Morgunblaðið - 05.06.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.06.1965, Blaðsíða 16
1« MO&GU N BLAÐIÐ Laugardagur 5. júní 190S Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. JÚNÍ- SAMKOMULAGIÐ Cíðustu tvo áratugi hefur ^ verðbólgan verið aðal meinsemdin í efnahags- og at- vinnumálum íslendinga og tilraunir til að stöðva hana eða halda henni í skefjum hafa verið megin viðfangsefni allra ríkisstjórna á þessu tíma bili, en misjafn árangur náðst. Meginorsökin fyrir því hversu illa gekk að halda verðbólgunni í skefjum á þessu tímabili var vafalaust sú stefna, sem ríkti í kjara- málum, þegar leitast var við að knýja fram miklar kaup- hækaknir án þess, að tillit væri tekið til greiðslugetu at- vinuveganna. Árangur þessarar stefnu í kjaramálum varð sá, að verð- bólgan óx og kauphækkanir, sem náðst höfðu, ef til vill í hörðum og löngum verkföll- um urðu að engu á skömm- um tíma. Þess hefur gætt í vaxandi mæli á síðustu árum, að fyr- ir því er nú að aukast skiln- ingur meðal forystumanna verkalýðssamtakanna, að hag ur félagsmanna þeirra verður betur tryggður og treystur með öðrum ráðum en þeim, sem beitt hefur verið allt frá stríðslokum. Júnísamkomulagið í fyrra markaði þáttaskil í þessum efnum, þegar samningar tók- ust milli ríkisstjórnar, verka- lýðshreyfingar og atvinnurek enda, sem byggðust á raun- hæfum kjarabótum óg félags- legum umbótum. Það er því rétt að athuga nú, þegar samningar standa yfir um nýja kjarasamninga, hver reynslan hefur orðið af því samkomulagi, sem gert var í fyrra. Um það hljóta allir sann- gjarnir menn að vera sam- mála, að júnísamkomulagið hefur haft veruleg áhrif til þess að halda verðbólgunni í skefjum. Þótt verðhækkanir hafi orðið nokkrar, hefðu þær þó orðið miklu meiri, ef um verulegar beinar kauphækk- anir hefði verið að ræða. Kaupmáttur tímakaups verkamanna hefur orðið mun meiri á því tímabili sem júní- samkomulagið hefur gilt, held ur en á árinu 1963, þegar beinar kauphækkanir urðu geysilegar. Verkamenn fengu laun sín verðtryggð, sem veitir þeim tryggingu fyrir því, að þeir beri ekki skarðán hlut frá borði, við verðlagshækkanir. Samið var um verulegar umbætur í húsnæðismálum. stóraukningu lána og lækkun vaxta. Getur hver og einn lit- ið í eigin barm og spurt sjálf- an sig, hvort hér hafi ekki verið um að ræða verulega kjarabót. Þegar því litið er til þess árangurs, sem orðið hef- ur af því heillavænlega sam- komulagi, sem gert var í fyrra, hljóta menn að gera sér vonir um, að samningar þeir sem nú standa yfir verði nýtt skref í þá átt að halda verð- bólgunni í skefjum og eðli- legu jafnvægi í efnahags- og atvinnulífi landsmanna. KJARABÆTUR FYRIR LÁGLAUNAMENN ¥ ræðu sinni í útvarpsum- ræðunum gerði Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra, hinn langa vinnutíma verkafólks sérstaklega að um- ræðuefni, og sagði m.á.: „Ég hef þegar áður, oftar en einu sinni lýst því, að hér sé um að ræða eitt mikilsverð- asta umbótamál, sem lausnar bíður nú, og ég vil ítreka þá sannfæringu mína að þessu sinni. Ég vil og mun leggja mig fram um að stuðla að því, að þessi umbót geti átt sér stað og komi þeim að gagni, sem hennar eiga að njóta. Ég býð fram af heilum hug sam- vinnu mína og ríkisstjórnar- innar til þess að stuðla að samningum við verkalýðs- hreyfinguna og vinnuveitend- ur, þar sem þetta sé aðal- atriði, jafnframt því sem ég lýsi þeirri eindregnu sann- færingu minni, að þeir, sem nú þegar hafa lífvænleg kjör og meira en það, án þess að þurfa að leggja á sig óhæfi- lega langan vinnutíma, eiga að sjá sæmd sína í, að doka við um kröfugerð, á meðan bætt er úr þeirri missmíð, sem allir hljóta að játa, að á hafi orðið.