Morgunblaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. júní 1964 Páll V. G. Kolka: Er öll list abstrakt? Þátttakendur íslands á Norðurlandamótinu. ÚT V ARPS VIÐTAL Björns Th. Bjömssonar við blaðamenn um list á mánudagskvöldið var minnti mig á kappraéðu þeirra Molotovs og John Fosters Dulles um lýðræði hér á árunum. Molo- tov sló þann síðarnefnda út af laginu með því að halda því fram, að lýðræðið í ríki Stalíns væri miklu fullkomnara en í Bandaríkjunum, því að það væri fjárhagslegt lýðræði. Þeir lögðu sem sé ekki sömu merkingu í orðið. Blaðamennirnir ympruðu öðru hverju á abstraktlist og virt ust þar eiga við „nonfigurativa" list, m.ö.o. þá, sem notar ekki fyrirmyndir úr náttúrunni, svo sem tré eða kú, en listfræðingur- inn sló þá óðar af laginu með því að telja þá báða abstraktmálara, Ásgrím, sem málaði tré I Húsa- fellsskógi, og Gunnlaug Scheving, sem málar kýr. Ég fletti því upp í Encyclopedia Britannica til þess að sjá skilgreiningu á orðinu „abstract". Sú skilgreining er tvennskonar, annars vegar rök- fræðileg og þá í mótsetningu við „concrete" — það, sem er storkn- að í ákveðið form — hinsvegar útdráttur, þar sem lögð er megin- áherzla á einstök aðalatriði og þau gerð skýrari með því að sleppa aukaatriðum eða rýra þau mjög. Það er mjög nauðsynlegt, að orð málsins, þar á meðal þau, sem eiga að tákna sérstakar teg- undir listar, setji hugtökum manna einhver landamerki, sem eru skýr og ljós, en ekki ein- hversstaðar úti í himingeimnum. Það er nauðsynlegt listamönnun- um sjálfum, en ekki síður almenn ingi, ef hann á að botna nokkuð í öllu þessu tali um list. Ég tek því aftur dæmi af kúnni. Þegar ég heyri orðið kýr, þá kemur mér í hug skepna, sem hefur fjóra fætur og langan hala. Það eru aðalatriði hugmyndar minn- ar af kú, en ekki hitt, hvort hún er hyrnd eða kollótt, einlit eða skjöldótt. Þegar ég horfi á kú Gunnlaugs Schevings, er ég ekki í vafa um, hvaða skepnu hann er að sýna, þótt hún sé ekki alveg eins og þær kýr, sem ég hef kynnst persónulega, m.a. vegna þess, að hann dregur fram ein- hvern drátt í fari kýrinnar, sem honum er hugstæður, svo sem hina þungu og hátignarlegu ró hennar, þegar hún liggur og jórtrar. Ég hef ef til vill ekki gert mér ljósan þennan eigin- leika blessaðrar skepnunnar fyrr, en myndin vekur hjá mér með- vitund um það, sem áður var ó- ljóst hugboð, svo að listin snertir mig og víkkar sjóndeildarhring minn. Þar erum við Björn Th. Björnsson því alveg á sömu línu. En ef einhver annar listamaður „abstraherar" aftur á móti svo þann virkileika, að kýrin hefur hala, og sleppir öllum öðrum eiginleikum hennar sem algerð- um aukaatriðum, og setur því á léreftið eitt strik, sem á að tákna hala og þar með heila kú, þá get- ur verið, að einhver listfræðing- ur skilji slíkt táknmál, og þessi ófullkomna mynd af kýrhala verði honum listræn opinberun, en almenningur finnur ekki slíka innlifun, hann ruglast bara í ríminu. Eftir að hafa hlýtt á hinn mjög afdráttarlausa boðskap listfræð- ingsins, getur hinn óbreytti mað- ur, sem á að njóta listarinnar sér til gagns og göfgunar, ruglazt svo algerlega, að hann telji það listaverk; sem shimpansaapi hef- ur klínt á léreft, eða háleitan skáldskap falinn í ljóðabók, sem tveir gárungar hafa samið á einni næturvöku, en þessi dæmi eru bæði tekin úr virkileikanum. Þá er það orðið nokkuð vafasamt, að listin nái þeim tilgangi að mennta lýðinn, svo sem iðnaðarþrælana, sem Björn lýsti svo átakanlega, því að menntun og ruglingur eru hreinar andstæður. Ég sá því haldið fram fyrir nokkru, að hinar stílhreinu högg- myndir Fideasar — og þá líka Bertels Thorvaldsens — hefðu ekki átt sér fyrirmyndir í virki- leikanum, því að Forn-Grikkir hefðu alls ekki verið neitt af- bragð að ytra útliti. Hin sam- ræmda fegurð í myndum Fideas- ar var því abstrakt, hún var hug- sjón hans, en