Morgunblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 13
MORGU N BLADIÐ 15 r Sunnudagur 22. nóv. 1964 NIKITA KRUSTJOV kom til Vinarborgar degi á undan Kenne dy. Á brautarstöðinni í Vín hafði 6afnazt saman allstór hópur manna, aðallega Sovétmenn, og þeirra á meðal var Molotov, fyrr um utanríkisráðherra, sem Krust jov hafði nokkrum árum áður látið reka úr kommúnistaflokkn um. Nú rétti Krustjov honum höndina og sagði: „Við verðum eð ræðast við.“ Andrei Gromyko utanrikisráðherra, sem eitt sinn hafði verið aðstoðarmaður Molo- itovs, brosti, en brosið var líkast grettu, er hann sagði: „En hvað veðrið er gott!“ I>essi at'burður ©g orðaskipti virtust árétta það, eem sérfræðingar Kennedys um málefni Sovétríkjanna höfðu 6agt honum. Krustjov átti líka við sín vandamál að etja. Hann lá undir stöðugri gagnrýni frá ÍMao Tse-Tung, forsætisráðherra Kína, fyrir það að koma ekki íram af nægilegri hörku gagn- vart vesturveldunum. Enver Hoxha, einvaldur Albaníu á Staiínvísu, dró taum Kínverja og hélt uppi háværri gagnrýni á Kovétstjómina. Landbúnaður Sov étríkjanna var í mesta ólestri og um öll hin viðlendu Sovétríki gerðust æ háværari kröfur al- mennings um meiri og betri neyzluvöru. Kennedy var vel kunnugt um allt þetta, ofi nú átti þessi vitneskja að geta komið honum að góðu gagnL feað ýrði úr lofti að morgni laugardagsins 3. júní, er Kenne- dy ók frá flugvelli Vinarborgar. Bandaríkj amenn búsettir í Vín höfðu fjölmennt á flugvöllinn. Sumir báru spjöld með ýmsum áletrunum, svo sem Hjálpið Ber lín og Burt með járntjaldið. Þungbúin regnskýin yfir borg- Jnni virtust táknræn fyrir fund þann, sem nú átti að hefjast. Bersýnilegt var, að Kennedy ikunni vel að meta, að mikill manngrúi hafði safnazt saman meðfram götunum, sem hann ók um til Alte Hofbung, embættis- þústaðar Austurríkisforseta, I>r. Adolfs Scharfs. Vínarlögreglan gizkaði á, að um 70 þúsund manns hefði fagnað Kennedy, þrátt fyrir kalsaveður og rign- ingu, en aðeins um 50 þúsund Krustjov daginn áður í glamp- ®ndi sólskini. Kennedy og föru- neyti hans fór þegar til bústaðar bandariska sendiherrans, H Free man Matthews. Sendiráðið var heldur óskemmtileg bygging úr gráum steini, en gaddavírsgirð- ing allt í krinig. Austurriskir verð ir skálmuðu fram og aftur úti fyrir byggingunni með risavaxna lögregluhunda. Þetta virtist held ur óhugnanlegur staður til þess ®ð hefja vinsamlegar umræður. IStundarfjórðungi fyrir eitt var •vartri bifreið af rússneskri gerð ekið að aðaldyrum sendiráðsins. Krustjov rak stutta og gilda fot- leggi sína út úr bílnum og gekk hvatlega að þrepunum, þar sem Kennedy beið hans. Loks var etundin runnin upp. Kennedy *tóð andspænis aðalandstæðinigi KÍnum. Nikita Krustjov. Hann hraðaði sér niður þrepin og rétti hinum sovézka forsætisráðherra höndina. „Komið þér sælir,“ sagði hann, „mér þykir vænt um að *já yður.