Morgunblaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 12. maí 1965 MORGUNBLADIÐ 17 kennaranáms við Háskúia íslands Samtal við prófessor Hrein 1 EINU dagblaðanna var nýlega skýrt frá því í viðtali við mennta málaráðherra, að fyrirhugaðar vaeru miklar breytingar á BA- :námi við Háskóla íslands, sem stefndu að því marki, að háskól- ínn taki að sér menntun fram- haldsskólakennara í ríkara mæli en áður. Frá því var og skýrt, að þessar breytingar snertu einnig að verulegu leyti nám í íslenzk- um fræðum, en segja má, að það nám hafi verið hyrningarsteinn í starfsemi háskóians allt frá upp- hafi, enda voru íslenzk fræði sá höfuðþáttur, er tekinn var upp við stofnun háskólans árið 1911 til viðbótar embættismannaskól- unum þremur, er fyrir voru. Síð- an hefur námsskipan í íslenzk-! um fræðum hins vegar haldizt lítt breytt í megindráttum. Af þessum ástæðum gekk tíðinda- maður blaðsins á fund forseta Heimspekideildar háskólans, próf. Hreins Behediktssonar, til að leita nánafi upplýsinga um málið. f>að standa fyrir dyrum miklar breytingar á námsskipan í heim- gpekideild? Já, það má segja, að verulegar breytingar séu fyrirhugaðar. Aðalsícipulagsbreytingin má *egja, að sé sú, að sama skipan verður nú á öllu námi í deild- inni. Hingað til hefur námsskip- anin verið með tvennu móti. Annars vegar íslenzk fræði, sem kennd hafa verið til kandídats- og meistaraprófs. Hins vegar nám í öðrum greinum, sem leitt hefur til BA-prófs. Þessi tví- þætta námsskipan hefur m.a. leitt til þess, að deildin hefur í reynd aðgreinzt í tvo hluta, sem allt of lítið samband hefur verið á milli. Þetta kemur t.d. fram í því, að greinir þær, sem kenndar hafa verið til BA-prófa hafa manna á meðal einatt verið nefndar einu nafni, „BA-grein- lr“, eða jafnvel „BA-deild“ til að- greiningar frá „norrænudeild“. .Hætta er og á, að þetta leiði til þess misskilnings, að þessum greinum sé öllum eitthvað sam- eiginlegt, sem afmarki þær sem gérstakan fiokk akademískra greina, sk;ýrt aðgreindan frá ís- lenzku og öðrum greinum. Á hinn bóginn hefur þetta svo leitt til einangrunar islenzkra fræða, «em að vísu var óhjákvæmileg í upphafi, meðan aðrar fílólógísk- • r greinir voru ekki kenndar við skólann, en hefur ekki verið rof- ih sem skyldi eftir því, sem náms- greinum hefur fjölgað. En það er vitaskuld höfuðatriði í háskóla- námi, að nægileg fjölbreytni fá- ist og traust almenn undirstaða, m.a. með þvi að leggja stund á •.m.k. tvær ólíkar námsgreinir. Á þetta ekki sízt við um þá, sem ieggja 3tund á móðurmálið, enda er móðurmáisnám að sjálfsögðu xiáskylt öðru tungumálanámi og í öllum háskólum i nánum tengsl- um við það skipulagslega. Framvegis er því gert ráð fyr- lr, að sama námsskipan rerði í ftllum greinum i deildinni, ís- lenzku sem öðrum. Allir, er hefja nám i deildinni, stefna fyrst að BA-prófi. Velja þeir sér tv'ær eða þrjár greinir og lesa því ætíð tvær greinir samhliða. Náms- greinirnar eru sem stendur þess- •r: fstenzka (málfræði og bök- inenntir), danska, norska, sænska, enska, þýzka, franska, sagnfræði (almenn saga og íslandssaga), landafræði og bókasafnsfræði. Gert er ráð fyrir fleiri greinum, •mml ætiazt er til, að teknar verði upp eftir því, sem aðstæður Ieyfa: finnska, spænska, latína, gríska, almenn bókmenntasaga, almenn málvísindi og heimspeki. En nám í raungreinum, stærð- fræði, eðlisfræði, efnafræði o. s. frv., sem hingað til hefur verið á vegum heimspekideildar, verður hér eftir á vegum verkfræðideild- ar, sem mun útskrifa væntan- lega kennara í þessum greinum. Þess skal þó getið, að eftir ’sem áður verður unnt að v'elja saman til BA-prófs hug- og raungreinir, Dr. Hreinn Benediktsson. eftir ákveðnum reglum þar að lútandL BA-prófið verður