Morgunblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 16
MORGU N BLADID 10 J^w^ttttM&Mt* Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinssoiu Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. MÁLEFNI IÐNAÐARINS A ð undanförnu hafa málefni iðnaðarins mjög verið til umræðu vegna harðnandi sam keppni erlendis frá. Hafa skoðanir verið skiptar um það, hverjar leiðir heppileg- ast væri að fara til þess að styrkja og treysta samkeppn- isaðstöðu íslenzks iðnaðar. Margvíslegur innlendur iðnaður hefur vaxið hér upp síðasta aldarfjórðung eða svo, í skjóli tollverndar og inn- flutningshafta. Að því hlaut þó að koma, að innflutnings- höftunum yrði aflétt og toll- verndin minnkuð. Forsvarsmenn .iðnaðarins hafa haft fullan skilning á nauðsyn þessarar þróunar og gert ýmsar ráðstafanir til þess að gera iðnaðinum kleift að aðlaga sig nýjum aðstæð- i*m og harðnandi samkeppni. Ljóst er, að iðnaðurinn er orðinn íslendingum mikilvæg atvinnugrein, hann hefur spar að mikinn gjaldeyri og nýtt i|jnnuafl, sem ólíklegt er, að aðrar atvinnugreinar hefðu getað notfært sér. Þjóðarhagur krefst'þess því vissulega, að allt sé gert sem hægt er til þess að auðvelda iðnaðinum lausn þeirra aðlög unarvandamála, sem hann á ixú við að etja. í því sambandi er athygilsvert að kynnast þeim ráðstöfunum sem Norð- menn hafa gert til þess að að- stoða norskan iðnað yfir þá erfiðleika, sem aðild Noregs að EFTA hefur skapað hon- um. íslenzkir iðnrekendur eru nýkomnir úr kynnsferð til Noregs, þar sem þeir kynntu sér einmitt hvernig norskir starfsbræður þeirra hafa brugðizt við sínum vandamál um, sem um margt eru áþekk þeim, sem hér er við að etja. Athyglisvert er, að Norð- menn leggja nú á það ríka á- herzlu, að smærri fyrirtæki sameinist í stærri heildir, sem auðveldar beitingu aukinnar tækni í framleiðslunni og styrkir samkeppnisaðstöðu iðnaðarins á erlendum mörk- uðum. Þá leggja Norðmenn einnig aukna áherzlu á rann- sóknir í þágu atvinnuveg- anna og gera ýmislegt til þess að hvetja fyrirtækin til rann- sókna og nýjunga í þágu fram leiðslunnar. Morgunblaðið telur nauð- synlegt að brugðist sé af festu ®g framsýni við vandamálum iðnaðarins með það fyrir aug- um, að samkeppnisaðstaða hans verði styrkt svo sem kostur er. Til þess þarf iðn- aðurinn að eiga kost á nauð- synlegum fjárfestingarlánum og hefur þegar mikið verið gert til þess að efla Iðnlána- sjóð. Æskilegt er að kannað verði hvort akuið samstarf iðnfyrirtækja í sömu grein geti auðveldað beitingu auk- innar tækni í iðnaðinum og styrkt samkeppnis- og sölu- aðstöðu þeirra hérlendis og jafnvel á erlendum mörkuð- um. Vandamál okkar iðnaðar eru vissulega ekkert eins- dæmi, þau eru áþekk vanda- málum, sem iðnaður í öðrum löndum hefur átt við að etja' og sem tekizt hefur að leysa. Það getum við einnig gert. ÁFENCISMÁLIN Á fengismálin hafa lengi ver- ið mikið deiluefni hér á landi og hafa ýmsar leiðir verið reyndar í þeim efnum. í eina tíð var ástandið í þeim efnum orðið nokkuð gott hér og átti Góðtemplarareglan drjúgan þátt í því. Síðar var sala áfengis bönnuð hér á landi að mestu leyti og munu flestir 9am- mála um, að þá hafi mjög stefnt til hins verri vegar. Á síðustu árum hefur frjáls- ræði á sviði áfengismála svo aukizt til mikilla muna. Sú ákvörðun að loka útsöl- um Áfengisverzlunarinnar daginn fyrir 17. júni, var vafalaust gerð af góðum hug og í þeim tilgangi að draga úr ölvun á þjóðhátíðardegi okkar. Boð og bönn í þess- um efnum hafa jafnan verið umdeild og að ýmsu leyti virðist rejmsla hins aukna frjálsræðis síðustu ára benda til þess, að meðferð áfengis sé nú menningarlegri og sómásamlegri en áður. Morgunblaðið telur því, að fyrrnefnd ráðstöfun sé nokk- uð vafasöm og að í þessum efnum sem öðrum sé frjáls- ræði heppilegra þegar til lengdar lætur, en boð og bönn. KRISTINN REKTOR ristinn Ármannsson, rekt- or Menntaskól ans 1 Reykjavik, hefur nú slitið skóla sínum í síðasta sinn. Þe9si merki og vinsæli skóla- maður hefur komið við sögu þessarar gömlu menntastofn- unar í nærfellt hálfa öld og verið