Morgunblaðið - 25.01.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.01.1964, Blaðsíða 17
T ’ ILaugardagur 25. ian. 1964 MORGUNBLAGIÐ 17 Meðalrekstrarhalli togara 3,5 millj. kr. á ári Bágboritin hagur togara og frystihúsa — nýjar upplýsingar Eysteínn vill taka upp stefnu vinstri stjórnarinnar! af þessum sökum um 600 lest- AÐ LOKINNI ræðu forsæt- isráðherra, Bjarna Benedikts sonar, í neðri deild Alþingis í gær, tók Emil Jónsson, sjáv arútvegsmálaráðherra, til máls. Ræddi hann einkum um afkomu og afkomuhorf- ur þeirra, er styrk eiga að fá með hinum almennu álög- um, sem fyrirhugaðar eru í frumvarpinu um ráðstafanir vgna sjávarútvegsins o. fl., þ. e. vinnslufyrirtæki sjáv- arafla og togarana. Verður hið helzta af því rakið hér. í árslok 1962 skipaði sjávax- ú t vegsmál ará ðherra nefnd til að rannsaka hag og afkornuhorfur togairaútgerðarinnar og gera til- lögur um rekstur togaranna í framtíðinni. í henni áttu sæti Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, Jónas Jónsson, framkvæmdastj. Síldar- og fiskim.j ölsverksmiðj - unnar h.f., og Svavar Pálsso, framkvæmdastjóri. Safnaði hún gögnum um rekstur togaranna á árunum 1961 og 1962 og skilaði áliti skömmu fyrir síðustu ára- mót. Nefndin aflaði sér upplýsinga um rekstur 29 botnvörpunga og komst að þeirri niðurstöðu, að togaraútgerðin væri rekin með miklum 'og vaxandi halla. Árið 1961 var meðalrekstrarhalli tog- ara 3.125.090 krónur á skip, en árið 1962 var meðalrekstrarhall- inn 3.562.000 kr. Athuga ber, að i árinu 1962 lágu togararnir bundnir mánuðum saman vegna verkfalla. Þegar styrkir, sem togaraút- gerðin naiut, eru dregniir frá, var meðalrekstrarhallinn 1.387.000 kr. fyrra árið, en 1.902.000 kr. árið 1962. Meðalrekstrarhallinn 3.5 millj. kr. Nefndin gerði tilraun til að áætla meðalrekstrarhallann árið 1963 og athugáði þá breytingar á kostnaðarliðum útvegsins. ___ Segir í áætlunargerðinni, að hall inn muni líklega hafa orðið um 3.476.000 kr. á skip. Þó imm ta.la þessi hækka töluvert, þar eð aflaimagn það, sem gert var ráð fyrir í útreikniingnum, brást. Meðalafli 1963 var því lægri en naestu tvö áir á undan. Hvers vegna? Mikilvæigt er, að menn geri sér ljóst, hvers vegna afkoma toearanna er svo léleg, ef menn vilia þá ekki leggja togaraútgerð tiiður, þar sem hún er rekin með stórkostlegu tapi ár eftir ár. I>að mun þó skoðun flastra, að þá leið berí ekki að fara, heldur reyna að halda togurunum úti. Aðalatriðin, sem valda hinni lélegu afkomu, eru tvö: • 1) Togararnir hafa ekki lengur aSgang a3 mörgum þeim veiðimiðum, sem áður reyndust þeim drýgst. Með út- færslu fiskveiðitakmarl&nna var togurunum ýtt burtu af beztu miðunum, og því hefur ufli þeirra minnkað. Að mati hæfustu manna nemui' aflatapið um á skip árlega. Þetta er því tilfinnanlegra, af því að togar- arnir verða að halda sig æ meira á heimamiðum vegna aflabrests á fjarlægum miðuim, svq sem við Nýfundnaland. — Þetta, sem nú EMIL JÓNSSON Aiávarútvegsmálaráðherra. hefur sagt verið, er óumdeilan- lega önnur höfuðorsök hinnar slæmu afkomu. • 2) Hin höfuðástæðan er, að vinnubrögð í togurum okkar eru orðin úrelt. Þetta rökstyður nefndin með því, að áhöfn á brezkum togara af sömu gerð og hinir íslenzkú sé 20 manns, á þýzkum 24 menn, en- á íslenzk- um 31 maður. Mannfj.ldirm á ís- lenzku toguirumum er talinn óþarfur, og mætti komast af með færri menn, eins og á hinum erlemdu. Þessi aubamiannafli kostar