áfram sem hingað til sjálfstætt lokapróf frá háskólanum, en jafnframt skal það veita réttindi til framhalds- náms, annaðhvort þegar í stað eða síðar, sem leiði til kandídats- eða meistaraprófs. Fyrst um sinn er gert ráð fyrir kandídatspróf- um (1) í íslenzku (málfr. pg bókm.), fyrir þá, er lokið hafa BA-prófi í íslenzku og annarri grein, (2) í sögu, fyrir þá, er hafa BA-próf í sagnfræði og annarri grein, og (3) í ísl. fræðum (málfr., bókm. og sögu), fyrir þá, er hafa BA-próf í íslenzku og sögu. Jafnframt er svo stefnt að því að taka upp, þegar aðstæður leyfa, kandídatspróf í öðrum höfuðgreinum, t.d. ensku. Meist- arapróf verða fyrst um sinn tvenns konar, (a) I íslenzkum fræðum, fyrir þá, er hafa BA- próf í íslenzku og sagnfræði, og (b) í norrænum málum og bók- menntum, fyrir þá, er lokið hafa BA-prófi i íslenzku og öðrum norrænum málum. Þetta síðara meistarapróf hefur ekki verið til hér áður. Þeir, sem hafa í huga að gér- ast kennarar áð námi loknp, bæði BA-prófsmenn og kandídat- ar og meistarar, þurfa svo að ljúka prófum í uppeldis- og kennslufræðum, senni gert er ráð fyrir, að sé að jafnaði tekið á síðustu tveimur árum BA-náms- ins. Verða miklar bréytingar á BA- prófunum sjálfum frá því, sem nú er? • Nú er BA-prófið fólgið í fimm stigum, þremur stigum í einni grein og tveimur í annarri. Með hinni nýju skipan verður það aúkið í sex stig, þ.e. um ca. 20%. Miðað við núverandi skipan er ætlazt til, að sjötta stigið bætist annaðhvort við þá grein, sem tvö stig hafa verið tekin í (þ.e. 3 + 3 stig), eða stúdent taki eitt stig x þriðju Benediktsson námsgrein, þ.e. hafi 3 + 2 + 1 stig. Það skal þó tekið fram, að eins stigs greinin getur ekki orð- ið kennslugrein við próf!í upp- eldis- og kennslufræðum. En tii að lesa til kand.-prófs skal BA- prófsmaður hafa þrjú stig í tveimur greinum. Til viðbótar koma svo tvö for- próf, sem ekki hafa verið áður, nefnilega í almennum málvísind- um og hljóðfræði fyrir alla þá, ér leggja stund á tungurriál, eitt eða fleiri, og í latínu fyrir þá, sem ekki eru stúdentar úr málá- deildum menntaskólanna. Hvaða áhrif hafa þessar breyt- ingar á lengd námsins miðað við það, sem nú er? Þessar breytingar hafa augljós- lega í för með sér talsverða leng- ingu námstímans til BA-prófs. Miðað við, að prófstigunum sex sé að jafnaði lokið á þremur ár- um, tveimur stigum á ári. Eru þá forprófin (þ. á m. forspjalls- vísindi) talin með, sem verða jafnhliða aðalnáminu, alm. málv. og hljóðfr. á 1. ári, og latína á 2. ári, ef því er að skipta. Þar til viðbótar kemur svo uppeldis- fræðiprófið fyrir þá, er hyggjast gerast kennarar. Má því gera ráð fyrir, að BA-prófinu ljúki að jafnaði á 4. námsári, miðað við að stúdent einbeiti sér að nám- ihu allan tímann. Þó ætti að verða hægt, með kappsamlegri aátundun, að ljúka Öllu náminu, að uppeldisfræðum meðtöldum, á þremur árum, a.m.k. fyrir þá, sem ekki þurfa að taka forpróf í latínu. Rétt er að geta þess, og raunar leggja áherzlu á það, að í hinni nýju námsskipan verða settar reglur um hámarksnámstíma, á þá leið, að stúdent skuli hafa lokið BA-prófinu (uppeldisfr. þó ekki með talin) innan 4% árs frá því, að hann innritast. Stúdent mun því aðeins hafa 1 til XVt ár upp á að hlaupa í náminu um- fram það, sem telja má lágmarks- tíma. Markmiðið er vitaskuld, að námstíminn nýtist sem bezt, og verða því stúdentar að helga sig náminu í miklu ríkara mæli en verið hefur. En þetta hlýtur að leiða til stóraukinnar þarfar á námslánum og -styrkjum til handa þeim, er þetta nám stunda. Heildarnámstíminn til kand.