Morgunblaðið - 22.01.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.01.1964, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADIÐ Miðvikudagut 22. jan. 1964 m áramó eflir Gunnar Sigurðsson bónda í Seljatungu Seljatungu jan, 1964. HER er öndvegisveðrátta og hefir verið um langan tíma. Aðeins á jóladaginn gjörði nokkra snjógusu, sem óðara var horfin fyrir blíðara og betra veðri r.aestu daga. Lík- lega gjöra of fáir sér daglega ljóst hversu mikils virði Það er okkur íbúum þessa norð- læga lands, þegar svo vel viðr ar sem nú er reyndin á um há veturinn og þó eru menn him inlifandi í umtali um góða veðrið. En alltaf eru þó menn hing- að og þangað sem ekki telja þetta og hitt illviðrakastið hafa verið svo vont, en senni- lega eru þeir hinir sömu ekki síður þakkiátir fyrir góða veðrið, heldur aðeins að þeir erm ekki að æðrast yfir smá- munum og það er ágætt og ísiendingum líkt. Og þá hafa menn enn hald- ið heilög jól og hátíðleg ára- mót, eða það er a.m.k. einiæg von mín að svo hafi verið sem víðast á landi voru. öll vitum við, finnum og skiljum hvað jóiin boða okkur, frið sáttfýsi og velvild hvers í ann ars garð. Þetta er það sem engin rökvísi getur hnekkt að sé rikjandi hjá öllum sæmi lega þenkjandi mönnum er jóiahátíðin nálgast og yfir stendur. En því leiði ég orð að þessu, að sannarlega illa horfði hér í landi um frið og sáttfýsi meðal manna fyrir síðustu jól og á ég þar við hin víðtæku og óheillavaenlegu verkföll, er á var skellt rétt í þann mund, er búsmæður landsins vQru að hefja undir- búning Þess að geta veitt heim ilum sínum virðulega og fagra jólahátíð. I>að er þá heldur og ekki minnsti vafi á því að fögnuð- ur allra landsmanna var ein- lægur er þvílíkum hernaði lauk með samkomulagi við- semjenda rétt fyrir jól og mikil sannindi er forseti ís- lands sagðj í áramóta-ávarpi sínu. ,,Svo viðkvaem erum vér enn fyrir jólum og áramótum, að vér eigum erfitt með að sætta oss vtð, að allt logi í deiium, þegar friður á jörðu er boðaður, og velþóknun með mönnum “ Hitt er og nauðsynlegt er að gjöra sér ljóst, að verkföll eru í nútíma þjóðfélagi úrelt tæki í hags- mnnabarátlu og ósamboðin al- veg sérstaklega þeirri þjóð, er öðrum eins geysifjármun- umr ver til þess að mennta landslýðinn. Þau eru og allra sízt samboðin öðrum verka- lýðsforingjum en þeim er trúa á hnefarétt og hefnigirni í gárð stjórnarvalda ér kjörin hafa verið til þess að fara-með ríkisvald landsins. Eg skal ekki gjöra frekar að umtals- efni nýafstaðin verkföll laun- þega landsins, né heldur þá samninga ei gjörðir voru, enda átti þetta að vera laus- legt rabb um liðinn tíma eins og hann kemur fyrir hjá ein- um af mörgum fréttariturum þessa blaðs. Aðeins vil ég þó segja það, að mér sýnist ekki Þurfa sérstaka hagspeki né lærdóm til þess að sjá að hin- ir nýju kjarasamningar auka aðeins vanda þeirra er verk- föiiin háðu, en minnka hann ekki. Þeir færa engpm kjara- bót heldur kippa enn einni stoð undan þeirri framtíðar- byggingu, er allir sannir ís- lendingar vilja í raun og veru hjálpast að, að reisa sér og sínum til afkomuöryggis. Það sem gjöra þurfti á lýliðnum mánuðum var, að stöðva allar hækkanir kaupgjalds og verð- lags um nokkra mánuði með- an í alvöru væri ræðst við um hvernig að málum þeirra er minnst bera úr býtum yrði þokað í átt til betri afkomu. Því miður varð ofstækið yfir- sterkara skynseminni og hyggi legum vinnubrögðum, þrátt fyrir alla menntun og milljóna austur í uppeldismál þjóðar- innar. En árangurinn fleiri og smærri krónur, og