Morgunblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 17
Sunnudagur 22. nóv. 196^ MORGUNBLADIÐ 17 22. nóvember HI N N 22. nóvember 1963 féll Kennedjr Bandaríkjaforaeti fyrir morðingjahendi. Aldrei hefur neinn maður verið syrgður af fleirum en hann. Enn — einungis að ári liðnu — er alltof snemmt að meta hvern sess Kennedy muni hljóta í veraldarsögunni. Valdatími hans var stuttur, að- eins tæp þrjú ár. Mest reyndi á hann í Kúbudeilunni haustið 1962. Þá vann hann frægan sigur á ofbeldisöflunum, en með því að tefla á tæpasta vað. Hann hótaði hinni ýtrustu valdbeitingu, sem leitt hefði getað til gereyðingar. Mikið þrek þarf til þess að þora að taka þvílíka ákvörðun. Eftir það vissu menn, að stjórn vold- ugasta ríkis veraldar og helzta varðar heimsfriðarins var í styrk um höndum. Þessi sannfæring haggaðist ekki, þó að Kennedy tækist miður í ýmsum öðrum efnum. Almenningur trúði því hvarvetna, að Kennedy mundi leiða þjóð sína of mannkynið allt til betri og friðsælli fram- tíðar. Með dauða hans hvarf sá, sem fleiri höfðu fest vonir við en uokkurn annan mann. Vetur. og gegndi því með miklum ágætum um aldarfjórðungs skeið. Hann hefúr þess vegna flestum betur sýnt í verki tryggð sína við heimahaigana. Flótti Einmitt af þessum sökum er það harla athyglisvert, sem Páll segir í bók sinni: „Þegar ég fluttist heim í átt- haga mina eftir aldarfjórðung, haí'ði kreppan mikla, sem hófst 1930, staðið í nokkur ár. Enginn, sem ekki man hana af eigin reynd, getur gert sér í hugar- lund, hvílík martröð hún var, bæði við sjó og í sveit, og hversu hún lamaði alla bjartsýni í bili. Ýmsar núverandi meinsemdir í sálarlífi þjóðarinnar eiga rót sína að rekja til hennar. Þá var eins og loðin loppa hefði ritað á víðan sjóndeildarhring Húnavatnsiþings or'ðið flótti. Ekki var komið svo á mannamiót, að aðalumræðu- efnið væri ekki flóttinn úr sveit- unum.---------- Enginn gat gert sér von um að verða kosinn í hreppsnefnd eða á kaupfélagsfund nema hann æðraðist yfir því, að stétt hans væri fólk á flótta. REYKJAVÍKURBRÉF " ^ ^ ^ Laugard- 21. nóv. Gerbreytingar á tæpn ári Fyrir réttu ári, eða dagana nsgstu á undan 22. nóvember 1963, hefðu fæstir trúað því, að eftir tæpa ellefu mánuði mundu vera orðin skipti á æðstu stjórn- endum í öllum þremur voldug- ustu stórveldunum. Að vísu var Alec Ðouglas-Home, sem var þá nýtekinn við völdum í Englandi, talinn valtur í sessi. Raunin varð samt sú, að ekki munaði nema örmjóu, að hann héldi velli. Hin- ir tveir, Krúsjeff og Kennedy, voru taldir svo öruggir í völdum sem fremst mætti verða. Um orsakirnar að afsetningu Krúsjeffs verður vafalaust enn lengi deilt. Trúlega hefur einna mestu valdið auðmýkingin, sem Sovét-Rússland varð fyrir með sigri Kennedys í Kúbudeilunni haustið 1962. Lýðræðissinnar meta það við Krúsjeff, að hann hafði þá vit á að slaka til. En málið horfir öðruvísi við sam- starfsmönnum hans. Þeir ásaka hann í senn fyrir fljótræði í að setja upp eldflaugar á Kúbu og óhæfilegt undanhald í að verða við kröfum Kennedys. A.m.k. er fullyrt, að Kúbumálið