Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 11
SunnudagUT 25. Júlí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 11 gera ætti þennan nýja veg, m.a. vegna þess að ekki var til góður ofaníburður meðfram garnla veginum, og auk þess taldi hann ekki að einn vegur mundi anna umferðinni, ems og á daginn kom. Við Þing- vallaveginn unnu margir vega- vinnuflokkar. Þá var allt hand unnið, nema hvað hílar voru notaðir til að aka slitlaginu á veginn. Oftast unnu þar milli 30 ©g 40 menn, og Bíðasta vorið fyrir hátföina allt að 80, þá voru veru- bílarnir flestir 24, auk 20 hestvagna. >á var meðaldag- kaup 11 króniu fyrir 10 tffha vinnu Síðustu dagana fyrir há- tíðina fór ég til Reykjavíkur að sækja kaupið, það var hálfs mánaðar kaup handa mann- skap og bílstjórum, kr. 24 þús. IÞað þótti Ásgeiri Ásgeirssyni, skrifstofustjóra hjá Vegagerð- inni, miklir peningar og spurði þegar ég sótti þá í skrifstafu hans: „Ertu bara á einum bíl!“ Ég sWldi að þetta var háð- glettni. Aiþingidhátíðarvorið var rigningarsamt og vegamála- stjóri óttaðist að ekki mundi hægt að fullgera veginn fyrir hátíðina, en síðustu vikurnar stytti upp og verWnu miðaði mjög vel áfram, og svo bætti ekki sízt úr skák, að góður of- aníburður fannst við Bugðu. Hann hefur alltaf síðan verið notaður, en er nú orðinn af skornum skammti. Nýi vegur- inn var vígður með rommi hér við Sauðafell, líHega einasti vegurinn á landinu, sem svo mikið hefur verið haft við. Þegar við ókum frá Leir- vogsvatni austur heiðina, sagði Jónas í Stardal mér frá því, að sunnan við Alþingishátíðar- veginn, væri hin forna Þing- vallaleið og má enn glöggt sjá götutroðninga Leið þessi lá frá Reykjavík upp Mosfellsdalinn inn svonefnd Köldukvíslarvöð, þar sem fara þurfti 8 sinnum yfir ána. Síðan var haldið upp hjá Skeggjastöðum sunnan Stardals og norðan Leirvogs- vatns, sunnan Illaflóa, sem er mýri með heiðarjaðrinum sunn- an Sauðafells. Þá austur að Moldbrekkum, þaðan um Þrí- vörðu og Vilborgarkeldu, þar sem nýi og gamli vegurinn mætast. Hann sagðist ekki vita til að neinn þekkti uppruna þessa síðastnefnda örnefnis, en það kemur fyrst fyrir í Harðar eögu Hólmverja Úr keidunni lá vegurinn að Kárastöðum um Skáiabrekkuháls, og loks eftir fcallanum sunnan við Almanna- gjá, þar sem nú eru sumarbú- ttaðir. Þar er vegurinn horfinn vegna þess að landið seig, að öllum líkindum á árunum 1783 til ’85 þegar LaW gamli hreytti úr sér óntunum yfir landsfólk- ið. Guðmundur Davíðsson, fyrr um þjóðgarðsvörður, sagðist hafa íundið leifar gömlu göt- unnar i fjöruborði Þingvaila- vatns, og virtist hún hafa sokk- ið um alin. Margar götur lágu til Þing- valla úr vesturátt; t.d. komu Kjósæringar og Skordælingar yfir Kjósarskarð, sem liggur •nilli Kjalar og Skólafells, um það rennur Laxá úr Stíflisdals- vatni; héldu þeir siðan austur Kjósarheiði, en svo heitir há- lendið milli Selkots og Kára- etaða, þar sem enn liggur reið- vegurinn um þessar slóðir. Jönas í Stardal sagði, að ör- nefnið Kjósarheiði benti til að Stíflisdalur hefði fylgt Kjós- inni til