“ Krustjov leit upp, brosti sem snöggvast og gekk upp þrepin. Hann virtist hressi- Jegur í bragði, smekklega búinn í Igráum fötum, sem voru aðeins Ijósari en þau, sem Kennedy var t Á vinstra boðangi voru tvær •tjörnulaga orður, friðarverðlaun ILenins. Báðir voru þjóðarleiðtog •rnir berhöfðaðir. Þeim gekk illa eð komast upp þrepin, því að Ijósmyndarar þyrptust að þeim úr öllum áttum. Þeir hrópuðu, bölvuðu eða sögðu í bænarrómi: ^Vinsamlegast ta'kizt aftur í hend «r.“ Kennedy sneri sér að túlkn- um: „Viljið þér segja forsætis- ráðherranum, að ég skuli gjarn- •n endurtaka handabandið, ef honum er það ekki á móti skapi.“ Krustjov brosti glaðklakkalega ©g rétti fram þykka höndina. Kennedy brosti, en í stað þess að •núa sér að ljósmyndavélunum (tekJk hann eitt s'kref aftur á bak og sneri sér að Krustjov. í nokkr ar sekúndur virti Kennedy hinn sovézka forsætisráðherra fyrir sér frá hvirfli til ilja. Það var eins og hann væri að festa í huga sínum myndina af þessum manni, sem réði lífi oig dauða 200 millj- óna Sovétmanna, og sagði fyrir verkum kommúnistaflokkum fjar lægra landa. Svo snerust þeir á hæl og gengu inn í sendiráðs- bygginguna. Þeir tóku til óspilltra málanna og settust í hring í tónlistarher- bergi sendiráðsins. Fyrst skipt- ust þeir á gamanyrðum, og Kennedy kvaðst minnast þess, að hann hefði hitt hinn sovézka stjórnmálaleiðtoga árið 1959, er hann ferðaðist um Bandaríkin, þegar Krustjov hefði heimsótt utanríkismálanefnd öldungadeild arinnar. „Það er gaman að sjá yður aftur,“ saigði Kennedy. Krustjov kvaðst gjörla muna eftir þessu atviki, og auk þess hefði hann fyrir nokkru verið farinn að taka eftir aðsópsmikl- Krúsjeff og Kennedy á hinum fræga Vinarfundi. kjamorkustyrjöld, venjuleg styrj öld og byltingastyrjöld. Tvær hinar fyrrnefndu tegundir styrj- alda væru ósennilegar á næstu árum, en innanlands byltinga- styrjaldir — heiiög strið — eins og hann nefndi þær, myndu halda áfram. Ef Bandarí'kin ætluðu að beita sér gegn þeim, þá væru þau að berjast gegn vilja fólksins. Kennedy fannst hann aldrei hafa staðið í jafnströngu. Hann beitti allri orku sinni í að hlusta og tala. Krustjov virtist láta aér í léttu rúmi liggja málefni Kúbu og Laos. Hann minntist ekki einu orði á hina háðulegu útreið Bandaríkjamanna í sambandi við innrásina í Svínaflóa, en hann lýsti yfir því, að Bandaríkin hefðu gert Fidel Castro að góð- um kommúnista. Um Laos sagði hann, að Sovétmenn væru sam- mála Bandaríkjamönnum um, að það skyldi vera hlutlaust. Stundum veitti Kennedy þvi athyigli, að þekking Krustjovs á Vínarfundur Kennedys og Krúsfeffs um stjórnmálamanni, sem héti John Kennedy. Krustjov hafði orð á því, að Kennedy væri of ungur maður til þess að takast svo þungar byrðar á hendur sem forsetaembættið væri. Síðan hóf- ust hinar löngu viðræður þeirra, er stóðu í ellefu klukkustundir og voru stundum bitrar og hvass yrtar. Blaðamenn og forvitnir Vinarbúar hnöppuðust saman úti fyrir innganginum að bandaríska sendiráðinu oig eins hinu sov- ézka, en þar voru fundirnir haldn ir á víxl. Þetta kvöld var þeim Kennedy og Krustjov haldin viðhafnar- veizla í hinni fornfrægu Schön- •brunnhöll. Krustjov sat