Morgunblaðið - 12.01.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. janúar 1965 Kálfsbein sett í menn i . ^ FRAM AÐ þessu hafa margir þeirra sjúlclinga, sem orðið hafa að gangast undir beina- aðgerðir, orðið að leggjast tvisvar á skurðarborðið. í þessum mánuði kemur á markaðinn i Bandaríkjunum ný framleiðsla, en það eru bein, sem tekin hafa verið úr kálfum og verður hægt að taka þau beint úr umbúðun- um og setja þau í mannslíkam ann. TVEIR ÞÆTTIR Til þessa hafa viðgerðir á beinum manna orðið að fara fram í tveimur þáttum. Fyrst þurfti að skera á einum stað til þess að taka þaðan heil- brigt bein og síðan á öðrum stað til þess að setja beinið í stað hins skemmda beins. — Þessi aðferð hefur gefið nokk uð góða raun og mun að með altali hafa heppnast í næstum níu af hverjum tíu tilfellum. En hún hafði sína ókosti. í fyrsta lagi varð kostnaðurinn við aðgerðina mikill, vegna þess að í rauninni var um Hægt er að fá BOPLANT í niu mismunandi gerðum eftir því hvað þarf að gera. tvær aðgerðir að ræða og oft verkjaði sjúklinginn á þeim stað, sem bein hafði verið tek ið. Fyrir varlá meiru en tíu ár um þótti það fullvíst, að ekki þýddi að ræða um að setja bein úr dýri í mann. Rúmlega 40 ára saga skurðlækninga sýndi það svart á hvítu að slíkar aðgerðir hefðu ekki heppnast. Gátu læknar því haldið því fram að mannslík aminn myndi að öllum líkind um hrinda frá sér öllum að- komuefnum — hvort sem um væri að ræða nýra, flutt úr móður í son, eða bein úr kálfi grætt í skemmda mjaðmar- grind miðaldra manns. TILRAUNIR HAFNAR Það var ekki fyrr en árið 1956 að fyrirtækið Squibb í Bandarikjunum, sem löngu er frægt orðið fyrir lyf sín og lækningatæki, fékk sex hæf- um læknum það verkefni að rannsaka möguleika fyrir því að útbúa bein úr dýrum á þann hátt að ef þau y n grædd í mannslíkama myndu þau ekki setja af stað efna- breytingar, sem ú.tiloka að- komuefni frá mannslíkaman- um. >eir vísindamenn, sem fengu þetta verkefni voru doktorarnir James A. Ding- wall, Oskar Wintersteiner, Robert Millonig, Wayne Wes- cott, Aleck Borman og Mr. James Perotta. Þessir menn kusu bein og brjósk úr kálfum fyrir tilraun ir sínar. Bentu ýmsar tilraun- ir til þess að bein og brjósk úr 6—8 vikna gömlum kálf- um væru heppilegust til þess ara hluta. Nú var hafin leit að þeim Vísindamenn vinna að því að hreinsa kálfsbein. Beinin eru valin úr heilbrigðum úrvalskálfum. efnum, sem komu af stað þeim efnabreytingum í mannslíkam anum, er hrintu frá sér eða útilokuðu utanaðkomandi efni. Þegar þau efni fundust varð að íinna leið til þess að ná þeim úr kálfsbeinunum, án þess að veikja beinin eða skemma á nokkurn hátt. ABFERÐIN FUNDIN í júní árið 1959 hafði þessi hópur vísindamanna fundið réttu aðferðina og varð allt að fara fram á hinn hrein- legásta hátt. Þeir, sem unnu við framleiðslu þessara beina urðu meira að segja að nota tvenna hanzka. Þær efnabreyt ingar og hreinsanir, sem bein og brjósk þurfa að gangá í gegn um þar til þeim ej/pakk að í lofttóm ílát, taka um það bil fimm og hálfan mánuð. BOPLANT, en það nafn hefur þessi framleiðsla feng- ið, var fyrst sett í prófun árið 1S60, en fjórum árum seinna hafði fengizt sá vitnisburður, sem nægði til þess að nú er byrjað að dreifa BOPLANT. Samanlagt náðu tilraunir með BOPLANT til rúmlega 5.000 sjúklinga, sem það var grætt í. í 4.000 af þessum 