Morgunblaðið - 17.01.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.01.1964, Blaðsíða 3
Fö«tudagur 17. ian. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 3 SÍÐASTL.IÐIÐ sumar var franskur rithöfundur, Robert Pascal, ásamt konu sinni —, Odette, á ferð hér á íslandi. Fóru þau hjónin víða um land i8 og dvöldust meðal annars um nokkurt skeið á Norður- landi. Blaðamaður Morgun- blaðsins átti samtal við þau daginn áður en þau héldu heim. — Við fórum í mjog i±oð- lega kynnisferð í dag, sagði PaScal, og sáum hvalskurð í Hvalfirði. I>að var einstak- „ lega, skemmtilegt, en lyktin var hræðileg. Ég hef mikinn áhuga á að kynnast fólki og atvinnuliáttum þar sem ég Pascal og bóndinn, sem ók með hjónin til Öskju og hélt uppi samræðum um bókmenntir á leið- inni. Franskur kolakaupmaður og skáld segir f rá Islandsdvöl sinni er á ferðalagi. Ánægjulegast þótti mér að sjá, hve margir skólapiltar unnu í Hvalstöð- inni. Hér virðast allir geta fengið atvinnu. í Frakklandi er sjaldgæft að skólafólk vinni á sumrin. — Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum til að lýsa hrifningu minni af íslenzkri náttúrufegurð, sagði Pascal. Það hafa víst margir erlend- ir ferðamenn gert á undan mér. Það, sem mér kom mest á óvart, er fólkið, en ekki umhverfið. Til skamms tíma hefur mér fundizt Frakkar vera mikil bókmenntaþjóð, en í sambanburði við íslend- inga geta þeir varla talizt það. Allir þeir íslendingar, sem ég hef kynnzt, eru bók- hneigðir, jafnt menntamenn sem verkamenn. — Undarlegasta reynsla mín í þessu efni, hélt Pascal áfram var þegar bóndi nokkur flutti okkur í jeppa sínum frá Mývatni inn að Öskju. Á leið- inni komust við ekki aðeins að- því að hann talaði ágæta ensku, heldur einnig því, að hann átti öll ritverk Maupis- sand, og var þeim 'nákunnur. Hann þekkti og vel verk gömlu Rússanna, Dostojevkis og Tolstojs. Þetta var ósköp venjulegur íslenzkur sveita- maður. — Ætlið þér að skrifa um íslandsferð yðar? spurði blaða maður. — Já, ég býst við því. Það er líklegt að konan *mín geri það einnig. Hún hefur skrifað margar greinar í frönsk tíma- rit. — Hafið þér ritstörf að að- alatvinnu? — Nei, ég er.einn af for- stjórum sambands franskra kolainnflytjenda. Ég hef skrifað talsvert af smásögum og eina skáldsögu," Les Belles d’Acier", sem út kom fyrir skömmu. Hún fjallar um kappakstur, en ég fékkst nokkuð við hann á yngri ar- um mínum. Nú vinn ég að því að skrifa skáldsögu um fæðingarbæ minn, Clermont Ferrand. — Ferðist þið hjónin mikið? — Við förum yfirleitt til útlanda einu sinni a sumri og dveljumst nokkrar vikur á einhverjum stað. í þetta sinn ætlum við einnig að fará til Skotlands og eyða þar þeim hluta sumarleyfis míns, sem ég á enn eftir. Ég þarf stund- um að fara til útlanda í við- skiptaerindum, en þá er oft- ast lítill tími til að skoða það, sem ég hef áhuga á. — Hvernig datt ykkur í hug að koma til íslands? — Við eigum kunningja, sem hafa komið hingað og eru mjög hrifnir af landinu. Annars er allt of lítið gert af því í Frakklandi að minna á ísland og hæna að ferðamenn. Ég er sannfærður um, að marga mundi fýsa hingað, ef þeir hefðu hugmynd um það, hve margt athyglisvert er hér að sjá, og á hve háu menningarstigi þjóðin er. Ndmið heldur úirum þrdfi fyrir OL ÞÚSUNDIR stúdenta í Innsbruck verða heimilislausir meðan á Ol ympíuleikunum stendur. Þeir höfðu fengið leikt húsnæði með þeim kostum að það yrði laust meðan á leikunum stendur. Þeir