Morgunblaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 3
í'ðstudagur 6. nóv.' 1964 MORGUNBLAÐIÐ 3 Ungliugarnir spruttu upp úr sætum sínum og þrengdu sér upp að sviðinu til að fagna hljómum. (Ljósm.: Gísli Gestsson) Bítilæði í Háskólabídi FYRST SEGIR frá manni nokkrum, sem býr í vestur- bænum. Hann var á leið heim til sín í fyrrakvöld, þegar honum barst til eyrna feikna- legur hávaði og gauragang- | ur. Manninum varð að vonum | bilt við og datt einna helzt | í hug uppþot við rússneska | sendiráðið. Til þess að ganga | úr skugga um up'ptök hljóð- I anna, hringdi hann á lögreglu | stöðina, skýrði varðstjóran- | um frá hljóðunum og spurði, | hvað væri eiginlega á seyði. Varðstjórinn sagði við | manninn í símanum, að hann | hefði ekki haft spurnir af | neinum óspetkum. Honum I fannst tíðindasaga mannsins I hin merkilegasta og vildi | gjarna grafast fyrir um þetta i mál. — Hvar búið þér, spurði § varðstjórinn. — Á Sólvallagötunni, svar- | aði maðurinn i símanum. Þá rann upp ljós fyrir varð i stjóranum. — Líklega er skýringin sú, | að einmitt núna er að ljúka i bítlatónleikum í Háskólabíói. Það stóð heima. Að tónleikunum loknum i höfðu hundruð unglinga safn I azt saman fyrir utan sam- i komuhúsið. Hávaðinn, sem i maðurinn kvartaði undan, | stafaði frá þessari samkomu | unglinganna, sem biðu þess, 1 að tónsnillingarnir birtust. Tónleikarnir sjálfir voru hinir líflegustu, sem hingað til hafa farið fram hérlendis. Þeir hófust skömmu fyrir miðnætti, en aR nokkru áð- ur höfðu hinir ungu áhorfend ur (milli tektar og tvítugs) byrjað að hreiðra um sig í sætum sínum. Það kom eng inn of seint þetta kvöld. — Hvert sæti var skipað og eft- irvæntingin gífurleg. Félag vjngra jafnaðarmanna stóð fyrir tónleikum þessum og var nokkur viðbúnaður af þeirra hálfu tií þess að ekk ert gengi úr skorðum. Lög- regluþjónar stilitu sér upp á göngunum í fullum skrúða og sjálfur bíóstjórinn var líka mættur. Á tónleikum þessum komu fram hljómsveitir þær, sem mestra vinsælda njóta meðal unga fólksins. Haukur Morth ens sagði deili á hljómsveitun um, áður en þær komu fram. Hver hljómsveit virðist eiga sitt sérstaka aðdáendalið, og það kom í ljós, að aðdáenda- hópur þeirra hljómsveita, sem síðastar létu í sér heyra, var sýnu fjölmennastur. Þeg ar síðasta hljómsveitin — Hljómar frá Keflavík — birt ist á pallinum, ætlaði allt vit laust að verða. Var það nokk uð skynsamleg ráðstöfun að láta þá reka lestina, því að ekki er að vita, hvernig sam- koman hefði endað, hefðú þeir verið fyrstir á dagskrá. Hljómsveitirnar voru tals- vert misjafnar að gæðum, sem vænta mátti — og hinir ungu áhorfendur létu ekki á sér standa að senda þeim tóninn, ef þeim líkaði ekki tónlistin. Þá var sviðsframkoma þeirra og misjöfn, en kannski hefur taugaóstyrk, verið um að Je, je, je! kenna. Það þarf sannarlega hugrekki til þess að standa frammi fyrir eitt þúsund gól- andi unglingum! Sumir höfðu sýnilega reynt að temja sér hreyfingar í takt við tónlistina, en slíkt reynd- ist flestum um megn. Sumir stigu víxlspor og studdu þá ósjálfrátt á falska nótu, aðrir duttu út úr hlutverkinu, er þeir sáu, að þeir gátu með engu móti verið í takt við hina. Framih. á bls. 22 „Gasalega eru þeir ferlega kilárir, maður!