“ • Með tilliti til þess, að allir virðast nú sammála um, að vinnutími láglaunamanna sé of langur og þeir hafi dregizt aftur úr öðrum þjóðfélags- stéttum í kjörum, hljóta all- ir góðir menn að vænta þess, að verkalýðshreyfingin taki vel því boði Bjarna Bene- diktssonar, sem fram kemur í þessum tilvitnuðu ummælum og allir leggist á eitt að bæta kjör þeirra, sem óumdeilan- lega hafa dregizt aftur úr öðr- um í lífskiörum. Frönsk kvikmynd um Islcand Fjallar um andstæðu bæjar- og sveifalífs FRANSKUR maður að nafni Dominique Birmann de Relles tók árið 1964 þrjár svart hvítar kvikmyndir í Færeyjum, á Græn landi og á I slandi. Nefndi hann myndina „Europe Oubliée“. Þessa mynd hefur hann selt sænska kvikmyndafyrirtækinu Svensk Filmindustrie og- vonar að hún verði keypt af sjónvarps- stöðvum víða um heim og verða Iþá settir skýringartextar á við- eigandi málum eftir franska texta-num. Myndin verður kynnt á kvikmyndahátíðum í sumar. Þessar upplýsingar eru frá Birgi Möller í sendiráði íslands í París, en sendiráðinu var boðið að sjá þessar myndir. Kvikmyndin um Island er gerð 16 mm og sýningartími um 37 mínútur. Efni hennar er and- stæða sveitar og bæjarlífs. Fyrst er sýnt landslag, aðallega sandar, fjöll og hverir. Síðan víkur sög- unni til Reykjavíkur, hve mikið sé byggt þar og stórborgarbragur að byrja. Þriðji kaflinn fjallar um sveitalíf í Skaftafellssýslu. íslenzkt tal var með myndinni, er sendiráðið sá hana og önnuð- ust það Andri ísaksson, sálfræði- stúdent og fleiri. f bréfi frá sendi ráðinu til utanríkisráðuneytisins segir: Sendiráðinu fannst maður þessi koma mjög vel fyrir og hafa öðlast verulegan skilning á vandamálum íslenzks þjóðfélags á þeim stutta tíma, sem hann hafði til umráða. Og um upp- tökuna segir að hún sé tæknilega mjög vel gerð og listræn. Kvik- mynd þessi sé að mörgu leyti mjög athyglisverð og ekki ósenni legt, að íslenzkir aðilar kunni að hafa hug á að eignast hana. Geti þeir snúið sér til ofangreinds sænsks fyrirtækis, því höfundur hefur selt höfundarréttinn, en kveðst reiðubúinn til að leggja til, að eitt eintak verði gefið til íslands. Enn hafa ekki verið sett- ir franskir skýringartextar í myndina, en höfundur vinnur að Iþví nú og verður myndin sýnd með íslenzku tali. Loks má geta þess að franski kvikmyndatökumaðurinn féll í hver við Geysi í fyrrasumar og skaðbrenndist á fæti og auk þess er sendiráðinu kunnugt um að kvikmyndaleiðangurinn til Fær- eyja, íslands og Grænlands kost- aði hann aleiguna. Renndi yfir malarrif á Skagafirði BÆ á Höfðaströnd, 1. júní. Á milli Þórðarihöfða og Málmeyjar er malarrif eitt, sem stendur upp úr sjónum að mestu leyti með fjöru. Á einum stað er þó rifið fært bátum alít að 20 lesta. 1 fyrradag var 20 lesta bát- ur á leið yfir rifið á þessum stað, og að sögn sikipstjórans rétt naglaði kjölurinn við botninn. Á sama tíma var 500 lesta flutningarskip Hermann Siv, leiguskip skipadeildar S.Í.S. á leið út frá Hofsósi. Beygði skipið skyndilega af réttri siglingarleið og fylgdi á eftir bátnum. Renndi það á rifið á fullri ferð og var ferðin svo mikil að skipið lyft ist upp og sentist yfir rifið, sem er tiltölulega mjótt. Hélt skipið síðan áfram ferðinni og vissu bátsverjar ekki hvort skemmdir höfðu orðið á skip- inu. — Bj. ★ Blaðið hafði í gær sam- ( band við skipadeild S.