næstur Jacqueline Kennedy. Hann virt- ist jafnhrifinn af henni og de Gaulle hafði verið nokkrum dög- um áður og mjakaði stól sínum nær henni, sagði gamansögur og virtist leika á als oddi. Morguninn eftir, á sunnudaig, hlustuðu Kennedy-hjónin á hinn fræga Vínardrengjakór í dóm- kirkju St. Stefáns, en á sama tíma lagði Krustjov rauðan blóm sveig að stalii rússneska styrj- aldarminnisvarðans á Schwarzen bergtorgi. En slí'k hlé voru stutt. Þessir tveir menn höfðu alvar- legri viðfangsefnum að sinna. Þeir ræddu um framtíð þeirrar veraidar, sem þeir gátu breytt á örfáum sekúndum. Skörp athygli Kennedys beind ist öll að þessum andstæðingi ■hans. Hann festi sér í minni fas Krustjovs og hreyfingar, bros hans og alvöruþunga, eða reiði- glampann, sem stundum brá fyr ir í augum hans. Hann sá fljótt, að hér var enginn viðvaningur á ferðinni. Nú færi hann áreiðan- iega ekki úr öðrum skónum, eins og hann hafði gert frammi fyrir furðu lostnum þingheimi Sam- einuðu þjóðanna í New York 1960, og barið með honum í borð ið. Þó að Krústjov væri gildvax inn og luralegur, var hann þó snar og hvatlegur í hreyfingum. En eftirtektarverðust fundust Kennedy þó augu hans, sem stundum virtust stingandi eins og sverðsoddar, eða hann gaut þeim í allar áttir, eins og hann vildi fylgjast með öllu, sem gerð ist, svo að ekkert færi fram hjá honum. Krustjov bar það með sér, að hann var stoltur maður, og Kennedy gætti þess vel að móðga hann ekki með neinu gá- leysistali um einskisverða hluti. Og Kennedy íann, að Krustjov var ákafiega vel að sér. Krustjov vitnaði í ræðu, sem Kennedy hafði haldið vikuna áð- ur á Bandarí'kjaþinigi, þar sem hann ræddi um hættuna, sem af Sovétríkjunum stafaði, og fór fram á auknar fjárveitingar til þess að þjálfa Bandarikjaher- menn í skæruhernaði. „Ég hef lesið allar ræður yðar,“ sagði Krustjov. Hann sagði, að Kenne- dy hefði afturkallað skipun um að setja landgönguliða flotans á land í Laos, og þegar Kennedy svaraði, að þetta væri ekki rétt hermt, horfði Krustjov tortryggn islega á hann og sagðist hafa séð það í bandariskum blöðum. Það kom berlega í ljós, að Krustjov var ágætlega að sér í sögu. Er þeir voru að tala um að æskilegast væri, að þjóðir heims réðu sér sjálfar, gat Krust jov þess, að vesturveldin hefðu skipt sér af rússnesku byltinig- unni, og að eitt sinn hefðu Rúss- ar á keisaratímanum litið á Bandaríkjamenn sem háskalega og byltingarsinnaða þjóð, líkt og Bandaríkjamenn litu nú á Rússa. Á milli þess sem Krustjov fjail- aði um hugsjónakerfi kommún- ismans, setti hann fram skarpleg ar athugasemdir: Hvaða vit væri til dæmis í því, að ekki hefðu verið gerðir friðarsamnirHgar við Þjóðverja eftir sextán ár? Væri ekki Formósa í rauninni hluti af Kina? Væri það ekki svo, að Bandaríkin styddu ýmsar ólýð- ræðislegar stjórnir hingað og þangað í heiminum, til dæmis Francost j órnina ? Krustjov gætti þess að láta ald rei króa sig inni í röksemda- færslu, og ef það kom fyrir, þá þagði hann, Eitt sinn saigði Kennedy: „Við viðurkennum