Morgunblaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 24
ÍELEKTROLUX UMBOÐIÐ ® iAUOAVEGI 49 sími 21800 Wgtmlifatófe 251. tbl. — Föstudagur 6. nóvember 1964 Aflinn til júlí- loka 636 jbiís. tonn - nær 150 jbt/s. tonnum meira en á sama tima 1963 HEILDARFISKAFLINN varð 636.529 tonn frá áramótum til júlxloka, þar af var bátafisk- ur 596.813 tonn (síld 289.033 tonn) og togarafi.skur 39.716 tonn. Á þessu tímabili árið 1963 var heildaraflinn 487.662 tonn, þar af bátafiskur 443.301 tonn (síld 196.025 tonn) og togara- fiskur 44.361 tonn. Aflinn til júlíloka í ár hef- ur orðið 148.867 tonnum meiri en á sama tíma árið 1963. Þá er það einnig at- hyglisvert, að togaraaflinn hefur enn farið minnkandi, þ.e. um 4.645 tonn. Dæmdir í 7 og 12 mánaða fangelsi HINN 23. október sl. var í saka- dómi Reykjavíkur kveðinn upp af Þórði Björnssyni yfirsakadóm- ara dómur í máli ákæruvaldsins gegn óskari Agnari Ólafssyni, forstjóra, Háagerði 35, og Sigurði Þorkelssyni, verkamanni, Ból- staðarhlíð 36, báðum hér í borg. í málinu kom fram að árið 1963 flutti nefnt fyrirtæki þó nokkuð af bifreiðum frá Eng- landi hingað til lands og voru þær fluttar fyrst í stað í vöru- Síldar- fréttir SÆMILEGT veður var á síld- armiðunum fyrir Austurlandi sólarhrirkginn frá því kl. 9 á miðvikudagsmorgun til jafn- lengdar á fimmtudagsmorgun, en heldur léleg veiði. AUs tilkynntu 11 skip afla, samtals 11.050 mál. Skipin voru (aflinn á eftir skips- heitinu): Guðmundur Péturs ÍS 1.400, Jón Kjartansson SU 1.400, Snæfugl SU 1.400, Hannes Haf- stein EA 1.300, ísleifur IV. VE 1.000, Arnfirðingur GK 900, Gullberg NS 900, Elliði GK 750, Bjarmi II. EA 700, Engey RE 700, og Akurey SF 600. Undan Jökli var minni veiði aðfaranótt fimmtudags en nótt- ina áður. Á miðvikudag komu til Hafnarfjarðar Fagriklettur með 1.000 tunnur og Reykjanes með 800 tunnur, oig á fimmtudag komu þanga'ð Eldborg með 500, Margrét með 450 og Fram með 250 tunnur. Londhelgisdóm- ur ó ísniirði ísafirði, 5. nóvember: — í DAG var kveðinn upp í Saka- dómi ísafjarðar dómur í máli skipstjórans á brezka togaranum Aldershot frá Grimsby, sem varð skipið Ægir tók að veiðum inn an fiskveiðimarkanna út af Látrabjargi í fyrrinótt. Var skip stjórinn, Leslie Alfred Cumby, dæmdur í 260 þús. kr. sekt til Landhelgissjóðs. Auk þess var afli og veiðarfæri gert upptækt. Skipstjórinn áfrýjaði dóminum. Setti hann tryggingu fyrir sekt- arfé og fór héðan frá ísafirði um fjögur leyíið í dag. — H. T. geymslu Eimskipafélags fslands hf við Borgartún. Forstjóri Raf- tækni hf, Óskar Agnar Ólafsson, fékk þá Sigurð Þorkelsson, sem vann í vörugeymslunni, til að af- henda þaðan 24 bifreiðir án þess að af þeim hefðu verið greiddir tollar og aðflutningsgjöld, flutn- ingsgjöld og hluti af kaupverði þeirra, samtals að fjárhæð kr. 2.776.872,70. Afhenti Óskar Agn- ar Sigurði eina flösku af brennivíni fyrir hverja afhend- ingu bifreiðar án heimildar- skjala. Tollyfirvöld kröfðu skipa- félagið um greiðslu tolla og að- flutningsgjalda og kærði félagið þá málið til sakadóms, þar sem báðir hinir ákærðu viðurkenndu brot sitt. Óskar Agnar var talinn hafa brotið gegn 248. gr. al- mennra hegningarlaga og tolllög- um en Sigurður gegn 249. gr. hegningarlaga og tolllögum. Hins vegar var hinn fyrrnefndi sýkn- aður af ákæru um að hafa látið Framhald á bls. 23. Kirkjuþingi lýkur í dag GERT er ráð fyrir því, að Kirkjuþingi ljúki í dag, en það hefur setið síðan 25. október. 18 mál lágu fyrir þinginu. Nánar verður skýrt frá störfum þess síðar. „Skólastjórinn" fékk 12,500 kr. í skólagjöld - Ekkert varð úr „skólmumu en gjöldunum skílaði hann ekki aftur Eins og Mbl. skýrði frá fyrir prentaraverkfall, var lögreglan þá að leita manns, sem auglýst hafði námskeið í meðiferð bók- haldsvéla o.fl., tekið fé fyrirfram af umsækjendium, en horfið síð- an án þess að halda námskeið- ið á tilskiidum tíma. Maðurinn hefur nú fundizt og við'Urkennt að hafa fengið 12.500 króna fyr- irframgreiðslu frá 11 umsækj - endum (af 30 alls), sem hann hafi notað í eigin þágu. Hann kveðst hiafa gefizt upp á> því að halda námskeiðið vegna marg- vís.egs torleiðis og játar að hafa ekki