Morgunblaðið - 05.06.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.06.1965, Blaðsíða 21
Laugardagur 5. júní 1965 MORCU N BLAÐIÐ 21 Frú Sigrún Jónsdóttir (lengst I enda sinna, sem hjálpuðu til við I dóttur (lengst til hægri). Rya- til vinstri), ásamt aðstoðar uppsetningu sýningarinnar þeim teppin að baki þeim hafa þær kennara sínum Kaju Lehtimaki öglu Mörtu Marteinsdóttur (2. Helga og Agla gert í vetur. (3. frá vinstri) og tveim nem- | frá vinstri) og Helgu Gunnars-1 Handavinnusýning í gagnfrsk í Vonarstræti Sýnishorn af handavinnu nemenda á námskeiðum frú Sigrúnar Jónsdótfur Söngfólk í G Æ R var opnuð handa- vinnusýning í Gagnfræðaskól anutn við Vonarstr. Eru þar sýnd sýnishorn af vinnu nem- enda á handavinnunámskeið- uin frú Sigrúnar Jónsdóttur sl. vetur. Eru það meðal ann- ars rýateppi, tauþrykk og út- saumur alls konar. Aðgangs- eyrir sýningarinnar rennur allur til Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra. Frú Sigrún Jónsdóttir bauð blaðamönnum að sjá sýninguna í gær. Kvaðst hún hafa haft í vetur um eitt hundrað nem- endur á tveimur námskeiðum, auk þess sem nú stæði yfir vor- námskeið. — Ég gat ekki stillt mig um að hafa vornámskeið, því að ég er nýkomin heim úr tveggja mánaða ferðalagi, þar sem ég kynntist ýmsum nýjungum, sem freistandi var að reyna sem fyrst. Meðal þeirra mætti nefna nýja liti, svissneska, til þess að mála eða þrykkja á silkiefni. Er það mun auðveldara við að eiga en t. d. batikin, sem ég hef því miður ekki getað kennt á nám- skeiðunum, því að bæði krefst hún mikils húsrýmis og tíma, og er því mjög dýr aðferð. Batik kjólar eru til dæmis afar dýrir í framleiðslu en með þessum nýju litum og efnum geta nem- endúrnir útbúið sér afar skemmtilegar flíkur án mikils kostnaðar. Á námskeiðum frú Sigrúnar kennir hún. alls konar listsaum, rýahnýtingu, þrykk og mynztur teikningu að nokkru leyti. Teikna nemendurnir sjálfir oft mynztur að verkefnum sínum. eða frú Sigrún leggur hugmynd- ir þeirra til grundvallar mynztr um, sem hún teiknar fyrir þá. Auk þess liggja jafnan frammi mynztur, sem nemendur geta valið úr eftir eigin höfði. Ryateppin eru öll hnýtt í hand- ofna botna, mjög sterklega og fallega. Kvaðst frú Sigrún hafa kynnt sér margar tegundir rya- bob<a í ferð sinni og geta full- yrt, að þeir. hefðu hvergi nærri verið eins heppilegir og þeir, er hún notaði. „Ég er mjög stolt yfir þessu, sagði hún, því að þeir éru unnir úr alíslenzku efni og mér finnst við íslendingar eigum að halda í það, sem við getum sjálf unnið — ekki sízt, þegar það reynist betra en það sem völ er á erlendis. Hefur mér reynzt bæði íslenzka garnið, sem er afar gott og fallegt og hand- ofnu botnarnir allmiklu ódýr- ara en það, sem við eigum kost á að flytja inn erlendis frá“. Sem fyrr segir er frú Sigrún nýkomin heim úr tveggja mán- aða ferðalagi. Fór hún fyrst og fremst í þeim tilgajjgi að kynna sér ýmislegt varðandi hannyrða kennslu í skólum. — Ferðin var á allan hátt mjög skemmtileg og gagnleg, sagði hún aðspurð. Ég byrjaði á því frumstæðasta, fór, alla leið til Sahara, þar sem heitir Rio de Oro eða Gullströnd in og ætlaði síðan að reyna að fylgja að einhverju leyti þróun inni. Þarna í Sahara sá ég fyrst og fremst ýmislegt, sem hirð- ingjar hafa gert og fannst held- ur lítið til koma, — vart sýna annað en hvernig ekki á að gera hlutina. Síðan hélt ég til Tene- rife á Kanaríeyjum og var þar tvær vikur. Fékk ég að ganga þar í handavinnuskóla í Orotava. Er hann til húsa í gömlu klaustri, byggingin er frá 16 öld og er allt umhverfi þar eink- ar skemmtilegt. Þar sá ég dá- samlega vinnu og falleg og vel þjálfuð handbrögð. Frá Tenerifa var ferðinni heitið til Kaupmannahafnar. Þar fékk ég að fylgjast með kennslu hjá ýmsum skólum, m. a. Haand- arbejdets