Morgunblaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 1
24 slður 0röMMíilaíííí> 92. árgangur. 161. tbl. — Þriðjudagur 20. júlí 1965. Prentsuaiðja Morgunblaðsins. Frakkar saka USA um njósnaflug- setjja bandaríska njósnaflugvél fiiafa roffið lofthelgi yffir kjarn- orkustöð í Pierrelatte, í S-Frakklandi París, 19. júlí. — AP — NTB. VARNARMÁLARÁÐUNEYT IÐ franska lýsti í dag sök á hendur Bandaríkjunum fyrir n -ósnafiug. Segir í yfirlýsingu ráðuneytisins, að bandarísk herflugvél hafi s.l. föstudag íiogið yfir bannsvæði í Frakk landi, þar sem unnið sé að kíarnorkuvopnum. Hafi flug- vélin tekið 175 njósnamyndir í þessari för sinni. Segir ráðuneytið, að mót- mæli hafi verið afhent sendi herra Bandaríkjanna í París. # Að sögn Frakka, var hér um eð ræða herflugvél af gerðinni RF-101. Hafi hún í annað sinn ■verið á leið yfir bannsvæðið við kjarnorkurannsóknarstöðina Pi- erreiatte, í S-Frakklandi, er Irönsk henþota hafi komið á vettvang. J>á hafi bandaríska vél- in gripið til aukahreyfla, og kom- izt undan. Jafnframt er því haldið fram, eð njósnavélin hafi komið inn yfir stöðina í aðeins 610 m hæð. Hafi hún komið frá Ramstein í V->ýzkalandi. # 1 írönsku yfirlýsingunni seg- ir, að bandarísk yfirvöld hafi af- hent myndir þær, sem teknar voru, og hafi komið i ljós, að allt «fvæðið við Pierrelatte hafi verið nákvæmlega ljósmyndað. Frá aðalstöðvum bandaríska hersins í Evrópu var tilkynnt í dag, að flugvél af umræddri gerð, frá flugvelli við Ramstein hafi verið á flugi yfir Frakklandi á föstudag. Hins vegar sé ekki kunnugt um, að umrædd vél hafi á neinn hátt rofið lofthelgina yf- ir Pierrelatte. Flugvélin hafi orð- ið að breyta stefnu, vegna þrumu veðurs, en hafi alls ekki verið vísað burt af franskri herþotu. Herþota, frönsk, hafi að visu flogið upp að bandarísku vélinni, en horfið á braut, án þess að aðhafast nokkuð, er í ljós hafi komið, að hér var um bandaríska flugvél að ræða. Af opinberri hálfu i Washing- ton hefur ekki verið annað sagt um þennan atburð en það, sem fram kom af ummælum tals- manns varnarmálaráðuneytisins. Hann sagði, að það væri ekki óvenjálegt, að bandarískar flug- vélar a^ gerðinni RF-101 væru á æfingafiugi yfir Evrópu. Hins vegar hefur verið á í>að minnt í Washington, að Frakkar fóru þess á leit við bandarísku stjórnina, fyrr á þessu ári, að lokað yrði nýopnuðu sendiráði Bandaríkjanna á Tahiti. Það var þá álitið, að Frakkar óttuðust, að sendiráðið yrði notað til njósna, en Frakkar hafa nú í undirbún- ingi kjarnorkutilraunir þar um slóðir. Myndin er tekin við vígslu Mont Blanc jarðganganna. Giuseppl Saragat, forseti ltalíu, klippir á fánaborða. T.v. við hann er italski utanrikisráðherrann, Fanfani. DeGaulle, Frakklandsforsti t.h. “Á Konstantín að stjdrna eða fdlkið í landinu?" 200.000 viðstaddir fjöldafurtd Papandreou í Aþenu í gærkvöldi — Athanassiades gengur illa að fá menn til starfa í stjórninni Aþena, 19. júlí PAPANDREOU, — AP-NTB. fyrrverandi ‘'Land og Folk“ segir unnið að framboði Laxness í for- setakosningunum 1968 - hann sé líklegastur til að vinna gegn bandarískum áhrifum á íslenzku þjóðina Einkaskeyti til Morgun- blaðsins, Kaupmannahöfn, 19. júlí — Rytgaard. Kommúnistablaðið „Land og Folk“ skýrir frá því í dag, að á íslandi sé í gangi orðrómur um, að reynt sé nú að fá Halldór Kiljan Laxness, rithöfund, til