hafi verið á syndaregistrinu, sem þulið var yfir vestrænum kommúnistum, er vildu fá skýringar á afsetningu Krúsjeffs. Allt á huldu Enn er þetta þó allt á huldu. Einræðisherrarnir í Kreml segja fáum hug sinn allan. Þrátt fyrir samningamakk þeirra við Kína- komma er óljóst, hvort nokkuð hefur færzt nær þeirra í milli. Fréttatilkynning, sem út var gef- in að viðræðunum loknum, sýn- ist heldur benda til hins gagn- stæða. Undirrót ósamkomulags- ins er hvorki hæverskuskortur og skapbræði Krúsjeffs né ágreining nr um túlkun á úreltum og inn- antómum fræðikenningum Marx- ismans, heldur gamaldags hags- munaárekstur tveggja stórvelda og ósamrýmanleg yfirráðalöngun valdhafa beggja. Ýmsir ætla þess vegna, að litlar líkur séu til, að sambúð Kínakomma og Sovét- herranna batni til langframa og Sovét-Rússland hljóti því að forð ást stórárekstra við Vesturveld- in. — Gegn þessu mælir, að einmitt þeirra í milli virðist nú horfa til nýs ágreinings. Sovét-Rússland er komið í stórskuld við Samein- uðu þjóðirnar. Skuld, sem er þess eðlis, að hún hefur sam- kvæmt áliti Alþjóðadómstólsins í för með sér missi atkvæðisréttar í Sameinuðu þjóðunum. Sovét- Rússland neitar hinsvegar að beygja sig undir þessi ótvíræðu ákvæði og gæti slíkt orðið til þess að stofna framtíð samtak- anna í hættu. Því að svo illt sem það væri, ef Sovét-Rússland hyrfi úr þeim, þá er hitt ekki síður alvarlegt, ef stórveldi á að hald- ast uppi að hafa viðteknar, ótví- ræðar réttarreglur að engu. Ilverjum er sigur- inn aS þakka? Þetta er einungis eitt þeirra vandamála, sem blasa við hinum nýkjörna Bandaríkjaforseta, Johnson. Hann vann meiri kosn- ingasigur en áður eru dæmi til í Bandaríkjunum, a.m.k. á þessari öld. Hinn mikli sigur fær John- son vissulega mjög aukinn styrk, enda hefði hann ekki unnið slík- an sigur, ef hann hefði ekki þótt standa sig með ágætum sem for- seti. Flestum ber saman um, að í innanlandsmálum hafi hann kom ið meiru áleiðis en líklegt sé, að Kennedy hefði tekizt að ná. En þá er þess að gæta, að bæði í viðureign sinni við Kongressinn og í kosningabaráttunni naut hann þeirrar helgi, sem Kennedy hlaut við dauða sinn og ljómans, sem hún varpar á skjólstæðinga hans. Mistök andstæðinganna í vali Goldwaters sem frambjóð- anda og hinar fáránlegu kenning- ar, er hann boðaði, gerðu John- son og hægara um vik. Að kosn- ingum loknum var það hinsvegar flestra dómur, að kosningabarátt an hefði verið einhver hin leið- asta sem háð hefði verið í Banda- ríkjunum og margir hefðu frem- ur kosið á móti Goldwater en með Johnson. Þetta haggar samt ekki því, að í lýðræðislandi er það mikill og óvenjulegur sigur að hljóta hér um bil 62% at- kvæða. Nauinir sigrar Á sínum tíma hlaut Kennedy forseti innan við helminig greiddra atkvæða, enda munaði ekki meira á honum eg Nixon en rúmum 100 þúsund atkvæðum, þó að 68 millj. atkvæða væru greidd. Þegar þetta er skoðað verður enn ljósara, hversu sigur Johnsons nú er mikilL Robert Kennedy, bróðir forset- ans, fékk hér um bil 55% greiddra atkvæða við öldunga- ráðskosninguna í