Morgunblaðið - 17.01.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.01.1964, Blaðsíða 13
Föstudagur 17. jan. 1964 MQRGUN BLAÐIÐ 13 Borgarstjórn samþykkti uppdrætti að Ráðliúsinu Stefnt að því að framkvæmdir hefjist á þessu ári að þ'VÍ að einingin 1955 hefði verið meiri í orði en á borði, þar sem fjórir borgarstjórnar- manna hefðu frekar kosið að hafa ráðhúsið á öðrum stöðum. Þá minntist hann á, að uppdrátt ur ráðhússins hefði verið unn- inn af nokkrum arkitektum og væri verkið vel af hendi leyst, en heldur ekki meira, sem ekki væri að furða, ef litið væri á aðdraganda og aðstæður allar. SNÝR BAKHLIÐINNI AÐ ALÞINGI Björn Guðmuyndsson f~) hóf mál sitt með því að segja, að ráð- hús væri hverri borg menningar- og metnaðarmál. Kvaðst hann þakklátur borgarstjóra fyrir að halda sýningu á uppdráttum ráð- hússins, en kvað hana hins vegar hafa staðið of skamma hríð. Þá veik hann nokkuð að byggingar lagi ráðhússins og sagði suður- hliðina sem gróðurhús á að líta. Norðurhliðin væri hins vegar norðansvalinn festur í stein, gluggalaus með öllu. Kvaðst hann ekki kunna að meta slíkt, enda eðli íslendinga að vilja-horfa út um glugga. Ráð- húsið sneri því bakhliðinni að Alþingi og Dómkirkju, þótt stað- seting þess gerði kröfu til að báðar hliðar væru jafn fallegar. Þá lagði hann fram tillögu um að afgreiðslu málsins yrði frest- að til næsta borgarstjórnarfund- ar til að „gefa mönnum tækifæri að koma fram með tillögur til endurbóta á teikningu og fyrir- komulagi ráðhússins“. TVÆR NEFNDIR — EIN NIÐURSTAÐA Guðmundur Vigfússon (K) kvað athyglisvert, að í bæði skiptin, sem nefnd hefði setzt á rökstóla um staðsetningu ráðhúss hefði sama niðurstaða fengizt, þótt ýmisir aðrir staðir hafi kom ið til greina. Starfaði önnur nefndin milli 1930 og 1940, en hin 1955. Samiþykktu báðar nefndirnar einróma, að ákjósan- legasti staðurinn væri á norður enda Tjarnarinnar. Þá kvaðst hann viðurkenna, að 1955 hefðu nokkuð deildar meiningar verið i staðsetningu ráðhúss inn- an borgarstjórnarinnar. Menn mættu þó sízt gera lítið úr ein- róma samþykki hennar um stað- setningu náðhússins. Það væri ekki á hverjum degi sem slife samstaða tækist í stórmáli. Þá sagði hann, að einhvers staðar og einhvern tíma yrðu deilurnar um staðarvalið að hætta. Frá sínu sjónarmiði kæmi helzt til greina að reisa ráðhús við suðurenda Tjarnarinnar, að því slepptu að reisa það við norð urendann. En sú staðreynd lsegi fyrir, að flugvöllurinn er þar til fyrirstöðu og trúlega dytti eng- um í hug, að hann yrði fluttur næstu 10—15 árin. Aðra staði kvaðst hann ekki hafa séð sæm- andi fyrir ráðhús Reykjavíkur vestan Elliðaár. Adda Bára Sigfúsdóttir (K) sagði m.a., að sér hefði strax þótt uppdráttur ráðhússins fallegur og hann hefði virkað vel á sig. Hins vegar lét hún uppi ótta um, að raunveruleikinn yrði ekki eins fallegur og hann sýndist á líkaninu. Hins vegar lagði hún til ásamt GV, að jafnframt því sem borgarstjórn samþykkti stað setningu ráðhússins, legði hún á- herzlu á, að endanlegri