Morgunblaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 20. júlí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 11 VERÐIÐ BRXJN BRENNIÐ EKKI NOTIÐ COPPERTOIME • iv 'v C-ii. ' o'rfe' < Avx: T«n', : . AOAi-'í?.r SU! .íuíítnv Mv.iv í- >í<: œNdstíéí ts' COPPERTONE Lo!cað í dag, þriðjudag, kl. 9—12 f.h. vegna jarðarfarar. Afvinnudeild Háskolans Lokað vegna sumarleyfa f*á 20. júlí til 4. ágúst. Rakaraslofan Kírkjutorgi 6. Nýleg íbúð Til sölu er nýleg rúmgóð 4ra herb. íbúð á hæð í sambýlishúsi við Sólheima. — íbúðin er í ágætu standi. Stórar svalir móti suðri. Gott útsýni. — íbúðin er skemmtileg og vönduð. Teppi á sofu og skála. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4. — Sími 14314. ÞA3D er fátítt, að einkenni manna í minnum og kynningu, eru fyrst og fremst bundin því, sem maður á bezt — bundið minn- ingu þess bezta, er maður hefur mætt frá óvandabundnum. Svo er það samt fyrir mér, er ég rifja upp kynni mín við Gunnar Jó- hannesson. Ég kynntist honum tiitölulega fljótt eftir að ég hóf etörf hjá póstinum, og kynnin hafa reynzt mér góð. Greiðvikni hans og holl ráð, hafa oft orðið mér að miklu liði. Ég veit, að margir fleiri kunna sömu sögu tið segja, því greiðasemi hans og vinátta hefur engum brugðizt. Gunnar Jóhannesson er fædd- tar 20. júlí 1905 í Undirtúni við Helgafell á Snæfellsnesi. For- eldrar hans voru hjónin, Guð- björg Jónsdóttir og Jóhannes Einarsson. Tveggja ára fór hann í fóstur að Hallbjarnareyri til Maríu Jónsdóttur var hjá henni til sex ára aldurs. Síðan var hann um skeið hjá foreldrum sínum í Stykkishólmi, en hvarf svo aftur til vandalausra að Hauka- brekku á Skógarströnd til hjón- anna Jóhönnu Þorbjarnardóttur og Daníels Jónatanssonar. Var hann þar til 16 ára aldurs, en fór þá að Klungurbrekku í sömu sveit. Þegar á æskuárum var Gunnar féiagslyndur og fús til að starfa að íélagsmáum og ýmsum hugð- arefnum sínum. Hann varð virk- ur féiagi í ungmennafélagi sveit- ar sinnar og reyndist það honum hollur skóli, eins og mörgum eeskumanni í dreifbýlinu. Gunn- ar þráði í aesku að leita sér menntunar, en á uppvaxtar- og eeskuárum hans, var ekki eins greitt um skólagöngu og á líðandi etund. Hann fór í Bændaskólann á Hvanneyri og var þar við nám í tvo vetur, en lauk ekki prófi, vegna veikinda. Að því búnu fór Gunnar til Reykjavíkur og stað- festist þar. Fyrst í stað vann hann í byggingarvinnu, og náði á skömmum tíma ótrúlegri leikni í múrverki og smíðum, er kom honum að góðu haldf síðar. Árið 1937 réðist hann til starfa í póstinum, og var fyrst í stað bréfberi, en síðar póstafgreiðslu- maður, en síðastliðin 10 ár hefur hann gegnt fulltrúastarfi. f þess- um störfum öllum hafa mann- kostir hans komið greinilega í Ijós. Lipurð hans, árvekni og leikni hafa jafnhliða skyldu- rækni og fórnfýsi við störf, reynst etofnuninni traust og vinnufélög- unum holl. Hann er öðrum mönn- um meiri vinur vinnufélaga einna, greiðvikni hans og vinátta er alltaf til staðar, jafnt 1 önn hversdagsleikans og þegar í nauðir rekur. Á stundum gengur þetta svo langt, að hann jafnvel er reiðubúinn til að fórna sér . fyrir félaga sína og vini. Gunnar er kvæntur Málfríði Gísladóttur og eiga þau 7 börn, og er það yngsta ellefu ára. Eins og alkunnugt er, þarf mikla fyrirhyggju — mikið starf og þrek til að.koma upp svo stórum barnahóp í Reykjavík af þeim launum, er opinberir starfsmenn hafa haft undanfarna áratugi, — og ekki sízt — þegar það er gert af