Morgunblaðið - 17.01.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.01.1964, Blaðsíða 19
MORMN!*' Aijff) 19 Föstudagur 17. fan. 1964 ii ■ >1 Glenn segir upp er talinn hyggja á framboð til Jbings — Keflavikurvöllur Framh. af bls. 20 eru þeix búnir öllum fullkomn- ustu slökkvitaekjum, sem völ er á. f»á er liðið nýbúið að fá heljar mikinn kranaibíl, sem getur ekið með 60 km hraða — og er ætl- aður til að hífa upp brennandi flugvélar, ef það skyldi auð- velda björgun áhafnar. Á einn brautarenda verða sett upp ný aðflugsljós (Visual approaoh slope indicater) til þess að auka á nákvæmni í lend- ingu. Ein merkasta endurbótin er þó sen nilega sú, að kólf-aðflugsljós- in, sem ná þrjú þúsund fet út frá öðrum enda aðalbrautarinn- ar, verða framlengd inn eftir endi langri brautinni, þ.e.a.s. grafin niður í hana. Eiga flug- vélar þá að geta lent á Kefla- víkurflugvelli „þegar skýjahæð- in er í NÚLLI“, eins og komizt var að orði, þ.e.a.s. einnig með aðstoð annarra aðflugshjálpar- tækja. Kólf-ljósin svonefndu eru nú 30 talsins í beinni röð frá braut- arendanum og blossa tvisvar á sekúndu. Ljósmagnið frá hverj- um blossa samsvarar 30 milljón kertum en blossinn sjálfur varar ekki nema 1/5000 úr sekúndu. Ennfremur er gert ráð fyrir að nýr radar verði settur upp á vell- inum á þessu ári. f*á greindi Pétur frá því, að skipuð hefði verið nefnd til þess að fjalla um endurbætur á flug- etöðvarbyggingunni, breyta inn- réttingum og fegra í samræmi við kröfur tímans o. s. frv. Beindust umræður síðan að is- lenzkum flugmálum yfirleitt og flugvallarmálinu svonefnda. Las Pétur upp greinargerð um stöðu Keflavíkurflugvallar í málinu og eagði þar, sem hann benti á það, að Keflavíkurflugvöllur væri einn hinn fullkomnasti sinnar tegundar og fásinna væri fyrir okkur að ætla okkur að byggja annan nýjan flugvöll við hlið Ihans, þ.e.a.s. á Álftanesi — eða að gera stórendurbætur á Reykj a víkurf lugvelli. Miklu betra væri að verja fénu í end- urbætur á flugvöllum úti á landi, en annars væri skortur á heildar framkvæmdaáætlun á sviði sam göngumála þar sem allt héldist í hendur: Flutningur í lofti, á landi og á sjó. Með skipulagi og samræmingu mætti spara mikið. En þegar væri ljóst, að gera yrði varavöll fyrir þotur norðan lands. M ræddi ■ flugvallarstjór- inn um veðurfarið og þau rök, sem færð hefðu verið gegn því að völlurinn yrði gerður að aðal- flugvelli Reykjavíkur: „Veðurstofa íslands hefir gert Keflavíkurflugvöllur úr lofti. samanburð á veðuirskilyrðum á Reykjavíkur- og Keflavíkurflug- velli, með það fyrir augum að komast að raun um hve oft skýjahæð er lægri en 200 fet og/eða skyggni minna er Vá sjó- míla. Samanburður þessi var gerður fyrir bandaríska flug- vallarsérfræðinginn James C. Buckley, sem gerði athuganir á öllum hugsanlegum flugvallar- stæðum í nágrenni Reykjavíkur. Samanburðurinn leiðir í ljós, að á Reykjavíkurflugvelli er skýja- hæð minni en 200 fet og/eða skyggni minna en Vi sjómíla í 5,2 klst. á mánuði, að meðaltali. Þar á móti eru sörnu skilyrði á Kefla víkurflugvelli í 13,2 klst. á mán- uði, að meðaltali. Niðurstöður þessar eru byggðar á athugun- um, sem gerðar eru á 3ja tíma fresti á 10 ára