New York ríki. Gg í Kaliforníu fékk Salinger, fyrrum blaðafulltrúi Kennedys forseta og hans hægri hönd, að- eins 49% abkvæða, en andstæð- ingur hans, repúblikaninn Murp- by, h.u.b. 51%. Þóttu þó báðir Robert Kennedy og Murphy bera frægan sigur frá borði. í þremur rótföstum lýðræðis- ríkjum hafa valdaflokkarnir hlotið enn minna fylgi. við kosn- ingar, sem fram hafa farið nú í haust. Þeir hafa völdin einungis vegna sundrungar andstæðing- anna. í Danmörku fékk verkamanna- flokkurinn einunigis 41,9% greiddra atkvæða og hefur samt einn myndað ríkisstjórn að kosningum loknum. I Svíþjóð heldur verkamanna- flokksstjórnin áfram, þó að flokkur hennar fengi aðeins 47,3% greiddra atkvæða. í Bretlandi tók verkamanna- flokkurinn við völdum með ein- ungis 44,1% greiddra atkvæða. Fróðlegt er að bera þetta sam- an við sigur núverandi stjórnar- flokka hér á s.l. ári, þegar þeir fengu nær 56% greiddra at- kvæða. Samt sögðu andstæðing- arnir, þar á meðal „lýðræðis- sinnarnir“ í Framsókn, að þeir hefðu aðeins marið meirihlutann. Alþýðusambands- þinS Lýðr__^isást Framsóknarmanna lýsir sér með einkennilegum hætti. Þeir telja það rangindi að flökkar, sem hlutu nær 56% atkvæða fari með völd í lýð- ræðislandi. Þeir hafa állt á hornum sér út af því að fjölgað skuli í nefndum á Alþingi í sam- ræmi við fjölgun þingmanna, svo að hinir minni þingflokkar eigi það ekki undir náð hinna stærri, hvort þeir eigi fulltrúa í nefndum. Út af þessu hafa þeir uppi allskyns róig, þó að það augljóslega greiði fyrir þing- störfum, að allir flokkar svip- aðrar stærðar og nú eru á Al- þingi eigi fulltrúa í nefndum, og raunin hafi orðið sú á síð- asta þingi, að allir hafi óskað þess, að sá flokkur, sem engan fulltrúa hafði í nefndúm, tæki þar sæti, þegar hin mikilverð- ustu mál komu til umræðu. Samtímis því sem Framsókn- armenn fjargviðrast út af þessu, hafa þeir hinsvegar samstarf við kommúnista um kosning fulltrúa á Alþýðusambandsþing og um þingstörfin sjálf. Alþýðu- sambandskosningar fóru að visu fram með friðsamlegri hætti en oft áður. Sjálft var þingið einn- ig með meiri friðsemdarblæ, a.m.k. á yfirborði. Undir niðri var vináttan þó ekki jafn mikil innan meirihlutans. Hannibal Valdimarsson virtist í upphafi vilja koma á víðtæku samstarfi utan við stjórnmáladeilur og talaði um hlutfallskosningar til Alþýðusamband.sstjórnar. Alls- herjar samstarf var eitur í bein- um Framsóknarmanna, og Þjóð- viljinn gat ekki á sér setið heldur skrifaði forystugrein til að mótmæla því, að hlutfallskosn- ingar yrðu upp teknar. Á meðan meirihlutinn heldur saman, þrátt fyrir allar ýfingar undir niðri, hlýtur hann að ráða. En mikið er undir því komið, að með vald alþýðusamtakanna sé farið af hófsemi og stillingu. Hvort svo verður nú skal engum igetum að leitt, en allir vita, að völd núverandi meirihluta standa ærið völtum fótum, svo holgrafin sem sú samsteypa er. Læknir sem leitaði heimaliaga Sá, er þetta ritar, hefur ára- tugum saman sótt samkomur víðsvegar um landið. Sennilega hefur það verið fyrir einum 25-30 árum, að hann