- prófs mun hins vegar ekki breyt- ast að marki. Er gert ráð fyrir 2%—3 ára námstíma eftir BA- próf. Mörgum þeim, sem hefja há- skólanám, mun þykja snögg um- skipti í kennslu- og námsháttum frá menntaskólum, ekki sízt þeim, sem kmritast í íslenzk fræði. Munu ekki hinar fyrirhug- uðu breytingar hafa áhrif á kennsluhætti í islenzkum fræð-1 um? . Jú, það er efiaust rétt, að mörgum þykir snögg umskipti í náms- og kennsluháttum, er í há- skólann kemur, ekki sízt í ís- lenzkum fræðum. Stafar það vitaskuld að nokkru leyti af því, að háskólakennsla hlýtur ætíð að verða með allmjög öðru sniði en ke.nnsla i menntaskólum. En einkum stafar þetta þó vafalítið af því, að vegna fámenns kenn- aráliðs hefur að mestú órðið að kenna öllum árgöngum nemenda saman í íslenzkum fræðum, og hafa því nýir nemendur á hverju ári’ arðið að koma inn í kennsl- una, þar sem kennarar eru á vegi staddir í yfirferð námsefnis á hverjum tíma. Á þessu er stefnt að gagngerum breytingum. Verð- ur komið á árgangaskiptum í kennslunni fyrstu þrjú árin (til BA-prófs), þannig að er hin nýja skipan verður komin á að fullu, verður kennt í þremur árgöng- um á hverju ári (1., 2 og 3. stig, og lýkur hverji stigi með prófi) svipað og nú er í öðrum greinum tii BA-prófs. Kennslustunda- fjöldinn verður og aukinn. Kennt verður 6—9 stundir á viku á hverju stigi. Hver nemandi, sem les tvær greinir samhliða, mun því sækja 12—18 stundir á viku auk kennslustunda undir forpróf. Þá verður og stéfnt að því, eftir því sem framast étu tök á, að leggja prentuð eða fjöl- rituð rit til grundvallar kennsl- unni í mikla ríkara mæli en ver- ið hefur. Allt þetta stefnir í þá átt að brúa bilið fyrstu árin milli menntaskóla ög háskólans í kennsluháttum. Hitl nýja námsskipan mun og hafa í för með sér verulega breytingu á námsháttum til kand.-prófs, þ. e. næstu þrjú árin eftir BA-prófið. Er markmiðið að gera nemendum kleift að helga sig sérgrein slnni, þ.e. málfræði eða bókmenntum, þegar um er að ræða kand.-próf í íslenzku, og Islandssögu eða almennri sögu við kand.-próf í sögu, í miklu ríkara mæli en verið hefur. Nú eru prófgreinirnar hliðstæðar að öðru leyti en því, að ritgerðar- efni til lokaprófs greinir á milli. Ep til viðbótar er stefnt að því, að önnur greinin verði í reynd aðalgrein, þar sem mönnum gef- ist tækifæri til að sökkva sér niður í áhugamál sín, en hin greinin verði aukagrein, þar sem aftur á móti sé dregið verulega úr kröfum miðað við það, sem nú er. Kemur þessi munur m.a. fram í próffyrirkomulagi, en í aukagrein er aðeins gert ráð fyr- ir munnlegu prófi. Getur háskólinn komið þess- um breytingum á með núverandi starfsliði? Nei, það er alveg óhugsandi. Breytingar, sem að ýmsu leyti miða í svipaða átt, hafa verið gerðar við háskóla í nágranna- löndunum og hafa alls staðar krafizt stóraukinna starfskrafta og mikils fjár. En það er sam- dóma álit þeirra, sem til þekkja, að sá kostnaður ha-fi verið létt- vægur miðað við ávinninginn. Heimspekideild gerði ítarlegar á- ætlanir um þá kennarafjölgun, sem nauðsynleg væri til að fara af stað með hina nýju námsskip- an, og hefur ríkisstjórnin fallizt á tillögur deildarinnar í öllum atriðum. Annars vegar er stofnun þriggja nýrra prófessorsembætta, í ensku, almennri sagnfræðij og 'Norðurlandamálum, og er gert ráð fyrir að lögfesta þessi emb- ætti á næsta þingi. Hins vegar er svo ráðning þriggja annarra kennara, sem þurfa að vera komnir til starfs áður en hin nýja námss.kipan kemúr til fram- kvæmda. Eru það tveir kennarar (lektorar) í íslenzkum fræðufn, sem munu hafa fullt starf við há- skólann, og aukakennari í alm. málv. og hljóðfr. til forprófs. Um prófessorsembættin þrjú er hins vegar gert ráð fyrir þeim möguleika, að ekki fáist hæfir menn í þau öil þegar í stað. Hef- ur deildin því íagt til að taka upp það nýmæli; að er þannig stendur á, . sé heimilt að verja prófessorsláununum til a.