Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLADIÐ Sunnudagur 25. júlí 1965 KERLINGARHRÓIÐ í Odda var á undan samtímanum, þó að las- burða væri. Vi’ð erum fyrsta fólkið, sem er nokkurn veginn samstiga við hana: Hún staul- aðist út á tún, þegar mikið var undir af þurru heyi, batt skupl unni sinni um hrífuskaftið og otaði því að hverri sátunni á fætur annarri segjandi: Upp í garð til Sæmundar. En sá fjöl- kunnugi maður var ekki einn í heygarði að hlaða úr; þó urðu þeir kumpánar að láta hendur standa fram úr ermum til að hafa undan kerlingu. Margir gamlir draumar kynslóðanna hafa rætzt í krafti vélarinnar, I sem hefir á nokkrum áratugum átt dynmikla innreið 1 sveitir landsins. Bíllinn og dráttarvélin sitja aldrei á sátts höfði, þegar þau hittast hjónaleysin. Hún heldur því fram, að húsbóndinn stjani við hann um skör fram, fági hann og snurfusi og hlusti eftir hverj- um annarlegum hósta eða stunu í vél. Um nætur bíði hans hitað- ur bílskúr me'ð steyptu gólfi og firnum af verkfærum og olíum á borðum og bekkjum. Sjálf á hún ekki enn þak yfir höfuðið. Bílinn má enginn snerta nema hús- bóndinn, en strákar og annar lausingjalýður flugsast á dráttar vélinni um allar trissur. Samt er húsbóndinn sótvondur, ef hann þarf að skipta um kerti í henni af eðlilegu sliti. — Mér er sem ég sæi hann, ef ég hefði brætt úr mér eins og bíllinn hans gjörði í fyrra. Annars er hún alls ekki nöld- ursöm, sizt um sláttinn, þegar hún er önnum kafin frá morgni j til kvölds, og dagarnir líða með leifturhraða undir hvelfingu sum arsins. Verst, að þerrileysur hafa blandazt í gó’ðviðri undanfarinna vikna. En í morgun var uppi fótur og fit, úvtarpið spáði góðu í gærkvöldi. Og úr mjöltum glaðn aði hann til og sólin hló ertnis- lega framan í önugan húsbónd- ann, sem sagði, að þetta væri bannsett dagmálaglenna, og dagmálaglennan endist aldrei til kvölds. En nokkuð var það, að strákarnir skiptust á um að þeysa á dráttarvélinni um nýræktar- tún og gamla harðtoala méð nýju heytætluna í eftirdragi. Sú er ekki smátæk og tætir heyið því betur sem hraðinn er geystarL Héðan í frá eiga lyskrur sér varla griðavon. Vestan-andvarinn lék í votum og deyjandi stráum og hélt skýjalufsum í hæfilegri fjar- lægð, svo að heyflekkirnir vis- uðust um flatir og hóla. Og á- fram geystist dráttarvélin um hádegi og fram um miðmunda, þá var söðlað um, og húsbónda- inn skipaði a'ð hætta þessum þeysingi, nú skyldi hjólamúga- vélin tekin aftan í og rakað saman. Upp úr nóni var hann komin með áleiðingar í dala- drögum og fjöllin laumuðust inn í regnhjúfin hvert af öðru. Hús- bóndinn óttaðist, að hann skylli á þá og þegar, og herjans ekki sen vætukjóinn lét ófriðlega. í>að var þó mesta furða, hvað ' hann hékk þurr, en loks oln- boga’ði regnskúrin sig öruggum skrefum heim í túnfótinn og faðmaði að sér heyflekkina á samri stundu. Húsbóndinn var þó ekki af baki dottinn, heldur tengdi hann heyýtuna aftan í dráttarvélina og lét ýta múgun- um saman allt hvað af tók, en sjálfur gekk hann berserksgang með kvísl að vopni og setti hey- beðjurnar upp í galta. Helming- ur töðunnar rigndi flatur, en það var mesta furða, hvað blessaður húsbóndinn tók því af mikilli stillingu, þó a’ð kæmi ofan í hjá honum. Fyrir daga dráttarvélarinnar varð bónda varla réttur verri snoppungur en sá að fá ofan í heyið í óþurrkatíð. Það gat jafn vel í svip virzt þyngra reiðar- slag en snemmtoæran beiddi upp um Jónsmessu. Þindarlaus keppni við regnbólsrana dag- langt, kona og börn löðrandi í svita í hitabreiskju júlídagsins og svo allt í einu rigningar- hvolfa ofan í skráþurran flekk- inn. Og svitadropar kappsfullra daga og andvaka áhyggjunótta í vetfangi orðið fyrir