ís- lenzka togara frá 800.000 krón- um á hvert skip árlega til 1.262.000 króna, eftir því, hvort miðað er við brezká eða þýzka togara. Þá er þó aðeins miðað við bein laun, én fæði, trygging- ar o. s. frv. kosta að auki 252 þús. kr. — 396 þús. kr. á ári á skip. Samtals nemur þessi auka- kostnaður 1.054.000 — 1.656.000 krónum, sem er þriðjumgur eða heknimgur af hallapum. Eðlilegt væri, að ef hér yrðu gerðar breytimgar á, að sparnað- urinn rynni ekki óskiptur til út- gerðarinnar, heldur kæmi hann fram í hækkuðum launurn áhafn arinnar. Útgerðin ætti þó að geta haldið 650.000—1.000.000 brónum. Brezku togararnir (aí sömu gerð og íslenzku nýsköpunar- togararnir) fá 2.400 til 3.00 króna styrk á úthaldsdag. Að aiuki fá útgerðanfyrírtækin um 6 rriillj. króna á óafturkræft ríkisfram- lag fyrir hvern togara, sem smíðaður er. í Þýzkalamdi er ekki greiddur styrkur, miðaður við úthalds- dagia, heldUr er styrkurinn í því formi, að 3—6% er bætt víð söluverð aflans. NemUr sá styrk- ur 3500.000—700.000 krónum á ári. í Bretlandi og Þýzkalandi geta heimatogarar selt afla sinn án tolla, en ísenzkir togarar verða að greiða toll í höfnuin þar. — Verða íslenzkir togarar að greiða ur tram brezka og þýzka togara af þessum ástæðum um 650.000 krónu á ári, ef miðað er við sex söluferðir, en reiknað er með sex söluferðum til útlanda á ári og sex lömdunum í heimahöfn- un* Mikill aðstöðumunur. Aðstöðumunur íslenzkra togara a^nnare vegar og breakra og þýzkra hins vegar nerraur sam- tals um 1.814,000 til 3.236,000 kr. á ári á hvern togara. Ýmislegt fleira kemur til greina, sem hér er ekki talið, svo sem það, að þegar togarar leggja upp afla hér heima, greiða þeir olíuna hærra verði en hún kostar erlendis, m. a. vegna verðjöfnunargjaldisins, sem er sett til þess að olían sé jafndýr hvar á landinu sem er. Minnst 3 miljónir. í fyrgreiryhi nefndiaráliti er talið, að minnsti styrkur, sem togararnir komist af með, sé 3 milljónir króna árlega á skip. Af þeirri upphæð þurfi ríkissjóð ur beint að útvega eina og hálfa milljón fyrir hvert skip. Miðað er við 34 togara, svo að heildar- upphæðin , verður 51.000,000. — Ríkisstjórnin hefur tekið tillögur nefndarinnar upp í frumvarp sitt, og er því lagt til, að ríkis- sjóður greiði Aflatryggingasjóði 51 millj. kr., setm stjórn sjóðsins úthlutar siðan. Fjórar miljónir króna skulu lagðar fram til fiskileitar til við- bótár þeim tveimiur milljónum, sem eru á fjárlöigum. Frystihúsln. Þá veik ráðherra að frystibús- unum. Um þau lægju ekki fyrir eins ýtarlegar upplýsingar. Á miðju ári 1963 kom stjórn Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna á fund ráðherra og skýrði frá því, að frystihúsin væru rekin með tapi og enginn eyrir til afskrifta. Stjórn SH hafði meðferðis reikn inga átta frystibúsa fyrir fyrri hluta ársins 1963, og vantaði 12 millj. kr. á, að hús þessi ættu fyrir beinum útgjöldu/m. Þrjú þessara húsa voru í opinberri eða hálf opinberri eigu, á vegum Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarð- arbæjar og-Akureyrarbæjar. Frystihúsamenn töldu alger- lega útilokað í sumar, að þeir gætu bætt á sig launahækikunum, og lét ríkisstjórnin því fara fram rannsókn á retetri þeirra. í,ljós kom, að meðalfrystihús m<undi með engu móti geta tekið á sig þá 15% launahækkun, sem sam- ið var um að lokum. Því hét ríkisstjórnin þvi, að þeim yrði bætt sú launahækkun. 