skipulagn ingu miðbæjarins yrði hraðað og Framhald á 19. síðu. Frá Alþiregi: Rætt um ráðhús og þinghús Á FUNDI borgarstjómar í gær samþykkti borgarstjórn ályktun borgarráðs frá 10. janúar sl. um uppdrætti að Ráðhúsi Reykja- víkur með 12 atkv. gegn 1. Þá var viðaukatillaga borgar- Stjóra, svohljóðandi, samþykkt samhljóða: Borgarstjórn leggur áherzlu á, um leið og samþykktir eru nppdrættir að ráðhúsi Reykjavíkur, að sem fyrst verði endanlega gengið frá samþykkt að skipulagi miðbæjarins í heild og verði eigi vikið frá þeim meginsjónarmiðum, sem fram koma í tillwgu ráðhúsnefndar um næsta nágrenni ráðhússins. Tillaga Alfreðs Gíslasonar um almenna skoðunarkönnun um stöðuvaldið var felld með 12 atkv. gegn hans atkvæði einu. Tillaga Björns Guðmnndssonar var felld með 13 atkv. gfeng 3 ©g tillaga Öddu Báru og Guð- mundar Vigfússonar um, að skipulag alls miðbæjarins skyldi endanlega samþykkt, áður en ráð izt yrði í framkvæmdir, felld með 9 atkv. gegn 5. Meiri eining meðal almennings en áður. Geir Hallgrímsson borgarstjóri sagði í upphafi máls síns, að borgarstjórn hefði gefizt svo góður kostur á að kynna sér uppdrætti, líkön og teikningar að hinu væntanlega ráðhúsi, að hann sæi ekki ástæðu til að víkja að því. Hann tók fram, að full- trúar allra flokkanna, sem sæti eiga í borgarstjórn, hefðu orðið sammála um þá málsmeðferð, sem viðhöfð var, að borgarráð tæki fyrst afstöðu til uppdrátt- anna, sem síðan yrðu til sýnis borgarbúum og löks til endan- legrar afgreiðslu í borgarstjórn- inni. Borgarstjóri rifjaði upp, að fyr ir átta árum hefði verið sam- (þykkt einróma í borgarstjórn, að ráðhúsið sikyldi staðsett í norðurenda Tjarnarinnar. Sú ékvörðun vakti töluverðar um- ræður á opiniberum vetvangi, svo sem eðlilegt er um svo viðamikið mál. Síðan hefur a.m.k. einu sinni komið fram tillaga um endur- skoðun staðarákvörðunarinnar, auk þess sem því máli hefur ver- ið hreyft nokkrum sinnum í borg arstjórn, én aldirei fengið byr. Vinna að uppdráttunum hefur því haldið áfram allan tímann. Þótt aldrei sé hægt að fullyrða um skoðun almennings, sagði borgarstj. er mér þó nær að halda að um málið ríki nú meiri ein- ing, eftir að uppdrættirnir hafa verið lagðir fram til sýnis al- menningi, en jafnvel þegar hin samihljóða samþykkt var geirð í borgarstjórn fyrir 8 árum. Góðs viti Að sjálfsögðu eru þó skiptar skoðanir um málið, enda hlýtur mat hvers og eins að lokum ver- ið komið að ýmsu leyti undir smekk hans. Og í hugum og skrif um sumra, er það meira að segja orðið að tilfinningamáli. Taldi borgarstjóri, að það væiri góðs viti og sýndi, að mönnurn stæði ©kfei á sama um bygigingu ráð- húsisins, jafnframt sem það bæri vitni um hinar miklu kröfur, sem borgarbúar gerðu til þessa sam- einingartákns borgarinnar og miðstöðvair hennar. Ráðhúsið og skipulag borgar- innar Þá tók borgarstjóri fraim, að staðsetning ráðhússins var gerð samkvæmt eina’óma tillögum samvinnunefnda. Öll vinna við heildarskipulagningu Miðbæjar ins hefur því byggzt á því, að ráðhúsið skuii vera