mistök okkar. Kemur það nokkru sinni fyrir, að þér játið að hafa á röngu að standa?" „Já, það geri ég,“ sagði Krust- jov. „í ræðunni, sem ég flutti á 20. þingi sovézka kommúnista- flokksins, viðurkenndi ég mistök Stalíns.” „En það voru ekki yðar mis- tök,“ sagði Kennedy. Krustjov skipti um umræðuefni. Talið barst að Kínverjum, og Kennedy hafði það eftir Mao Tse- Tunig, að pólitískt vald styddist við byssuhlaup. Krustjov and- mælti þessu. Hann kvaðst aldrei hafa heyrt Mao segja neitt siíkt, og hann kvaðst efast um, að Kennedy hefði heldur heyrt það. Hann kvaðst yfirleitt ekki geta trúað því, að friðelskandi komm- únistar létu sér slíkt um munn fara. Nokkru síðar, er þeir ræddu um kjarnorkumálaráðstefnu sem fyrsta skrefið í friðarátt, mælti Kennedy: „Þúsund kílómetra ferð hefst með einu skrefi." Krustjov horfði spyrjandi á Kennedy, en brosti svo og sagði: „Þér virðist vel kunnugur Kínverjum." „Vera má, að við eigum bóðir eftir að kynnast þeim betur,“ svaraði Kennedy. „Ég ætti að þekkja þá nógu veV4 saigði Krustjov. Kennedy var oft hnittinn oe I góðu skapi. Eitt sinn snerti hann aðra stjörnulaga orðuna á 'boðangi Krustjovs og spurði. hvað þetta væri. Krustjov svar- aði, að þetta væru friðarorður Lenins. „Ég ætla að vona, að þér verðið ekki sviptur þeim,“ sagði Kennedy og hló. Kennedy veitti því sérstaka at- hygli, að Krustjov hafði djúp- stæða þekkingu á landbúnaði. En stundum varð hann að spyrja um tæknileig atriði í sambandi við kjarnorkutilraunir. En alltaf var eins konar ofmetnaðarbragúr á Krustjov, að vísu ekki áber- andi, en þó þannig, að Kenne- dy komst ekki hjá því að veita því eftirtekt. Kennedy fann, að Krustjov hafði gaman af viðræð unum og yndi af rökfærslu. Oft- ast var hann þægiiegur í viðmóti og það var ekki fyrr en undir lokin, og einungis þeigar talið barst að einu alvarlegasta ágrein ingsefni þeirra, Berlínarmálinu, að Krustjov byrsti sig. Þegar rök semdir þraut og kapitalismi og kommúnismi rákust á, varð Krust jov hörkulegur í bragði. En oft- ast þótti honum gaman að krydda viðræður kímni. Krustjov réð ekki gangi við- ræðnanna eins svo oft áður, er hann hafði rætt við Banda- ríkjamenn. Báðir höfðu margt til málanna að leggja. Kennedy kunni vel við sig, var einlægur og afdráttarlaus og ekki síður kunnugur málum þeim, sem á góma bar en Krustjov. Krustjov sagði Kennedy, að Franklin Roosevelt hefði árið 1944 ráðgert að flytja bandarískar hersveitir á brott frá Þýzkalandi í áföng- um á þrem til fjórum árum. Kennedy var vel kunnugur þessu og svaraði þvi til, að þetta áform Roosevelts hefði byggzt á því, að Þýzkaiand væri sameinað. Krustjov þagði við þessu. Af hálfu Kennedys var það aðalatriði viðræðnanna, að hinn siðmenntaði heimur gæti tor- tímzt vegna misskilnings og að það myndi vera aligjör fásinna fyrir þessar tvær voldugu þjóðir, Rússa og Bandarikjamenn, að láta flækja sér inn í háskaleg átök út af örsmáum landskikum eins og Laos og Berlín. Hann minnti á vanmat og misskilning, sem hefði leitt til þriggja hinna