41% launahækkun á einu ári. Á árinu 1963 varð launahækk- un alls 32%, en að auki bættist við ofain á erfiðleika frystihiús- anna, að kvennakaup hækkaði, og tilfærslur milli launaflokíka hækkaði kaup starfsmanna svo, að samtals nam l^unahækkunin í frystihúsunum 41% árið 1963, að áliti frystihúsamanna. Ef þau hefðu getað tekið slíka launa hækkun á sig án aðstoðar utan að frá, hlyti að hafa verið um ofsagfóða að ræða hjá þeim að undanförnu, en vitað er, að svo var alls ekki. * Hefði ríkisstjómin ebki gefið loforð um að bæta frystiihúsun- um kauphækkunina, væri verk- fallið enn óleyst. Þaskiptir efcki máli, hverjum augum menn líta þessar launahækkanir: þær em staðreynd. Útgjaldaaukning frystilhús- ánna vegna 15% kauphækkunar- innar nemur 5,2% af útflutnings- verðmætinu. Eftir að hafa skýrt þannig frá vandkvæðum þessara tveggja at- vinnumiðla, togaranna og hrað- frystihúsanna, kvaðst ráðherrann vonast til, að menn félust á til- lögur ríkisstjórnarinnar til úr- bóta. Rœða Eystelns AS ræðu sjávarútvegsmálaráð- herra, Emils Jónssonar lokinni, tók Eysteinn Jónsson (F) til máls. Sagði hann, að fyrir fjór- um árum hefði • verið tekin upp ný efnahagsstefna hér. Þjóðin hefði verið beðin að bíða róleg, þótt nokkrar búsifjar hlytust af í bill, en framunan væri stöðugt verðlag og jafnvægi í efnahags- málum, sem yrði varanlegt. Nú hefði þjóðin hlot ið reynslu af þessu jafjnvægi, sem leitt hefði til taumlausrar dýrtíðarhringrás ar. Efnahags- kerfi þetta hefði mistekizt, þrátt fyrir beztu hugs- anleg skilyrði. Motmælá fiskverðinu Ólafsvík, 24. jan. FRÉTT ÁRIT AR A hefir borizt svofelld fundarsamþykkt: „Fundur haldinn með sjómönn- um í verkalýðsfélaginu Jökli í Ólafsvík 23. janúar 1964 mótmæl- ir harðlega þeirri ákvörðun yfir- nefndar verðlagsráðs sjávarút- vegsins þar sem hún hefir úr- skurðað að fiskverð skuli vera ó- breytt áfram árið 1964. Telur fundurinn það athyglisvert að í forsendum fyrir þessari ákvörð- un yfirnefndar kemur það fram, að aðeins er tekið tillit til vinnslu kostnaðar og markaðsástands, en kjara- og verðlagsþróun hjá þjóð inni almennt árið 1963 sem snert- ir sjómenn ekki síður en aðra landsmenn, er ekki tekin til hlið- sjónar við ákvörðun nýs fisk- verðs. Telur fundurinn að í þessu felist alvarlegt misrétti gagrivart hlutasjómönnum, sem verða að taka á sig stórbreyttan fram- færslukostnað á óbreyttan kjara- grundvöll. Vill fundurinn benda á til samanburðar í þessu efni mismuninn á forsendum fyrir ákvörðun verðs á framleiðsluvör- um landbúnaðarins og hins veg- ar ákvörðun verðs á sjávarafurð- um sem grundvalla kjör hlutasjó- manna á hverjum tíma á sama hátt og verð búvara grundvallar kjör bóndans. Treystir fundurinn því að strax verði gerðar ráð- stafanir af opinberri'hálfu til að leiðrétta þetta misrétti.w H. K. Sjálfvirka sím- stöðin opnuð í daS LAUGARDAGINN 25. janúar kl. 15.30 verður opni 8 sjólfvirk símstöð á Akranesi með sjóltf- virku sambandi við Reykjavík og aðrar sjálfvirkar stöðvar á Suðvesturlandi. Stöðin er gerð fyrir 1400 nr„ en í byrjun verða tengd við hana um 800 innan- bæjarnotendur á Akranesi. Síðar verða tengdir við hana yfir 100 utainbæjarnotendur í nágrenninu, og svo notendur eftir því sem umsóknir berast. Símanotendur á hinum sjálfvirku stöðvunum á Suðvesturlandi, sem ætla að hringja í simanúmer á Akranesi, þurfa að bæta svæðisnúmeri Ak.raness, sem er 93, framan við símanúmer notandans þar, áður eii þeir velja númerið. Hins veg- ar þurfa símanotendur