiddi und- an Jökli um jólin og saknað var eftir áramótin. „Þeir nota gamla lagið og veiða þann gula á línu — og rótfiska hér við bæjardyrnar", sögðu þeir gömlu — „á meðan okkar bátar eru á sífelldum þeytingi eftir síld, sem annað hvort finnst ekki — eða ekki er hægt að veiða vegna veð- urs.“ Auðvitað er aldrei hægt að segja fyrir um það, hvort fisk- urinn er hér, eða þar — eða hvort eitthvað er yfirleitt til af honum. Hins vegar fannst þeim það ekki nógu gott að láta allan þennan fjölda báta hanga yfir síldinni á meðan ekki væri hægt að svara eftir- spum á mörkuðum okkar fyrir frystan fisk erlendis. Þeir áttu þar við ýsuna og eitthvað fleira. Og þessi skoðun byggist vit- anlega á því, að töluverður hluti eða mikill hluti — af síldinni — fer ávallt til bræðslu. Og það þykir meiri fengur í einhverju öðru en vetrarsíld í bræðslu. Nei, það væri nú eitthvað meira vit í að halda sig að ýsunni eða þorskinum. Það gerðu Færey- ingarnir — og þeim vegnaði líka vel, sögðu þeir gömlu. Nú er ég ekki sérfróður í þessum málum, ekki frekar en Pétur og Páll. En allir íslend- ingar þykjast þó hafa eitthvert vit á fiski og fiskveiðum, enda ósköp eðlilegt. Þess vegna grunar mig, að ekki sé það alveg út í bláinn — það, sem þeir gömlu sögðu. Hvernig var það ekki í fyrra? Þeir mokuðu upp ungsíldinni — í bræðslu, enda þótt sára- lítið fengist úr henni af mjöli og lýsi. Og þessu hélt áfram þrátt fyrir harðar vitur þeirra, sem bezt eru taldir hafa vit á. Þetta var ungviði, sem ekkert gagn var í. Ég man ekki betur en að fiskifræðingar segðu, að þá síld ætti að geyma þar til hún yrði stór — og til einhvers gagns. En þeir héldu áfram að veiða eftir sem áður. Happdrættisástríðan Enda þótt síldveiðarnar séu að mörgu leyti mestu sóma- veiðar — og þær færi þjóð- inni mikinn gjaldeyri, þá fer ekki hjá þvi, að okkur land- kröbbunum finnist stundum of langt gengið. Þeir á sjónum segja kannski, að þetta komi okkur ekki við. En ég skelli skollaeyrum við því. Ég held nefnilega, að eltingaleikurinn við síldina sé mörgum einhvers konar sýki — samanber veið- arnar á ungsíldinni í fyrra — og það æðisgengna kapphlaup, ur manna nokkuð eftir þeirri tízku, sem ríkjandi er hverju sinni, enda er hæfileg tilbreytni frumskilyrði allrar framþróunar. Það afkáralega fellur þó alltaf fyrst úr tízku, það eðlilega og heilbrigða heldur að síðustu velli. Það bezta í ljóðum Davíðs og mæltu máli mun alltaf halda sínu gildi, því að þar mætir manni rödd íslands, málblær náttúru þess og sögu. Maðurinn Davíð Stefánsson hélt úr föðurgarði vel búinn að nesti og nýjum skóm, en mun sennilega verða eins og fleiri orðinn nokkuð fótsár, þegar hann kemur að Gullna hliðinu, sem er honum ekki þjóðsaga ein, heldur vísvitandi leiðar- mark. Skáldið Davíð Stefánsson mun aftur á móti verða landvætt ur í Sólarfjöllunum upp af Fagra skógi, horfa þaðan hlýjum augum yfir byggðar Eyjafjarðar, en anda köldu móti þeim læpuskaps ódyggðum, sem reyna að læðast inn í fjarðarmynnið. Mælt mál hans ætti ekki aðeins hver ey- fyrzkur unglingur, heldur hver bókhneigður íslenzkur ungling- ur