tímabili. Til er stórum nákvæmari sam- anburður um veðurfar á Kefla- víkurflugvelli, en sá sem fenginn var hinum bandaríska sérfræð- ingi í hendur. Samanburð þenn- an er að finna í bók útgefinni af The National Weather Records Centre í Bandaríkjunum. Nær hann yfir 14 ára tímabil, eða frá 1. jan. 1946 til 31. des. 1960, að árinu 1948 undanskildu, og eru niðurstöður byggðar á at- hugunum, sem gerðar eru á klukkutíma fresti. Samkvæmt þessum athugunum er Keflavik- urflugvöllur lokaður fyrir flug- umferð í 6,5 klst. á mánuði, að meðaltali. Af framanrituðu má sjá, að mismunurinn á veðurfari er enginn og þessvegna er úti- lokað að hann réttlæti þá fjár- festingu, sem bygging nútíma flugstöðvar hefir í för með sér. >ar að auki eru lendingar ekiki leyfðar á Reykjavíkurflugvelli, nerna skýjaihæð sé 400 fet eða meir, samanborið við 200 fet á Keflavíkurflugvelli, sem gefur augaleið að flugdagar á Kefla- víkurflugvelli eru mun fleiri í dag. Auk þessa, er svo rétt að gera sér grein fyrir hverjar horfur eru á því, að tækniþróunin geri flugumferð óháða veðurfari, þar sem aðflug er hindrunarlaust. Sjálfvirkni er farin að ryðja sér til rúms á þessu sviði, sem öðrum. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóða Flugmálastofnun- inni, ICAO, hafa þegar verið framleiddar þrjár gerðir tækja, sem lenda flugvélum, án þess að mannshöndin komi þar nærri. Sjálfvirkni þessi er enn á til- raunastigi, en ICAO gerir ráð fyrir að notkun tækjanna verði leyfð í almennu farþegaflugi, innan nokkurra ára. Blindlendingarkerfi það, sem yfirleitt er notað á Keflavíkur- flugvelli, er svonefnt ILS, ásamt aðflugsljósum af fullkomnustu gerð. Tæki þessi eru þau einu hér á landi. Kostnaðurinn við aðflugsljósin gin nam um kr. 20.000.000,-.“ Það var álit Péturs og sam- starfsmanna hans, Boga Þor- steinssonar, Ásgeirs Einarssonar og Ásgríms Ragnars, að fljótfar- ið yrði til Keflavíkur eftir að vegurinn yrði steyptur alla leið. Ennfremur, að þessi leið væri ekki sainbærileg við leiðina frá flugvöllum erlendra stórborga inn í borgina. Þar væru miklar tafir í umferðinni, en leiðin milli Reykjavíkur og Keflavíkur greið fær og hægt að aka hana við- stöðulaust. Eitt af mikilvægu atriðunum í samibandi við Keflavíkurflugvöll töldu þeir, að þar væru engar hindranir í kring og möguleikar til að framlengja allar aðal- brautir. Vegna þess, að engar hindranir væru umhverfis völl- inn, engin fjöll eða stórbyging- ar, skapaðist grundvöllur til að koma fyrir hinum fullkomu hjálpartækjum til lendingar — þannig, að í framtíðinni yrði ekki talað um neina lágmarks skýjahæð. Töldu þeir, að ekki yrði þess langt að bíða, að millilandaflug- ið færðist til Keflavíkur — ag skynsamlegast yrði að leggja Reykjavíkurflugvöll niður í á- föngum. Ef auknu fé yrði varið í flugvallarframkvæmdir úti á landi í stað þess að gera nýjan völl við Reykjavík, yrði innan- landsflugið miklu öruggara, þ.e.a.s. flugdagar fleiri en jafn- vel núna, þó að flugvöllurinn sé svo að segja í miðri Reykjavík. En bent hefur verið á það til stuðnings byggingu nýs flugvall- ar, að vegna óstöðugrar veðráttu hér á landi sé ekki hægt að reka innanlandsflug frá Keflavi'kur- velli. Veður geti