Morgunblaðið - 26.10.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.10.1965, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagúr 26. október 1965 ,t, Sonur okkar og bróðir, ÁSGRÍMUR KRISTINN HALLDÓRSSON Suðurgötu 118, Akranesi, lézt af slysförum 13. þ.m. — Jarðarförin verður til- kynnt síðar. Helga Ásgrimsdóttir, Halldór Magnússon og systkini. Móðir mín, KARÓLÍNA GESTSDÓTTIR andaðist að Hrafnistu 24. þ. m.--Jarðarförin ákveðin aíðar. Benedikta Benediktsdóttir, Stóragerði 10. Maðurinn minn, FRITZ MAGNÚSSON Ásbyrgi, Skagaströnd, andaðist 19. þ.m. að Héraðshælinu Blönduósi — Jarðarförin fer fram frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, fimmtudaginn 28. október kl. 2 síðdegis. Karla Helgadóttir. Eiginkona mín og móðir okkar, GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR Sigtúni 21, andaðist í Borgarsjúkrahúsinu sunnudaginn 24. október. Þórður Stefánsson, Pálína Þórðardóttir, Stefán Þórðarson. Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RANNVEIG JÓNSDÓTTIR Norðurstíg 3 andaðist 23. þessa mánaðar. Helgi ívarsson, Sigurður Helgason, ívar Helgason, Lilja Ingimundardóttir og börn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SALVÖR ÞORKELSDÓTTIR andaðist að heimili sínu Miklubraut 58, hinn 25. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda. Lára Jónsdóttir. Föðursystir okkar, HALLDÓRA THORSTEINSSON Betel, Gimli, Manitoba, Canada, andaðist 21. október síðastliðinn. Lydia Björnsson, Einar Jón Ólafsson. Bróðir okkar, GRÍMUR HÁKONARSON fyrrv. skipstjóri, andaðist í Landakotsspítalanum að morgni 24. þ.m. Ólafur H. Hákonarson, Ólafía Hákonardóttir. Maðurinn minn EDWARD PROPPÉ er lézt 22. okt. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fúnmtudaginn 28. okt. kl. 10,30. Inga Proppé. Móðir mín, ÓLAFÍNA ÁSMUNDSDÓTTIR frá Nýlendu, Akranesi, lézt á Sjúkrahúsi Akraness 22. október. — Jarðarförin ákveðin laugardaginn 30. okt. frá Akraneskirkju og hefst afhöfnin kl. 2 e.h. — Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Sjúkrahús Akra- ness. Unnur Sveinsdóttir. Jarðarför móður okkar, JÓNÍU BJARGAR JÓHANNESDÓTTUR Skúlagötu 66, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. þ.m. kl. 1,30 e.h. — Blóm vinsamlega afþökkuð. Börnin. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar og móðúr okkar, SOFFÍU GUÐMUNDSDÓTTUR • J , Fyrir hönd vandamann. Ásgeir iM. Ásgeirsson og börn. Guðrún Sigurða rdóttir frú Stokkseyri, sjötug KIRKJUBÆKUR verða ekki rengdar — en þeim mun bera saman um, að Guðrún Sigurðar- dóttir frá Stokkseyri, húsfreyja að Grundarstíg 2 hér í borg, sé 70 ára í dag. Það er hvorki tímabært né tilhlýðilegt, að svo stöddu, að skrifa æviminningu þessarar óvenjulegu konu. — En ég á ekki víst að fá tækifæri til þess, er þar að kemur. Því get ég ekki neitað mér um að senda henni örstutta kveðju á þessum hátíð- isdegi. Hún er dóttir hinna góðfrægu hjóna, Kristbjargar Jónsdóttur ig Sigurðar Einarssonar, verzl- unarmanns, sem flestir Stokks- eyringar og þeir sem Stokkseyri gistu á fyrri hluta þessarar ald- ar, áttu á einhvern hátt liðveizlu að launa. — Og í foreldrafylgd í Stokkseyrarkirkju minnist ég fyrst þessarar yfirlætislausu stúlku, sem geislaði af ljúflyndi, góðvild og háttprýði. Þótt síð- an séu nú liðin nær 60 ár, þætti mér trúlegt, að þeir sem sjá Guð- rúnu núna í fyrsta skipti, yrðu fyrir svipuðum áhrifum. Svo ótrúlega vel hefur hún ávaxtað vöggugjafir sínar. Þegar ég segi, að Guðrún sé óvenjuleg kona, á ég ekki við það, að hún hafi verið undra- barn í venjulegri merkingu þess orðs. Hún er að vísu prýðileg- um gáfum gædd og naut í æsku ágætrar bæði bóklegrar og verk- legrar menntunar í barnaskóla, kvenaskóla, foreldrahúsum á námsskeiðum og úrvalsheimilum, innanlands og utan. Varð hún einkum leikin í hannyrðum og matreiðslu, ritfær vel og unnandi allra fagurra mennta. — En það sem gefur öllu í fari