Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 14
14 MOHGUNBLAÐID Sunnudagur 25. júlí 1965 Útgeíandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. SÍLD VEIÐARNAR „...Og olían flæddi um alla ströndina" Sagan af mistökum, og hvernig F’nn sem komið er hafa sfld- ^ veiðarnar fyrir Austur- landi gengið heldur treglega og aflamagnið, það sem af er vertíðinni, til muna minna en á sama tíma í fyrra. Við Vest- mannaeyjar hefur hins vegar veiðzt töluverð síld, og nú hafa nokkur skip leitað á mið við Hjaltlaftd, þar sem Norð- menn hafa aflað mikið að und aijförnu. Við upphaf sfldarvertíðar- innar var ljóst, að erfitt mundi að spá um síldargöng- ur í sumar, vegna hinna ó- venjulegu aðstæðna í sjónum, þar sem kaldir straumar eru enn mjög sterkir. Fiskifræð- ingar okkar, sem stundað hafa rannsóknir á síldarmið- unum fyrir austan í sumar, benda þó á, að mikil síld sé í sjónum fyrir Austurlandi, en erfitt hefur reynzt að veiða hana vegna þess, að hún hef- ur enn ekki safnazt saman í stórar torfur. Þeir telja hins vegar verulegar líkur á, að síldaraflinn aukizt, þegar líða tekur á sumar og haust. Á sama tíma og síldarleysi er á Austfjarðarmiðum, ber- ast fregnir af mikilli síld á miðum við Hjaltland og þeg- ar hafa nokkrir síldarbátar farið á þau mið, en aðrir bíða átekta eftir veiðifregnum af þessum miðum. Þetta sumar hefur því enn einu sinrii sýnt okkur duttl- unga síldarinnar, sem um lang an aldur hefur verið aðalaf- komuvon stórra landshluta. Tæknin hefur tryggt hinar auknu veiðar á síðustu árum, en síldin virðist kunna ráð til að standast henni snúning. En jafnframt hefur komið í ljós, að við erum nú miklu betur undir það búnir að takast á við duttlunga síldarinnar. — Hinir stóru og glæsilegu síld- arbátar, sém komið hafa til landsins undanfarin ár, eru mikil skip, sem sótt geta á fjarlægari mið en minni bát- arnir gátu. Það verður þess vegna athyglisvert að fylgj- ast með veiðum íslenzkra báta við Hjaltland, en sú stað- reynd, að þangað eru þegar komnir nokkrir bátar, sýnir okkur, að íslenzkir sjómenn og útgerðarmenn eru vak- andi fyrir öllum tækifærum, sem gefast óg hata framtak til að leita síldarinnar, þar sem hana ef að fá. Þótt lítið hafi veiðzt hingað til, er þó ástæðulaust annað en að gera sér góðar vonir um framvindu mála, þegar líða tekur á sumarið. Fiskifræðing ar oklcar hafa sýnt það áður, um göngur og háttalag sfldar- innar og hafa reynzt ótrúlega sannspáir um veiðihorfur. Við hljótum því að vera von- góðir um, að aflinn glæðist, þegar líða tekur á sumar og kemur fram á haust. HEYSKAPAR- HORFUR ótt síldveiðarnar hafi geng- ið treglega hingað til, hef- ur annar aðalatvinnuvegur landsmanna, landbúnaðurinn, átt við nokkru betra árferði að búa. Heyskapur hefur yfir- leitt gengið bærilega, víðast hvar um landið, en miklir erfiðleikar hafa skapazt á Austurlandi vegna kal- skemmda í túnum. Halldór Pálsson, búnaðar- málastjóri, skýrði frá því í Mbl. í gær, að um sunnanvert landið og Vesturland hafi heyskapur gengið vel, það sem af er sumri, en þótt gras- spretta hafi verið góð á Vest- fjörðum, hefur tíðarfar til hey skapar verið slæmt. Víðast hvar um Norðurland hefur heyskapur verið í góðu meðal lagi allt að Norður-Þingeyjar- sýslu. Um heyfeng á Austur- landi, segir búnaðarmála- stjóri, að erfiðara sé að spá, þótt gras sé nú að koma upp. Aukin vélvæðing hefur breytt miklu í landbúnaði okkar og nú heyja tiltölulega fáir menn miklu meira, en fleiri gerðu áður fyrr, með handverkfærum einum sam- an. Tæknin hefur einnig orð- ið til þess, að bændur eru nú ekki jafnháðir tíðarfari og áð- ur. Votheysverkun hefur auk- izt mikið í landinu og þar með gjöf votheys. Bændur virðast hafa mis- munandi skoðanir á því, hversu mikið vothéy gef a megi sauðfé. Sums staðar á landinu mun það orðið all- algengt, að sauðfé sé gefið töluvert vothey, en annars staðar hefur reynslan af því orðið verri. Allt ber þó að sama brunni í aðalatvirinuvegum okkar, sjávarútvegi og landbúnaði. Vélvæðing og aukin tækni hafa auðveldað okkur að kljást við óblíð og duttlunga- full náttúruöfl. En kalskemmdir hafa þó tvisvar á örfáum árum valdið miklum búsifjum á Austur- landi og þegar slíkt gerist er ekki nema eðlilegt, að aðrir