breytzt á með- an ekið er til Keflavíkur. Töldu flugvallarstjórinn og sér fræðingar hans, að íslendingar mundu slá öll met með því að verja hundruðum milljóna í nýj- an flugvöll sem svo að segja væri við hliðina á flugvallar- mannvirki, sem kostaði 4.000 milljónir króna og væri marg- falt fullkomnari en sá flugvöll- ur, sem íslendingar mundu geta gert í náinni framtíð. — Borgarstjórn Framh. af bls. 13. því lokið, áður en byggingar- fi’amkvæmdir hæfust. Óskar Hallgrimsson (A) kvaðst líta svo á, að umræðum um stað arvalið hefði raunverulega lok- ið með emróma samþykki borg- Houston, Texas, 16. jan. — AP — Bandaríski geimlarinn John Glenn, hefur sagt lausu starfi sínu hjá banda- rísku geimvísindastofnuninni, að því tilkynnt var í Houston í dag. Ástæðan fyrir uppsögn- inni mun sú, að Glenn hyggur arstjórnarinnar 1955. Hið versta, sem fyrir gæti komið, væri að slá málinu að nýju á frest, sem gæti tafið framkvæmdir enn um langa hríð. Einar Ágústsson (F) tók í sama streng og kvað deilur um málið nú aðeins til að tefja framkvæmdir. Þór Sandholt (S) kvaðst ekki geta svarað þeirri fyrirspurn BG, hvort unnt yrði að bæta teikningarnar, en benti á, að við undirbúning vinnuteikninga mundu ýmis hin smærri atriði koma til nánari athugunar. Geir Hallgrímsson borgarstjóri kvaðst ekki skyldu dæma um það, hvort teikningarnar væru listaverk, eða ekki, eins og AG hefði gert. En eftir sinni hyggju yrði ráðhúsið í senn fallegt, stíl- hreint og göfugt, svo sem slík hús ættu að vera. Það væri ekk- ert einsdæmi, að margir arkitekt ar væru um sama húsið, t d. hefðu 16 arkitektar unnið að húsi Sameinuðu þjóðanna í New York. Þá sagði hann, að með því að vekja deilur nú að nýju um stað- arvalið, mundi um leið vakinn upp vandi, sem mörg ár gæti tek- ið að leysa. Kvaðst hann að visu hafa verið einn þeirra, sem 1955 hefðu fremur kosið, að rúðhús- inu yrði fundinn annar staður, en þá hefði hann ásamt þeim þrem öðrum, sem eins var ástatt um og allir vildu sinn staðinn hver, sameinast um þá lausn, sem almennast fylgi hafði, þ. e. við norðurenda Tjarnarinnar, enda hefðu þeir allir talið það næst bezta kostinn. Er tímar liðu, hefði hann síðan orðið ánægðari og ánægðari með valið og nú væri svo komið, að hann gæti ekki hugsað sér, að ráðhúsið yrði staðsett annars staðar. Loks lagði hann fram þá tillögu er fyrr getur. Eins og fyrr segir voru endan legir uppdrættir að Ráðhúsi Reykjavíkur samþykktir með 12 atkvæðum gegn einu. Þessir Ijáðu þeim atkvæði sitt: Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Auð- ur Auðuns, Birgir ísl. Gunnars- son, Kristján Aðalsteinsson, Gróa Pétursdóttir, Sigurður Magnús- son, Úlfar Þórðarson, Þór Sand- holt, Þórir Kr. Þórðarson, Óskar Hallgrímsson, Einar Ágústsson og Guðmundur Vigfússon. Á móti var Alfreð Gíslason, en Adda Bára Sigfúsdóttir og Björn Guð- mundsson sátu hjá, þótt þau í að alatriðum væru ánægð með upp- drættina. Gerði Bjöm svofellda grein fyrir atkvæði sínu: Tillaga mín um að hafa tvær umræður um málið og nota tímann til næsta fundar til að upplýsa það og skýra og gefa mönnum tæki- færi að koma fram með tillögur til endurbóta á teikningu og fyr irkomulagi ráðhússins er þáttur