Morgunblaðið - 22.01.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.01.1964, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. Jan. 1964 , 15 Húsið í skóninum Höfundur: Anne Cathy VestSy Leikstjóri: Lárus Pálsson LEIKFÉLAG Kópavogs frum- sýndi á sunnudaginn barnaleik- ritið „Húsið í skóginum" eftir Anne Cathly Vestley, í þýðingu Gunnars Sveinssonar. Leikstjóri var Lárus Pálsson, en leiktjöld gerði Hafsteinn Austmann. Leikritið fjallar um barnmarga fjölskyldu, sem býr í litlu húsi úti í skógi, og mun vera kunn- ugt hlustendum barnatímans í Ríkisútvarpinu, þar sem það var flutt í fyrra og hitteðfyrra. Nú er húsið og viðarskemman og bíllinn og skógurinn og allir krakkarnir komnir upp á svið fyrir framan hina ungu leik- húsgesti, og þar verður sjón sögu ríkari. Eins og lög gera ráð fyrir koma við sögu þessarar glaðlyndu fjöl- skyldu bæði álfar, hænsni, hund- ur, kýr og svo tveir Ijótir karl- ar, sem ætla að gera henni mein, en eins og vera ber endar þetta allt saman vel, og börnin*á á- horfendabekkjunum skemmta sér konunglega, taka þátt í leiknum með hrópum og viðvörunarorð- um, þegar það á við, og láta sér hvergi bregða þó víða sé við- vaningsbragur á framgöngu og leiktækni þess góða fólks á ýms- um aldri, sem leiðir þau inn í heim ævintýrisins og fær þau til að gleyma stund og stað. Hér er um að ræða lofsvert framtak Leikfélags Kópavogs við mjög erfiðar aðstæður, því leik- sviðið í Kópavogsbíói er þröngt og leikritið mannfrekt. Er mesta furða hve allt rúmast þar vel og hve haganlega leiktjöldunum hefur verið fyrir komið. Frammistaða einstakra leik- enda gefur ekki tilefni til sér- stakrar umsagnar, því hér er um að ræða áhugafólk sem hefur það fyrst og fremst í huga að skemmta yngstu borgurunum og vígja þá ihn í töfraheima leik- hússins, þar sem blekkingin verð lan UB AKFOST EINN TENINGSMETRI * - Vélskófla þessi er framleidd í einni af stærstu verksmiSjum Þýzkalands fytir vinnuvélar og byggist framleiðsla hennar á 12 ára reynslu. Þfcssi gerð hefur þegar verið seld til 24 landa og hefur hvarvetna reynzt vel. — Með dragskófiu, aususkóflu gripskóflu. -— Aflvél er 133 hestafla loftkseidur dieselmótor hviosmynd ur veruleiki, ef ímyndunaraflið er fyrir hendi, óg á því er sjald- an hörgull hjá börnum. Ég er þeirrar skoðunar, að á þessum vettvangi hafi Leikfélag Kópavogs þörfu og tímabæru hlutverki að gegna, því aðstaða þess er mjög erfið í samkeppn- inni við leikhúsin í Reykajvík þegar til alvarlegra verkefna kemur. Barnaleikrit eru liins vegar fá og strjál í höfuðstaðn- inn, í hæsta lagi eitt á ári, og er hér mikill akur og lítið ræktað- ur, sem samtök áhugaleikara gætu plægt og sáð í með góð- um árangri. Það er íslenzkri leik- list alls ekki lítils virði, að börn- in séu vígð inn í leyndardóma leikhússins sem allra yngst, því af þeirri viðleitni hlýtur bæði að spretta vaxandi áhugi á leik- list og þroskaðri smekkur, þeg- ar frá líður. Því eru það ein- dregin tilmæli mín til Leikfélags Kópavogs að halda áfram á þess- ari braut og vinna sér nafn á vett vangi þar sem því er ekki um megn að láta mikið gott af sér leiða. Ekki ætti heldur að þurfa að hvetja foreldra í Reykjarík og nágrenni til að fara með börn- in sín að heimsækja fjölskyld- una í skóginum og kynna þeim töfraheim hennar. Ekki eru goð- ar og heilnæmar barnaskemmt- anir svo fjölskrúðugar í iiöfuð- staðnum! Um sýninguna sjálfa er helzt það að segja, að þar koma marg- ir við sögu og hver leggur það af mörkum sem honum er gefið. Börnin á sviðinu eru einkar sam- hent, full af áhuga og ákafa. Fullorðna fólkið lætur ekki held- ur sitt eftir liggja. Minnisstæð- ust verður okkur amma gamla í glettinni túlkun Auðar Jónsdótt- ur. Ekki er því að neita- að neita að braskararnir tveir, Karl Sæmundsson og Árni Kárason, eru anzi skuggalegir náungar, réttir menn á réttum stað, enda fá þeir makleg málagjöld. En í heild virðist mér leikritið ekki hafa verið nógu rækilega æft, áður en það var sýnt. Leikendum var vel fagnað, og hafði barnaskarinn sýnilega ó- blandna ánægju af öllu saman, en fullorðna fólkið hefur vafa- laust lifað sína eigin bernsku á nýjaleik og látið hrifningu barn- anna fremur en viðhorf fullorð- insáranna ráða viðbrögðum sín- um við ósviknu barnagamni. Sigurður A. Magnússen. ÓDÝRIR - VINSÆLIR SKÓVERZLUN PÍTIIRS ANDRESSOniAR Laugavegi 17. — Framnesvegi 2. Leikfélag Kópavogs: KULDASKÓR V barna og unglinga ALLAR UPPLÝSINGAR VEITIR VERZLUNARRÁÐ ÞÝZKA ALÞÝÐULÝÐVELDISINS Á í SLANDI LAUGAVEGI 18 — REYKJAVÍK. • EUTSCMCR IMNEN-UNO AUSSENHANOEL ■ CltUN W (> MOHRENSTRASSE (1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.