Morgunblaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 17. des. 1965 Búrfellsvirkjun í sambandi við stóriðju okkur hagkvæmust Ekki lengui talað um skipulagðai aðgeiðii til atvinnuleysis í FYRRAKVÖLD voru umræður á Alþingi um alumínverksmiðj- una fyrirhuguðu. Að loknum ræðum iðnaðarmálará'ðherra Jó- hanns Hafsteins og Eysteins Jóns sonar, tók til máls Lúðvík Jósefs- son (K) og sagði m.a. að svo virtist, að ríkisstjórnin vildi forðast umræður um málfð á Al- þingi fyrr en þá samningum væri alveg að fullu lokið. Gert væri ráð fyrir að fyrirtæki það er byggði alúmínverksmiðjuna fengi að flytja inn allt, sem þyrfti til byggingarinnar, án þess að greiða tolla af þeim varningi og að síðan yrði rekstur verksmiðj- unnar með þeim hætti, að hún þyrfti heldur ekki að greiða tolla af þeim vörum, sem hún þyrfti til síns reksturs. Þá væri það það einnig upplýst, að þetta mikla verksmiðjufyrirtæki ætti að greiða skatta eftir sérstökum samningi, sem þar væri um gerð- ur. Lúðvík vék sfðan að þeim helztu röksemdum sem færðar hefðu verið fyrir því, að rétt væri að gera þessa samninga og leyt- aðist við að afsanna þau. Að lok- um sagði Lúðvík svo að Alþýðu- bandalagsmenn væru andvígir þessum samningum ríkisstjórnar innar við hinn erlenda auðhring um atvinnurekstur í landinu. Það væri þeirra álit að mikil hætta fælist í því að veita erlendu auð fyrirtæki sérréttindi til atvinnu reksturs, og það væri þjóðinni hollast að treysta á eigin at- vinnuvegi og treysta á eigin yfirráð og forustu í þeim efnum. Magnús Kjartansson (K) tal- aði næstur og sagði skýrslu íðn- aðarmálaráðherra stutta og efn- islitla. Hann kvað embættismenn réðu mest um framgang í þess- um málum, og þingmannanefnd- in hefði engan ákvörðunarrétt í þessu máli. Samningarnir yrðu sfðan lagðir fyrir Alþingi þegar þeir væru orðnir fullmótaðir og Alþingi þannig einungis notað sem afgreiðslustofnun. Afstaða íslenzkra stjórnarvalda í máli þessu hefði verið sú, að samningar yrðu að takast hvað sem það kostaði. Augljóst væri það, að ekki yrði það þjóðhags- legur ávinningur að selja þessu fyrirtæki vinnuafl, auk þess að fyrirtæki þetta kæmi ekki til með að greiða nema lítinn skatt, og flytti síðan ágóðan úr landi. Fyrirtæki þetta mundi heldur ekki veita neitt öryggi þegar til lengdar léti, það gæti hætt störf um eftir 25 ár, og væru þess dæmi úr öðrum löndum að svo hefði fari'ð. Björn Jónsson (K) ræddi eink um um innflutning verkafólks í sambandi við verksmiðjuna og að stöðu fyrirtækisins, sem aðila í Vinnuveitendasambandi íslands. Jóhann Hafstein, dómsmála- ráðherra tók aftur til máls og kvaðst ekki gera sér fyllilega grein fyrir þeim ástæðum, sem lægju til þess að stjórnarand- stæðingar óskuðu eftir umræðu um þessi mál á þessu stigi. Gæti ástæðan hjá for- manni Framsókn arflokksins ef til vill verið sú, að hann langaði til að fá tæki- færi til að skýra frá þvx að nú hefði honum tek izt að leggja beizli við alla sína liðsmenn, og að þeir stæðu allir sem einn á móti þessu málL í fyrra hefði Framsóknarflokk urinn tekið þá ákvörðun, áð hann vildi til hlítar kanna þann mögu leika að koma upp alúmín- bræðslu á íslandi, en hann hefði þó talið, að nú á þessu stigi máls ins, væri einmitt ástæða til þess að vera búinn áð átta sig, og lýsa því yfir, að flokkurinn væri algerlega á móti málinu. Samt vissi hann frá sínum fulltrúum í þingmannanefndinnL að það Starfstúlkur oskasl Upplýsingar á skrifstofunni. Elli og hjúkrunarheimilið Grund. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Skeijaf. sunnan Fieyjugata flugvallai Lindaigata Skólavörðustígui Háteigsvegur Snorrabraut Vesturgata, 44-68 Bræðraborgarstígur Ingólfsstræti Meðalholt Aðalstræti Túngata Laufásvegur frá 58-79 Lambastaðahverfi SÍMI 22-4-80 væri verið þessa dagana að ganga frá samningsuppköstum, milli samninganefndarmanna, ís- lenzkra og erlendra og einnig vissi hann það að þessi frum- drög yrðu afhent í fyrstu mynd sinni til fulltrúa Framsóknar- manna í þingnefndinni núna næstu daga. Þáð hefði verið ætl- un ríkisstórnarinnar að láta alla þingmenn hafa frumdrög af þeim samningsuppköstum, sem samn- ingarnefndarmenn hefðu komið sér saman um, til þess að mönn- um gæfist nægur tími og tæki- færi til að hafa uppi gagnrýni sína á þessum samningsuppköst um, ef að því kæmi að ríkisstjórn in sjálf teldi ástæðu til þess að leggja þau fyrir þingi'ð. Þá vék ráðherra að því að fyr ir lægju ýtarlegar upplýsingar frá Raforkumálaskrifstofunni, í sambandi við raforkuframkvæmd ir og áætlanir hérlendis, og kæmi þar fram, að engin virkjun yrði okkur jafn viðráðanleg, eins og stórvirkjun sú sem ráðgerð er við Búrfell í sambandi við sftór- iðju, og að allir aðrir virkjunar- möguleikar, sem gert hefði verið grein fyrir kostuðu hundruðum milljóna meira í stofnkostnaði og reksturskostnaði, en þessi. Til þess væri vitað, að það, ætti ekki að vera erfiðara fyrir okkur að ráðast í Búrfellsvirkjun einir nú, en það var a'ð ráðast í byggingu orkuvers við Sog á sínum tíma. En spyrja mætti að því, hvort við hefðum ekki fengið aðstoð við Sogsvirkjunina. Bandaríkja- menn hefðu veitt íslendingum stórfellda aðstoð bæði hina svo- nefndu Marshall-aðstoð og óaft- urkræf framlög, — þessu væri hinsvegar ekki til að dreifa nú. Ráðherra vék síðan að um- mælum er komið höfðu fram um vinnuaflsþörfina, og sagði að það væri vissulega eitt af þeim miklu vandamálum í sambandi við þetta mál. Það hefði hins- vegar ekki verið sá gállinn á þeim þingmönnum er talað hefðu um fyrir nokkru í Alþingi að ríkisstjórnin væri að skipu- leggja ativnnuleysið í landinu. Nú væri það ekki atvinnuleysið sem yxi þessum mönnum í aug- um, heldur væri það atvinnan. Alltaf hefði verið gert ráð fyr- ir þeim möguleika að flytja inn erlent vinnuafl fyrir alúmín- verksmiðjuna á grundvelli þeirra íslenzku laga, sem fyrir hendi væru um rétt útlendinga til atvinnu- hér á íslandi. Félags- málaráðherra yrði að gefa ieyfi fyrir slíku, en hann yrði áður að fá umsögn verkalýðssamtak- anna um þetta og í framkvæmd hefði það alltaf ráðið, en aldrei verið gengið á móti þeirra til- lögum í þessu sambandi. Fyrir ^ væri séð að vinnuaflsskorturinn yrði mestur, þegar færi saman