í þeirri viðleitni að láta gera ráð húsið virðulegt, einfalt og vand að. Þar sem þessi tillaga var ekki tekin til greina, sé ég mér ekki fært að samþykkja aðaltillög- una, en vil ekki bregða fæti fyr- ir málið með mótatkvæði. Ég greiði því ekki atkvæði. á framboð til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Talið er, að Glenn hafi auga- stað á þingsæti Stephen Young, öldungadeildarþingmanns frá Ohio, sem er 74 ára að aldri og hefur ákveðið að draga sig í hlé við næstu kosningar. Þess er vænzt, að repúblikanar muni bjóða þar fram Robert Taft jr. AP hefur eftir talsmanni gistí- húss eins í Columbus, að Glenn hafi tekið þar á leigu stóran sal og muni ætla að halda fund með fréttamönnum á föstudag og skýra þá nánar frá ákvörðun sinni. Glenn er nú 42 ára að aldri. — Blaðamenn Framh. af bls. 1 Times, Peter Rand frá New York Herald Tribune, John Nugent frá tímaritinu Newsweek og fréttamaður tímaritsins Time, Bill Smith, að nafni. Sendiráðs- starfsmennirnir tveir 1. fulltrúi, Frederick P. Picard, 36 ára að aldri og Donald Petterson, 33 ára, voru einir eftir af starfs liði bandaríska sendiráðsins á eynni, aðrir höfðu farið burt með herskipinu „Manley“. í fréttum AP segir, að Karume muni ekki hafa vitað um dvöl bandarísku blaðamannanna á eynni, fyrr en i dag, er hann kom til Dar Es Salaam til við- ræðna við stjórnina þar (sjá aðra frétt frá Zanzibar). Þá hafi hon um borizt blöðin í hendur, með fréttaskeytum, er send hafi ver ið um bandarísku sendiráðin á Zanzibar og í Dar Es Salaam. Blaðamennirnir höfðu að sögn AP komizt til Zanzibar frá Baga mcyo í Tanganyika eftir að bylt ingin var gerð og komið sér upp skrifstofu í gistihúsi nokkru. Var svo um fleiri fréttamenn að þeir höfðu komizt með leynd til lands ins eftir byltinguna, sumir syntu til lands. Jafnskjótt og Karume kom heim frá Dar Es Sallam gerði hann gangskör að því að finna bandarísku blaðamennina og koma þeim í stofufangelsi á þeirri forsendu að þeir hafi sent rangar fréttir frá atburðum á eynni og auk þess komið þangað í óleyfi. — Hringver Framhald af bls. 6. nýtt neyðarkall, um að menn væru að yfirgefa skipið. Skipstjóri og Sigurbjörn Ólafs son, 1. vélstjóri, tóku síðan bát- inn og sjósettu hann. Báturinn blés þá út á hvolfi, og bað skip- stjóri Sigurbjöm, sem hann vissi að var góður sundmaður, að rétta hann við. Tókst Sigurbirni það, og lét skipstjóri þá einn og einn skipverja fara í bátinn í einu en fór sjálfur síðastur. Er báturinn var kominn 2—3 metra frá skipinu, sökk það. Mun kl. þá hafa verið um hálf fimm um morguninn, og liðu ekki yfir 15 mínútur frá því það lagðist á hliðina þar til það var sokkið. Er skipshöfnin kom í bátinn kom í ljós, að aðeiris efri hring- ur hans hafði blásið upp með þeim afleiðingum að báturinn maraði í hálfu kafi. Komst skips höfnin ekki undir tjaldið, sem yfir bátnum er, en varð að liggja ofan á því. Eftir 5—10 mínútur kom Mb. Arni Þorkelsson, og tók skips- höfnina um borð. — Björn Faðir okkar HELGI STEINBERG ÞÓRÐARSON lézt 14. janúar sl. í Borgarspítalanum. — Jarðarförin ákveðin miðvikudaginn 22. janúar kl. 1,30 frá Foss- vogskirkju. Börnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.