stjórnandi hennar nú í tæpan áratug. Krfetinn rekfcor hefur í störfum símun verið afburða Sunnudagur 20. júní 1965 Robert Wagner Framhald á bls. 8 Maður, sem vert er að fylgjast með NÝTT nafn er komið fram á sjónarsvið bandarískra stjórn- mála. Styrkur þess og gildi mun verða reynt í nóvember- mánuði næstkomandi, þegar New York búar ganga að kjörborðinu til að velja sér nýjan borgarstjóra. Að þessu sinni munu úrsilt kosninganna hafa áhrif um görvallt landið. Þau gætu jafnvel reynzt hafa þýðingu um allan heim. John V. Lindsey er þing- maður í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings. Hann hefur átt sæti í þrjú tveggja ára kjör- tímabil. Hann er 43 ára að aldri, en lítur úr fyrir að vera yngri. Hann er hávaxinn, firaustur, vel efnum búinn, vel menntaður og ertginn vafi leikur á því, að hann tilheyrir hinum hærra settu stéttum í þjóðfélaginu. Hann er glæsi- menni og vel máli farinn. Það leikur nokkurs konar Kenn- edy ljómi um hann. Fjöl- skylda hans er hrífandi og hann er reyndur stjórnmála- maður. - Hann er republikani, sem jafnframt er frjálslyndur í skoðunum. Að öllu jöfnu styð- ur hann velferðar- og utan- ríkisstefnu ríkisstjórnar demo krata. Hann er einnig mjög sjálfstæður. Hann afneitaði afdráttarlaust Barry Goldwat- er í síðustu forsetakosningum og lýsti honum sem óhæfum leiðtoga. í kosningunum, sem á sama tíma fóru fram til full- trúadeildarinnar, vann hann sæti sitt aftur og jók atkvæða magn sitt umfram mótfram- bjóðanda upp í 91 þúsund, þrátt fyrir hið almenna at- kvæðaflóð til Johnsons og demokrata. Hann er fulltrúi fyrir 17. hverfið í New York, fjárhagsáætlun þessa árs nem ur nærri 4 milljörðum doll- ara (172 milljörðum ísl. kr.), þótt órtúlegt sé. Það eru mörg meðlimaríki Sameinuðu þjóð- anna sem hvergi nærri jafn- ast á við New York borg að mannfjölda eða útgjöldum. Stjórnmál borgarinnar eru í höndum kunnáttumanna, þau eru harkaleg og ekki síð- ur margslungin en stjórnmál John V. Lindsey sem einnig er nefnt „Silki- sokka“ hverfið. Það nær yfir hinar geysiauðugu íbúðagötur Park Avenue og Fifth Avenue. Borgarstjóraembættið í New York er ekki neitt viðhafnar- embætti, sem hægt er að verzla með. Það er embætti mikils valds og áhrifa. Borgin hefur átta milljónir íbúa og í fullvalda ríki. Yfirleitt eru það demokratar sem öllu ráða á stjórnmálasviðinu. Þar hef- ur ekki verið borgarstjóri úr Republikanaflokknum frá því hinn fyrirferðamikli og snjalli Fierello La Guardia lézt árið 1945. Núverandi borgarstjóri er demokratinn Robert Wagner Hann er harður í horn að taka, duglegur og er þaul- reyndur stjórnmálamaður. Hann er gildvaxinn maður, dapurlegur á svip og hefur verið borgarstjóri í 12 ár. Hon um hefur verið lýst sem „full trúa fólksins, hvort sem því líkar betur eða verr.“ Hann ætlar sér að verða borgar- stjóri áfram. Lindsay þingmaður er sann arlega metorðagjarn. Lögum samkvæmt verður hann að fullnægja metorðagirnd sinni í heimaríkinu New York. En þar hefur öllum leiðum til aukins frama verið lokað. Ríkisstjóri republikana, Nel- son Rockefeller, hefur til- kynnt, að hann muni gefa kost á sér til þess embættis í þriðja sinn. Öldungadeildar- sætin tvö eru upptekin um ófyrirsjáanlegan tíma af repu blikananum Jaeob Javits og demokratanum Bobby Kenn- edy. Það þýðir, að aðeins borg arstjóraembættið býður upp á möguleika til frama. vinsæll og farsæll maður bæði meðal nemenda sinna og samkenraara. Nemendur hafa notið ljúfrraennsku hans og skilnings og ágáetra kenn- arahæfileika. Stjóm haras á Menntaskólaraum hefur ein- kerarast af góðvild en féstu. Það hefur verið gæfa þess- rar sögufrægu menntasfcofn- nar, að til forystu hennar afa hverju sinni valizt mikl ■ hæfileikamenn, þótt ólík- • hafi verið- Innan veggja ans hefur jafnan ríkt það iassiska andrúmslofts, sem hæfir slíkri stofnun og hefur Kristinn rektor átt ríkan þátt í að viðhalda því. Kristinn rektor á miklar þakkir skildar fyrir hin far- sælu störf hans í þágu mennt unar og uppeldis íslenzkrar æsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.