að fá í fermingargjöf. P. V. G. Kolka. sem oft er háð í síldveiðum. Reyndin er nefnilega, að fjöldi þeirra, sem „fer í síld“ — gerir það með sama hugarfari og maðurinn, sem endurnýjar alltaf 10 miða í einhverju happ drættinu, enda þótt hann hafi ekki alltaf efni á því. Ég e'r þeirrar skoðunar, að það sé fyrst og fremst hagnaðarvon- in, sem fær menn til að kaupa miða. Færri eru að styrkja gott málefni. Þó má e.t.v. segja, að þetta með stóra-vinningsvonina „í síldinni" eigi frekar við þá, sem í landi vinna en hina sem eru á sjónum. Á síldar- leysisárunum fóru sjómennirn- ir þó óneitanlega á síld í von um að fá „stóra vinninginn“, eins og hinir. Út af fyrir sig er það ósköp eðlilegt, að allir vilji bera sem mest úr býtum — og að margir gimist „stóra vinninginn". En sá stóri getur orðið hættulegur, bæði þeim, sem fá hann — og hinum, sem fá hann ekki. Þeg- ar menn eru farnir að einblína á vinninginn og leggja meira undir en vinningsmöguleikarn ir réttlæta, þá er vinningur- inn, ef hann kemur, hættur að skapa óvænta ánægju, heldur auknar kröfur. Og ég þekki marga, sem eru svo forfallnir í happdrættisvitleysunni, að engu lagi er líkt. Þeir kaupa miða í hvaða happdrætti sem er, það er orðin ástríða. Stund um viðurkenna þeir, að efnin leyfi reyndar ekki slíka eyðslu Svipuð líðan Norðfirði, 10. jar.. Líðan Ólafs Eiríkssonar, sera höfuðkúpubrotnaði í síldarverk- smiðjunni á fimmtudag, er svip- uð. Hefur hann lítt komizt til meðvitundar, síðan slysið varð. Y— A. E. en þetta er orðin ástríða. Ég er viss um, að þannig hefur mörgum þeim, sem veiddu ungsíldina í fyrra verið innan- brjósts. Getraunastarfsemi Og það er lika eitt og ann- að, sem stuðlar að því að gera eltingaleikinn við síldina á- stríðukenndan. Hvernig erura við, sem erum þó ekki beinir þátttakendur í síldarhappdrætt inu — og eigum þar engan miða? Hvernig eru ekki blöð- in allt sumarið? Það skiptir ekkr máli hvort síldin veiðist — eða ekki. Þau eru með sild- arfréttir í bak og fyrir. Og út- varpið tyggur síldarfr. sýknt og heilagt, hvort sem það eru engar fréttir eða ekki. Persónu lega finnst mér það jafnmerki- legt, þegar Gummi frá Grinda- vík veiðir 10 tonn af þorski — og Gvendur í Keflavik veiðir 100 tunnur af síld. En enginn minnist á Gumma. Aftur á móti verður Gvendur þjóð- frægur. Svo er þorskfarmur- inn e.t.v. verðmætari, þegar allt kemur til alls. íslendingar taka nefnilega allir þátt í sildarhappdrættinu — og þeir fylgjast með af jafn miklum ákafa og Bretar, þegar, dregur til úrslita í bikarakeppa inni í knattspyrnu. Það eina, sem á vantar til að allt verði fullkomnað, er, að efnt verði til getraunastarfsemi um síld- veiðarnar — með sama sniði og getraunirnar í brezku knattspyrnunni. Það væri hægt að geta sér til um vikuaflann. eða afla einstakra báta. Einn- ig hver yrði hæstur eftir næstu helgi — o.s.frv. En að stofna til getrauna um þorskinn? Nei. hann skapar ekki stemninguna. Ég held nú samt, að þorskurinn standi fyrir sínu. ÞURRHLÖBUR ERt ENDINGARBEZXAR BRÆÐURNIR ORMSSON hí. Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.