á Akra- nesi að bæta viðkomandi svæðis númeri framan við áður en þeir velja nótendanúnaer á hinuim stöðvunum, t.d. 91 framan við Reykjavík, svo sem stendur í minnisblaði símanotenda fremst í símaskránni. (Frá símamálastjórnimni). Ríkisstjórnin hefði aldrei kom izt út úr uppbótákerfinu, seirn hún hefði þó fordæmt. Sérstak- lega hefði hún þó fordæmt sér- bætur til einstakra atvinnugreina sem skekktu þjóðarbiisgrundvöll inn, en nú ætti að taka þær upp til togara og frystihúsa. Þannig hefðu ráðherrarnir rekið sig á vegg staðreyndanna. Hefðu þeir átt að ganga gætilegar um þess ar gáttir fyrir fjórum árum. Frumvarpið væri miðað við að draga inn eitthvað af kauphækk unum með söluskattinn og draga úr framkvæmdum, en hvernig sem reynt yrði áð lappa upp á þetta viðreisnarkerfi, þá hefði það gengið sér til húðar. Áður sögðu ráðherramir, að allt, sem þyrfti sérstakrar að- hlynningar við, mætti deyja drottni sínum, en nú væri blað- inu snúið við. — Sér væm sér- stök vonbrigði, að engin vaxta- lækkun væri boðuð. Ríkisstjórn in þyrfti ekki á hækkun sölu- skattsins að halda; sú hækkun væri einn liður í því að skapa þetta jafnvægi, sem títt hefði verið talað um, og fá greiðslu- afgang hjá ríkissjóði. E.J. kvaðst vera andivígur bæði 5. og 6. gr. frv., sem fjalla um söluskattinn og heimild handa ríkisstjóminni til að láta draga eitthvað úr framkvæmdum hins opinbera. Sagðist han-n helur vilja láta draga eitthvað úr einka framtakinu, — láta það vikja. Ekki væri hægt að stjórna ís- landi með peningapólitískum ráð stöfunum einum, — það þyrfti að hafa stjóm á fjárfestingunni, fara blandaða leið og taka upp stefnu vinstri stjórnarinnar. ★ Á kvöldfundi í gærkvöldi tal- aði Lúðvík Jósepsson (K). Að ræðu hans lokinni svaraði for- sætisráðherra, Bjarni Benedikts- son, ræðum þeirra E. J. og L. J. Þá svaraði sjávarútvegsmálaráð- herra, Emil Jónsson, þremur fyr- irspurnum L. J. Síðan töluðu Eysteinn JónSson, Gunnar Thoroddsen, Björn Páls- son, Lúðvík Jósepsson og Ey- steinn Jónsson. Þingfundi Táuk um kl. 0.35. Vegna rúm- og tímaleysis er ekki unnt að skýra frá þeim umræðum að sinni. — Skipið Framh. af bls. 24 ið lagðist á hliðina og þar til það var sokkið. Þegar skipið lagðist var bæði hvalbak og þilfarsbús' lokað en á þilfarshúsinu eru spúlgöt og kluss og hálffylltist það á skömm um tíma. Hringnót var á báta- palli og taldi skipstjóri ekki á- stæðu til að taka hana niður á þilfar þar sem skipið yrði ekki bættara með því og það hefði næga kjölfestu. eirnkum þar sem lestin var full. Þess má geta að ekki eru neinar lúgur á bátaþilfari til þess að ,taka nót- ina niður í ganga. Enn er eftir að rannsaka nokk- ru nánar hvernig gengið var frá farmi í lest. Með þessum farmi telja flestir skipverjar að sjó- lína hafi verið um skammdekk. Það kom fram í réttarhöldun- um að enginn skipverja tók með sér björgunarbelti, þegar þeir voru kallaðir upp áður en skipið sökk. Björgunarbelti voru geymd í hvilum skipverja. Sjóprófum í máli þessu lýkuc í dag . - IATA Framhald af bls. 1. lagna, sem síðar verður »9 leggja fyrir viðkomandi ríkia stjórnir. Samþykki þær hinj vegar tillögúrnar, má búast við að þær verði framkvæmd ar, jafnvel 1. apríl, liggi sam- þykki þá fyrir. í tilkynningu segir, að megintilgangurinn sé að koma á tryggari og 'betri verzlunarháttum, sem þjóni hagsmunum þeirra, er slíka flutninga stunda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.