Morgunblaðið - 10.03.1965, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.03.1965, Blaðsíða 27
Miðvikudagur 10 marz 196S MORGUNBLADIÐ 27 Flugmóilahátiðiii á sunnudag Paul Reichard, leikari, skemmtir NÆSTKOMANDI sunnudag verð- ur hin árlega „flugmálahátíð“ Frul Reichard í kvikmyndinni „Jetpiloter". haldin i Hótel Sögu. Það er flug- málafélagið, sem gengst fyrir hátíð þessari, en hún hefur verið haldin um langt árabil oig í 4. sinn nú með sama sniði. Flug- málafélagið var stofnað árið 1936 og eru í því nokkur hundruð áhugamenn um flug. Núverandi formaður félagsins er Baldvin Jónsson, hrl. Flugmálahátíðin mun hefjast kl. 6 á sunnudag með borðhaldi. Húsið verður opnað kl. 5:30. Baldvin Jónsson mun setja hófið og síðan flytur flugmálaráðherra, Ingólfur Jónsson, ávarp. Mjög hefur verið vandað til skemmtiatriða o.g hinn frægi leik- ari, Paul Reichard, frá Konung- lega leikhúsinu í Kaupmanna- höfn mun koma hingað og flytja 45 mínútna skemmtiþátt. Reic- íhard kemur til Reykjavíkur um kl. 4 á sunnudag og flýgur aftur til Kaupmannahafnar næsta morgun, enda á hann að leika á mánudagskvöld. Einar Kristjáns- Einar Kristjánsson, óperusöngvari. prýddir litmynd af Surtsey. Venja hefur verið að hafa ýmis skemmtiatriði, sem koma igestum flugmálahátíðarinnar á óvart, svo að skemmtinefndin óskaði þess, að blaðamenn teldu ekki upp hin ýmsu atriði. Formaður skemmtinefndar, að þessu sinni, er Guðmundur Snorrason, flug- I stjóri. son óperusöngvari, sem er gamall vinur og samstarfsmaður Reic- hards ag Benedikt Arnason tengdasonur Einars, önnuðust milligöngu fyrir Flugmálafélagið og fengu Reichard til að skreppa hingað. Þá mun Einar Kristjáns- son stjórna fjöldasöng. Einar hef- ur ekki sungið opinberlega, síðan hann flutti heim til íslands aftur fýrir u.þ.b. 3 árum. Á undanförnum árum hafa aðgöngumiðar að flugmálahátíð- inni verið mjög skrautlegir og prentaðir á gamansaman hátt, ætlaðir til minja fyrir þátttak- endur. Einnig hafa safnarar þeg- ar fengið mikinn áhuga á þeim. Það var Örlygur Richter, sem sá um skreytingu aðgöngumiðanna að þessu sinni og eru þeir m.a. — Iþróttir Framhald af bls. 26 Helgi Helgason Á 1,70 m. ' Keppt var í tveim greinum drengja og unglingamótsins, sem frestað var á dögunum, kúlu- varpi og stangarstökki. Urslit urðu : Stangarstökk unglinga • Kári Guðmundsson Á 3,60 m. Ólafur Guðmundss. KR 3.00 m. Erl. Valdimarsson ÍR 3.00 m. Ársæll Guðjónsson UBK 2,80. Stangarstökk drengja Erl. Valdimarsson ÍR 3,00 m. Kúluvarp unglingu Erl. Valdimarsson ÍR 13.67 m. Arnar Guðmundsson KR 12,66 Kúluvarp drengja Erl. Valdimarsson ÍR 15,68 m. Arnar Guðmundsson KR 14,69 — S-Vietnam Framhald af bls. 1 1) Arásaraðgerðir verði ekki látnar við gangast. 2) Ekki verði gengið að neinni lausn, er fram komi á al- þjóðaráðsteifnu, nema stjórn Suður-Vietnam samþykki hana. 3) Garðar verði öruggar ráð- stafanir til þess að tryggja frelsi og öryggi landsins. Þá skýrði leiðtogi löggjafar- ráós Suður-Vietnam, Pham Zuan Chieu, hershöfðingi, svo frá í dag, að ráðið styddi einróma til- mæli stjórnar Suður-Vietnam uim, að bandarsíkir landgöngu- liðar kaernu til landsins, og að- stoðuðu í baráttunni gegn skæru liðum kammúnista. Sagði Chieu enga ástæðu til þess að velta vöngum yfir því, hvórt ráðstöf- un þessi væri lögleg eða ekki, og benti á, að skæruliðar brytu stöðugt þau ákvæði Genfarsátt- málans að ekki megi senda er- lenda hermenn til Vietnam. — Stj órnarhermenn rannsökuðu í dag verksummerki