Morgunblaðið - 24.03.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.03.1964, Blaðsíða 16
16 MORG U N B LAÐIÐ Þriðjudagur 24. marz 1964 JMtaðgmnfrJðfrffr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjón: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. KAPPHLA UPIÐ STÖÐVAD k llir stjórnmálaflokkar segj- **■ ast vilja berjast gegn þeirri verðbólguþróun, sem hér hefur verið að undan- förnu, og sýnir það, hve skiln ingur manna hefur vaxið á því að nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir víxlhækk- anir kaupgjalds og verðlags. Verðhækkanirnar, sem ó- hjákvæmilega hlaut að leiða af hinum miklu kauphækk- unum á síðasta ári, eru nú flestar komnar í ljós, þann- ig að unnt á að vera að tryggja nokkuð stöðugt verð- lag, ef ekki verða gerðar nýj- ar tilraunir til að knýja fram óraunhæfar kauphækkanir. Umboðsmenn ríkisstjórnar- innar og opinberra starfs- manna hafa að undanförnu flutt mál sitt fyrir kjaradómi, þar sem opinberir starfsmenn krefjast 15% kauphækkana, en ríkisvaldið neitar öllum hækkunum. Kjaradómur er sem kunnugt er óháður dóm- stóll, svo að enginn' getur spáð um það, hver niðurstaða hans verður, en vafalaust munu dómararnir hafa hlið- sjón af því, að engum getur orðið það til góðs, að nýtt kapphlaup hefjist um veru- legar launahækkanir. Um kjör annarra stétta er það að segja, að heildarsam- tök launþega tjáðu sig í vinnu déilunum fyrir áramótin mót fallin því, að launahlutföllum yrði raskað, þannig að á- kveðnir starfshópar fengju meiri hækkanir en aðrir. Þannig er ekki hægt að rétt- læta nýja launabaráttu með því, að ákveðnar stéttir hafi dregizt aftur úr, eins og svo oft hefur viljað við brenna. Launþegar gera sér grein fyrir því, að þeir hagnast ekki á almennum kauphækk- unum umfram framleiðslu- aukningu. Þess vegna er það rétt, sem Benedikt Gröndal, ritstjóri Alþýðublaðsins, vík- ur að í grein um helgina, að hvarvetna er spurt, hvort rík- isstjórnin mun ekki grípa í taumana og gera ráðstafanir til að stöðva dýrtíðina. Slíkar ráðstafanir munu njótá almenns stuðnings, og þess vegna er fyllsta ástæða til að treysta því, að viðreisn- in verði styrkt að nýju og jafnvægi fái að ríkja í efna- hagsmálum til hags fyrir al- þjóð. VILJA MENN NÝTT FJÁR- HAGSRÁÐ? f^ramsóknarmenn klifa á því 4 og gera um það samþykkt- ir, að nauðsynlegt sé að skipu leggja betur fjárfestingu, meina mönnum ákveðnar framkvæmdir en greiða fyrir öðrum. Þetta kann að iáta vel í eyrum þeirra, sem gleymt hafa ástandinu, þegar höftin voru í algleymingi og Fjár- hagsráð hafði yfirstjórn yfir öllum fjárfestingarmálum. í Fjárhagsráði sátu ágætir menn, sem reyndu að fram- kvæma þau lög og reglur, sem þeir voru settir til að gæta, en sjálft kerfið var með þeim endemum, að svo var komið að enginn mælti því bót. Þá voru menn kærðir fyr ir það að steypa girðingar- stöpla o.s.frv. En Framsóknareðlið er samt við sig. Framsóknarfor- ingjunum finnst ætíð, að þeir eigi að hafa forréttindi og þeirra hafa þeir löngum afl- að sér með úthlutun ýmisá konar gæða. Þeim er mein- illa við frjálsræðið, því að þá hafa allir sama rétt, en þeir ekki forréttindin. En reyasla íslendinga af haftakerfinu var slík, að þeir munu ekki kjósa það yfir sig að nýju. Þeir sýndu það í kosningunum í sumar að þeir vilja frjálsræði. Þeir eru ekki ginkeyptir fyrir þeirri aftur- haldsstefnu, sem Framsókn- arleiðtogarnir enn boða. HVAR ERU REKSTRARLÁNIN? rpíminn er enn tekinn að A nefna rekstrarlán bænda, sem