forna, þó hann kæmi eíðar meir undir Þingvalla- hirkju. Selkot var að öllum líkindum hjáleiga frá Stíflis- dal, eða jaínvel frá Seli á Þingvöllum. Nú eru bæði Stífl- isdalur og Se’lkot í eyði. Abúð í Stíflisdal hélzt þar til í fyrra, en Selkot lagðist af um 1950. Og Jónas hélt áfram: — Bóndinn sem þar bjó milli 1860—70, Sigurður að nafni, átti 14 eða 15 börn. Magnús, faðir minn, man vel eitir honum. Til þess var tekið aö aldrei sást rifa í flík, sem Selkotsbörn voru í, en stund- um voru bæturnar aftur á möti í öllum regnbogans litum. Þarna í kotinu ríkti mikil hirðu semi og ómenguð gleði á heim- ilinu, sagði faðir minn mér. Síð an hafa ýmsir búið í Selkoti. Miklar ættir eru komnar frá Sigurði og konu hans, og stund um talað um Selkotsætt. Og nú benti Jónas á Stíflis- dalinn og vatnið, og enn austar í dalkrikann, þar sem stendur Selkot, en sést ekW frá veg- inum. Svo einkennilega vildi til að ég hafði komið að Sel- koti í sept. í fyrra, þá var heiðin rauð glóð af lyngi. Við Bjarni Renediktsson höfðum gengið frá Brúsastöðum eítir hinum forna reiðvegi Kjósær- inga og skoðað eyðihýlið. Síð- an hefur það eftlega leitað á hug minn eins og vörðubrot úr síkvikri fortíð. 5. Við Ölfusvatn hið forna Við vorum komnir á Þing- völl. Dum.bungur lá yfiri þess- um ginnhelga stað, eins og öll saga Drekkingarhy'ls væri skráð á velkt bókfeil skýjanna. Hér hittust þeir, hér hættu þeir að vera víkingar, gerðust héraðsríkir bændur. Ekki þykir mér lengur sérstaklega minnis- stætt að koma á Þingvöll. Stað- urinn og saga hans eru að vísu ævintýri en þetta ævintýr er svo rótgróið brjósti hvers ís- lendings, að um það þarf hvorW að hugsa né tala. Þing- vellir í hugum íslendinga er jafn sjálfsagður hlutur og blóð renni um æðar. Þegar blóðið storknar, deyr líkaminn. Þegar Þingvellir hætta að vaxa í hjarta íslendingsins, deyr land- ið í brjósti hans. Þegar við ókum yfir brúna á Drekkingarhyl, titraði hún und- an þunga bílsins. Þannig hefur íslenzk kona fundið á þessum stað titring lögspekinnar hrísl- ast um hverja taug, hverja si'n. Hvað var helvíti Dantesar á móti þeim dauðans ugg, sem lagði af þessum stað? Og ósálf- rátt þakkar maður guði fyrir að hafa ekki hlotið þau vafa- sömu forréttindi, að vera á miðöldum íslenzk kona og ást- Iheit. En þegar út í slíkar ó- göngur ímyndunaraflsins var komið lét Jónas í Stardal til sín heyra, og fræddi okkur m.a. á því, að Þingvallarétt hefði alltaf verið á mánudegi í 22. viku sumars. — Þegar óg var ungur mað- ur, sagði hann, var siður að halda réttarbail upp við rétt- ina, sem þá stóð á öxarárbökk- um. Þá var margt æskufólk í Þingvallasveit og vakað alla nóttina við réttina, leikið og dansað. 