Morgunblaðið - 16.01.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.01.1964, Blaðsíða 3
! Frmmtudagur 16. 5am .1964 MORCUNBLAÐIÐ 3 ÞYRLXJR frá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli hafa oft ' aðstoðað við hverskonar björgunarstarfsemi íslend- inga á undanförnum árum. Stundum hafa aðstæður verið þannig, að ekki hefur verið hægt að koma öðrum flug- vélum við í sjúkraflug, og einnig hafa þyrlur oft tekið þátt í leitarstarfsemi. Donald Price, liðsforingi í Bandaríska flotanum, sem Sigurður Þorsteinsson lögregluvarðstjóri, form. Flugbjörgunarsveitarinnar, afhendir Price liðs- verið hefur staðsettur á ís- foringja þakkarávarp-ritað á skinn-frá móður lítils drengs, sem týndist í Borgarfirði. Leitin landi á þriðja ár, lét 11. des- bar því miður ekki árangur, þar sem drengurinn fannst látinn Þyrluflugmaður kveður ísland eftir 3ja ára björgunarstarf emher síðastliðinn af störfum hér, en hann hefur allan dval- artíma sinn haft náið samstarf við Flugbjörgunarsveitina og Slysavarnafélagið og yfir- leitt haft á hendi flugstjórn þeirra þyrla, sem sendar hafa verið því til hjálpar. Frétta- maður Morgunblaðsins átti sarr.tal við Price skömmu áður en hann yfirgaf ísland og hélt heimleiðis. — Hvenær komufj þér til fslands? — Það var í ágúst 1961. Þá hafði ég verið um 7 mánaða skeið á ísbrjóti við Suður- heimskautslandið. — Svo yður hefur ekki þótt kalt hér? — Nei, það hefur ekkj væst um okkur hjónin á íslandi. — Hvað eru margar þyrlur í Keflavík? Þyrlurnar má einnig nota tii hjörgunar úr sjó. Hér sjást varnarliðsmenn æfa slíkt björg unarstarf. — Þyrlurnar eru tvær. Við fengum nýjar vélar nú fyrir skömmu. Á hvorri þyrlu eru tveir flugmenn og einn flug- liði. Þegar farið er í sjúkra- flug höfum. við yfirleitt tekið með okkur lækni og íslenzkan leiðsögumann. Þyrlurnar geta flutt 7 menn auk flugmann- anna. Hve oft hafið þið komið íslendingum til hjálpar í yðar tíð hér? — Ég hef nú ekki tölu á því, en það hefur verið öðru hverju, þótt við höfum ekki alltaf verið einir, heldur að- eins tekig þátt í björgun eða leit. Stundum höfum við bjargað fólki, þegar eina hugsanlega farartækið hefur verið þyrla. Það er okkur ómetanleg ánægja að hafa getað orðið að liði. Stundum höfum. við líka farið erindis- leysu, t. d. þegar sjúklingur- inn, sem sækja átti, hefur verið látinn, áður en við kom- um á vettvang. Við höfum oft undrazt stillingu og gestrisni vandamanna þess, látna, er dauðinn hefur orðið á undan okkur. Fólkið hefur tekið okkur tveim höndum, virt vilj ann fyrir verkið, og bókstaf- lega neytt okkur til að koma inn og þiggja góðgerðir, þótt sorgin hafi ráðið ríkjum á heimilinu. Ég vildi óska að ég hefði kynnzt íslendingum. við ánægjulegri aðstæður. — Hvert farið þið nú? — Til Philadelphia, þangað sem við eigum heima. Ég réð ist í flotann til 5 ára og þau • eru útrunnin rétt fyrir jólin. Ég fæ því lausn frá herhjón- ustu í jólagjöf frá flotanuniv — Hvaða atvinnu hyggstu stunda? — Ætli ég fari ekki í skóla að læra lög. Ég er landfræð- ingur að mennt, en síðan ég útskrifaðist og fór í herinn, hef ég fengið miklu meiri áhuga á lögfræði en landa- fræði. Sigurður M. Þorsteinsson, lögregluvarðstjóri, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar, af hendir Price, liðsforingja, þakkarávarp ritað á skinn, sent honum af móður barns, sem