Morgunblaðið - 24.03.1964, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.03.1964, Blaðsíða 18
18 MORCUNBLAÐIÐ SríiðjudagUT 24. marz 1964 Mikil ös var við Shell-stöðina við Miklubraut, þegar keppnin hófst á sunnudagsmorgun. — „Sparakstur" Framh. af bls. 3 ingu frá því sem framleið- andi gefur upp. Hjól skulu vera af þeirri stærð, sem þær höfðu upphaflega. Sæti og annar frágangur allur skal vera eðlilegur. í hverri bif- reið skal vera varahjól og verk færi til að skipta um hjól. Loftþrýstingur í hjólum skal vera sá, sem framleiðandi gefur upp“. Bílaumboðin lögðu til keppn isbílana og með hverjum bíl ökumann og eftirlitsmann. Var eftirlitsmönnunum skipt niður á aðra bíla til að fyrir- byggja að farið yrði út fynr þær reglur, sem giltu í keppn inni. Þegar keppendur voru tilbúnir. voru þeir sendir af stað einn af öðrum, og óku þeir eins og leið lá austur íyr ir fjall þar tii benzínið þraut. smáheltust þeir úr lestinni. Sá lausir í Ölfusinu, og síðan smáheltust þeir úr lestinni. Sá sem stytzt komst, ók tæpa 50 kílómetra, eða 80 km styttra en sigurvegarinn. Stefna okkar gagnvart fær- eyskun stúdentum er Ijós en lengra varð ekki komizt þessu sinni — samtal við fundarstjóra norrænu stúdentaráðstefnunnar f SL. VIKU var haldin hér landi ráðstefna stúdentasamband anna á Norðurlöndum. Ráðstefn- an hófst á þriðjudaginn kl. 5 og lauk kl. rúmlega 7 á föstudag. Ráðstefnu þessa sóttu 3 fulltrúar frá Svíþjóð og 2 frá hinum lcnd- unum, Noregi Danmörku og Finn landi. Forseti ráðstefnunnar var Jón Edwald Ragnarsson, stud. jur. Á fimmtudaginn kom til ráð- stéfnunnar Indverjinn Joyti Siiigh, framkvæmdastjóri skrif- stofu alþjóðasambands stúdenta, og áttu norrænu fulltrúarnir miklar viðræður við Singih um þróunina í alþjóðasamvinnu stúd enta. Fundir þessir eru að jafnaði haldnir tvisvar á ári og til skiptis á Norðurlöndununi. Síðast voru fundir þessir hérlendis 1958 og 1956. tTilgangur þessara funda er að skiptast á upplýsingum og leitast við að samræma stefnuna innan Norðurlandanna og ekki sízt út á við, gagnvart öðrum stúdentasamiböndum. Sambandið við færeyska stúdenta Vegna blaðaskrifa um þátttöku færeysks fulltrúa á ráðstefnunni sneri blaðið sér í gær til Jóns E. Ragnarssonar, sem stýrði ráð- stefnunni, og spurði hann um gang þess máls Jón sagði að þetta mál hefði fyrst komið upp á síðustu slíkri náðstefnu í Lundi í haust, sem hann sat. Væri raunar ekki ætl- azt til að þessi mál væru rædd opinberlega, en þar eð nokkuð villandi frásagnir væru nú komnar í blöðum, einnig þeim dönsku, væri rétt að skýra þetta erfiða vandamál. Hefði í Lundi að tillögu Norðmanna og íslend- inga verið óskað þess, að fulltrúi færeyzkra stúdenta fengi að koma til fundarins og skýra frá kröfum sínum. Það var sam- þykkt og færeyski stúdentinn gaf skýrslu. Eftir að hann hafði síðan vikið af fundi, hefðu Danir mótmælt viðurkenningu og frek- ari fundarsetu af hálfu færeyskra stúdenta. Þar eð Færeyjar væru ekki sjáJfstæðar, og að eigin ósk íbúanna, þá væru færeyskir stúd entar representeraðir af danska stúdentasamibandinu. Þessir fundir greiða ekki at- kvæði, sagði Jón, og ekki eru gerðar bindandi samþykktir. Hins vegar geta fundirnir sam- hljóða mælt með því, að stúd- entasamböndin taki upp ákveðin mál. Á sama hátt getur hvert samibandanna. mótmælt fundar- setu annarra. í stuttu máli, hvert norrænu sambandanna hefur neitunarvald um samþykktir mála og fundarsetu annarra, en fulltrúa stúdentasambandanna fimm. Á fundi þessum í Lundi var því ekki, fremur en á fundinum hér á dögunum, hægt að