blaðið segir að séu alitof lítil. Auðvitað er það þó ekki þessi tegund lána, sem meg- inmáli skiptir fyrir bændur, heldur heildarlánveitingarn- ar til landbúnaðarins og þá auðvitað ekki síður lengri og hagkvæmari lán en þessi stuttu rekstrarlán. En hver skyldi vera ástæð- an til þess að Framsóknarleið togunum er mest í mun að auka rekstrarlánin, en finnst lítið til um hinar stórauknu lánveitingar Stofnlánadeild- ar landbúnaðarins. Svarið við þeirri spurningu hafa bændur á reiðum höndum. Þeir eru margir bændurnir, sem aldrei Johnson og Robert Kennedy Eftirfaranai grein um sam- skipti Johnsons Bandaríkja- forseta og Roberts Kennedy dómsmálaráðherra, er skrifuð af David Wise fyrir banda- ríska Stórblaðið „The New York Herald Tribune“. Birt- ist greinin hér í lausiegri þýðingu. Á 38 ára afmæli Roberts Kennedys, dómsmálaráðherra Bandarikjanna, 20. nóvember s.l. voru nokkrir vinir hans saman komnir til þess að fag- Kennedy domsmálaráðnerra na því með honum. Til gam- ans íærðu gestirnir dómsmála ráðherranum lítinn kassa með brúðum, sem áttu að tákna menn. er honum geðj- aðist ekki að og gerðu hon- um gramt í geði. Fjöldi prjóna fylgdi brúðunum. Ein þeirra liktist James R. Hoffa önnur Sukarno Indónesiufor- seta, en sú sem mesta athygli vakti bar greinilega svip Lyndons B. Johnsons. Tveim- ur dögum siðar var Kennedy forseti myrtur, Johnson tók við embætti hans og hinn ungi dómsniálaráðherra hafði orðið fyrir mikilli sorg. Af- mælisgamanið var gleymt. En eftir prófkosningarnar í New Hampshire fyrir skömmu bergmáluðu um Washington frásagnir af á- greiningi forsetans og dórns- málaráðherrans. Byggðust þaer fyrst og fremst á áreiðan legum upplýsingum um, að Johnson forseti teldi Kenne- dy sjálfan hafa staðið að baki áróðursins, sem rekinn var í New Hampshire fyrir því að hann yrði vaiinn varaforseta efni Demókrata. Fyrir próf- kostningarnar gaf Kennedy út yfirlýsingu þar sem hann bað sbuðningsmenn sína í New Hampshire að greiða ekki atkvæði og benti á að forsetinn ætti sjálfur að velja . varaforsetaefni þegar þar að kæmi. Þrátt fyrir þetta hlaut Kennedy lang flest atkvæði í kosningunum, og nokkrir samstarfsmanna Johnsons forseta eru þeirrar skoðunar, að dómsmálaráðherrann ætli að sjá um að forsetinn geti e'kki gengið framhjá honum, er hann velur varaforseta- efni. • SKULDINNI SKELLT Á BLÖÐIN í Hvíta húsinu var sagt, að frásagnir blaðanna af ágrein- ingi Kennedys og Johnsons væru uppspuni frá rótum og dómsmálaráðherrann tók í sama streng. En það er stað- reynd, að forsetanum og dómsmálaráðherranum hefur aldrei geðjast hvorum að öðr- um. Robert Kennedy stjórn- aði baráttunni fýrir útnefn- ingu bróður síns sem forseta- efnis Demókrata 1960, en Johnson vi!di sjálfur hreppa hnossið. í hita baráttunnar lét Johnson ýmis óvægileg orð falla um æsku Kennedys og hve sjaldan hann hefði mætt á fundum í Öldunga- deildinni. Robert Kennedy var Johnson mjög reiður vegna ummælanna og hann varð skelfingu lostinn, þegar bróðir hans ákvað fyrirvara- laust_ að veija Johnson sem varaforsetaefni. Andúðin, sem Robert Kennedy fékk á Johnson í barátbunnni um útnefningu forsetaefnis Demó krata 1960, setti svip á sam- band þeirra næstu þrjú árin. Sem varaíorseti og dóms- málaráðherra sátu Johnson og Kennedy oft sömu fundi í Hvíta húsinu, en utan þess höfðu þeir lítil samskipti. • ASÍUFÖRIN Eftir að Kennedy forseti var myrtur virtist samband bróður hans og Johnsons batna. I janúar sendi Johnson