5.000 til- fellum urðu úxslitin jafngóð og jafnvel betri en þegar bein voru tekin úr mönnum. I þeim 1.000 tilfellum, þegar BO- PLANT var notað í lagfæring ar á líkamslýtum (plastic surgery) heppnuðust aðgerð- irnar algjörlega í 88 af hverj um 100 tilfellum án bólgu, roða o. þ. h. Með skýrslur um þúsundir velheppnaðra lækninga hefur Squibb þess vegna ákveðið að senda á markaðinn nýjustu framleiðslu sína, BOPLANT. Hægt verður að fá níu mis- munandi gerðir af BOPLANT til mismunandi aðgerða. Umboðsmenn Squibb hér á landi eru O. Johnson og Kaa- ber. Reglur settar um starfsemi Norræna hússins í Reykjavik Frá íundi menntamálaráðherra Norðurlanda Menntamálaráðherrafundur Norðurlanda var haldinn í Oslo 7. og 8. þ. m. Sóttu allir mennta- málaráðherrar Norðurlandafund inn, ásamt ýmsum embættis- mönnum. Meðal verkefna fundarins var að setja reglur um starfsemi og rekstur Norræna hússins í Reykjavík. Voru reglur þær, sem fyrir fundinum lágu, ræddar ítarlega og samþykktar, eftir að teknar höfðu verið til greina breytingartillögur, sem bornar voru fram af íslands hálfu, og taka þær gildi 15. febrúar nk. Samkvæmt þeim leggur ísland af mörkum ókeypis lóð undir húsið og tekur auk þess þátt í öðrum stofnkostnaði að 1/6 hluta eins og Danir, Finnar og Norð- menn, en Svíar greiða 2/6. Um rekstrarkostnað stofnunarinnar fer eftir þeim ákvæðum, sem í gildi verða á hverjum tíma um greiðslu kostnaðar við rekstur stofnana, sem Norðurlönd standa sameiginlega straum af. Nú eru þessar reglur mismunandi fyrir hinar ýmsu stofnanir, en ef sam- þykkt verður tillaga nefndar, sem starfað hefur að samræming þeirra, þá myndi hluti íslands verða 1,5% af rekstrarkostnað- inum. Stjórn Norræna hússins verður skipuð sjö mönnum og tilnefna aðildarlöndin sinn manninn hvert, en auk síns fulltrúa skipar íslenzka menntamálaráðuneytið einn fulltrúa í nefndina sam- kvæmt tilnefningu Háskóla ís- lands og annan samkvæmt til- nefningu Norræna félagsins. Síð- an munu þrír úr þessari sjö manna stjórn, þar af væntanlega tveir íslendingar, annast dagleg- an rekstur stofnunarinnar, á- samt framkvæmdastjóra, sem stjórnin ræður til fjögurra ára í senn. Þá á að mynda ráðgefandi nefnd eða ráð, skipað allt að 20 mönnum, sem í eiga sæti m.a. fulltrúar frá Norrænu félögun- um á íslandi, Danmörku, Finn- landi, Færeyjum, Noregi og Sví- þjóð. Þetta ráð kemur saman til fundar annaðhvert ár. Norræna húsinu er ætlað að vera miðstöð norrænnar sam- vinnu að því er ísland varðar og stuðla að auknum menningar- tengslum milli landanna. Menningarsjóður Norðurlanda Þá var rætt á fundinum um stofnun menningarsjóðs Norður- landa, en það mál hefur vérið til umræðu á fyrri ráðherrafund- um, bæði í Reykjavík og Hels- jngfors. Arleg fjárframlög á Norðurlöndum til menningar- mála á sviði norrænnar sam- vinnu munu nú nema um 20 milljónum danskra króna Létu menntamálaráðherraarnir í ljós þá skoðun, að æskilegt væri að til umráða sé, auk fjárveitinga í hverju landi um sig, sameigin- leg fjárhæð til þess að geta hrint skjótlega í framkvæmd ýmsum málum, t. d. varðandi samstarf á sviði lista. Töldu ráðherrarnir eðlilegt að Norræna menningar- málanefndin hefði fé til að sinna slíkum verkefnum og ákváðu að fela embættismönnum að gera breytingar á starfsreglum Menn- ingarmálanefndarinnar með til- liti til þessa. Norræn tónlistárverfflaun