í norðurenda Tjarnarinnar. Við rannsóknir á þeim atriðum, sem mestu máli skipta í þessu sambandi, þ.e. umferðaræðum, bílastæðum og hagnýtingu þessa byggingarreits hefur ekkert komið fram, sem torveldaði þessa staðsetningu ráð hússins. Þá kvaðst borgarstjóri gera ráð fyrir, að á þessu ári mundi verða unnt að ganga frá samþykki um heildarskipulagningu allrar Reykjavíkur og þar með miðbæj arins. Hafizt handa á þessu ári Borgarstjórinn rifjaði upp, að samkvæmt fjárhagsáætlun væri 5 millj. varið í ráðhússjóð á þessu ári. Undirbúningi bygging arinnar er svo langt komið, að væntanlega mun hægt að hefja framkvæmdir þegar á þessu ári. Samkvæmt kostnaðaráætlun, sem gerð var fyrir tæpu ári, mun heildarkostnaður nema um 120 millj. kr., en byggingarhraði er- áætlaður 4—6 ár. Þó mun unnt að taka þann hluta háhýsisins, sem ætlaður er undir skrifstof- ur borgarinnar, í notkun eftir u. þ.b. þrjú ár, en hins vegar mun taka lengri tíma að ganga frá listaverkasal o.fl. Þax er nauð- synlegt að hafa tímann fyrir sér, m.a. til þess að unnt sé að efna til samkeppni meðal lista- manna um hinn endanlega frá- gang. Þáttur í borgarlífinu. Þá gat borgarstjóri þess, að uim langt skeið hefðu verið uppi raddir innan borgarstjómarinn- ar og utan um nauðsyn þess, að hér í borg risi ráðhús bæði vegna þáttar þess í borgarlif- inu og einnig undir starfsemi borgarinnar. Þetta ætti ekki sízt að vera ljóst borgarfulltrúunum sjálfum, þar sem starfsaðstaða þeirra væri engan veginn sem skyldi. Yrði þar ráðin bót á, mætti ælta að það gerði þeim betur kleift að setja sig inn í mál og standa í stöðu sinni. Kvaðst hann vona, að sá sam- hugur og vilji, sem jafnan hefði verið innan borgarstjórnarinnar um þetta mál, væri þar enn, vilji til þess að ná samkomulagi um þá lausn, sem almennast fylgi hlyti, bæði innan borgar- stjórnarinnar sjálfrar og borgar- búa í heild. Varðandi tillögu AG sagði borgarstjóri, að frestun nú yrði eingöngu til að tefja framgang málsins, þar sem engar líkur væru á, að meiri samhugur skap- aðist um nokkra lausn aðra, bæði hvað staðsetningu ráðhúss- ins og uppdrætti snerti, sem hann kvaðst vona, að hvort tvegg ja yrði borgarstjórninni sjálfri og Reykjavíkurborg til sóma um alla framtíð. Almenn skoðunarkönnun Alfreð Gíslason (K) mælti með tillögu sinni um, að líkur bentu til, að eining sú, sem náð- ist innan bæajrstjórnarinnar 1955 um staðsetningu ráðhúss væri fjarri því að teljast rétt mynd af vilja Reykvíkinga. Því skyldi efnt til skoðunar- könnunar meðal borgarbúa um staðarvalið og frekari aðgerðum frestað, unz niðurrstaða könnun- arinnar lægi fyrir.' Borgarfulltrúinn veik nokkuð FUNDIR HÓFUST að nýju á Alþingi í gær eftir jólaleyfið. Fyrsta mál á dagskrá var rann sókn kjörbréfs Katrínar Smára 1. varaþingmanns Alþýðuflokks- ins. Kjörbréf hennar var sam- þykkt, og tók hún sæti 6. þing- manns Reykjavíkur, Gylfa Þ. Gíslasonar, viðskiptamálaráð- herra, sem nú dvelst erlendis, á Alþingi. -- XXX --- Þá kvaddi Einar Olgeirsson sér hijóðs utan dagskrár. Sagði