gýg. Og björginni handa kúnni og þess- um fáu ærskjátum stefnt í tví- sýnu. Jafnvel kynslóð dráttar- vélarinnar víkur sér samúðar- full að kerlingunni, sem forðum rétti regnvotan hrífuhalann upp í himininn og sagði, þegar kom ofan í skráþurra töðuna: Þú nýt- ur þess, guð, að ég næ ekki til þín. Og ísmeygilegur grunur gefur okkur vísbendingu um, að halinn hafi seilzt nokkuð hátt í það skipti. Segja mætti mér, að hústoónd- inn tæki að flytja heim galtana í fyrramálið, ef þá verður upp- 1 stsdta. Þá beinir hann dráttar- vélinni fyrir ámoksturstækin, svo að heyvagninn ver’ður hroka fullur á svipstundu. Og síðan má hún dóla með vagninn heim, þar sem heyblásarinn feykir hverri tuggu inn í hlöðu. Og þá j er ekki hundrað í hættunni, þó I að taðan sé ekki skráþurr, jafn- vel ekki nema hálfþurr miðað við tfð þeirra Sæmundar og | langt, var öll f lamasessi, þegar til átti að taka. Dráttarvélin heyrði hann eitthvað minnast á verkfærageymslu hérna á dög- unum. Hann hafði við orð, að slátturinn virtist ætla að ganga svo vel, að hann myndi senni- ; lega ljúka fyrri slætti fyrir þann tima, sem faðir sinn hefði byrj- | að heyskap á sinni tíð. Þakka ' skyldi honum með þessa líka fyrirtaks dráttarvél, sem ásamt vikahjúum sínum heyjar drjúg- um meira en Skúli fógeti, þá er hann bjó í Viðey. Hafði hann þó 9 kaupmenn og 7 kaupakon- ur auk léttadrengs. Aftur á móti þarf dráttarvélin ekki að kveðja til fleiri en bónda sjálf- an og einn eða tvo liðléttinga. Sjaldan hefir hún átt ljúfari stundir en nóttina í endaðan kerlingar, þvi að súgþurkunin sér um það, sem á vantar. Meira 1 að segja er ekki örgrannt um, I að húsbóndinn telji þá töðu kjarn betri, em er þurrkuð að nokkru inni í hlöðu heldur en að öllu | leyti undir heiðum himni. Þetta segist hann hafa lesið um 1 bók- um. í sumar, þegar hann ætlaði að fara áð slá, rak allt í strand. Sláttuvélin, sem lá úti vetrar- ' júní, þegar húsbóndinn sló renni sléttan völlinn næturlaangt, frá lágnætti til miðs morguns. Um þetta leyti árs man hann engin eyktamörk. Og hann kvað há- stöfum karlinn og lék á als oddi. Oftast hafði hann yfir sláttuvísur Jónasar: Fellur vel á velli verkið karli sterkum. . . Og hún gladdist me'ð honum og hrærðist í endurminningum hans. Margar voru þær frá þeim • Endur, kindur og gæsir draga að sér rottur, dúftur og flugur Velvakanda hefur borizt bréf, dagsett 20. júlí, þar sem segir meðal annars: „Fyrir tveimur vikum eða svo skrifaði máður í dálka Vel- vakanda um gæsa-, anda-, kinda og rottu-uppeldi við Kaplaskjólsveg. Ég vildi gjarn- an vera með í áróðri gegn þess- um ósóma. Þá væri einnig æski legt, að heilbrigðisyfirvöld Reykjavíkurborgar sæu sér fært að fjarlægja. þessar þrjá- tíu til fjörutíu villidúfur, sem þama eru, en þær virðast þríf- ast vel á öllum úrgangi, sem til fellur í kringum þetta anda- gæsakindarottubú. Við, sem búum þarna í ná- grenninu, erum að vísu laus við rennslið úr forarvilpunni, sem endurnar baða sig í, svo er hitaveitunni fyrir að þakka. Nú rennur þessi forarvilpa beint ofan í hitaveitustokkinn, en ekki er ég viss um, að hitaveitu stjóri sé mjög hrifinn af þvL Sennilega veit dýralæknir sá, sem sér um Reykjavíkursvæðið, ekkert um þetta fjölskrúðuga dýrabú í miðri borginni. Ég efast nefnilega um, að það sé leyfilegt að ala upp dýr í þess um gluggalausu kofaræflum, og nú er mér spurn: Hefur nokk- um tíma farið fram skoðun á þessum dýrum ? Hvað segja heilbrigðisyfir- völd borgarinnar, heilbrigðis- nefnd Reykjavikurborgar, borg arlæknir og hreinsunardeildin um þá stórkostlegu flugnarækt unarstöð, sem rekin er í haug- unum ? Ég er orðinn langþreyttur á að kæra til heilbngðisyfirvalda og finnst tími til