Ræddar voru og samþykktar reglur um norræn tónskálda- verðlaun. Verðlaunin nema 50 þúsund dönskum krónum og veitast þriðja hvert ár. Væntan- lega verða verðlaunin veitt í fyrsta sinn í febrúarmánuði 1965 hér í Reykjavík í sambandi við fund Norðurlandaráðs. Við verð- launaveitingu koma einungis til greina tónverk núlifandi tón- skáld. Menntamálaráðuneytin á Norðurlöndum skipa hvert um sig til þriggja ára í senn 2 menn í dómnefnd um tónverkin, svo og einn varamann. Af íslands hálfu hafa verið skipaðir í nefnd ina Árni Kristjánsson, tónlistar- stjóri Ríkisútvarpsins, og Páll Kr. Pálsson, organleikari í Hafn- arfirði, en varamaður er dr. Róbert A. Ottósson, söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar. Samræming á skólakerfi A menntamálaráðherrafundin- um var rætt um samxæmingu á skólakerfi Norðurlanda. Hafði menntamálaráðherra N o r e g s , Helgi Sivertsen, hreyft því á fundi Norðurlandaráðs í Stokk- hólmi í fyrra, að stefna bæri að samræmingu skólakerfa Norður- landa. Ættu Norðurlandaþjóðir svo margt sameiginlegt á sviði menningarmála, að samræming skólakerfanna myndi framkvæm anleg enda miðaði þróuninni í átt til samræmingar, einkum á skyldufræðslustiginu. Síðar báru fjórir fulltrúar á fundi Norður- landaráðs, Finni, Norðmaður og tveir Svíar, fram tillögu um sam- ræmt skólakerfi. Á menntamála- ráðrerrafundinum var málið rætt allítarlega og mun það koma fyr- ir fund Norðurlandaráðs í Reykja vík. Sýningar á verkum ungra myndlistarmanna Þá samþykkti ráðherrafundur- inn að efna til sýninga annað- í SÍÐUSTU viku gerði lögreglan í Reykjavík leit í húsi einu að stolnum myndavélum. Höfðu henni borizt fregnir þess efnis, að maður hefði sézt fara þar inn með nokkrar myndavélar. Taldi lögreglan, að hér gæti ver- ið um að ræða hluta af þýfi úr verzluninni Gevafoto við Lækj- artorg, en þar var brotizt inn fyr ir skömmu og meðal annars stol ið mörgum myndavélum. Enginn í húsinu kannaðist við að hafa orðið var við grunsam- legar ferðir manna með mynda- hvert ár á verkum ungra mynd- listarmanna á Norðurlöndum. Skulu sýningar þessar verða til skiptis í löndunum, hin fyrsta í Kaupmannahöfn árið 1966. Gert er ráð fyrir að sýnendur verði allt að 5 frá hverju landi, hver með allt að 5 verk. Sérstök nefnd í hverju landi Um sig velji verk til sýningar, en sameiginleg dóm- nefnd fjalli um verðlaunaveit- ingar. Verður nánar kveðið á um einstök atriði síðar. Fleiri mál voru til meðferðar svo sem málefni, sem Norræna menningarmálanefndin h a f ð i haft til athugunar, þ.á m. há- skólakennsla og rannsóknir á Norðurlöndum í Afríku- og Asíu- fræðum, norrænt samstarf á sviði haffræði, skiptiferðir nem- enda milli norrænna skóla og aukinn stuðningur við Norræna listbandalagið. (Frá Menntamálaráðuneytinu). vélar í húsinu, og gerði lögregl- an húsleit þar með fullu sam- þykki húsráðanda. Fundu lögreglumenn engar myndavélar’T húsinu, en í hús- næði, sem leigubílstjóri einn hef- ur til umráða íannst nokkuð magn af áfengi. Var þar m. a. um að ræða fimm flöskur af Genever og þrjá pela af viskýi, sem ekki báru merki Tóbaks- og áfengisverzlunar ríkisins. Gaf leigubílstjórinn þá skýringu, að hér væri um að ræða vanskila- farangur, sem farþegi hefði skil- ið eftir í bifreið sinni. Húsleit að myndavélum smyglað áfengi fannst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.