síðustu styrjaida, og að sú saga sýnd, hvernig þjóðir hefðu í kæruieysi sínu fetað brautir, sem þær gat aldrei grunað að myndu leiða til snöggra og blóðugra á- taka. Krustjov var sammála þessu. Hann sagði, að kjarnorkustyrjöld myndi eyðilegigja það, sem báð- ar þjóðirnar sæktust eftir, og að slík styrjöld gæti ekki skorið úr því, hvort stjórnarforimið væri betra. En hann hélt fast fram þeirri skoðun, að straumur tim- ans væri með kommúnistum. Það væri óumflýjanlegt, að kommúnisminn breiddist út um allan hnöttinn. Til væru þrenns konar styrjaldir, sagði Krustjov, Bandaríkjunum var ákaflega tak mörkuð. Krustjov minntist á hóp 50 stóriðjuhölda og kaupsýslu- manna, sem Averell Harriman hafði kvatt saman á fund með Krustjov í Bandaríkjaförinni 1959. Það væru þessir menn, auð hrirvgastjórarnir, sem stjórnuðu Kennedy, sagði Krustjov. En þegar Kennedy fullyrti, að eng- inn þessara manna hefði stutt sig við forsetakosningarnar, virt- ist Krustjov vantrúaður og rugl- aður í riminu. „Þeir eru kænir, þessir auðkýfingar," sagði hann og skipti svo um umræðuefni. Eitt sinn vitti Krustjov forset- ann fyrir stuðning hans við ólýð ræðislegar stjórnir. Kennedy svaraði með því að minna sov- ézka forsæisráðherrann á lepp- ríki hans. Hvað væri til dæmis um Pólland, spurði hann. Kenne- dy kvaðst engan veginn vera viss um, að þjóðin kysi kommúnisma, ef hún fengi að láta í ljós vilja sinn. Þá varð Krustjov öskuvond ur og kvaðst furða sig á siíkri ósvífni. „f Póllandi er ágæt stjórn, lýðræðislegri en í Banda- ríkjunum,44 saigði Krustjov. „Kosningalögin þar eru heiðar- legri en í Bandarikjunum, og þið hafið viðurkennt Pólland." Þannig gekk þetta til klukku- stundum saman, og óhugnanleg kennd fór að ná tökum á Kenne- dy. Aldrei hafði það komið fyrir hann áður í viðræðum við menn sem voru honum ósammáia, að hann hefði fundið viðmælendur sina algjörleiga ósveigjanlega, þeg ar miklar þjáningar og ógæfu gæti leitt af ágreiningi þeirra. Undir slíkum kringumstæðmn hafði það ávallt verið viðurkennt að forðast bæri að valda öðrum þarflausum þjáningum og að báðir aðilarnir yrðu að slaka til í einhverju. En hér virtist engu slíku til að dreifa. Þegar Kenne- dy ræddi við Krustjov um, að milljónir manna í báðum löndum kynnu að láta lífið ájgirfáum mín útum vegna rangs rriats annarrar þjóðarinnar á hinni og að þeir ættu þess vegna báðir að slaka eitthvað til, fannst honum Krust- jov ósnortin af þessu með öllu. Krustjov viðurkenndi, að kjarn- orkustyrjöld myndi verða skelfi- leg, en hann gat ekki fallizt á, að tilslakanir, hversu litlar sem þær kynnu að vera, gætu miðað að því að koma í veg fyrir slíka styrjöld. Kennedy hafði nú komizt að raun um það, sem hann hafði vonað, að ekki yrði. Andstæðing- ur hans var enn ósveigjanlegri en hann hafði nokkru sinni gert sér í hugarlund. Vonbrigði Kennedys voru sár yfir að hafa ekki getað komizt að einhvers konar málamiðiun til þess að slaka á spennunni í heimsmálun um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.