aðilar hlaupi undir bagga og aðstoði bændurna við að köm- slíka erfiðleika. fyrir þau SJÖTTI flotinn, bandaríski, hefur um langt skeið verið við gæzlustörf á Miðjarð- arhafi, og m.a. tekið þátt í beinum aðgerðum, t.d. þeg- ar fluttir voru hermenn og settir á land í Beirut 1958. Nýverið dró til tíðinda við Cannes, á Miðjarðar- hafsströnd Frakklands, er eitt skipa flotans, flugmóð- urskipið Shangri La, lagð- ist þar við festar. Sjóliða einum var skipað að hleypa úr vatnstönkum skipsins en honum urðu á mistök, svo að mikið magn af kol- svartri hrennsluolíu rann út í hlátt Miðjarðarhafið, rétt utan við baðströndina frægu. Skýrt var frá því í fréttum, hvað komið hafði fyrir, en nú hefur verið skýrt frá eftir- leiknum, sem varð all söguleg- ur. Það var kona ein, sem var á sundi, sem fyrst varð olí- unnar vör. Hún synti í ofboði í land, og sagði, að þykkt olíu- lag væri að berast að landi. Ráðamenn á staðnum fvllt- Fyrirmynd Heming- ways? Míanó, 23. jú'Ií (AP). ÍTöl.SK kona hefur 9kýrt frá því, að bandaríski rithöfundur- inn Erpest Hemingway hafi haft hana að fyrirmynd einnar af söguhetjum sínum og var bætt ust skeflingu, og réðust svo harkalega á yfirmenn skipsins í orði og verki, að fullyrt er, að sjálfum DeGaulle, sem ekki er beint þekktur fyrir aðdáun sina á Bandaríkjunum, mundi hafa ofboðið, hefði hann verið viðstaddur. „Heim með Amerikanana", hrópaði einn strandeigend- anna, trylltur af reiði. „Þetta er ólýsanlegt“, sagði Roger Rappaceau, ritari strandeig- endafélagsins. Borgarstjórinn í Cannes, Bernard Comut- Gentille, safnaði þegar í stað að sér lögfróðum mönnum, og lét semja ákæruskal, sem síð- an var sent með hraðbát um borð í Shangri La. Ráðamenn í Cannes töldu, að öll baðströndin yrði ónot- hæf í að minnsta kosti hálfan mánuð, og máttu vart mæla, því að aðal ferðamanna- straumurinn var framundan. Viðbrögð Robert Lee Town- send, bandaríska aðmírálsins, urðu á þann veg, að hann krafðist þess, að allur sjötti flotinn yrði kvaddur til Cann- es, ef nauðsynlegt reyndist. Townsend gaf út skipun um, að sjóliðar skyldu hreinsa ströndina á einum sólarhring. skrifað söguna „The old Man and the Sea“ fyrir hana. Kona þessi, Adriana Ivancich Biagini, er 35 ára gömul og gift Friédrioh von Rex, þýzkum greifa. 1 ítölsku tímariti, Epoca sagði frá því fyrr í þessari viku, að hún hefði hitt Hemingway á andaveiðum á ítalíu 1949, þegar hún var 19 ára gömul og átti heima í Feneyjum. Hefði hún orðið rithöfundinum fyrirmynd- in að hinni 19 árá gömlu aðats- Ralph Lincoln Werner, lét menn sína þegar taka til starfa, og var grafinn skurður til að hindra, að olían næði lengra upp á ströndina. Síðan var sett í gang loftbrú milli Napoli á ítalíu og Cannes, og fluttu stórar flutningaflugvél- ar mikið magn af sandi, sem skyldi koma í stað þess, sem eyðilagzt hafði. Þá komu til þyrlur, sem sökktu olíulaginu í sjónum með því að varpa niður 2Vz tonni af silicone. Aðrar flugvélar fylgdust stöð- ugt með árangrinum, og gáfu reglulegar skýrslur. Er kvöldaði, var komið fyr- ir sterkum ljóskösturum, og verkinu haldið áfram. Að 20 klukkustundum liðnum, sást hvergi dökkur blettur á sand- inum. „Kraftaverk", hrópaði Hr. Rappenceau. „Formidable", sögðu aðrir. Skrifstofa borg- arstjórans í Cannes átti engin orð til að lýsa aðdáun sinni, og sagði, að frönsk blöð hefðu gert allt of mikið úr óhapp- inu. „Við vorum skelfingu lostin“, sagði kona ein, „en ströndin hefur aldrei verið svona hrein. Franskur ferðamaður hafði síðasta orðið: „Þeim verða oft á skyssur, Bandaríkjamönn- um, en þeir bæta fyrir þær á þann hátt, að jafnvel þeir hugmyndaauðugustu standa uppi orðlausir". unni „Across the River and into the Trees“. en hún gerist að mestu í Feneyjum. Frú Biagini skýrir ennfremur frá því, að Hemingway hali m.a. sagt einu sinni við sig, að hún hefði veitt honum aftur getuna til þess að skrifa. Henni væri það að þakka,; að hann hefði getað lokið við fyrrgreinda skáldsögu síha. Nú mun ég skrifa aðra bólc fýrir þig og hún mun verða mitt bezta verk. Hú« mun fjaHa um„ gamlan'mann og hafiö «ð þeir eru manna fróðastir | aist í gegnum einnig konu frá Feneyjum í skáldsög- Skipstjórinn á Shangri La,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.