þvinga fram viðurkenningu á Meginfé- lagi Föroyskra stúdenta, fundar- Hjartkær eiginmaður minn og fósturfaðir okkar JÓN ÓLAFSSON frá Söðulsholti, andaðist að heimili sínu Bræðraborgarstíg 24, 22. þ.m. Guðrún Jóhannsdóttir, Jóhann Þ. Jónsson, Guðfinna I. Þórarinsdóttir, Eiginmaður minn og faðir okkar ÓLI OLSEN Mávahlíð 11, andaðist 21. marz sl. — Jarðarförin auglýst síðar. Þuríður Pálsdóttir, Kjartan Ólason, Páll Ólason. setu af þeirra hálfu eða sam- þykikt varðandi þá, ef eitt sam- bandanna mótmælir. Á fundinum í Lundi var þvi samþykkt, að óska þess við ' Danske Studer- endes Fællesrád, að þeir sem fyrst reyndu að komast að sam- komulagi við MFS, sem báðir aðilar gætu unað við. Jafnframt skýrði ég frá því, að íslenzkir stúdentar teldu eðlilegt, að full- trúa Færeyinga yrði boðið að sitja ráðstefnuna hér í Reykja- vík. Þetta var ekki samþykkt og heldur ekki fellt. Ekki komizt lengra að sinni í undirbúningi undir ráðstefn- una hér, skýrðum við síðan frá því, að við mundum bjóða full- trúa frá MFS hingað til lands á sama tíma og ráðstefnan stæði yfir. Það lá vitaskuld ljóst fyrir, að við getum boðið hverjum sem er hingað til lands, en Danir mót- mæltu fyrirfram allri fundarsetu af hálfu Færeyingsins. Málið gekk því þannig fyrir sig, að við opnum ráðstefnunnar stung- um við íslendingarnir upp á því, að fulltrúi MFS fengi að sitja ráðstefnuna sem áheyrnarfull- trúi. Þessu mótmæltu Danir og þannig náði málið ekki lengra. Slíkt mál er ekki hægt að þvinga fram. Það er skoðun mín, sagði Jón að lokum, að við íslenzkir stúd- entar höfum gengið eins langt í þessu máli og hægt var, enda gagnrýndir af fulltrúum annarra stúdentasambanda fyrir full harð an atbeina. Færeyski fulltrúinn var hér allan tímann og hitti fulltrúana og framkvæmidastjóra alþjóðasamtakanna. Við létum það ítrekað í ljós við dönsku fulltrúana, að við myndum ekki sætta okkur við mótmæli þeirra til langframa, og að steína ok-kar væri ljós, ef mál þetta kæmi upp á aliþjóðavettvangi. Skemnitun í Reykjaskóla STAÐARBAKKA, 16. marz. — S.l. laugardag var haldin árshá- tíð í Reykjaskóla. Önnuðust nem endur sjálfir skemmtiatriði, sem voru fjölbreytt, m.a. sjónleikur- inn „Upp til Selja“. Sbjórnandi Sigrún Magnúsdóttir, leikkona. Samkoman var fjölsótt, fór hið bez-ta fram og skólanum til sóma. B.G. — Hagstofan Framhald af 6. síðu. 6.1 milljón kr. og er nú verið að byggja hús undir starfsemina og verður það tekið í notkun á þessu vori. f haust er vænt- anleg til landsins „elektrónísk" vélasamstæða, sem á að leysa hinar eldri af hólmi. Aðalverkefni Hagstofunnar er söfnun og úrvinnsla hagekýrslna m.a. fyrir alþjóðastofnanir, svo og almenn upplýsingaþjónusta á grundvelli tiltækra skýrslna. Ým is önnur skyld störf hefur stofn- uninni verið falin, fyrst og fremst stofnun og starfræksla vélaspjaldskrár yfir alla lands- menn og stjórn almannaskrán- ingar í því sambandi. Þá hefur undirbúningur efna- hagsráðstafana verið sívaxandi þáttur í starfseminni, einkum síð an 1956. Þá hefur frá 1947 verið haft með höndum útreikninga verkefni Hagstofunnar að sjá Sexmannanefndinni fyrir gögn- um varðandi verðlagningu bú- vara. Frá 1957 hefur Hagstofan verðuppbóta á útfluttar land- búnaðarvörur. Starfslið Hagstofunnar í byrjun voru starfsmenn Hagstofunnar aðeins tveir, auk eins aðstoðarmanns, sem vann þar hálft starf utan skrifstofu- tíma. Árið 1920 vou starfsmenn hennar orðnir 6, árið 1930 9, ár- ið 1940 12 og árið 1950 14. Nú eru fastir starfsmenn Hagstof- unnar 23 að tölu, þar af 18 við almenn hagstofustörf og 5 við