1912 vorum við að stejrpa Öxarárbrúna og lágum í tjöld- um í gjánni. Þessi brú, sem við nú fórum yfir, er að stofni til gamla brúin, sem við þá steyptum, en hún var breikkuð til muna fynr Lýðveldishátíð- ina. 1896 var set* trébrú yfir Drekkingarhyl, þar var hún þangað til við steyptum nýju brúna 1912. Trébrýrnar entust illa, þær fúnuðu fljótt. Jæja. Þegar við vorum við brúar- smíðina, héldum við réttarball- ið í Valhöll, þar sem hún stóð nyrzt í skeifunni milli Öxarár og vegarins heim á Þingvöll. Síð an var það alltaf haldið í Kon- ungshúsinu, sem reist var 1907 og þá stóð í nallanum skammt norðan við gömlu Valhöll. Konungsíhúsið var flutt 1929, og stendur nú sunnan við nýju Valhöll, og gengur undir nafn- inu Ráðherrabústaður, eins og þú veizt. í Konungshúsinu var réttar- ballið haldið í mörg ár. Þar var dansað í einni stofunni, en veitingar í annarri .Ekki var leyfilegt að koma inn í þá þriðju, þar sem konungshús- gögnin voru. Oft var farið í leiki á böllum þessum og rím- ur kveðnar. Þarna spilaði ég oftast á harmoniku, enda hlaut ég snemma það virðingarstarf að vera fyrsti spilari kvenfé- lagsins í Þingvallasveit. í Konungshúsinu voru góðar gleðir og margur skémmti sér vel. Þá þótti ekki fínt að láta ungar stúlkur s;iá á sér vín, en einstaká karl fékk sér lögg. Svo benti Jónas á græuar tættur austan undir Lögbergi og sagði að þar hefði Snorra- búð staðið. Jónas kallaði hana stekk. Hann var reiður ungur maður. Hvar skildi hann nú ala manninn? Hinn forni vegur frá Almannagjá lá gegnum skarðið vestan við Snorrabúð, og var flóraður grjótíhellum, en gamla Þingvallaleiðin lá öll um giána, a.m.k. eftir 1785, þegar vegur- inn meðfram vatninu var sokk inn. Frá Snorrabúð lá leiðin niður að vaðf á ánni. Þar gengu menn á hólm, þegar ís- land var enn spennandi stór- veldi. Þegar við nokkru síðar ók- um nýju leiðina austan Meyj- arsætis á leið til Uxahryggja, benti Jónas í Stardal einnig á flóraðan helluvegg, sem liggur upp kleifina meðfram nýja veg- inum, sem nú er. Þessi gata er án eía mjög gömul, alls ekki yngri en frá tímum Bjarna Thorarensens, og líkJega miklu eldri. Bjarni lét Xyrstur manna ryðja Kaldadal og Skúlaskeið, sem liggur suðvestan undir Langjökli. — Ég sakna þess að vegurinn yfir Skúlaskeið var lagður niður, segir Jónas í Stardal. Þar er einihver mesta grjóturð sem til er á Islandi og sérkennileg að því leyti, auk þess sem þjóðsagan og Grímur gamli Thomsen varpa ævintýra ljóma á þessar slóðir; loks er leiðin lengd til muna með því að færa hana norður að Geitá. En hitt er rétt, hélt hann á- fram, að sú leið sem nú er far- in, er snjóléttari. En leiðin sem Bjarni lét ryðja, er undragóð vegna þess að botninn á göt- unni er harður og sléttur sand- ur. — Ég held að segja megi að Bjarni Thorarensen sé fyrsti valdsmaður hér á landi, sem lætur ryðja fjallvegi. Ég hef heyrt sagt að hann hafi látið ryðja Holtavörðuheiði. Það hef- ur verið snemma á 19. öld. 1 Hrafnhólum, neðan Tröllafoss, bjó á síðustu öld maður sem Kristján hét Bjarnason, og hafði tekið þátt í ruðningn- um á Holtavörðuheiði. Móðir mín, sem var alin upp í Þver- árkoti sagði mér af honum, hún mundi hann vel. Harm var ekki við alþýðuskap. Kristján þessi var faðir Kristjáns krumma, sem gamlir Reykvíkingar kann ast við. Sá var vatnskarl bg verkamaður í höfuðborginni. Þegar komið var að Bisk- upsbrekku, létum við stöðva bifreiðina með þessum orðum Jónasar í Stardal: — Þórður hreppstjóri í Móum á Kjalar- nesi, faðir Björns Þórðarsonar, sagði eitt sinn, að það værj lít- ið land að komast með kaffið út úr landareigninni, eins og hann orðaði það. Og ísland er ekki litið land, ekki einu sinni á tímum nýmóð ins tryllitækja. Þess vegna þurftum við að skreppa út og anda að okkur. Hér dó Vídalín og nú hafa þeir reist honum kross. — Það þótti mér vænt um, sagði Jónas í Stardal og löenti. Upp af Biskupsbrekku eru HaJIbjarnarvörður, hélt hann áfram. Þær draga nafn af Joar- daga þar á hæðunum eins og sagt er í Landnámu. Þarna féll Hallbjörn Oddsson, HaUsteins- sonar, frá Kiðjabergi i Grims- nesi. Nafni HalJbjöms er tengd mesta harmsaga, sem til er í fornum islenzkum heimildum. Hallbjöm bjó ásamt Hallgerði Oddsdóttur, konu sinni, dóttur Tungu-Odds, að Breiðabólstað í Hálsasveit, skammt þar frá sem nú stendur Reykholt í Borgar- firði. Þegar hann flyzt um vorið frá Breiðabólstað að Kiðjabergi, hyggst hann auðvitað hafa konu sína með. Hallgerður var bezt hærð kona á íslandi, næst nöfnu sinni snúinbrók. Hún situr i dyngju sinni og kembir hár sitt þegar Hallbjörn gengur til henn ar og biður hana tygja sig til ferðar. Hún svarar engu. Hann tekur til hennar, hún hreyfist eigi, og í annað skipti, en situr við hið sama. Hann elskar hana svo mjög, að -hann getur ekki sfeilizt við hana lifandi ■— en þar var Snæbjörn galti, eins og sagan segir. Hafði hann verið á Breiðabólstað um veturinn, ung ur maðúr og gjörvulegur. Með- an þessu fer fram í skálanum, gengur TTmgu-Oddur til fjár- húsa og vill ekki vera heima því hann býst við að eitthvað muni gerast tíðinda, enda stóð ekki á því. Þegar Hallgerður vill ekki fara með Hallbirni bónda sínum, kveður hann fallega vísu um ást þeirra, og má skilja vísuna svo, að hann sé leik- soppur Hallgerðar. Síðan snýr hann hár hennar um hönd sér, heggur af henni höfuðið og ríð- ur af stað. Tungu-Oddur fær Snæbjörn galta til að sjá um eftirreiðina og hittast þeir hér á vörðunum. f bardaga falla fimm af Snæ- bimi galta og Hallbjörn og báð- ir fylgdarmenn hans. Þennan atburð verður að skilja réttan, segir Jónas í Stardal að lokum. Það var ekki af ástleysi eða hefndarþorsta, sem Hall- björn drap konu sína held- ur af öðrum hvötum. Mér sýnist af sögunni að helzt hafi hann viljað falla sjálfur í bar- daganum við Snæbjörn galta og menn hans. Ástin í gamla daga — nei, hún var ekki veik sem bóla. Þá var allt sterkt og skil- yrðislaust. í Hvalfirðinum kunni Jónas í Stardal sWl á öllum örnefn- um. Á leiðinni um fjörðinn var ég að reyna að spyrja hann um búskapinn, en örnefni og fornar sagnir af köppum og kvenskör- ungum trufluðu frásögnina, sem hefur verið eitthvað á þessa Jeið: Vegavinnulaunin?....... hér heitir Hlaðftxamar og þarna í botni Hvalfjarðar eru Sildar- mannagötur....... já, vega- vinnulaunin gat ég alltaf lagt í jarðrækt og aðrar framkvæmd ir á jörðinni....