Fremmes Skole og Kunsthandsværksskolen. Þaðan fór ég til Gautaborgar, og hafði mikla ánægju af því að koma þangað, því að þar stundaði ég mitt nám. Var mér þar sérstak lega vel tekið og fór svo, að tólf batik kjólar, sem ég hafði tekið með mér og ætlaði að reyna að koma á markað í París, seldust allir á svipstundu. Skól- arnir í Gautaborg voru í- fullum gangi og fékk ég þar að fylgj- ast með eftir því, sem ég óskaði. Þvínæst lá leiðin til Holland3, en þar á ég vinkonu, sem rekur einkahandavinnuskóla, og fylgd- ist ég með kennslunni þar dá- lítinn tíma, en fór að svo búnu til Parísar, sem var hinn endan- legi ákvörðunarstaður kynning- arferðarinnar. Þar fékk ég að fylgjast með í tveimur skólum, Lycée des Arts Appliquées og Lycée de Elisa Lemomnier, en í hinum síðarnefnda eru meðal annars þjálfaðar saumakonur, sem vinna fyrir Dior og fleiri tízkuhús. — Fóruð þér síðan heim frá París? — Nei, eftir tveggja vikna dvöl þar fór ég til Suður-Frakk- lands og Norður-Spánar, en það var nú fyrst og fremst skemmti- ferð, þó maður hefði að sjálf- sögðu augun hjá sér. — Og þessi sýning er haldin til styrktar lömuðum og fötluð- ufn — Já, við höfum ákveðið að selja að henni aðgang óg láta hann renna til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Er það von okkar, að hún geti orðið þeim til einhvers fjárhagsstuðnings, en ekki síður vildum við, að hún gæti orðið fólki, sem ekki gengur heilt til skógar, uppörv- un til þess að taka sér fyrir hendur verkefni á borð við þau, sem hér eru sýnd. Það getur skapað fólki svo margar ánægju stundir að vinna að verkefnum, þar sem hægt er að beita sjálf- stæðri hugsun og sínum eigin smekk og hugmyndum við mynzturgerð og litasamsetning- ar. Þess má að lokum geta, af sýningin verður opin daglega kl 2—22 a.m.k. næstu viku. Pólýfónkórinn getur bætt við nokkrum söngrödd- um fyrir næsta starfsár. Ungt, áhugasamt fólk með óspilltar raddir og nokkra músíkkunnáttu gengur fyrir. Nánari upplýsingar hjá formanni kórsins, Rúnari Einarssyni í síma 13119 eða söngstjóranum, Ingólfi Guðbrandssyni, í síma 23510 eða 36024. i - POLÝFÓNKÓRINN. FASTEIGNAVAL Skólav.stig 3 A, II. hæð. Símar 22911 og 19255 Kvöldsími milli kl. 7 og 8 3784L Výjar íbúðir til sölu á einum bezta stað við Hraunbæ í 3 hæða sambýlis- húsi. 2, 3, 4 og 5 herb. íbúðir. Stærri íbúðunum fylgir sér herb. í kjallara. íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk og málningu með allri sameign full- frágenginni. Áætlaður afhendingartími er í fel>rúar næstkomandi. Teikningar svo og allar nánari uppL á skrifstofunni. GERIÐ SAMANBURÐ Á VERÐI I T T Framúrskarandi reynsla hérlendis á YREDESTEIN hjólbörðunum sannar gæðin og hið ótrúlega lága verð tryggir hagstaéðustu kaupin. Munið að gera samanburð á verðum áður en þér kaupið hjólbarðana. VREDESTEIN hjólbarðar eru fyrirlliggjandi í eftir- töldum stærðum: 520x13/4 Kr. 668,00 710x15/« Kr. 1.295,00 560x13/4 — 739,00 760x15/6 — 1.579,00 590x13/4 — 815,00 820x16/6 — 1.787,00 640x13/4 — 930,00 425x16/4 — 591,00 640x13/6 — 1.080,00 500/525x16/4 — 815,00 650x13/4 — 1.122,00 550x16/4 — 960,00 670x13/4 — 970,00 600x16/6 — 1.201,00 670x13/6 — . 1.114,00 650x16/6 — 1.285,00 520x14/4 — 735,00 700x16/6 — 1.731,00 560x14/4 — 810,00 900x16/8 — 3.881,00 590x14/4 — 860,00 650x20/8 — 2.158,00 750x14/6 — 1.215,00 750x20/10 — 3.769,00 560x15/4 — 845,00 825x20/12 — 4.400,00 590x15/4 — 920,00 1100x20/14 — 8.437,00 ,640x15/6 — 1.153,00 900x20/14 — 5.591,00 670x15/6 — 1.202,00 ® KR.KRISTJÁNSSDN H.F UMBORIR SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 HEMPELS ÞAKMÁLNING rauð og græn Ódýrasta þakmálningin. Aðrir litir einnig fáanlegir. Framleiðandi á íslandi: Slippfélagið í Reykjavlk hf. Sími 10123.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.