hann Alþingi hljóta að taka afstöðu til staðsetningar ráðhúss Reykja víkurborgar við Tjörnina, sem eyðilegði möguleika Alþingis til að byggja á lóðum sínum í fram tíðinni. Kvaðst hann vilja vekja athygli á þeim einstæða þjösna- skap, sem Alþingi væri sýndur, með því að ætla ráðhúsinu stað norðan Tjarnarinnar og sunnan þinghússins. Bæði aðferðin við staðsetninguna og staðsetningin sjálf væri óhæfa, og ætti Al- þingi ekki að þola slíka meðferð á sínum málum. Hér væru aðilj- ar úti í bæ að ryðja Alþingi i burtu. Gísli Guðmundsson (F) ræddi málið nokkuð og vildi láta at- huga, hvort ekki væri réttast að flytja Alþingi til Þingvalla. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, sagði eðlilegt, að þing- menn tækju enn á ný til yfirveg- unar stöðu þinghússins. Það væri rétt hjá E. O., að staðsetning þinghússins í framtíðinni væri háð stöðu ráðhússins í norður- enda Tjarnarinnar. Hins vegar kvaðst hann ósamþykkur þeim hnífilyrðum, sem E. O. beindi til borgarstjórnar Reykjavíkur, er hann sagði hana ætla að taka ákvarðanir sínar án samþykkis Alþingis. Fullkomleg eðlilegt og tímabært væri, að borgarstjórn tæki sínar ákvarðanir í þessu máli, og bæri sízt að skilja það sem ögranir við Alþingi. Rétti tíminn væri kominn til þess að ákveða staðsetningu ráðhússins, en sú ákvörðun lyti að sjálf- sögðu skipulagsreglum og endan legri ákvörðun ráðherra, er sam þykkir skipulagsuppdrætti. Þetta yrði vitanlega gert hér, og því væri aðferð borgarstjórnar rétt. Það væri engin tilviljun eða nýjung, að ráðhúsið væri stað- sett á þessum slóðum. Svo hefði verið ráðgert áratugum saman, bæði af skipulagsnefnd ríkisins og Reykjavíkur. Allar athuganir á þessu máli hefðu endað með þvi, að bent hefði verið á þennan stað fyrir ráðhúsið, þrátt fyrir ágreining í fyrstu. Kæmi þar til bæði hagkvæmisástæður og svo hitt, að æskilegt væri að glæsi- legt hús lokaði norðurenda Tjarn arinnar. — Gísli Guðmundsson virtist vilja forða Alþingi burtu frá Reykjavík, en erfitt mundi reynast fyrir þingmenn að gegna skyldustörfum sínum, ef þeir slitnuðu úr tengslum við stofn- anir þær, sem staðsettar eru í höfuðborginni. Forsætisráðherra kvað alla sammála um, að núverandi þing hús væri orðið allt of lítið fyrir starfsemi þingsins. Minntist hann á þann möguleika, að nýtt þing- hús yrði reist við Kirkjustræti, vestan Alþingishússins. Teldu menn þessa eða svipaða lausn ekki færa, yrði að fara eitthvað burt með Alþingi. Versta lausn in væri sú að fara eitthvað að klamra við núverandi þinghús, svo sem með viðbót í suðurátt. Eysteinn Jónsson (F) kvað ekki unnt að flytja þinghaldið burtu úr höfuðstaðnum. Alþingi yrði að vera á sama stað og rík isstjórn, stjórnarstofnanir og aðr ar höfuðstöðvar í landsmálum. Annars drægist valdið úr hönd- um Alþingis, og því yrði gert ókleift að starfa að nútímahætti. Jóhann IIafstein, dómsmála- ráðherra, sagði, að húsnæðismál Alþingis yrði að taka fyrir nú þegar. Þingið væri komið í þröng að þessu leyti, og vildi hann leggja ríka áherzlu á