með stoð og skiln- ingi í almenningsvitundinni, eins og hin þunga ró í kúnum hans Schevings og litadýrðin í skógar- myndum Ásgríms. Ef höfundur- inn leggur einhverja hugsjón frá sjálfum sér í list sína og dregur því fram einhverja sérstaka drætti í fyrirmyndinni, en lætur aðra liggja á milli hluta, og það gera allir listamenn, þá er líka öll list abstrakt að meira eða minna leyti. Það er aðeins stig- munur á því, hvort hún notar • GÓÐ TÍÐINDI Nú hefur ríkisstofnunum verið heimilað að loka fyrir há degi á laugardögum — og vinna það upp með lengri vinnutíma á mánudögum. Nokkrar stofn- anir hafa þegar tekið upp þetta fyrirkomulag og fleiri munu fylgja mjög bráðlega. Má búast við því, að innan tíðar verði flestar eða allar opinberar stofn anir lokaðar á laugardögum — þ.e.a_s. aðrar en þær, sem inna af hendi þjónustu, sem með engu móti er hægt að fella nið- ur tvo daga í viku. Þetta eru að mörgu leyti ánægjuleg tíðindi — að unnt skuli að haga vinnunni þannig, að tveir frídagar fáist í viku hverri á sumrin. En þetta er ekkert nýtt hér á landi. Mikill fjöldi iðnaðarmanna vinnur ekki nema fimm daga vikunnar — og ýmis fyrirtæki hafa þegar tekið upp þetta fyrirkomulag. Það er t.d. langt síðan farið var að loka skrifstofum Loftleiða á laugardögum. Og ýmist vinn- ur fólk þennan tíma af sér með styttri matartíma, eða með því að vinna lengur fram eftir á kvöldin. • STYTTRI MATARTÍMI Mér finnst eðlilegra að stytta matartímann fremur en einhverja fyrirmynd, sem þó næst aldrei til fulls, eða hverfur á annað plan í himingeimnum, hvaðan engin jarðnesk fyrir- mynd er sjáanleg. Þessvegna var hið umrædda blaðaviðtal óljóst og loðmullulegt, vantandi rök- festu og nákvæmar skilgreining- ar, sem fyrst verður að afmarka, ef gera á einhvern samanburð. Þrátt fyrir allan sinn mikla myndugleika fór Björn Th. Björnsson að vissu leyti eins og hinn annálaði köttur í kringum heita grautinn. Blaðamennirnir komust ekki upp með moðreyk við það, að láta umræðurnar snúast um mis- muninn á „figurativri" og „non- figurativri" myndlist, en slíkar viðræður hefðu verið áheyrend- um fróðlegri, enda standa frekar deilur um það efni en um þann sjálfsagða hlut, að öll sönn list er persónuleg og þessvegna abstr- akt, því að engir tveir menn leggja sama mat á, hvað er aðal- atriði og hvað skal heldur teljast til aukaatriða. Hin „figúrativa" list leitast við að aðhæfa sig fyr- irmyndum að meira eða minna leyti, og á það við um alla okkar gömlu meistara, en sú „nonfigúra tiva“ forðast fyrirmyndir eða leiðir þær hjá sér. Á íslenzku mætti því kalla þessar stefnur fyrirmyndarlist og ómyndarlist, ef þau orð hefðu ekki aðra og dómfellandi merkingu. En lista- verk á ekki að dæma eingöngu eftir því, á hvaða stigi abstrakti- onar það stendur, né hvaða tízku stefnu það fylgir, því að hver listamaður ætti að vera frjáls að því að halda sér í einhvern „isma“ sem flotholt eða synda sinn sjó án þess. Sumt af þeirri „nonfigúrativu" myndlist, sem ég hef séð, snertir Framh. á bls. 25 að lengja vinnutímann fram eft ir degi. Þó það hafi tíðkazt hing að tiL að fólk færi heim í mat í hádegið, þá eru fleiri og fleiri farnir að sjá það, að í Reykja- vik — jafnstór og borgin er orðin — er þetta mesta vit- leysa. Bæði vinnuveitendur og launþegar mundu hagnast á sameiginlegum mötuneytum á vinnustöðum — og það væri æskilegt að mötuneyti væri komið upp alls staðar, þar sem kostur er. Þar sem mötuneyti er á vinnu 'stað, eru 30—40 mínútur nægi- lega langur matartími — og þótt margir Reykvíkingar hafi það af að komast heim í mat og aft ur á vinnustað á einni klukku- stund, þá verður matartíminn þeim oft erfiðari en allar aðr- ar stundir dagsins. Hjá mörg- um er það gamall vani að fara heim í hádegismat, vani, sem aðeins skapar óþarfa erfiði og fyrrhöfn. Yfirleitt verður fólk að hlaupa við fót báðar