týndist í Borgarfirði. Price tók þátt í leitinni, sem því nvður kom ekki að gagni því að barnið var látið, er það fannst. Einnig má bjarga mönnum björgunarmaður síga úr ann úr sjó á þyrlunum. Hér sést arri þeirra. Reynt verði að koma í veg fyrir reykingar á opinberum stöðum Tillögur landlæknis um aðgerðir hins opinbera sökum hættunnar aí reykingum EINS og skýrt var frá í Morg- unblaðinu í gær þá skrifaði land- læknir, dr. Sigurður Sigurðs- son, ríkisstjórninni bréf fyrir rúmu ári og lagði fram tillögur í 6 liðum um aðgerðir hér á landi vegna þeirrar hættu að reyking- ar kynnu að valda krabbameini. Tillögur landlæknis eru svo. bljóðandi: „1. Fræða þarf almenning uxn Bkaðsemi reykinga og þá einkum þær hættur, er beint virðast af þeim hljótast. Hér er verðugt verkefni fyrir Krabbameins- félag íslands, og mæli ég ein- dregið með beiðni stjórnar þessa félags uim aukinn styrk í þessu skyni og til eflingar annarrar etarfsemi félagsins, og verði hans aflað með hæfilegri skattálagn- inigu á hvern vindlingapakka, jafnframt því að þess verði ræki lega getið á pakkanum, í hvaða skyni skattur þessi sé á lagður. I 2. Frekari skattálagningu á vindlinga, sem vafalaust myndi draga eitfchvað úr sölu þeirra, tel ég varhugaverða þar sem hún kynni að hafa þau áhrif, að reynt yrði að afla þeirra með smygli erlendis frá. I 3. Þá leg,g ég til, að viðkom- , andi ráðuneyti feli tóbakseinka- sölu ríkisins að stöðva alla sölu á lausum vindlingum. Alkunna er, að börn og Unglingar hefja oftast vindlingareykingar með því að kaupa 2-5 vindlinga í einu I í verzlunum, þar sem slík lausa- j sala fer fram. Mætti ef til vill 1 hindra vindlingareykingar barna og unglinga nokkuð með því að heimila aðeins sölu heilla pakka. 4. Þá legg ég enn fremur til, að sama ráðuneyti sjái til þess, að tóbakseinkasalan auglýsi á eng- | an hátt vindlinga hér á landi en viðuxkenna ber, að slikar ■ auglýsingar hafa verið mjög fá- | tiðar frá þessari stofnun. 5. Þá legg ég til, að á sem flest um opinberum stöðum verði reynt að koma í veg fyrir reyk- ingar — með banni — ef annað virðist eigi tiltækilegt. 6. Að lokum vísa ég til bréfs stjórnarnefndar ríkisspítalanna, dags. 2 .maí sá 1., til ráðuneytis- ins varðandi nýjar yfirlæknis- stöður við Landsspítalann. Er | þar meðal annars lagt til, að núverandi aðstoðaryfirlæknir, Hjalti Þórarinsson, verði gerð- ur yfirlæknir lungnahandiæknis- deildar óg sérstakur læknir ráð- inn honum til aðstoðar. Vænti ég þess að ákvörðun um þessa stöðu Hjalta og aðstoðarlæknis- stöðu á væntanlegri deild hans verði tekin hið fyrsta.“ Eftir að landlæknir hafði lagt tillögur sínar fram var Hjalti Þórarinsson ráðinn yfirlæknir við Landsspítalann og á fjárlög 1 um fyrir árið 1963 var heimild 1 fyrir Áfengis- og tóbaksverz- un ríkisins til að greiða Krabba- meinsfélagi íslands 25 aura af hverjum seldum sígarettupakka. Hljóðfæraleik- arar semja í GÆR náðist samkomulag með samninganefndum Félags ís- lenzkra hljómlistarmanna og Sambands veitinga- og gistihúsa- eigenda um kaup og kjör hljóð færaleikara. Samkomulag þetta er þó háð því, að það verði sam- þykkt af fundum í báðum félög- unum. Samkomulagið gerir ráð fyrir að kaup hljóðfæraleikara hækki um 20% frá og með 1. janúar sl. að telja. Síðan fjalli kjaradómur um málið og ákveði laun hljóð- færaleikara fyrir 