ð styrkja kandídata til framhaldsnáms til að öðlast hæfni til að takast á hendur prófessorsembætti síðar. Þáð er vi.task,uld ekki nóg að stefna að ákveðnu marki í bygg- ingia- og skipulagsmálúm háskól- ans, heldur verðúr og að stúðla að því með skipulegum aðgerð- um, að á hverjum tíma sé völ & haéfum starfsmönnum í hverri grein. Að öðru leyti er kennaraaukn- ing við deildina innifalin í 10 ára áætlun háskólans, en hluti henn- ar, þ.e. sem varðar fjölgun pró- fessora, hefur fyrir nokkru verið lagður fyrir ríkisstjórnina. Hefur ríkisstjórnin nú samþykkt hana og ákveðið að beita sér fyrir nauðsynlegri lagasetningu og fjárveitingum. Eru undirtektir yfirvalda í þessum efnum mikið fagnaðarefni. Segja má, að þessi áætlana- gerð marki tímamót í sögu há- skólans, þar sem verið er með ' þeim að marka stefnu, fyrir langt árabil, í uppbyggingu háskólans sem akademískrar stofnunar. Þessar áætlanagerðir eru þó enn aðeins á byrjunarstigi, og er þörf stórátaka í nánustu fram- tíð. Og þéssar breytingar éiga að kóma til framkvæmda á þessú hausti? Stefnt er að því, áð svo geti orðið, enda þótt tími sé naumur til stefnu. Það, sem fyrst Jg fremst veltur á, er hvort unnt verði að fá hina þrjá nýju kenn- ara, í íslenzku og í alm. málv. og hljóðfr., til starfs fyrir haustið. Má búast við nokkrum erfiðleik- um í því sambandi, ef til vill einkuim að því, er varðar alim. málvísindi og hljóðfr. En fór- prófið í þessum greinum er snar þáttur hinnar nýju námsskipun- ar. Verða þar kennd ýmis almenn undirstöðuatriði, sem varða allt tungumálanám og eru því nauð- synleg undirstaða að námi í ein- stökum málum, jafnt íslenzku sem öðrum, en hafa auk þess mikið gildi fyrir væntanlega kennara í starfi. Á undanförnum áratugúm má segja, að bylting hafi orðið í rannsóknum í al- mennum málvísindum. Framan af voru þessar breytingar alger- lega bundnar sérfræðilegum sjón- armiðum, en smám saman hafa þær einnig beinzt að hagnýtum verkefnum. Má segja, að innan málvísinda hafi komið úpp á síð- ustu árum ný fræðigrein, sem nefna mætti „hagnýtt málvís- indi“ („applied linguistics“), sem hefur þegar fengið mikið gildi í tungumálakennslu og -námi í ýmsum löndum. Hvaða áhrif hafa þessar breyt- ingar á nám þeirra stúdenta, sem þegar eru innritaðir í háskólantt? Hin nýja námsskipan hefur engin áhrif á nám þeirra, þeir eiga allir rétt á að ljúka námi, innan hæfilegs tíma, samkvæmt núgildandi reglugerð. Hin nýja námsskipan nær aðeins til þeirra, er innritast eftir að hún tekur gildi. Hins vegar verður eldti stúdentum, þeim sem telja sén hag að því, vafalaust heimilað að stunda nám eftir hinni nýju reglugerð, en ákvæði um einstök atriði þar að lútandi hafa ékki verið sett enn. Og háskólinn gerir ráð fyrír, • að þessar breytingar leiði til mikillar fjölgunar háskóla- menntaðra kennara á komandi árum? Það er von háskólans, að þess ar breytingar stefni í þá átt. Raunár ' getur háskólinn ekki haft nein bein áhrif á þessi mál.'1 Menn koma í háskólann af frjáts um vilja, stunda þar nám af eig- in hvötum, og geta lokið því eða horfið frá því, ef þeim sýnist. Það, sem,úrslitum ræður í þess- um efnum, er að kjör og aðbún- aður kénnara, bæði meðan þeir eru við nám og einkum eftir að > þeir eru komnir til starfs, séu þannig á hverjum tíma, að kenh- arastarfið sé eftirsóknarvert. Há- skólinn gétur aðeins haft óbein áhrif hér, nefnilega með því að gefa mörlrlum kost á eins hagan- legu námi og hægt er, þ.e. nám(, sem er hvorttveggja í senn, full- gilt alm'énnt háskólanám, reist á vísindalegri kennslu, og undir- búningur undir þau stqrf, sem menn takast á hendur síðar, t.dl ' kénnabastörf. Að þessu marki stefnir háskóiinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.