Morgunblaðið - 26.10.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.1965, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. október 1965 Ötgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ri ts t j órnarf ull trúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. FRAMSÓKN KREFST NÝRRA HAFTA /^reinilegt er, að Framsókn-[ " arflokkurinn er nú að hefja harða baráttu fyrir því, að íslendingar taki aftur upp haftabúskap fyrri ára, og felli niður þá frelsisstefnu, sem ríkt hefur í viðskipta- og at- vinnulífi á tímum Viðreisnar- stjórnarinnar. Framsóknar- menn virðast nú telja, að at- vinnufyrirtæki þeirra stand- ist ekki einkafyrirtækjum snúning, meðan frelsið ríkir, og þess vegna leggja þeir nú megin áherzlu á, að hafta- stefnan verði tekin upp á nýj- an leik. Þessi eindregna krafa Fram sóknarmanna um nýja hafta- og skömmtunarstefnu, kem- ur fram í túlkun málgagns þeirra á „hinni leið“ Eysteins Jónssonar, en hann leggur sérstaka áherzlu á „skynsam- lega niðurröðun verka“ í þjóð arbúinu. í þessu sakleysislega orða- vali er fólgin ákveðin krafa um nýjar hömlur og ný höft á atvinnu- og viðskiptalíf í landinu. Þetta verður ljóst, ef menn velta fyrir sér svar- inu við einfaldri spurningu: Hvernig verður „niðurröðun verka“ fyrirkomið. Ljóst er, að það verður einungis gert með tvennu móti. Annars veg ar með því að taka upp hafta- stefnu á ný, setja upp nýttfjár hagsráð, sem úthluti mönn- um leyfúm til þess að gera þetta eða kaupa hitt. Þetta var það ástand, sem ríkti hér meira og minna frá stríðslok- um og fram að tímabili nú- verandi ríkisstjórnar. Hins vegar er hægt að framkvæma þessa „hina leið“ Eysteins Jónssonar, með því að leggja mjög aukna skatta á ákveðin atvinnufyrirtæki í landinu til þess þar með að gera þeim ókleift að safna svo miklu fjármagni, að þau geti ráðist í framkvæmdir, sem að mati Framsóknarforingjanna eru óæskilegar. Það er því orðið alveg ljóst af orðum Eysteins Jónssonar og af túlkun Tímans á þeim orðum, að Framsóknarmenn eru beinlínis að krefjast þess, að sú hafta- og skömmtunar- stefna, sem hér ríkti fyrr á árum, verði tekin upp á ný, eða þá að nýjar stórfelldar skattaálögur verði lagðar á þau fyrirtæki í landinu, sem Framsóknarmenn telja, að ekki beri að leyfa fram- kvæmdir og framtak. Þetta er kjarninn í „hinni leið“ Eysteins Jónssonar. Það er krafan um ný höft og nýja skatta. Ekkert sýnir betur úr- eltan og gamaldags hugsunar hátt Framsóknarmanna. Það eina, sem þeir geta boðið kjós endum upp á, sem frábrugðið er stefnu núverandi ríkis- stjórnar, eru hin gömlu höft og hömlur, og stórfelldir aukn ir skattar til þess að draga úr framtaki og framförum í land inu. BROSLEGIR TILBURÐIR að hefur verið býsna fróð- legt og skemmtilegt að fylgjast með viðbrögðum manna í ýmsum löndum við Vínlandskortinu, og þeim á- lyktunum, sem fræðimenn í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa dregið af fundi þess. Sérstaklega hljóta viðbrögð ýmissa stjórnmálamanna í Bandaríkjunum að þykja bros leg í augum okkar íslendinga. Innflytjendur frá Ítalíu eru þar fjölmennir og greinilegt er, að ýmsir minniháttar