jafnmiklum myndarbrag og sóma og þau Málfríður og Gunn- ar hafa gert. Þau hafa ekkert til sparað að gera börn sín sem bezt úr garði, aflað þeim menntunar undir lífsbaráttuna, eins og þau fremst gátu, þrátt fyrir það, að efni heimilisins hafa ekki alitaf verið of mikil. En blessun og hamingja hefur fylgt lífsstarfi þeirra, jafnt í hamingjusömu heimilislífi og barnaláni. Eftir að Gunnar Jóhannesson gerðist póstmaður, varð hann brátt kallaður til félagslegra starfa fyrir stétt sina. Hann hef- ur oft átt sæti í stjórn P.F.Í. en fyrsta skipti árið 1944. Hann var lengi formaður skemmtinefndar og vann þar mikið starf. Síðast- liðin 7 ár hefur hann verið for- maður Byggingarfélags póst- manna. Þar hefur hann unnið að bættum hag félaga sinna, jafnt í hollum ráðum og margs konar greiðvikni. Hann er þrautkunn- ugur öllu er viðvikur byggingar- málum, jafnt á verklega svið- inu og fjárreiðum í sambandi við það, og þar að auki hefur hann manna mest traust, þegar halds þarf til fjárfestingar. Einn- ig er Gunnar formaður Tafl- félags póstmanna og hefur mjög lagt sig fram til að efla skáklíf stéttarinnar á síðustu árum. þegar bjartast er yfir láði og legi, þegar hlýjast er um loft og höf. Starf hans og ævi hefur orð- ið mér í kynnum og raun sams- konar ganga og heillar mest á sólbjörtum sumardegi. Og óskir mínar til hans, konu og barna, eru á sextugsafmælinu, að hið ókomna verði ekki siðra. Gunnar Jóhannesson fór með síðustu ferð Esju í strandsiglingu umhverfis landið. Ég veit, að þetta ferðalag verður honum gleðilegt og til mikillar ánægju, ekki sízt vegna þess, að tóm- stundir hefur hann ekki átt margar um ævina til ferðalaga, því flestar tómstundir hans hafa eyðzt til aðkallandi þarfa nær hinum daglega vettvangi. Jón GLslason. nFERÐIR VIKULE6A TIL ^ SKANDINAVÍU 6FFLC/CF££AC PARKER SteypuhrærivéEar Gunnar hefur mikinn áhuga á söng og sönglífi. Þegar kirkju- kór Hallgrímskirkju var stofn- aður, varð hann þar í fararbroddi og hefur alltaf starfað í kórnum og er nú formaður hans. Gunn- ar er mikill átthagavinur, ann sveit sinni og æskubyggð, af heilum hug. Hann hefur sýnt það í verki með því að starfa í átt- hagafélagi byggðarlags síns og verið þar ótrauður til starfs eins og í öðrum félagsmálum. Snæ- fellingafélagið í Reykjavík hef- ur oft átt hug hans allan, svo að tómstundir hans hafa oft verið fórnaðar því í ríkum mæli. Bigum fyrirliggjandi sérlega vandaðar hrærivélar íyrir ÞÓR HF REYKJAVÍK SKÓLAVÖRÐUSTÍG 25 Mér er stundum í hug, er ég minnist góðs vinar á góðri stund, merkum tímamótum á ævi hans, hvort mannkostir hans, vinar- hugur og greiðvikni, sé ekki meira en mannleg. sé ekki runnin af rótum hins áráðna í hug hans og hjarta, frá fegurð hins sólfagra í gerð náttúrunnar sjálfrar. Er mér þetta sannarlega í hug í afmæliskveðju til vinar míns, Gunnars Jóhannessonar. Hann er sólskinsbarn, fæddur er lang vinsælasta sólkremið og sólarolían í Bandarikjunum i dag. Vísindalegar rannsóknir, framkvæmdar af hlutlausum aðila, sýna að COPPER TONE gerði húðina brúnni og fallegri á skemmri tíma en nokkur önnur sól- aroiía. — Reynið COPPERTONE strax í dag. Gleymið ekki að taka COPPERTONE með i sumarleyfið! Útsölustaðir: Herradeild P & Ó, Austurstræti 14. Herradeild P & Ó ,Laugavegi 95. Verzlunin Regnboginn, Bankastræti 6. Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi. Gunnar Jóhannesson póstfuHtrúi sextugur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.