tóku húsnæðinu því allir bjugg- ust við að háskólarnir yrðu lok- aðir meðan á leikunum stæði. Margir stúdentanna höfðu ráðið sig til starfa í sambandi við leik ana. Nú hefur verið tilkynnt að fyr irlestrum verði haldið áfram við skólana. Allt er á ringulreið, sum ir stúdenta ætla að vinna við leikana, aðrir hætta við, vilja ekki missa af fyrirlestrum, sum ir eru húsnæðislausir og hafa ekki vinnu. Frú Pascal við Dettifoss. STAKSTEIMAR Heimta sérréttindi Eins og kunnugt er hafa Fram sóknarmenn ætíð heimtað sér- réttindi handa samvinnufélög- um og aldrei getað sætt sig við að þau sætu við sama borð og aðrir. Nú eru þeir enn komnir á stúfana og ráðast á stjórnar- flokkana, sem þeir segja að hafi þrengt hlut samvinnufélaganna. Þeim er það sérstakur þyrnir í augum, að innlánsdeildum kaup- félaganna er gert að leggja nokkurn hluta innstæðna sinna f Seðlabankann á sama hátt og bönkum og sparisjóðum. Finnst þeim eins og fyrri daginn að inn- lánsdeildirnar eigi engar skyld- ur að hafa en öll réttindi. Þeim finnst ekki nægilegt að kaupfé- lögin hafi þau sérréttindi að ráða yfir stórfelldu fjármagni, sem er í innlánsdeildunum og rázka með það í misjafnlega heppilegr.m rekstri, þar sem aðrir atvinnurekendur verða að sækja mál sín til banka eða sparisjóða, heldur vilja þeir líka fá í sínar hendur þann litla hluta af fjármagni innlánsdeildanna, sem tryggður er með þeim hætti að vera bundinn í Seðlabankan- um. Er það þó nokkurt öryggi fyrir eigendur þess fjár, sem er í innlánsdeildunum, því að það er ekki tryggt á sama hátt og innlög í sparisjóði eða banka. Kommúnistar viðurkenna f ritstjórnargrein í komniún- istablaðinu í gær segir: *,En þrátt fyrir ranglæti og spillingu mun að visu mega halda því fram með rökum að launakjör hérlendis séu jafnari en í ýmsum nálægum löndum.“ Sjálfsagt er að meta það, að kommúnistablaðið játar umbúða laust, að launakjör hér séu jafn- ari en í nálægum löndum, enda erfitt að halda öðru fram. Hins ber líka að gæta, að þetta blað i hefur tekið undir allar kröfur um launahækkanir til þeirra, sem hæst hafa laun og þar með í rauninni stutt kröfur um meiri tekjumismun. Þá var það einnig aðalstuðningsblað þeirrar ráð- stöfunar nú í desember að koma í veg fyrir, að launamismunur raskaðist á þann hátt, að hinir lægst launuðu fengju meiri hækkanir en aðrir. Það töldu kommúnistar fráleitt og undir- strikuðu með því, að þeir vildu ekki raska því launahlutfalli, sem nú væri milli hinna ein- stöku launþegahópa. „Guðmundur Vigfússon & Co.“ Alltaf leggst þeim eitthvað til í innanflokksbaráttunni, komm- unum. Þannig fær Þorvaldur Þórarinsson kærkomið tilefni til að ráðast á flokksbróður sinn, Guðmund Vigfússon, opinber- lega, vegna þess að sá síðar- nefndi er samþykkur ráðhús- byggingunni. Virðist Þorvaldur eiga við hann, þegar hann í grein í kommúnistablaðinu segir: „Vissi einhver um niðurstöð- una fyrirfram? Var búið að láta einhvern fá „hagsmunafé“?“ Síðar í greininni segir: „Eru þeir Geir Hallgrímsson, Guðmundur Vigfússon & Co. borgunarmenn fyrir þessu ævin- týri?“ Út af fyrir sig má segja að ekki sé óeðlilegt að greinarhöf- undur nefni sérstaklega borgar- stjóra í sambandi við miklar ákvarðanir borgarinnar, en sú staðreynd, að hann tekur Guð- mynd Vigfússon einan út úr öll- um þeim fjölda manna, sem auk borgarstjórans hafa staðið að ákvörðun um ráðhús, sýnir hvert skeytinu er beint.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.