fyrst kom á fund á Blönduósi, þar sem þeir töluðu aliir þrír, Jón Pálmason, þá alþingismaður, Guðbrandur ísberg, þá sýslumaður og Páll Kolka, þá héraðslæknir, Þvílíkt mannval í ekki fjölmennara héraði er því miður fágætt, enda nutu þeir lengi verðugs trausts samsveitunga sinna. Þetta er nú rifjað upp vegna þess, að Páll Kolka hefur nýlega sent frá sér ritgerðasafn, sem hann nefnir: „Úr myndabók læknis“, sem að vissu leyti má segja að sé ævisaga eða drög að ævisögu hans. Páll Kolka hefur tvímælalaust verið ekki aðeins með svipmestu heldur og mikil- hæfustu læknum sinnar samtíðar, og honum hefðu hvarvetna verið margir vagir færir til læknis- frama. Á miðj um aldri sótti hann hinsvegar um héraðslæknis- embættí á ættarsíóðum sinum Nú var það ekki lengur vísasti vegurinn til trúnaðarstarfa né mannaforrá'ða að vera góður bú- þegn, duglegur við jarðabætur, nákvæmur skepnuhirðir eða snyrtimenni í búskap, heldur að vera það, sem kallað var góður samivinnumaður.------ Með samvinnu var eingöngu átt við verzlun og hvers kyns önnur störf, sem frekar eiiga skylt við mölina en moldina. Það er auðvitað ein af höfuðnauðsynj- um bænda að hafa samvinnu um það að koma afurðum sínum í sem bezt verð og ætti það að vera hægt án þess að gera sig áð þeim umskiptingi að telja höfuðvígi sveitalífsins vera fyr- ir innan eitt hvert búðarborð. Ég hef aldrei getað skilið, að það sé þarfara bændum að nota sinn mikla samtakamátt til að fjár- festa hundruð milljóna króna af arði erfiðis síns í Reykjavík eða öðrum stórstöðum heldur en að ávaxta hann í framkvæmdum í sveitunum eða nota hann til eflingar þeim sjóðum, 9em eiga að gera börnum þeirra kleift að halda tryggð við gróðurmold átt haga sinna.“ Ekki tapað landinu Páil heldur áfram: „Á þeim 26 árum, sem ég var héraðslæknir á Blönduósi, nánar tiltekið árin 1934—1960, fóru hvorki meira né minna en 40 býli í eyði í Austur-Húnavatnssýslu og skýrir það talið um flótann úr sveit- inni. En ég hef lagt talsverða stund á bólfestusögu héraðsins og hún sýnir, að mörg þessara býla vom nýbýli frá góðvirðisskeið- inu fyrir og um miðja síðustu öld, önnur höfðu alltaf Iagzt í eyði öðru hvom þegar harnaði í áu-i síðustu þrjár aldirnar, en tiltölulega fá voru jarðir, sem alltaf höfðu reynzt lífvænlegar fólki og fénaði, og þá við allt áðra búskapahhætti en nú esru farnir að tíðkast. Fólkið, sem fluttist af þessum áningarstöð- um haiðréttis og hordauða, var svo sem ekki tapað landinu eins og á tímum Ameríkuferðanna. Sumt af því fluttist til Blöndu- óss eða Höfðakaupstaðar og beitti atorku sinni að því að þurrka af þeim stöðum þann ömurlega örbirgðarsvip, sem áð- ur einkenndi þá. Þar vegnaði því yfirleitt vel og fólksfjöldi héraðsins óx m.a.s. hin sfðari ár. Aðrir, sem fluttu úr sveitunum, fóru að vísu út úr héraðinu. Það er þetta svokallaða flóttafólk, úr öllum sveitum landsins, sem hefur verið að byggja upp stað- ina við sjávarsíðuna, stofna þar ný og blómleg atvinnufyrirtæki ög sigla til fanga út á fiskimiðin.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.