“ Stjömur kvöldsins — Hljómar frá Keflavík. — Talið frá vinstri: Rúnar Júliusson, Erlingur Bjömsson og Gunnar Þórðarson. Engilbert Jensen er falinn bak við trommurnar lengst til hægri. STAKSTEIIAR Áhrif kosninga- úrslitanna Þórarinn Þórarinsson, ritstjón Tímans, ritaði í gær grein í blað sitt um kosningaúrslitin í Banda- ríkjunum. Kemst hann þar m.a. að orði á þessa leið: „Því verður vitanlega ekki svarað til hlítar nú, hvort áhrif kosningaúrslitin verði meira tal- in persónulegur ósigur fyrir Goldwater en málefnalegur ósig- ur þeirrar stefnu, sem hann barð- ist fyrir. Nokkru fyrir kosning- arnar bentu ýmsir blaðamenn á það, að ekki væri rétt að túlka ósigur Goldwaters sem ósigur ihaldsstefnunnar, því að Gold- water hefði í kosningabaráttunni ástundað meira persónulegt níð en málefnalegan málflutning og auk þess hefði hann gert sig margsaga með því að afneita ýmsu því, er hann hafði áður haldið fram. Þess vegna tóku mörg blöðin sem afneituðu hon- um það sérstaklega fram, að þau væru sammála mörgu í stefnu hans en þau teldu hann ekki hæfan til að gegna forsetastörf- um. Af hálfu íhaldsmanna verð- ur því sennilega lögð á það meg- ináherzla að túlka úrslitin meira sem persónulegan en málefnaleg- an ósigur Goldwaters. Það mun ýta undir þennan rök stuðning, að sá frambjóðandi repúblikana, sem vann hvað mestan sigur í kosningunum til öldungadeildarinnar er mikill íhaldsmaður, en það er Murphy í Kaliforníu". Léleg verkalýðs- málabarátta . Hannes á horninu, öðru nafni Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, rit- höfundur, ritar grein í Alþýðu- blaðið í gær um síðasta prent- araverkfall. Gagnrýnir hann ýmislegt í sambandi við verkfall þetta og lýkur grein sinni með þessum orðum: „Það er léleg verkalýðsmála- barátta, ef stétt lætur sig engu skipta aðstöðu iðnaðar síns. Það er sjálfsagt að iðnaðarmaður bæði bæti kjör sín og auki rétt- indi sín, en því má aldrei gleyma að það er hættulegt að blóð- mjólka og fleira kemur til eins og að framan er sagt. Prent- smiðjurnar lifa á þeim sem gefa út prentað mál. Ef útgáfumögu- Ieikar eru eyðilagðir, þá draga prentsmiðjurnar að sjálfsögðu saman seglin og atvinna prent- ara minnkar. Prentarafélagið var lengi virðulegasta stéttarfélag hér á landi. Það hefur sett niður við þessa deilu. Það er ekki sök stjórnar þess, heldur sú stað- reynd, að nógu margir félags- menn láta það henda sig að hlíta fremur forsjá kommúnist- isks illfyglis en stjórnar félags síns. Það tókst að afstýra vand- ræðum í fyrradag en ekki fyrr en stjórn félagsins lýsti yfir því, að ef samkomulagið yrði fellt, þá yrðu þeir sem það gerðu að taka við lausn allra mála.“ ★ Kommúnistablaðið birti í gær forystugrein, þar sem það ræðst harðlega gegn stóriðju á íslandi. Lýkur kommúnistablaðið for- ystugrein sinni með þessum orð- um: „Leið Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins í þessum málum, þar sem lögð er á það áherzla að byggja með eðlilegum hætti og heilbrigðum á þeim at- vinnuvegum sem fyrir eru, efla þá og stórauka framleiðslu þeirra, er íslandi tvímælalaust farsælli leið til framtíðarinnar en glæfraspilið með risavaxin stóriðjufyrirtæki, sem íslending- ar ættu ekki sjálfir og réðu ekki við.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.