Í.S. og va^r þeim ekki kunnugt um að neinar skemmdir hefðu orðið á skipinu. Þess ber að vænta, að aðrir meðlimir verkalýðshreyfing- arinnar, sem við betri kjör búa, skilji þetta og verði hóf- samir í kröfugerðum sínum, meðan verið er að bæta hag þeirra, sem við verst kjör búa. Það yrði öllum til særhdar, ef það mætti takast. Auðvitað eru til þröngsýnir ofstækismenn, sem vegna þröngra flokkspólitískra hags muna reyna að spilla fyrir því, að samkomulag náist um það sjálfsagða réttlætismál að bæta hag láglaunamanna, en þess ber að vænta, að ábyrg- ir forystumenn í verkalýðs- hreyfingunni, sem fyrst og fremst ber skylda til að hafa hagsmuni félagsmanna sinna fyrir augum, láti slíka menn ekki spilla því samkomulagi, sem allir velviljaðir menn gera sér vonir um, að nú muni nást og öllum verður til sóma sem að því vinna. HNEFALEIKAR OG STJÓRNMÁL jóðviljinn hefur undanfarið elt uppi fólk, sem hann hefur talið að styðja mundi verkfallsbaráttu blaðsins. Hef ur honum orðið lítið ágengt og eftirtekjan rýr. Þó hitti hann á verkamann við höfn- ina, sem krafðist þess að hér logaði allt í verkföllum á stundinni, eins og komist er að orði, óg annan, sem sagðist mundi láta hendur skipta. Þjóðviljinn er harla ánægður með ummæli þessara tveggja manna, enda augsýnilegt, að þeir hafa gengið í skóla hjá ritstjórum blaðsins. — Flest- ir íslendingar, verkamenn sem aðrir, telja aftur á móti, að þessi heiftartónn heyri fortíðinni til. — Þeir menn eru sem betur fer einangruð fyrirbrigði í ís- lenzku þjóðfélagi, sem ættu frekar að slást við Cassius Clay en láta uppi skoðanir sínar á málþingum. Rýrust var þó eftirtekja Þjóðviljans, þegar blaðið sneri sér í gær til nokkurra kvenna, sem drýgja tekjur heimilisins með því að vinna í frystihúsum hér í bæ. Allt eru þetta ágæt- ar konur og virðast lítt gefnar fyrir guðspjöll kommúnista- blaðsins. Ein gefur jafnvel í skyn að hún elski manninn sinn meira en verkfallsstefnu íslenzku Bréznevana. Þótti engum mikið. Þessar vitnanir blaðsins eru heldur lítilvægar í sjálfu sér, en hitt er athyglisverðara, hvernig Þjóðviljinn leyfir sér í gær, að vega að ungum stúlkum, sem vinna í einu af frystihúsum borgarinnar. Fer hann hinum háðulegustu orð- um um starf þeirra. Það er dugnaðarþokki yfir skólaæskunni í dag. Hún hef- ur bæði vilja og getu til að taka til hendi við margvísleg störf í vaxandi þjóðfélagi. Hún gefur fullorðnum ekkert eftir, ef svo ber undir, og á þátt í stórmikilli gjaldeyris- öfluri, eins og bezt verður séð með því að fylgja henni eftir á síldarbátunum eða síldar- plönunum. Hún á annað skil- ið en hnútukast frá ryk- föllnum kommúnistum. Eitt heilladrýgsta uppeldisatriði íslenzkrar æsku hefur ávallt verið það, hversu nákomin hún hefur verið margvísleg- um störfum í landinu. Hún hefur kynnzt lífi og starfi þjóðar sinnar til sjávar og sveita, þannig að brú hefur verið byggð milli þess sem er og var. Þessi nánu tengsl æsk- unnar við atvinnulífið í land- inu og fullorðið fólk, sem tek- ur þátt í framleiðslustörfun- um, er ein höfuðástæða þess að hér hefur aldrei myndazt nein stéttaskipting, góðu heilli. Af þeim sökum er ís- lenzkt þjóðfélag heilbrigðara en flest önnur þjóðfélög, sem við þekkjum til. Sumir eru þeirrar skoðunar að stytta eigi skólanám æskunnar. Vafalaust er hægt að finna einhverjar stoðir undir slíkar skoðanir, m.a. þá að æskan lyki fyrr námi sínu og tæki því fyrr fullan þátt í atvinnu- lífinu. Hitt hlýtur þó að vega þyngra á metunum, að efla tengsl æskunnar við fram- leiðslulífið en að slíta þau. Sumarvinna skólaæskunnar við margvísleg störf er áreið- anlega ekki versti skólinn í landinu. Hún er þvert á móti brúin út í þjóðlífið — án hennar verður ísland fram- tíðarinnar með öðrum hætti én flestir óska. Um óskir Þjóð viljans í þeim efnum þarf ekki að spyrja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.