sá fátæk- ari enn verr settur en áður. En hvað sem öllum þrætum og deilum um keisarans skegg líður, þokast tíminn áfram og árið 1963 er horfið með sínum þrautum og gleði, allt eftir því hvernig rás viðburðanna hefir verið ætlað að vera á því herrans ári. Vissulega hef- ir það hér í sveit fært mörg- um harm og ástvinamissi, en öðrum gleði og bjarta fram- tíðardrauma. Við íbúar Gaul- verjabæjarhrepps höfum mátt á því ári sjá á bak mörgum mætum syni og dætrum þessa sveitarfélags, fólki sem í kyrr þey og af einstakri elju og viljafestu barg sér og sínum og studdi samfélagið, og son- um sveitarinnar, sem þar að auki fórnuðu starfi sínu til forustu og Þjónustu við hrepps búana. Við þökkum starf þessa fólks og blessum í kyrrð hug- ans minningu þess. Við heiðr- um og gejmuim minninguna um sveitarhöfðingjann Dag Brynjúifsson, er um þrjátíu ára skeið réði og ríkti fyrir sveit okkar með þeim ágætum og skörungsskap að merki hans stendur ævarandi meðan nokkur byggir okkar sveit, og það sem meira er, að Suðurl. þetta íðgróandi svæði afkotnu og athafna, mun um alla fram tíð njóta bjartsýni hans og fé- lagsmáiahæfileika. Við þökk um líf og starf hreppstjórans unga, ívars Jasonarsonar í Vorsabæjarhól, sem mitt i starfsins öim var kallaður burt frá okkur öllum, er að ytra borði þurfum á að halda réttsýnni forustu sameigin- legra málefna. Forusta hans í sveitarmalum okkar var ekki látin vara nema um stutt an tíma, en hún var samt nógu lengi til þes3 að enginn git villzt um að þai fór virkilegur mannasættir. Skarpgáfaður og réttsýnn, er hvert Ihál vildi leysa og leysti með því að hafa jafnan það er sann- ara reynist En fyrst og fremst var ívar þó hín mann- lega persóna, maður sem eng- an óvin átti en allsstaðar vini og var hvarvetna auðfúsu- gestur. Hann var óvenju víða kunn- ur af svo ungum manni og olli því m.a. starf hans á unga aldri fyrir búnaðarfélagsskap- inn hér um slóðir. Allsstaðar fékk hann sama góðá vitnis- burðinn, skýr, hógvær, rétt- Gunnar Sigurðsson. sýnn á hvert viðfangsefni og og léttur í máli svo að þar ríkti jafnan gieði sem hann kom. Við söknum hans, og send- um ástvinum hans, og allra þeirra er í okkar sveit eru og hafa verið, en hafa misst yfir móðuna miklu á liðhu ári vini sina og ættingja, einiægar sa múðarkveð j ur. Það er ærið oft í blöðum og annarsstaðar á apinberum vettvangi taiað um að ári3 1963 myndi verða Þriðja mesta góðæri, er hér hefði komlð yfir landið og þá vitanlega er átt við það að afli til lands <jg sjávar hafi verið óvenju mik- ill. Ég held að hokkuð erfitt geti verið að segja af eða á um þetta. Svo mikið er víst, að þótt sjálfsagt 'sé að þakka Arak- fallalaust veðurfar hér sunn- anlands, þá er t.d. heyskapur bænda hér sízt fyrir ofan með allag, en nýting heyja varð hinsvegar góð. Á hitt er svo að líta, að a’drei fyrr hafa bændur keypt annað eins af áburði til pess að fá mikið gras og s.l. vor. En grasið lét alitof víða á sér standa jafn- vel þótt að dreift væri áburði á túnin eftir kúnstarinnar reglum búfræðinnar. Og þrátt fyrir góða nýtingu, eins og ég áðan sagði eru kjarnfóður- kaup bænda nrikil á þessum vetri, og þegar röng vwðlagn ing mjólkurvaranna bætist þar ofaná er varla að gjöra ráð fyrir að afkoma mjólkur- framleiðenda verði góð, þegar árið sem leið verður gjört upp. Framkvæmdir í ræktun og húsbyggingum voru nokkrar á árinu eins og fyrirfarandi ár hér í sveit. Víðast er orðið allvel hýst þó að þróunin kalli vitanlega á um breyting ar og viðbætur svo sem heil- brigt og eðlilegt er. Ræktun