það, að taka bæri ákvörðun og það nógu skjótt. Ekki kvað hann það stand ast á nokkurn hátt, að borgar- stjórn hefði sýnt þjösnaskap í þessu máli. Dómsmálaráðherra lýsti þeirri skoðun sinni, að reisa bæri nýtt þinghús. Hið nýja ísland ætti að eignast nýtt Alþingishús. All ar viðbótarbyggingar yrðu ó- mynd. Sitt álit væri, að vel færi á því, ef ráðhúsið yrði við norð urenda Tjarnarinnar, en Alþing ishúsið fyrir sunnan aðaltjörnina, þar sem ísbjörninn stóð. Gísli Guðmundsson tók aftur til máls. Sagði hann það barna- skap að telja það ekki •sam- rýmast nútíma þjóðfélagsháttum að hafa Alþingi á Þingvöllum og álíta það hindrun á starfi þing- manna á 21. eða 22. öld að stað- setja Alþingi þar. Kvaðst hann vilja, að þinghúsnefnd Alþingis athugaði, hvort ekki væri rétt að gefa þjóðinni kost á að segja álit sitt á því, að Alþingi yrði flutt til Þingvalla. Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, sagði menn e. t. v. hafa fengið þá hugmynd við þessar umræður, að Reykjavíkurborg og Alþingi væru andstæðingar 1 þessum málum. Þetta væri full- kominn misskilningur. Alþingi og borgarstjórn væru samherj- ar í þessum efnum, eins og vera bæri. Sagt hefði verið, að Reykjavíkurborg gengi á rétt Al- þingis með því að velja norður- enda Tjarnarinnar undir ráðhús. Þessi staðarákvörðun hefði ver ið einróma álit bæjarstjórnar ár ið 1955, skv. einróma áliti skipu- lagsnefndar ríkisins og eftir með mælum hennar. Þarna hefðu full trúar ríkis og borgar því verið algerlega á sama máli. Árið 1955 var einnig rætt um framtíðar- stað Alþingis, og þá einróma samþykkt að bjóða Alþingi ís- bjarnarlóðina, eitt fegursta bygg ingarsvæði hér, sem eitt sinn kom mjög til greina fyrir ráð- húsbyggingu. Umferðar- og skipu lagsástæður hefðu m.a. valdið því, að ráðhúsinu var valinn staður við Vonarstræti en ekki suður á ísbjarnarlóðinni. Á þessum átta árum, sem lið- in væru síðan ákvörðunin var tekin af hálfu Reykjavíkur, hefði aldrei heyrzt nein mótmælarödd á Alþingi, enda hefði ekki verið um neins konar ágreining að ræða milli þessara aðilja. Margt kæmi til greina um framtíðarhúsnæði Alþingis. Sér litist ekki á neinar viðbótarbygg ingar, hvorki til vesturs né suð urs. Nýtt þinghús yrði að reisa. Ýmsir staðir kæmu til álita, svo sem í Vatnsmýrinni sunnan Tjarnarinnar. Þótt sá staður væri að ýmsu leyti ákjósanlegur, kæmi hann þó ekki til 'greina, meðan flugvöllurinn væri þar sem hann nú er. Rætt hefði verið um að byggja nýtt þinghús milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis, en þá yrði að kaupa upp mjög dýrar fasteignir. Fjármálaráðherra sagði, að sér fyndist æskilegasta, fegursta og heppilegasta staðsetning Al- þingis vera á ísbjarnarlóðinni, sem boðin hefði verið fyrir átta árum, og stæði það boð enn. Þeg- ar nýtt þinghús hefði verið reist, vaknaði sú spurning, hvað gera ætti við hið gamla. Kæmi þá til greina að gera húsið að dómhöll. Yrði þá aðsetur Hæstaréttar þar og e. t. v. fleiri dómstóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.