1. marz nk. og gildi úrskurður hans frá þeim tíma. Hljóðfæraleikarar höfðu áður boðað verkfall á gamlárskvöld en því var frestað. Verkfall hafði aftur verið boðað frá og með mið- nætti nk. laugardag. Akranesi 15. jan. 15 línubátar lönduðu hér í gær 75 tonnum. Aflahæst var ‘Anna með 8.7 tonn, en síðan Skipa- skagi með 7.4 tonn. Heimaskagi, Sigrún og Sigurður fiskuðu 7.1 tonn hver. Aflinn er flakaður og frystur. — Oddur. STAKST[IWI> Hvað getum við gert? í forystugrein æskulýðssíðu Morgunblaðsins, „Æskan og framtíðin“, sem birtist í Mbl. í gær, er spurt: „Hvað getum VIÐ gert til að bæta friðarhorfurnar í heiminum? Segir þar svo m. a.: „Bjami Benediktsson, forsæt- isráðherra, gerði þessa spurn- ingu nokkuð að umtalsefni í ára- mótaræðu sinni í útvarpinu. Hann sagði m. a.: „Sjálfir getum við íslendingar ekki lagt mikið af mörkum til að auka friðar- horfur, annað en leyfi okkar til þess, að á landi voru sé haldið uppi vörnum fyrir málstað frelsisins. Sú þjóð, sem neitaði að tryggja svo sinn eigin hag og skoðanabræðra sinna, myndi sýna, að hún skildi ekki, hvað til friðar og sjálfstæðis hennar heyrir“. Framlag íslendinga Víst er það, að skerfur okkar íslendinga til verndar friði í heiminum er ekki mikill, þegar borið er saman við skerf ýmissa annarra þjóða. Hinsvegar skort- ir marga skilning á því, að okkar framlag til Atlantshafsbanda- lagsins og dvöl hins erlenda varnarliðs hér á landi sé í raun og veru nokkur skerfur til vernd ar friði. Sá skilningsskortur á oftast rætur sínar að rekja tU þess, að íslendingar eru svo til- tölulega nýlega komnir mitt inn í rás heimsviðburðanna, að mörg um hefur orðið erfitt að átta sig á þeirri staðreynd. Hér er að sjálfsögðu ekki átt við and- stöðu kommúnista, sem á sér aðr ar og annarlegri ástæður, er ekki verða gerðar að umtalsefni hér að þesSu sinni“. Þáttur Varðbergs Enn fremur segir í fyrrnefndri grein: „íslendingar hafa á undanförn um árum þurft að gerast alþjóð- legri í hugsunarhætti og hafa þurft að brjóta til mergjar al- þjóðleg vandamál, sem snerta okkur, ekki síður en aðrar þjóð- ir. Þróunin hefur og smám saman orðið sú, að við íslendingar höf- um tekið að hugleiða þessi mál og reynt að gera okkur grein fyrir stöðu okkar meðal þjóð- anna. Meðal yngri kynslóðarinn- ar hefur starfsemi félagssamtaka eins og Varðbergs flýtt fyrir þró uninni í þessum efnurn". NATO tryggir friðinn Niðuriagsorðin hljóða svo: „Með stofnun Atlantshafs- bandalagsins mynduðu hinar frjálsu þjóðir við Atlantshafið varnarkeðju gegn árásaröflum kommúnismans. Alkunn er sú staðreynd, að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkur hennar. Bregðist eitthvert þátt- tökuríkið, þá er voðinn vís. Svarið við þeirri spurningu: Hvað getum við gert til verndar friði í heiminum? — er því það, að taka fullan þátt í starfi At- lantshafsbandalagsins og veita bandalaginu þá aðstöðu, sem við sjálf teljum nauðsynlega vegna öryggis okkar og til tryggingar friði í heiminum. En þegar við metum, hvaða aðstöðu veita skuli, þurfum við umfram allt að varast að draga of skjótar álykt- anir af ástandi í alþjóðamálum, eins og það virðist á yfirborðinu vera á hverjum tíma“. Maó: Haldið áfram, strákar mín- ir. Ég bíð hérna með kisturnai ykkar (Indonesia og Malajsia), (Tarantel Press).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.