kominn að gera mál þetta opinbert. — Einn, sem þráir að geta opnað glugga, án þess að íbúðin fyllist af skíthauga- flugum“. tíma, er hann var fátækur og júní, þegar húsbóndinn sló renni pasturslítill hnokki innan við fermingu. Og hvernig hann varð að standa á teignum daglangt hverju sem viðraði frá morgni og fram á rauða kvöld. Stund- um voru þung spor litlum fót- um, er þeir fetuðu sig heim rennvotir á húmkvöldum, og sætur var þá blundurinn á smá- um kodda. Og hún fann, hversu hann naut þess að lifa þessar minningar og blanda þær bjart- ari sumarnóttunni, meðan und- ratækið geystist fram um slétt- an völlinn og grasið stráféll fyrir hárbeittum ljá í fimm feta skára. Þá fannst á, að draumur kynsló'ð ann, sem leitaði sér tjáningar i sláttupúkanum hans Sæmundar fróða, hafði meira en rætzt. Og með velþóknun sér húsbóndinn blessaður, hvar hin rósfingraða morgungyðja ekur sólvagni sín- um til móts við nýjan dag. Og í birtu morgunsársins man hann Jíka glöggt, að Oddaverjinn átti sér einnig aðra og meiri drauma. Bjarni Sigurðsson. MosfellL Á ekki heima í íbúðarhverfi og við barnaheimili Bréfið, sem bréfritari vitnar til í upphafL birtist hér í þess- um dálkum 8. júlí sl. Velvak- andi hefur fengið margar upp- hringingar frá fólki, sem býr þarna í grennd, um málið, og þrjú bréf til viðbótar. Tvö þeirra eru of harðorð til að birt- ast, og annað nafnlaust að aukL en hér birtist kafli úr þriðja bréfinu: „Þama er um að ræða lítið býli inni í miðju og mjög fjöl- mennu íbúðarhverfL sem byggzt hefur á síðari árum og er enn að stækka. Þegar borgir eru að byggjast, vilja oft verða árekstrar milli borgarbúa og eigenda þeirra sveitabæja, sem úthverfin leggja smám saman undir sig. Þegar sveitabæirnir eru á sjálfu borgarlandinu, verða þeir að sjálfsögðu að hverfa fyrr eða síðar af mörg- um ástæðum, ekki sízt af heil- brigðisástæðum. Fá bændurnir Bshúsið lokað vegna sumar- leyfa Höfn, Homafirði, 23. júlí. ÍSHÚSIÐ hér verður lokað nú 1 vikutíma og fer starfsfólkið f sumarfrí. í íshúsinu vinna 70 manns þegar flest er. Þar hefur verið mikið að gera að undan- förnu. Unninn hefur verið hum- ar og koli en humarbátarnir hafa fengið sæmilegan afla, sömuleiðis bátar þeir sem stundað hafa drag nótaveiðar. Héðan eru nú 5 bátar að hum- arveiðum og 3 við dragnótaveið- ar. — Gunnar. þá oft nokkurn frest til þess að flytjasfs til þess að koma sér fyrir að nýju annars staðar. í þessu tilfelli virðist þó ekki um búskap að ræða, sem framfleyti þeim, er þarna búa. Búskapur- inn sýnist ekki rekinn í ágóða- skyni, heldur til eins konar skemmtunar íbúunum, og mun hann hafa verið leyfður þarna á sínum tíma, þegar byggð var lítt eða ekki tekin að rísa á þessum slóðum. Nú er hins vegar svo komið, að búrekstur þessi á alls ekki heima barna lengur. Þarna eru aldar gæsir, endur og kindur, en búskapnum fylgir óhjá- kvæmilega ýmislegt ógeðslegt, sem ekki á að líðast í íbúðar- hverfi. Rottugangur er óvenju- mikill í umhverfinu, mikið er um skítugar villidúfur, og flugnapestin er orðin óþolandi fyrir nágrannana. Reykjavíkurborg rekur tvð barnaheimili og sundlaug við hlið þessa býlis, og ætti að láta málið til sín taka þegar af þeirri ástæðu. Ef ekki þykir fært að leggja þennan búskap tafarlaust niður, t.d. vegna gam als leyfis, verða viðkomandi borgaryfirvöld að sja til um að halda öllum sóðaskap í sam- bandi við hann á lágstigi, svo sem með því að eitra rækilega fyrir rottur, flugur og dúfur i haugunum”. Velvakandi vonar, að ekki þurfi fleiri skrif hér um, en hann mun fylgjast með málinu. Nýtt simanúmer: 38820 BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Lágmúla 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.