bygging alúmínbræðslunnar og stórvirkjun við Búrfell á árinu 1968, en það yrði aðeins um takmarkaðan tíma. Ráðherra sagði að fram hefði komið hjá hinum erlendu aðil- um óskir um upplýsingar um viðhorf verkalýðsfélaganna, Al- þýðusambandsins og vinnuveit- endasambandsins. Hefði þeim jafnan verið vísað til þess að leita sjálfir álits hjá þessum að- ilum, og ráðherra sagði að sér væri kunnugt um að það hefðu þeir gert. Þá hefði einnig komið fram í áliti þeirra sérfræðinga í fjár- málum sem Alþjóðabankinn hefði sent hingað og ættu að vera óháðir aðilar í þessu sam- bandi, og væru að líta á það, hvað þeim finndist sjálfum hag kvæmt og eðlilegt að lána ís- lendingum til þessara hluta. Fyrirsvarsmenn þeirra hefðu lát ið uppi, að við mundum fá lán til Búrfellsvirkjunarinnar, eins og hún væri ráðgerð, en ómögu- legt væri að gefa neina fullvissu um að lán fengist frá Alþjóða- bankanum til annarra virkjana. Ráðherra vék að því að lok- um, að norskir sérfrseðingar á þessu sviði hefðu varað sínar landsstjóm við það að verða ekki of seina að hagnýta vatns- aflavirkjunina og einnig hefðu sérfræðingar aðvarað okkur, því að menn væru sammála um það, að ef búið væri að byggja vatnsaflsvirkjun og búið væri að fá tækifæri til þess að af- skrifa virkjanirnar á 10-20 ár- um, væri engin orka, sem vitað væri uni í heiminum í dag, sem væri ódýrari heldur en afskrif- aðar vatnsaflsvirkjanir. Eysteinn Jónsson (F) tók aft- . ur til máls og sagðL að ráð- herra þyrfti ekki að undra það, hvers vegna óskað væri umræðu um þessi mál á Alþingi, eftir að hann hefði rætt þau við hina og aðra félagsskapi úti um borg ina. Eysteinn vék einnig að þvi að það væri vel viðráðanlegt og hagfellt að virkja Búrfell án alúmínverksmiðju og yrði ekki um það deilt, ef menn vildu byggja á skýrslum þeirra sér- fræðinga, sem um það hefðu gef ið álit. Hann kvað þessa skoðun einnig hafa komið fram hjá raf- orkumálaráðherra Ingólfi Jóns- syni. Nefndakosningar í sameinuðu þingi M.a. kjömir fulltrúar í Norðurlandaráð, raforkuráð og úthlutunarnefnd listamannalauna GÆR fóru fram í Sameinuðu Alþingi kosningar í ýmsar nefnd- ir. Fóru kosningarnar þannig: Norðurlandaráð Af A lista hlutu kosningu: Sigurður Bjarnason allþingismað- ur, Matthías Á. Mathiesen al- þingismaður og Sigurður Ingi- mundarson alþingismaður. Af B lista hlutu kosningu: Ólafur Jó- hannesson alþingismaður og Ás- geir Bjarnason alþingismaður. Kjömir voru einnig fimm vara- menn Og hlutu kosningu af A lista þeir Ólafur Bjömsson al- þingismaður, Jónas Rafnar al- þingismaður og Birgir Finnsson alþingismaður og af B lista Helgi Bergs alþingismaður og Jón Skaftason alþingismaður. Kosning þriggja yfirskoðunar- mau.na ríkisreikninga 1965 Kosningu hlutu af A lista: Sig- urður Ó. Ólason alþingismaður og Haraldur Pétursson safnhús- vörður og af B lista Halldór E. Sigurðsson alþingismaður. Kosning stjórnar fiskimálasjóðs Kosningu hlutu af A lista: Sverrir Júlíusson alþingismaður, Davíð Ólafsson alþingismaður og Jón Axel Pétursson bankastjóri. Af B lista Sigurvin Einarsson og af C lista Björn Jónsson. Þá