þessar klapp ir þarna rétt sunnan við Botns- ána heita Hlaðhamar eins og ég sagði....... hér segir sag- an að hafi verið layggt hafskip úr íslenzkum skógi.....en bú- ið stóð alltaf noltkum veginn undir sér........ og þarna nokkru vestar er Kötlugjá, hamra)>elti með skútum....... þar framdi Katla nornin móðir Refs í Brynjudal seyð sinn gegn Hólmverjum....... og enn litlu vestar, þarna á sandtanganum heitir V íðf örulsnes.....þar var farið á fjöru yfir í Þyrils- hlíðina..... en búskapurinn hefúr hvorki hjá mér né öðr- um lagt neitt til að ráði...... hvorki við jarðrækt né bygging arframkvæmdir...... þama húkir æðarfuglinn á Víðföruls- nesi, skaut ég inn í...koll- urnar eru Jrreyknar af stálpuð- um ungunum sínum, en blik- inn kominn með farandssnið. . þarna er Kattarhöfði sagði þá Jónas í Stardal....... þarna Steinkirkja og Flugugil........ og svo Bárðarhellir, kenndur við Bárð Snæfellsáss........... þ.e.a.s. hann var þarna í Brynju dalsfossinum en hvarf þegar fossinn var sprengdur .... og svo eru hér Rauðuskriður (hann bendir)......... Þránd- arstaðarhlíð.....Fossá og þar austur af Dauðsmannsbrekka þar sem þjóðsagan segir að ferðamaður hafi verið drepinn til f jár á síðustu öld (hristir höf uðið) . . . Hvítanes (bendir enn) . . . þessi hóll þarna heit- ir Snasi, þar sem setuliðið hafði muJningsvélar . . . (ég var orðinn ruglaður í höfðinu, þetta var eins og þegar ég átti samtaJið forðum daga við Lax- nes um Gerplu) . . . . já, ég átti alltaf duglegt fólk heima í Stardal og svo Kristrúnu konu mína . ... og svo ætla ég að biðja þig um einn hlut, sagði hann enn, — að tala ekki um Staupastein þegar við komum þangað . . . hann heitir Skeið- hóll, og alltaf sagt í gamla daga: Presturinn á Skeiðhól eða Karlinn í Skeiðhól . . . það er aðeins til einn Staupasteinn í landinu svo mér sé kunnugt, hann er í Skálholti . . . á hóln um vestan við steininn mundi ég halda að séu Þórishólar, þar sem Hvamm-Þórir féll fyrir Ref í Brynjudal . . . Þeir deildu um kúna Brynju eins og segir í Harðarsögu, enda var hún Auðhumlu líkust. Og þarna . .. og þarna . . . Við vorum komnir undir Reynivallaháls. Ég horfði í svifhæðina, þar sem örninn góði átti að kljúfa öldur lofts- ins við þvergljúfur og hamra- borgir. En hann var ekki heima eins og þeir læknarnir Bjöm og Úlfar höfðu komizt að orði kvöldið góða. Seinna ber fund um okkar kannski saman, þá hef ég lært öll örnefnin hans Jónasar í Stardal og verð við- ræðuhæfur við erni og menn. Þangað til ætla ég að geyma í minni, hvernig Hvalfjörður- inn hvítnaði af kjóabringum. M. Sumarrýmingarsala Á mánudag hefst rýmingarsala á dömu- peysum, dömublússum og barnapeysum. Vörur þessar verða seldar á mjög hag- stæðu verði. — Notið þetta sérstaka tæki- færi fyrir verzlunarmannahelgina. Verzlunin Ása Skólavörðustíg 17B — Sími 15188. StaHa forstjóra Rannsóknastofnunar landbúnaðarins er laus til um- sóknar. — Laun samkvæmt hinu almenna launa- kerfi ríkisstarfsmanna. — Umsóknir sendist fyrir 5. ágúst nk. til landbúnaðarráðuneytisins. Landbúnaðarráðuneytið, 22. júlí 1965. Áfengis og tóbaksverzlun ríkisins tilkynnir Útsala vor að Skúlagötu 6 er flutt að LINDARGÖTU 46.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.