heldur hér stöðugt áfram að aukast enda sýnist mér að vart verði með nokkurri skyn semi staðið að búskap án góðr ar undirstöðu hennar. Og það er ef til vill eitt allra mesta vandamál bænastéttarinnar í dag hvernig sú ræktun verði tryggð að beri jákvæðan ár- angur Því ekki er nóg að stækka töðuvöllinn, það þarf að vera öruggt að hægt sé í öllum Vieðalárum að fá arð af þeim velli. Fyrir því höfum við bænd- ur því miður enga tryggingu með þeim áburði, sem við verðum að kaupa af Áburðar verksmiðjunni. Reynzla allra er sú að Kjarni tæri jarðveg- inn með árunum og auka verði skammt hans á sömu spildu ár fra ári. Þetta verður að lagast og það er nær að Búnaðarþing eyði tíma sínuir í að reyna að finna heppilega lausn á þessu vandamáli en sitji yfir því að hugleiða með hverjur.1 hætti hægt sé að lögsækja rikisvaldið fvrir að hafa gjört bændastéttina það að leggja lítið gjald á sig móti fjármun- um frá ríkinu og neytendum til þess að byggja upp lána- stofnun fyrir landbúnaðinn. Því miður er ég svo fá- fróður að ég get ekki gjört tillögu í þes3u vandamáli til úrbóta, en hundruð manna með lærdóm og búnaðarþekk- ingu eru til sem án nokkurs vafa geta íundið á þessu máii viðhlýtandi lausn. Mikið er oft talað um fólks- flóttann úr sveitunum og þaS með réttu. Hann er vanda mál á marga vegu en ektó nýtt. Hann er vanda- mál, sem sízt ræðst bót á með röngum fréttaflutningi og pólitískri áreitni. ’í desember s.l. flutti dagblaðið Tíminn rosafrétt um fjölda eyðijarða í Árnessýslu, er farið hefðu í eyði á sl. þrem til fjórum ár- um. Gaulverjabæjarhreppur fékk þar sinn skammt, og skal ég ekki orðlengja mikið í Því tilefni, aðeins segja það, að þar var í ýmsu rangt frá skýrt svo sem að Rútsstaðir hefðu farið í eyði á sl. vori. Þeir fóru í eyði 1957 en síðan var þar ábúð frá vori ’58 til vors 1959 en síðan er mér ekki kunnugt um að þar hafi verið ábúð. Eystri — Loftsstaðir eru ekki heldur I eyði enn sem komið er hvað sem síðar kann að verffa. En ekkert af þessu er aðalatriði, heldur hitt að stemning fólksins fyrir búskap í sveit dvinar hægt og sígandi ár frá ári. Margir hafa reynt að leita skýringa á þessu gegnum árin en í því sem öðru sýnist sitt hverj- um. En ætli það sé ekki nokk ur skýring að á meðan vax- andi gróska er í sjávarútvegi og iðnaði, samfara síaukinni þjónustustarfsemi við eitt og annað í þéttbýlinu, þá verði lítill hugur í mönnum að byggja afkomu sína á búskap í sveit. Það er nefnilega ólíkt fljótfengnari arðurinn af starf inu við þau störf er ég áðan nefndi og nú viljum við öll fá alit undir eins í hendur. Á árinu sem leið gjörðist sá merkisviðburður hér í sveit, að iokið var við að leggja rafmagn frá Soginu til þeirra bæja, er um tiu ára skeið höfðu verið afskektir með þau þægindi frá því er fyrstu bæirnir í sven:nni fengu rafmagn. Þetta var vissu lega merkisviðburður og þess verður að frá honum hefði verið sagt fyrr, en hvað um það, allir Þeir, er hér eiga hlut að máli eiga þakkir skíld ar fyrir að svo varð, og á ég þá við aðilja ailt frá raforku- málaráðherra til verkamanna er unnu að uppsetningu lín- unnar, en rafmagnið er frum- skilyrði þess að hægt sé að njóta þeirra þæginda er nú- tíminn telur sjálfsögð vera. Félagslíf var hér árið sem leið með svipuðum hætti og áður, umsviíalítil en farsæl störf Kvenfélagsins, og ung- mennafélagið sístarfandi að hinum og þessum málefnum. Auðvitað nusjafnlega gagn- legum og þó fer sá dómur sennilega nokkuð eftir þvl, með hverjum augum hver og einn litur á hvert viðfangsefni er