hennar æðra gildi eru hinar sjaldgæfu gáfur hjartans, sem erfitt er að skil- greina, en eru „í og með og undir“ öllum hennar orðum og gjörðum. Hygg ég að fleirum en mér fari þannig, er við hugsum til þess sem Guðrún hefur gott til okkar lagt, að okkur finnist tómlegt að gjalda við því venju- legar þakkir með venjulegum orðum. Og engan hef ég enn hitt, sem einhver kynni hefur af henni haft, að ekki hafi birt og hlýnað yfir svipnum við að minn ast þess. Guðrún er svo hamingjusöm, að eiginmaður hennar, Ólafur kaupmaður Jóhannesson, hefur í bezta máta verið samhentur henni og samtaka um höfðings- skap allan og heimilisrausn, og þannig stutt hana til að byggja ofan á þann grundvöll, sem lagð ur var í foreldrahúsum. Hún eignaðist aldrei systur af foreldrum hennar fæddar — og í hjónabandi sínu er hún aðeins stjúpmóðir. En það mun finnast bæði stjúpbörnum hennar og okkur, sem höfum átt því láni að fagna að vera heimilisvinir hennar frá æskuárum, að hún beri ástúðarheitin móðir og syst- Hjartans þakkir til vina og skyldfólks, sem glöddu mig á áttræðis afmæli mínu. Anna Havsteen, Karlagötu 16. Eg þakka öllum, sem sýndu mér vinsemd með gjöfum og heimsóknum á 75 ára afmæli mínu 20. þ.m. — Guð launi ykkur öllum. Guðrún Erlendsdóttir, Miðtúni 16, Selfossi. Alúðar kveðjur sendum við öllum okkar vinum og vandamönnum, sem heiðruðu okkur á 50 ára hjú- skaparafmæli okkar 16. október sl. með skeytum, gjöf- um og heimsóknum, sem gjöra okkur daginn ógleyman- legan. Með innilegu þakklæti biðjum við algóðan guð að blessa öll ykkar ófarin æviár og styrkja ykkur á rauna stundum. — Liflð heil. Þorlákur Jónsson og Herdís Jónsdóttir, Hrafnistu. .t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður minnar, tengdamóður og ömmu okkar, ÁSLAUGAR KRISTINSDÓTTUR Bólstaðahlíð 64. Guðjón Eymundsson, Ásdís Ingólfsdóttir og börn. Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóð- ur og ömmu, MARÍU ÓLAFSSON Ása Traustadóttir, Ólafur Traustason, Pétur Traustason, Theódóra Óskarsdóttir, Jóhanna Traustadóttir, Jón Guðnason, .. og barnabörn. < • ir með svo miklum rétti og sæmd sem nokkur kona, sem til þeirra er borin eða fædd. Og þegar sagt er amma í fjölskyldu hennar, þá er sannarlega enginn gervi- hljómur í ávarpinu. Störf Guðrúnar að félagsmál- um eru kapítuh út af fyrir sig. Fyrst í átthögunum, í ungmenna féllögum hér í borg, bæði í Breið firðingafélaginu og þó einkum i Stokkseyringafélaginu þar sem hún hefur um árabil gegnt for- mannsstörfum af stakri kost- gæfni. — En þar eð ég vona að aðrir geri þeim þætti starfa henn ar skil á þessum degi, fjölyrði ég ekki um þau að sinni. Nú kynni einhver að hugsa, að sú kona, sem svo miklu góðu hefur orkað, væri hraust og nyti því vel krafta sinna. En því er ekki svo varið um Guðrúnu. —■ Áratugum saman hefur hún átt í höggi við þráláta vanheilsu. „Og það er blessuðúm manninum mínum að þakka, hve vel hann hefur búið að mér, að ég er kom- in fram á þennan dag“, er við- kvæði hennar. Að lokum skal þess getið, að I Grímsnesinu, þeirri gróðursælu og vinhlýju sveit, mun Guðrún fyrst hafa litið dagsins Ijós, og þeirri byggð er hún bundin traustum ættarböndum .Þar aust urfrá, við Álftavatnið bjarta, hef ur hún lengi átt sumarbústað og þangað hefur hún þráfaldlega sótt líkamlega og andlega endur- næringu við gróðurilm og fjalla- blæ. Djúpar þakkir og heitar óskir um marga og fagra ókomna daga munu í dag umvefja Guðrúnu og ástvini hennar. 26. okt. 1965. Jarþrúður Einarsdóttir. Píanókennsla Get bætt við nemendum. Anna Briem, Sóleyjargötu 17, sími 13583. HeJmilisfæki Iðnaðartæki Ferðatæki Kosang as Sölvhólsgötu 1. Símj 17171. Pétur Kósan Ný ibúð óskast Er kaupandi að 3ja herb. íbúð á hæð tilbúinni undir tréverk. íbúðin þarf að vera fokheld í síðasta lagi 1. nóvember. — Tilboð sendist Mbl., merkt: „Ný íbúð — 2804“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.