þjóðskrána, en hún er rekin sem deild í Hagstofunni. Þar við bæit ast nokkrir lausráðnir starfs- menn, en tala þeirra er breyti- leg eftir árstíma og verkefnum. Þorsteinn Þorsteinsson var hag stofustjóri frá stofnun Hagstof- unnar og til ársloka 1950, enda varð hann sjötugur á því ári. Síðan 1951 hefur Klemens Tryggjvason veitt Hagstofunni forstöðu. Deildarstjórar eru nú þeir Áki Pétusson, Guðlaugur Þorvaldsson og Hrólfur Ásvalds son, en Ingimar Jónasson er dag legur yfirmaður þjóðskrár. Alla tíð frá því að ráðherrar urðu þrír árið 1917 hefur Hag- stofan staðið undir fjármálaráð herra. Á þessari hálfu öld hafa 19 menn verið yfirmenn Hag- stofunnar í efnbætti fjármálaráð herra. Af þeim eru 14 látnir, en hinir eru þeir Ásgeir Ásgeirsson Eysteinn Jónsson, Björn Ólafs- on, Guðmundur í. Guðmundsson og núverandi fjármálaráðherra Gunnar Thoroddsen. Guðbförg Andrésdóttir — Handritin Framhald af bls. 1. allrar handritasöfnunar á N orðurlöndum. Skýrt er frá því í blaðinu, að frá þeim tíma, er handrita- málið kom fyrir danska þing- ið, hafi átt sér stað viðræöur milli norrænna málvísinda- manna og sagnfræðinga. Hafi þær miðað að stofnun nor- ræns handritasafns. Hugmynd in mun sú, að stofnunin skuli ekki eiga handritin, en gegna hlutverki leiðbeinanda bæði í Danmörku og öðrum löndum. B. Nielsen skýrir frá því, að þeir vísindamenn, sem hér um ræðir, muni láta heyra frá sér í sameiningu, er nýtt þing kemur saman, og ræðir hand- ritamálið. Hann segir jafn- framt, að allt bendi til þess, að almenningsálitið í Dan- mörku hafi breytzt, hvað við- kemur handritunum. Hafi sú breyting átt sér stað, eftir at- kvæðagreiðsluna um eignar- rétt, er fram fór 1963. Þá hafi komið í ljós, að meirihluti sé á móti skerðingu eignarréttar. I skrifum blaðsins er sagt, að í hópi danskra lögfræðinga ríki sú skoðun, að verið sé að ganga á eignarrétt Árnasafns, með afhendingu handritanna. Sennilegt sé, að til þjóðarat- kvæðagreiðslu komi, þar eð 60 meðlimir þingsins geti krafizt atkvæðágreiðslu um afgreidd lagafrumvörp. í viðtali við „Berlingske Tidinde" segir Helweg Peter- sen, menntamálaráðherra, að því verði haldið til streitu að afhenda handritin, og muni núyerandi stjórnarflokkar flokkar vinna að því, þótt breytingar verði á stjórninni, eftir næstu kosningar. Úr minningunum Ijúfu, þér hindum blómakrans, ©g blessum þina göngu, á okkar leiðum. Nú engill hefur opnað þér dyr til dýrðarlands þótt duftið yfir likamann við breiðum. Og aldrei verður lengur neinn fjötur þér um fót. Nú frjáls þú ert, ei bundin likamsdróma. Þótt heilsan væri í molum, þú möglaðir ei hót en merki dagsins barst með heiðri og sóma. Þinn kærleikur var sannur því okkar heill og hag. Þú hafðir með á bænalista þinum. Um velferð þinna hugsaðir, nótt og nýtan dag. Það náum ekki að túlka, í fáum línum. Þú veizt hvað okkur langar að mega þakka þér, og þig að kveðja af hjartans innstu rótum. En kveðjustundin döpur, og viðkvæm alltaf er og ekkert sagt, með nokkrum vinahótum. En Drottinn veit og skilur, hvað inni fyrir er því ekkert verður fyrir honum dulið. Og kærleiksbaðmur lífsins um eilifð ávöxt ber. Og andans blóm fær dauðinn ekki hulið. Svo vertu blessuð frænka, þér helgum lítið ljóð sem liljublóm á hinnsta hvílurúmið. Og tengdamóðir varstu svo trú og sönn og góð nú tak við þökkum, gegn um jarðarhúmið. Já vertu blessuð amma, við munum minnast þin og metum þina hjálp og góða vilja. Við hittumst aftur bráðlega, elsku mamma mín og munum síðan, aldrei þurfa að skilja. F. K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.