að hefir verið unnið. Leik lits hefir mjög dregizt aftur úr starfsenft félagsins hin síð- ari ár og veldur þar fyrsí og fremst breyttir tímar um kröf ur fólks til túlkunar á þeirri list, en fæstum kemur nú til hugar að meta nokkurs sjón- léik, sem ekki er færður upp af leikstjóra og þá helst vön- um og þekktum, en til þess þarf fé -og mikla fyrirhöfn, sem erfitt er í té að láta þar sem á bak við stendur fátæk- ur félagsskapur og fólksfá heimili. Ungmennafélagið hélt nú um áramótin aðalfund sinn og þykir það sjálfsagt ekki merkileg frétt Þótt eitt slíkt félag haldi áðalfund. En hér er þetta frásagnarvert vegna þess, að á nefndum aðalfundi lét Stefán Jasonarson ijóndi í Vorsabæ af formennsku í fé- laginu, en henni hefir hann gegnt svo til samfleytt í 27 ár. Undan má skilja tvö ár, er hann var fjarverandi úr sveit inni, en tók síðan við féiag- inu aftur og hefir síðan með einstakri elju og fómfýsi gegnt formennsku. Auðvitað er hér um einstákt atriði í lífssögunni að ræða, að sami maður skuli svo lengi og af svo miklum krafti veita einu ungmennafélagi forustu. Fýrix þetta starf á Slafán heiðuT og miklar þakkir allra góðra manna, sem unna rækhtn „lands og lýðs“ í Þess orðs fyllstu merkingu. Því þegar svo vel er staðið í forustunni, sem hér hefir verið gjört, er ungmennafélagsskapurinn vissulega meira en hopp og hí, hann er styrk stoð undir menningu og framförum sveit arfélagsins. Formaður ung- mennafélagsins var nú kjör- inn Guðmundur Guðmunds- son í Vorsabæjarhjáleigu, ung ur maður og efnilegur, sem fyllsta ástæða er til að vænta góðs af um forustu og lík* legan til að halda á lofti merki fyrirrennarans. Aðrir 1 stjóra félagsins eru: Sigurður Guðmundsson, Sviðugörðum, féhirðir og Guðrún Guðmunds dóttir Vorsabæjarhjáleigu, rit- ari. Gunnar Sigurðseon. L3 Sýkingarhætta berkla minnkar ekki jafnt og smituppsprettum fækkar Mbl. sneri sér til landslæknis, dr. Sigurðar Sigurðssonar, og leitaði álits hans varðandi berkla vcikina, sem upp kom á Akureyri Aðspurður um smitunina kvaðst landlæknir enn vilja minna á það sem hann á undanförnum árum hefði þráfaldlega tekið fram, en það væri að þrátt fyrir það að berkladauðinn hefði minnkað mjög, berklasjúkling- um fækkað, og nýsmitun barna og unglinga orðið miklu fátíð- ari en áður var, Þá væri enn smitunar og sýkingarhætta f.vrir hendi í þjóðfélaginu. Hún þarf ekki að minnka að sama skapi sem smitunaruppsprettum fækk- ar, því aö jöfnum höndum eykst þá fjöldi þeirra sem næmir eru fyrir veikinni. Ilver uppspretta getur þá valdið margföldum usla á við það sem áður var. Andvaraleysi í berklavörnum þjóðarinnar gæti því haft hinar alvar legustu afleiðingar. Þá gat hann þess, að á- Akur- eyri hefði naðst mjög snemma til hins smitandi sjúklings og væru því allar iíkur til þess að horfurnar væru góðar fyrir það fólk sem smitast hefði, enda vissi hann ekki til annas en þeir væru aliir á góðum bata- vegi. Á undanförnum árum hafa oft komið smitanir en sjaldan jafn víðtækar og þessi á Akur- eyri. Hefur alltaf tekizt að ná fyrir þær á mjög skömmum tíma» TÓKU KNGAR MTNDIR London, 20. jan. (AP) Elisabet Bretadrottning og maður hennar. Philip prins, komu í dag með járnbrautar- lest til London frá Sandring- ham. Fjöldi fréttaljósmyndara var á járnbrautarstöðinni, en enginn þeirra tók myndir, heldur stóðu flestir með hcnd ur í vösum. Var þetta ekki gert til að mógði ijrottningu, heldur til að mótmæla því hve þeir voru látnir halda -sig fjarri hjónunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.