að vera í framboði við for- setakosningarnar á íslandi 1968. Greinin, sem rituð er af aðalritstjóra biaðsins, Poul Thomsen, segir, að stórir hópar manna á íslandi hafi áhuga á því, að Laxness gefi kost á sér, því að von- ir standi til, að hann legg- ist gegn auknum áhrifum Bandaríkjamanna á ís- landi. Ritstjóri blaðsins segir, að ríkisstjórn íslands og forseti geri ekkert til að vinna gegn þessum bandarísku áhrifum. I>au streymi ekki aðeins frá bandarísku herstöðinni og sjónvarpinu, heldur leggi Bandaríkjamenn sig fram um að seilast til áhrifa á menn- ingarsviðinu. Segir Thomsen, að Banda- ríkjamenn sendi daglega bandariskt efni til skóla iandsins, og veiti styrki til menntunar ungs fólks í Bandarikjunum. Ritstjórinn heldur því fram, að Laxness hafi allt það til að bera, sem nauðsynlegt sé þeim manni, sem taka vill upp baráttuna fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Ekki telur Thomsen, að ald- ur Laxness geti orðið honum til erfiðleika, því að nú á tímum séu margir helztu stjórnmálamanna heims á átt- ræðisaldri. Að lokum segir ritstjóri „Land og Folk”, að Laxness hafi mikia möguleika á því að öðlast hylli, þar sem nú andi köldu milli hans og Sovétríkjanna. forsætisráðherra Grikklands, efndi í dag til fjöldafundar í Aþenu, til að mótmæla því, að Konstantín, Grikkjakon- ungur, vék honum frá störf- um í fyrri viku, og beitti sér fyrir því, að ný ríkisstjórn yrði mynduð, undir forystu Athanassiades. — Fyrr í dag tilkynnti Papandreou, að hann myndi aka um götur Aþenu, og hvetja fólk til að f jölmenna. Um 200.000 manns urðu við tilmælum forsætisráðherrans fyrrverandi, og tóku sér stöðu meðfram þeim götum, sem Papandreou ók um, frá heim ili sínu, að aðalstöðvum flokks síns, Einingarflokks- ins. Athanassiades, forsætis- ráðherrann nýi, er einnigfc meðlimur þess flokks. Er Papandreou kom á leið- arenda, var honum lyft úr bifreið sinni, og borinn á gull stól af hrópandi aðdáendum. í>að vakti athygli,. að lögreglu- liði Aþenu hafði ekki verið skip- að að rjúfa fylkingu stuðnings- manna forsætisráðherrans fyrr- verandi. # 1 ræðu, sem Papandreou flutti, við aðalstöðvarnar, sagðt hann, «ð sú spurning, sem al- þjóð yrði nú að svara, væri sú, hvort Konstantin konungur ætti að stjórna Grikklandi — eða fólkið í landinu. Kröfðust viðstaddir, að fram yrði látin fara þjóðaratkvæðagreiðsla un^ framtið konungdæmisins i Grikklandi. Papandreou sagði, að baráttan fyrir lýðræði í landinu mvndi Framhald á bls. 23. DALIR OG FJÖLL, EN EKKI SKURÐIR — ffleiri myndir berast frá IViars ffrá 99IViariner 4“ — hiÖ á birtingu Pasadena, Kaliforniu, 19. júlí. — AP — NTB: — BIRTAR hafa verið önnur og þriðja myndin, sem „Mariner 4“ tók af Mars. Engir skurðir sjást á myndunum, en hins vegar hafa komið fram athygliverðar gig- myndanir, hæðadrög og dalir. Er myndirnar voru birtar á laugardag, stóð yfir sending sjöttu myndarinnar írá „Marin- er 4“ til jarðar. Önnur mvndin sýnir landslag, sem líkist fjallaskarði. Þar gat að lita bratta tinda og dali. ____ Þriðja myndin sýnir gíg, sem mun vera um 19 km í þvermál. Dr. Bruce Murray, við rann- sóknarstöðina í Pasadena, segir, að þessar tvær myndir sýni fyrstu greinilegu andstæðurnar í landslagi reikistjörnunnar, sem fram hafi komið á myndunum Fram'hald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.