voru einnig kosnir fimm varamenn Og hlutu kosningu þeir: Sigurður Egilsson, Már Elíasson og Sigfús Bjarnason af A lista, Jón Sig- urðsson af B lista og Konráð Sig- urðsson af C lista. Kosning verðlaunanefndarGjafar Jóns Sigurðssonar Koningu hlutu þeir Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri, Magn Már Lárusson prófessor og Þórður Eyjólfsson hæstaréttar- lögmaður. Kosning 5 manna í raforkuráð til f jögurra ára Kosningu hlutu af A lista þeir: Ingólfur Jónsson ráðherra, Magn ús Jónsson ráðherra og Bragi Sigurjónsson útibússtjóri. Af B lista Daníel Ágústínusson og af C lista Einar Olgeirsson. Kosning þriggja manma í stjórn landshafnar í Keflavík Kosningu hlutu: Af A lista Alfreð Gíslason og Ólafur Björns son skipstjóri og af B lista Páll Jónsson. Einriig voru kosnir tveir endurskoðendur reikninga hafn- arinnar og hlutu kosningu þeir Valtýr Guðjónsson og Guðmund- ur Guðmundsson sparisjóðsstjórh Kosnáng sjö manna nefndar, til þess að skipta fjárveitingu til skálda, rithöfunda og listamanna Kosningu hlutu: Af A lista Sigurður Bjarnason, ritstjóri, Bjartmar Guðmundsson alþingis- maður, Þórir Kr. Þórðarson prófessor og Helgi Sæmundsson förm. Menntamálaráðs. Af B lista Halldór Kristjánsson bóndi og Andrés Kristjánsson ritstjóri og af C lista Einar Laxness. T ek juaukaf r.v. í GÆR var stjórnarfrumvarpið um aukatekjur ríkissjóðs afgreitt sem lög frá Alþingi. Einnig voru tekin fyrir í Neðri deild frum- vörpin um samkomudag reglu- legs Alþingis og tollskrá og hlutu bæði afgreiðslu til annarrar um- ræðu. í efri deild kom til nokk- urra umræðna um frumvarpið um fjárhag rafmagnsveitna ríkis- ins. Magnús Jónsson, fjármála- ráðherra, mælti fyrir frumvarp- inu, sem komið er frá neðri deild, en einnig tók Björn Jóns- son til máls. Sæmdir orðu FORSETI íslands hefir sæmt eftirgreinda menn riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu. 1. Kristin Indriðason, hrepp- stjóra á Skarði á Skarðsströnd. fyrir búnaðar- og félagsmála- störf. 2. Kristjón Kristjánsson, ráðs- mann og bifreiðastjóra, Bessa- stöðum fyrir langa og góða þjón ustu fyrir forsetaembættið. Bjórfrumvarp komið í GÆR var lagt fram í Neðri deild frumvarp til laga um breyt- ingu á áfengislögunum, nr. 58, 24. apríl 1954. Flutningsmenn frumvarpsins að þessu sinni eru þeir Pétur Sigurðsson, Björn Pálsson og Matthías Bjarnason. í frumvarpinu er ákvæði þess efnis að ríkisstjórninni sé þó heimilt, þrátt fyrir ákvæði 1. málsgreinar laganna ,að leyfa til- búning öls allt að 4(4% af vín- anda að rúmmáli. Enn fremur er ríkisstjórninni heimilt að leyfa tilbúning öls, sem hefur inni að halda meira en 4%% af vínanda að rúmmáli, vegna sölu til er- lends varnarliðs, er hér dvelur, eða til útflutnings. Framleiðslu- gjald af áfengu öli skal ákveðið í lögum um gjald af innlendum tollvörutegundum. Nánari ákvæði um meðferð og sölu á áfengu öli til varnarliðs- ins og til útflutnings skal setja í reglugerð. Áfengt öl, sem selt er innan- lands, lýtur sömu lögum um með ferð og sölu og annað áfengL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.