reynt að endurgreiða fyrir- framgreiðsluna. — Auk þessa máls þurfti hann að standa lög- reglunni skil á meðferð sinni á víxli, sem var í fórum hans. Þríburor p Þríburar — allt telpur —= S fæddust í Fæðingardeildp | Landsspítalans fyrir 13 dög-|| p um. Hér eru systurnar — ogP p nánar segir frá þeim á bls. 10.5= mlllllllllllllllllllllllllllUllllllllllllllllllllilllllllllllllllUI Missti litlu tána AKRANESI, 5. nóv. — Það ó- happ varð í gærkvöldi við síld- arlöndun úr Höfrungi III., að sjómaður missti aðra litlu tána. Þeir voru að fýra tunnuhengi niður í lest, og vildi svo illa til, að tunnulögg klippti aðra litlu tána af hásetanum Rúnari Gu’ð- jónssyni, sem heima á á Skaga- braut 33. Hékk táin við fótinn, aðeins á lítilli taug. Garðar skip. stjóri ók honum til sjúkraihúss- ins. — Oddur. Rœft um borgarleikhús í borgarstjórn í gœr FUNDUR var haldinn í borgar l um og siðan var rætt um 10 stjórn í gær og stóð langt fram framlagðar tillögur, um bygg- eftir kvöldi. Fjöldi mála var á ingu borgarleikhúss i minningu dagskrá. Borgarstjóri svaraði lýðveldisstofunarinnar, um knup fjórum framlögðum fyrirspum I á húsi fyrir vistheimili, um Fimmtán drengir viður- kenna fjölmarga þjófnaði I GÆR visaði Rannsóknarlög- reglan til Barnaverndarnefndar málum fimmtán drengja, sem viðurkennt hafa fjöldann allan af stuldum. Þjófnaðirnir voru gerðir nú í haust og seinni hluta sumarsins. Alls stálu drengirnir 25-30 þúsundum króna. Dreng- irnir eru á aldrinum frá níu til fjórtán ára en verstu rummung- arnir eru ellefu og tólf ára. Drengirnir fimmtán eru allir viðriðnir þessa þjónaði á ein- hvem hátt. Þeir þekkjast ekki allir, en segja má, að þeir séu „keðjutengdir". • Langoftast stálu dremgirnir peningum úr veskjum, sem skil- in höfðu verið eftir í fatnaði við vinnustaði. Þeir fóru inn í kaffi- stofur fyrirtækja, í vinnuskúra við byggingar o. s. frv. Venju- lega stálu þeir nokkrum hundr- uðum króna á hvejum stað, en einu sinni náðu þeir 4.000 kr. í peningum og öðru sinni 4.800 króna ávísun, sem þeim tókst að framselja. Oft höfðu þeir gengið þannig um, að fólk tók ekki eftir þjófnaðinum. Til var það, að þeir höfðu tekið nokkur hundruð krónur úr seðlaveskj- um, en skilið eftir talsvert fjár- magn. Eigendur höfðu því ekki alltaf kært til lögreglunnar; þeim fannst að vísu hafa grynnk- að í veskinu, en gerðu sér ekki grein fyrir af hverju. Drerngirnir bentu hins vegar lögreglunni á alla staði, þar sem þeir höfðu stolið, og mundu menn þá eftir, að þeir höfðu saknað peninga. Rannsóknarlögreglan tók fram við Mbl. í gær, að fólk virtist furðu skeytingarlaust um fjár- muni sína, og hefði sú staðreynd komið krökkunum „á bragðið“. Algengt væri, að fólk skildi eftir töluverðar upphæðir í kaffistof- um og vinnuskúrum. Eins væri það títt á byggingarstöðum, að verkamenn legðu af sér jakka með peningum, t.d. á neðstu hæð húss, sem þeir væru að vinna við, en væru svo e.t.v. komnir upp á efstu hæð á skyrt- unni, þegar börnin sæu sér færi á að stela. aukna gangstéttargerð, um Hag- stofu Reykjavíkur, um útvegun fólks til barnagæzlu á kvöldin og fleira. Um tillögurnar urðu miklar umræður og í sambandi við til- löguna um Borgarleikhús, sem flutt var af Guðmundi Vigfús- syni, Kristjáni Benediktssyni og Óskari Hallgrímssyni, var sam- þykkt tillaga borgarstjóra og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks ins um að vísa málinu í heild til borgarráðs, sem rannsaki byggingu minnismerkis um lýð- veldisstofnunina. 1 umræðum um málið sagði Geir Hallgrímsson borgarstjóri m.a., að ekki væri vænlegt til árangurs eða viðkunnanlegt, að taka frumkvæði og meðferð máls ins úr höndum Leikfélags Reykjavíkur. Bygging minnismerkis um lýð veldisstofnunina væri nú til um ræðu í borgarráði og væri eðli- legt að leita sameiginlegrar nið urstöðu varðandi það mál í heild innan borgarráðs, áður en það yrði gert að deilumáli opinber- lega, enda þyrfti svo miklivæg framkvæmd af svo merku til- efni gaumgæfilega athugun og góðan undirbúning. Frá þessu máli og öðrum mál um af borgarstjórnarfundinum verður nánar skýrt á morgun. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.