leiðir, því í fæstum tilfellum búa menn nálægt vinnustað. Væri ekki betra að hafa styttri mat artíma, borða á vinnustað — og koma fyrr heim á kvöldin? • AUKIÐ SVIGRÚM En við vorum að ta'a um laugardagsfríin. Æskilegt væri. Bridge NORÐURLANDAMÓTIÐ í bridige fer að þessu sinni fram í Osló og hefst n.k. þriðjudag. Öll Norðurlöndin senda sveitir til keppninnar þ.e 2 karlasveitir og e:na kvennasveit. fslenzku keppendurnir eru þessir: Rósa Þorsteinsdóttir, Ás- gerður Einarsdóttir, Laufey Arn alds, Ása Jóhannesdóttir, Lauf- ey Þorgeirsdóttir og Elín Jóns- dóttir ,sem er fyrirliði kvenna- sveitarinnar. Karlasveit A.: Kristinn Berg- þórsson, Jóhann Jónsson, Lárus að sem flestir gætu unnið af sér laugardaginn á sumrin. Nú orðið hefur fólk yfirleitt ráð á að bregða sér í einhverja stutta ferð um helgar, skoða landið, hitta kunningja, eða einfaid- lega að komast út í sveit til þess að anda að sér hreinu fjalla- lofti. Og tveggja daga frí veit- ir aukið svikrúm. Veitir mögu- leika til að fara lengri ferðir, eykur líkurnar fyrir því að ferðin heppnist vel, ef veður- lag er óstöðugt. Og vegna þeirra, sem nota helgarnar til þess að hvíla lúin bein, er tveggja daga hvíld auðvitað ágæt. Þá geta menn safnað meiri kröftum en ella. Ýmsir stunda líka þannig at vinnu, að þeir eiga erfitt með að komast í búð alla vikuna. Tíminn fyrir hádegi á laugar- dögum gæti því orðið drjúgur — og ég veit, að fjöldi karl- manna hefur t.d. engan tíma til þess að fara til hárskera nema laugardagana. • VERZLUNARFÓLK En hér erum við komin að einu höfuðvandamálinu — nefnilega fólkinu, sem leysir af hendi hin nauðsynlegu daglegu þjónustustörf. Á það að verða Karlsson og Gunnar Guðmunds- sn, sem er fyrirliði sveitarinnar. Karlasveit B: Hjalti Eliasson, Eggert Benónýsson, Þórir Sig- urðsson og Ásmundur Pálsson, sem er fyrirliði sveitarinnar. Varamenn karlasveitanna eru þeir Sveinn Helgason og Ólafur Þorsteinsson, sem er jafnframt fararstjóri allra þátttakendanna. Mótið hefst n.k. þriðjudag og lýkur laugardaginn 20. júní. í hverjum leik eru spiluð 40 spil og er árangur beggja karlasveit- anna lagðar saman þegar reikn- uð er út röð hvers lands. Síðasta Norðurlandamót fór fiam í Kaupmannahöfn árið 1962 og sigrðuðu Svíar í báðurn fickkum. Ákveðið hefur verið að bjóða að næsta Norðurlandamót verði haldið á Islandi, sennilega árið 1966. út undah? Eiga allir aðrir að fá tveggja daga helgarfri? Hér er úr vöndu að ráða. Ein hver stakk upp á því, að verzl- unarfólk fengi frí á mánudög- um til þess að vega upp á mótl laugardagsfríi hinna. Mér lízt ekkert á þá tillögu. Það er á- gætt að binda almennu regiuna að mestu við laugardag og sunnudag. Annars gæti svo far- ið á endanum, að allir dagar vikunnar yrðu frídagar einnar eð annarrar stéttar — og mundi slíkt auðvitað lama allt dagiegt líf. Það er hins vegar alveg ó- fært að loka verzlunum á laug- ardögum — og virðist því ekki annað koma til greina en starfs skifting hjá verzlunarfólki, þeg ar að því kemur, að það fær líka tvo frídaga í viku. Margir þættir þjónustu eru þess eðlis, að ekki er hægt að fella þá niður tvo daga sam- fleytt — einkum vegna þess stóra fjölda (sem er í miklum meirihluta), er þarf að not- færa sér þessa þjónustu ein- mitt hina „almennu" frídaga, sunnudaga — og væntanlega laugardaga. Hins vegar er þetta hringl með lokunartíma verzlana sízt fallið til þess að koma einhverri reglu á þessa hluti. Fólk er yf- irleitt ekki farið að átta sig enn á því hvernig verzlunartíman- um verður hagað í framtíðinni. Allt virðist þetta vera í deigl- unni — og vonandi næst endait lega árangur, sem allir verða ánægðir með. -lÍHP-ÉÍ^ Sjálfvirka þvottavélin LAVAMAT „nova 64“ komin á markaðinn. Fullkomn ari en nokkru sinni. óbreytt ver'ð. AEG-umbo&ið Bræðurnir ORMSSON . Vesturgötu 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.