stjórnmálamenn þar vestra hafa þotið upp til handa og fóta til að tryggja sér fylgi innflytjenda af ítölskum ætt- um, og þá gjarnan viðhaft hin háðulegustu orð um vík- inga, jafnvel haft við orð, að lítið sjáist af víkingum á göngu um New York, en mik- ið af ítölum. Þessar raddir hafa heyrzt alla leið inn í hið virðulega þing Bandaríkja Norður- Ameríku, svo að sjá má, að stjórnmálamönnum þar vestra hefur þótt mikið við liggja, að taka upp hanzkann fyrir Kolumbus, og firra Leif okkar Eiríksson öllum heiðri af fundi Ameríku. Annars er það svo, að stjórnmálabaráttan í Banda- ríkjunum kemur okkur ís- lendingum, og vafalaust flest um Norður-Evrópumönnum, stundum einkennilega fyrir sjónir. Til dæmis birti Morgunblaðið síðastliðinn laugardag mynd af Banda- ríkjaforseta, þar sem hann var að sýna fréttamönnum og ljósmyndurum skurð þann, sem gerður var á honum fyrir skömmu. Líklega mundi slíkt ekki þykja við hæfi hér á landi eða í Evrópu, en í Banda ríkjunum hefur verið fylgzt með skurðaðgerðinni á John- son forseta af mikilli athygli og gaumgæfni, og mikið um hana skrifað í bandarísk blöð. Auðvitað eru þessir sér- kennilegu þættir í bandarísk- um stjórnmálum fyrst og fremst óvenjulegir í okkar aug UTAN ÚR HEIMI / v \ Þar f á börn byss- ur í vöggugjöf SKAMMT frá milljónaborg'- inni Napóli á Suður-ltalíu er smábærinn Albanova, sem frægur er að endemum fyrir þá sök, að þar eru morð og meiðingar tiðari en á nokkr- um öðrum stað sem vitað er um í viðri veröld. í Albanova eru börnin alin upp í guðsótta og góðum sið- um, þau sækja kirkju öllum stundum og sunnudagaskóla og tiiibiðja heilaga Guðsmóð- ur af engu minni innileik en önnur ítölsk börn. En þegar minnzt er orðg Jesú um að bjóða fram hinn vangann, þá maður er sleginn kinnhest á annan, horfir málið öðru vísi við. íbúar Albanova, ungir sem gamlir, eru því ekki van- ir að sýna í verki kristilega þolinmæði og umburðarlyndi. Þeim verður það venjulega fyrst fyrir að grípa til byss- unnar. Því er það, að á einu ári eru í Albanova framin 6 morð og skráðar 68 morðtilraunir. Auk þess eru svo 284 teknir hönd- um fyrir alvarlegar líkams- meiðingar á náungum sínum og 418 kærðir fyrir minnihátt ar líkamsmeiðingar. Allt deil- ií.t þetta niður á réttra 30.000 manna bæ. Þar kemst sú fræga borg Chicago hvergi nærri. Annað er það, að í Alban- ova ganga menn ekki af öðr- um dauðum eða limlestum í ábataskyni, heldur er þar í veði heiður manna og æra að láta aldrei í minni po'kann. Og það geta fleiri skilið á Ítalíu en í'búar Albanova ein- ir, að maður skjóti annan til bana fyrir að hafa afvega- leitt unga stúlku, eða að pilt- ur hatizt við föðurmorðingja sinn og sé laus höndin þegar X Albanova bera margir sorg- arklæði effa svart band um ermi alla ævi. Blóffhefndin sér fyrir' því og byssugleffi íbúanna. hann er annars vegar. En jafnvel á Ítalíu þykir það ganga nokkuð langt, að rakari skjóti viðs'kiptavin, sem mislíkaði klipping hjá hon- um, eins og rakaranum í Albanova varð á einhverju sinni. Sá hinn sami hafði öðru sinni í flimtingum holdafar eins nágranna síns, sem ekki hafði byssuna við hendina en beitti