við Kannack- herbúðirnar, þar sem skærulið- ar guldu mikið afhroð í bardög- um í gær, er stjórnahermönnum tókst að brjóta árás þeirra á bak aftur. Talið er, að ajn.k. 150 skæruliðar hafi fallið og mun ósigurinn einhver hinn mesti, sem þeir ha-fa beðið í Suður- Vietnam. Af stjórnarhermörvnum féllu 33 og 3 bandariskir ráð- gjafar. Meðal þess, sem gat að líta á vígvellinum, var lík ungs liðs- foringja frá Norður-Vietnam. Á honum fundust myndir af fjöl- skyldu hans og dagbók hans. Þar sagði meðal annars, að hann og herdeild hans hefði farið frá Norður-Vietnam 22. nóv. sl. og komið til bæjarins Banmethoot, sem er 255 km fyrir norðaustan Saigon, eftir 64 daga göngu. — „Þetta er erfitt líf. Við líðum matarskort og höfum sífellt yfir höfði okkar sprengjuflugvélar", hafði hann skrifað í dagbók sina. Afstaða brezku stjómarinnar Svo sem frá var skýrt í fregn- um í gær, hefur Harold Wilson forsætisráhðerra Bretlands, sætt gagnrýni af hálfu þingmanna Verkamannaflokksins í neðri málstofunni fyrir stuðning brezku stjórnarinnár við stefnu Bandaríkjanna í Vietnaim. Wil- son sagði í dag, að frá því á síðasta ári, er haiin sjáLfur gagn Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands og Willy Brandt borgarstjóri í V-Berlin við Berlinar- múrinn. Viðræður Erhards og Wiisons árangursríkar — Bretadrottning boðin opinbera heimsókn tii V-Þýzkaiands London, 9. marz. — (NTB-AP) — HAROLD WILSON, forsæt- isráðherra Bretlands, kom heim úr Þýzkalandsför sinni í dag. Að loknum viðræðum hans og Ludwigs Erhards, kanzlara, í morgun, var gefin út opinber tilkynning, þar sem meðal annars sagði, að þeir hefðu orðið ásáttir um að mælast til samvinnu við stjórnir Bandaríkjanna og Frakklands um að útbúa til- rýndi íhaldsstjóm Sir Alex Douglas Home fyrir stuðning við stefnu Bandaríkjanna þar, hefðu orðið vemlegar og mikil- vægar breytingar á stefnu stjórn arinnar í Norður-Vietnam. Hún neitaði því nú ekki lengur, að hún stæði að baki, eða a.m.k. styddi baráttu skæruliða í Suð- ur-Vietnam, — en það hefði hún afdráttarlaust gert fyrir ári. — Þá hefði heldur ekki legið fyrir þær sannanir, sem nú eru fyrir bendi, um þótt Norður- Vietnam í bardögunum í Suður- Vietnam. — Beygjum Framhald af bls. 1 ísræls muni á þriðjudaginn kem ur gefa þinginu skýrslu um við- ræðurnar við v-þýzkustjórnina. Talsmaður utanríkisráðuneytis ísraels sagði i dag, að sendimaður v-þýzku stjórnarinnar, Kurt Birr enbach, hefði lagt fram formlegt tilboð stjórnar sinnar um að taka upp stjórnmálasamband. Dagblöð í Israel herma, að ísraelsstjórn sé mjög í mun, að Þjóðverjar haldi vopnasölusamninginn og muni það mál hafa veruleg áhrif á afstöðu stjórnarinnar til tilboðs Bonnstjórnanrinnar. NTB-frétta- stofan hefur eftir áreiðanlegum heimildum í Tel Aviv, að Bonn stjórnin kunni e. t. v. að fallast á einhverja málamiðlun þar að lútandi. Hugsanlegt er að því er eitt dagblaðanna segir, að þeir Eshkol og Erhard hittist í Lond on, en þangað er fyrirhugað að Eshkol fari 25. marz. \ lögu um sameiningu Þýzka- lands, er síðan verði lögð fyr ir Sovétstjórnina. í NTB-frétt frá London segir, að viðræður Wilsons við Er- hard, kanzlara, hafi m.a. borið þann árangur, að innan skamms muni brezki lndvarnaráðherrann Dennis Heaiey, fara til Bonn til viðræðna um samvinnu á sviði flugvélaframleiðslu; John Dia- mond, ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu, sem var i för með Wilson, muni aftur fara til Bonn í apríl til frekari viðræðna