Morgunblaðið - 25.01.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.01.1964, Blaðsíða 22
22 MORGUNBl AÐIÐ Laugardagur 25. jan. 1964 til Innsbruck Hnefaleikar iðkaöir í laumi i 30 lið úr 10 félögum meistaramóti í körfubolta Aðeins 3 lið í meistaraflokki en 8 i 1. flokki TÍU íþróttafélög hafa nú tilkynnt þátttöku 30 liða í Meistaramóti íslands í körfuknattleik 1964, sem hefst að Hálogalandi laugardag- inn 1. febrúar n.k. Aðeins þrjú félög senda lið til keppni í meistaraflokki karla í þetta sinn, Ármann, ÍR og KR. í 1. flokki keppa aftur á móti 8 lið, þar á meðal lið frá Borg- arnesi, Selfossi og frá Mennta- skólanum á Laugarvatni, sem keppa sem gestir. Iþróttafélag stúdenta og Körfuknattleiksfélag Reykjavíkur senda einnig lið í 1. flokki. í meistaraflokki kvenna keppa stúlkur úr Björk í Hafnarfirði við stöllur sínar úr IR um meistara- titilinn. íþróttafélag Keflavíkurflug- vallar sendir lið pilta til keppni í 2. og 3. flokki. ÍR sendir lið í öllum flokkum og 3 lið í þriðja flokk. 4 TVÍSÝN KEPPNI Búast má við harðri keppni í meistaraflokki karla, og hafa lið KR og Ármanns fullan hug á að stöðva sigurgöngu ÍR, sem haldið hefir meistaratigninni mörg und- anfarin ár. Lið þessara félaga eru í góðri æfingu, enda æfa beztu menn þeirra dyggilega í landsliði KKÍ, sem fer utan á Norður- landameistaramótið (Polar CUP) í marz n.k. Stjórn KKÍ sér um fram- kvæmd mótsins og mun áherzla lögð á að leikirnir hefjist stund- víslega, og að sem skemmst hlé verði milli leikja. Hið nýstofn- aða körfuknattleiksdómarafélag mun skipta leikjunum milli dóm- ara, og er þess vænzt, að nú verði ráðin bót á dómaraskortin- um, sem verið hefir vandamál á mörgum körfuknattleiksmótum til þessa. Eldurinn kominn og allir skíðamenn ánægðir OLYMPÍUELDURINN kom til Innsbruck í gær. Flugvél lenti MOLAR INNSBRUCK — Jonny Nils son, heimsmeistarinn í skauta- hlaupi, hefu'r lýst ánægju sinni yfir öllum aðstæðum í Innsbruck. Hann telur að hann sé nú í hraðri framför' og von- ast til að ná sínu hezta er til keppninnar kemur, en hans bezta“ eru heimsmetin. DÝRASTI atvinnumaður Bandaríkjanna í íþróttum er að sjálfsögðu „baseball" stjarna. Hann hefur í laun fyrir starf sitt um 100 þús. dollara á ári eða 4,3 millj. ísl. króna. ÞAÐ er sænskur sérfræðing-1 ur, Gösta Nilsson, sem hefur haft yfirstjórn með tilbúningi íssins, sem keppt verður á í hraðhlaupi og listhlaupi á Olympíuleikunum í Inns- bruck. Enn hafa ekki heyrzt nema ánægjuraddir með starf Svíans. ♦- SAUTJÁN ára Bandaríkja- maður Forest Wright að nafni,' lézt án þess að komast til með- vitundar eftir hnefaleika- keppni 20. jan. Hann var mikil íþróttastjarna og alhliða íþróttamaður. Hann hlaut rot- högg í hnefaleikakeppni og læknar segja að dauðaorsök- in gæti líka stafað af höggi er hann fékk er hann skall til jarðar. með blysið nær klukkustund eftir áætlun vegna þoku í Vín en þaðan hóf vélin sig til flugs. Móttökuathöfnin fór fram með viðhöfn, borgarstjórinn tók við blysinu og hélt tvær ræður og nú gæta verðir úr austurríska hernum olympíueldsins sem log- ar í Maxmillian-höllinni í gamla bænum í Innsbruck. Það er engin snjókoma á Olympíusvæðinu og víða eyður í fjöllum þótt snjór sé í lautum. Slíkt