orðsins brandi af því- Sóknarpresturinin stríffir við þaff daga og nætur aff inn- ræta sóknarbörnum sínum kristilegt umburffarlyndi og kærleika til náungans. En þess sér lítinn stað og ekki fækkar krossunum á kirkjuveggnnm enn. líkum tilþrifum að fakarinn sá sig tilneyddan — að því er hann bar fyrir réttinum —■ að grípa tiil sinnar byssu. Þar beið bana bæði sá búkmikli og bróðir hans, sem með hon- um var. Öðru sinni varð manni ein- um það á að fótumtroða í þrengslum í einu kvikmynda- húsi bæjarins bóndann Achille Corvino. Bóndi var ekki á því að umbera slíka móðgun og æpti að hinum: „Með hvor um fætinum steigstu á mig?“ Vesalings manninum vafðist tunga um tönn og því varð að flytja hann í sjúkraþús með báða fætur sundurskotna. Menn hafa velt yfir því vöngum lengi og mikið, af hverju muni stafa þessi árátta manna í Albanova að grípa alltaif til byssunnar hvenær sem eitthvað beri í milli og eru ekki á eitt sáttir um hvað valdi. Sumir bera blóðhefnd- ina, sem Iandlæg hefur verið í Ítalíu um aldir, fyrir þess- Nei, haiwi er ekki í eowboy- leik þessi snáffi og byssan hans er alvörubyssa þó tæp- ast sé hún hlaðin. Hann fékk i hana í vöggugjöf fyrir nokkr- , um árum og þau verða varla ýkjamörg heldur árin áður en hann fær í hana skotin. um ósköpum, aðrir segja að svo hafi jafnan verið í Alban- ova, að enginn teljist þar mað ur með mönnum nema hann gæti þess að enginn troði hon um um taBr. Enn aðrir segja að auðvitað sé ástæðan sú, að í prósessíunni árið 1890 hafi íbúar í Albanova brennt mynd eina af heilagri Guðs- móður og hlotið fyrir fordæm ingu af himnum. Raunsær maður í Albanova, sem ekki bregður þó út af bæjarvenjum þar, segir að allt geti þetta átt sér einhverja stoð, en miklu muni um valda kvikmyndahús bæjarins og það sem þar sé á boðstólum, kúrekamyndir og glæpamynd ir, sem ’hrífi huga ’hinna ó- menntuðu og lítt siðuðu bæjar búa, svo að þeir láti sig ekki muna um að „hjálpa“ sögu'hetj unni á hvíta tjaldinu með iþví að skjóta niður fyrir hann bófann, þegar þannig stendur á. Og því er það, að þó sóknar presturinn sé allur af vilja gerður að innræta sínum sókn arbörnum fimmta boðorðið — þú skalt ekki mann deyða — verður honum lítið ágengt. 1 Albanova eru enn sýndar kúrekamyndir í öllum kvik- myndahúsunum fimm og eng- , in vöggugjöf er þar vinsælli en góð skammbyssa. Umferffaskiltin í Albanova eru vinsælt skotmark þegar veriff er aff kenna börnunum aff fara með byssur. um, en því er ekki að neita, að í þeirri baráttu, sem háð hefur verið í heiminum frá stríðslokum milli öfgaafla og lýðræðissinna, hafa frelsis- unnandi þjóðir fyrst og fremst litið til Baiidaríkjanna um forustu í þeirri baráttu. Þess vegna hefur oft verið litið á forseta Bandaríkjanna ekki eingöngu sem þjóðar- leiðtoga, heldur einnig sem alþjóðaleiðtoga frjálsra manna um allan heim. Af þéim sökum fylgjast menn e.t.v. meir en ástæða væri til með því sem gerist í banda- rískum stjórnmálum, og þá hljóta einnig að vekja eftir- tekt manna tilburðir sem þeir, er hér hefur verið drep- ið á, og eru síður en svo tii eftirbreytnL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.