dómsmálaráðherrann til Asíu til þess að reyna að miðla mál um í deilunni um Malaysíu. Það var Averell Harriman, aðstoðarutanríkisráðherra, sem átti hugmyndina að því, að Kennedy yrði sendur í þessa ferð og Johnson féllst á hana, en honum gramdist þegar blöðin birtu fregn um verkefnið, sem Kennedy haf ði verið fengið, fyrr en ætlazt var til. Forsetanum fannst að vegna biaðaskrifanna gæti hann ekki skipt um skoðun jafnvel álíta að verið væri að beita hann þvingunum. Kennedy var ákaft fagnað hvar sem hann kom I Asíu- ferð sinni og viðræður hans við Sukarno leiddu til þess að um tíma dró úr viðsjám á Borneó. Blöð um allan heim birtu forsíðufregnir um för Kennedys og hann hélt heim til Washington til þess að skýra forsetanum frá ár- angrinum. Þegar hann gekk inn í fundarherbergi Hvíta hússins gerði hann ráð fyrir að ræða í trúnaði við for- setann og Öryggisráð Banda- ríkjanna, en brá mjög í brún, þegar hann sá nokkra öldung ardeildar- og fulltrúadeildar- menn og var greinilega ó- ánægður með nærveru þerira. • GRUNSEMDIR Daginn áður en Kennedy kom heim úr Asíuförinni hóf Peter J. Crotty, valda- mikill Demókrafti í Buffalo, baráttu fyrir útnefningu hans sem varaforsetaefnis. í Hvita' húsinu tók menn að gruna, að Kennery stæði sjálfur að baki aðgerða Crottys og hefði af ásettu ráði komið því svo fyrir, að þær hæfust að hon- um fjarverandi. En fyrstu vikuna í febrúar var það Kennery, sem var gramur og grunaði margt. Em/bættismenn í Hvíta hús- inu gáfu blöðunum niðrandi upplýsingar um Don B. Reyn- olds, eitt aðalvitnið í máli Böbby Bakers, en vitnisiburð- Joanson forseti ur Reynolds var óhagstæður Johnson forseta. Hafði dóms- málaráðherrann gefið fyrir- mæli um að farið yrði með upplýsingarnar um Reynolds sem trúnaðarmál. Eins og áður segir voru það prófkosningarnar í New Hampsihire, sem gáfu frá- sögnum um ágreining Kenne- dys og Jöhnson byr undir báða vægni. Hin mörgu at- kvæði, sem Kennedy hlut þrátt fyrir áðurnefnda yfir- lýsingu, vöktu grunsemdir í Hvíta húsinu og Johnson kom því til leiðar, að Paul Corbin var vikið úr flokksstjórn Demókrataflokkins, en Cor- bin studdi John Kennedy 1960 og fregnir hermdu að hann hefði rekið áróður fyrir Ro- bert Kennedy í New Harrvps- hire. Eftir prófkosningarnar hafa bæði forsetinn og dómsmáia- ráðherrann reynt að kveða niður Orðróminn um ágrein- inginn. Kennedy hefur lýst því yfir, að hann hafi ekkert gert til þess að hafa áhrif á atkvæðagreiðsluna í New Hampshire og Johnson segizt trúa orðum dómsmálaráð- herrans. Pierre Salinger, blaðafulltrúi segist ekki vita til þess að snurða hafi hlaupið á þráðinn milli Johnsons og Kennedys og Kennedy segir að samband þeirra sé vin- samlegt. Ef svo er, er það hin undarlega vinátta, sem byggist aðeins á samstöðunni í stjórnmálum og verið getur að þrátt fyrir allt verði JOhn- son og Kennedy foreta- og varaforsetaefni Demókrata við koningarnar í haust. hafa séð eyri af rekstrarlán- unum. Kaupfélögin hafa tek- ið þetta fé og notað í rekstri sínum. Bændur hafa t.d. ver- ið látnir borga áburðinn, en síðan hefur liðið allt að einu ári þar til skuldir kaupfélag- anna við Áburðarverksmiðj- una hafa verið gerðar upp. Barátta Framsóknarforingj anna fyrir því að auka rekstr- arlánin skýrist af þessari stað reynd. Það er ekki umhyggja fyrir bændum, heldur vilja Framsóknarforingjarnir fá meira fé í hendur, sem þeir geta misnotað á alkunnaa hátt í samvinnufélögunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.