hefur ekki skeð í mann minnum. En allar brautir sem keppa á í eru tilbúnar til notk- unar og voru op'naðar til æfinga í dag. AuSturrískir hermenn hafa borið snjó á bakinu í allar braut- irnar og skíðamenn sem reyndu brautimar í dag höfðu yfir engu að kvarta. Það er því orðið olympískt and rúmsloftið í Austurríki — eld- urinn logandi í gömlum sögu- legum sal og snjór i öllum braut um sem keppendur allra þjóða eru ánægðir með. — Viltu birta mynd af því þar sem hnefaleikar eru æfð- ir í lauimi hér á landi, sagði Sveinn ljósmyndari Þormóðs- Skíðaíólk bíður eítir að snjói REYKVÍZKIR skíðamenn eru vongóðir um að snjór verði bráð lega nægilegur svo skíðamót vetr arins geti farið fram í nágrenni Reykjavíkur sem venja hefur verið. í þetta sinn mun skíða- mót Reykjavíkur (svig, stórsvig og brun) í öllum flokkum, fara fram við skála K.R. í Skálafelli. Hinn nýkjörni formaður skíðadeildar K.R.' frú Karolina Guðmundsd., vonast tii að gaml- ir KR-ingar mæti þar, því alltaf Önnur íþróttasíða bls. 15 er þörf fyrir góða starfsmenn við slík tækifæri. Skíðaráð Reykjavíkur efnir til firmakeppni eins og venjulega og þar sem S. R. var(5 2S ára í desember s.l. er von Skíðasam- ráðsins að firmakeppnin muni verða stærri og umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr. Um þessar mundir er S.R. að safna firmum í keppnina. En þar sem þetta er eina tekjulind S.R. ^r hvert firma velkomið í hópinn. Eins og fyrra munu undan- rásir verða við skála -félaganna og úrslitakeppni svo auglýst þegar að henni kemur. Mótsskýrsla veturinn 1964 Laugardagur 8. febrúar. Af- mæiismót K.R. Sunnudagur 9. febrúar. Stefáns mót í Skálafelli. K.R. sér um mótið. son við okkur í gær. — Að sjálfsögðu, svöruðum við. Upp dró hann myndir af manni sem af ákafa og bar- áttufýsn barði stoppaðan poka og dró ekki af höggunum eítir myndunum að dæma. Myndirnar hafði Sveinn fengið er hann fór á ætfingu landsliðsins í handknattleik suður á Keflavíkurvöll s. L miðvikudag. (Sjá bls. 15). — Ásbjöm Sigtirjónsson fomi. Handlknattleikssamibandsins, sem er drífanái maður, hvetur strákana til dáða bæði með orðum og athöfnum sínum, vekur áhuga þfcirra á íþrótt- um og tilgangi leirra og set- ur glaðan blæ á hvern þann hóp sem hann er staddur L Ásbjörn réðist að sandpok- anum og barði hann unz hann var móður. Svo brá hann sér á svifdýnuna sem er eimkar skemmtilegt tæki og sam skíðastökkmenn og fl. nota til æfinga. Hún er strengd 60 —70 sm. frá gólfi og skutlar mönnum hátt í loft upp. — Ásbjörn reyndist svo þungur að hann sveigði dýnuna nið- ur að gólfi (nærri því) en slíkt hefur að sögn vart sézt á KeflavikurvellL Sunnudagur 16. febrúar. Af- mælismót Ármanns (stórsvig). Laugardagur 29. febr. Reykja- víkurmót. Sunnudagur 1. marz. Reykja- víkurmót. Laugardagur 7. marz. Mót 1 tilefni 25 ára afmælis Skíðaráðs Reykjavíkur. Sunnudagur 8. marz. Úrslit I firmakeppni Skíðaráðs Reykja- víkur. Laugardagur 14. marz. Reykja víkurmót. Sunnudagur 15. marz. Reykja víkurmót. Laugardagur 21. marz. Minning- armót L. H. Mullers. Skíðafélag Reykjavíkur sér um mótið. Sunnudagur 22. marz. Stein- þórsmót. Ekki fastráðíð hvar það verður haldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.