um Rínarherinn og siðast en ekki sízt hafi Elísabetu drottn- ingu, verið boðið í níu daga op- inbera heimsókn til Vestur- Þýzkalands í mai n.k. Talsmenn beggja stjórnanna lýstu því yfir í dag, að viðræð- ur Erhards og Wilsons hefðu verið mjög gagnlegar og árang- ursrikar. — Morðhótanir Framhald af bls. 1 Lögreglan rannsakar nú mál þetta. Talið er víst, að samþykkt verði á þinginu að framlengja frestinn. Atkvæðagreiðslan um málið verður væntanlega um miðjan dag á morgun — en gert er ráð fyrir fjögurra i klukkustunda umræðum um það á undan. Umræður um frestunina hafa verið hinar áköfustu síð- ustu vikurnar — en þær hóf- ust reyndar snemma í haust, er stjómin ákvað, að frestur- inn skyldi ekki framlengdur. Síðan hafa komið fram mót- mæli frá fjölmörgum aðilum bæði innan V-Þýzkalands og utan, ekki sízt frá ísrael og þeim þjóðum, er mestar hörrn- ungar liðu undir járnhæl naz- ista. Fórsvo, að fimmtíu þing. menn úr flokki kristilegra demókrata lögðu fram á þingi tillögu um að fresturinn yrði framlengdur og stjórnin á- kvað fyrir skömmu að styðja tillöguna. — Búizt er við, að sósíaldemókratar leggi það einnig til á morgun. Meiri- hluti þingmanna frjálsra demó í yfirlýsingunni sagði meðail annars, að þeir Wilson og Er~ hard hefðu orðið sammála ixm að gera það, sem í þeirra valdi stæði til að auka samskipti að- iidarríkja Efnahagsbandalagsins og Fríverzlunarsvæðisins. Enn- fremur, að Bonnstjómin héti þvi að taka auikinn þátt í kostnaði vegna brezka Rínarhersins. Þá sagði, að Erhard hefði þegið boð Wilsons um að koma til Lond- on áður en langt um liði — enda væri æskilegt og mikilsvert, að þeir tækju upp viðræður áð nýju svo fljótt sem unnt væri. I yfirlýsingunni var einnig minnzt á hugmynd Breta um kjarnorkuher Atlantshafsrikj-. anna (ANF) sem hugsaiiiega geti komið í stað h-ugmynda Bandaríkjamanna um hinn sam- eiginlega kjarnorkuher (MLF). Hafi Wilson og Erhard orðið sammála um að ræða 'báð- ar þessar hugmyndir á fwndiitu Atlantsihafsríkjanna innan tíðar. AFP fréttastofan franska seg- ir, að Wilson hafi haft með sér til London ýmsar hugmyndir og áætlanir um samvinnu Breta og Vestur-Þjóðverja, m.a. á sviði iðnaðar, t.d. flugvélaframleiSslu og rafeindatækni. Ennfremur hafi Erhard heitið því að að- stoða brezku stjórnina í tilraun- um hennar til að styrkja ster- lingspundið. Þess í stað hafi Wilson heitið að -hafa frum- kvæði að viðræðum við stjórnir Bandaríkjanna og Frakiklands um Þýakalandsmálin. krata mun hinsvegar andvíg- ur framlengingunni. ★ Ewald Bucher, dómsmála- ráðherra, — sem sjálfur er andvígur framlengingunni — mun hefja umræðurnar á morgun með því að leggja fram skýrslur um þau réttar- höld, sem farið hafa fram i málum stríðsglæpamanna. 1 skýrslu þessari kemur fram viðurkenning stjórnarinnar á því, að ef til vill verði ekki búið að hefja mál gegn öllum stríðsglæpamönnum fyrir 8. maí. Þar er og upplýst, að mál hafi verið höfðað gegn 80.000 Þjóðverjum vegna meintra stríðsglæpa. Þar á meðal er sjálfur Adolf Hitler, — en mál ge"n honum var höfðað ný- lega, ef ske kynni, að hann væri ekki látinn. 1 dag fóru fimmtíu miðaldra Þjóðverjar mótmælagöngu í Bonn og kröfðust framlengin^ ar frestsins. Voru þeir flestir úr samtökum fórnarlamba Nazistastjórnarinnar. Fulltrú- ar slíkra samtaka í Italíu, Frakklandi og Belgíu gengu í dag á fund dómsmálaráð- herra í Bonn til áréttingar fyrri tilmælum sínum um framlenginguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.