Morgunblaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 32
m DAGAR TIL JÓLA DACAR TIL JÓLA 6-7 sinnum meiri syk- ur á mann en 1880 Stóiaukin notkun á kaffi og öli Lítið meira reykt og minna drukkið I NÝÚTKOMNUM verzlunar- skýrslum er tafla yfir neyzlu á nokkrum vörum á 5 ára skeiði síðan 1880 og árlega sl. 5 ár, bæði i heiid og á ihvejn einstakiing. Þessar vörur eru kaffi, sykur, tóbak og áfengi. Af þeim skýrsi- um sést að magn það af hverri þessara vörutegunda, sem neytt er í iandinu hefur farið vaxandi, Ef miðað er við neyzlu á mann hefur kaffi, sykur og ölneyzla vaxið mjög mikið, en tóbak og áfengisneyzia ekki vaxið naerri eins mikið. Og áfengisneyzlan á síðasta 5 óra skeiðinu 1956-1960 sem er 1,66 1 af hreinum vín- anda á mann, er miklu lægri en Tannlæknar i skólunum -vegna námsldna borgarsjóðs f RÆÐU borgarstjóra, Geirs ^HaHgrimssonar, á borgarstjóm ’ arfundi í gær kom fram að fjárframlög til tannlækninga eru nú áætluð 4,8 millj. kr. í stað 2,5 millj. Hækkun þessi kemur til af því a® gert er ráð fyrir að tannlæknar fáist nú til starfa í skólunum sjálf- um vegna námsiána þeirra, sem borgarsjóður hefur veitt til tannlæknanáms undanfar- in ár. Er jafnframt gert ráð fyrir ýmsum nýjungum í 'þeirri þjónustu. Kjötkraftur unnin í hvalstöðinni MEÐ hinu nýja hvalveiðiskipi, Hval IX., komu til landsins um 200 tonn af tækjum og vélum, sem koma á upp í hvalstöðinni á Hvalfirði áður en veiðar hefjast á vor. Tæki þessi eru til nýrrar vinnsiu á hvalkjötinu. Verður unninn kjötkraftur úr hvaikjöt- inu, en það síðar notað í mjöl. Þessi nýja framleiðsluvara verð- ur flutt úk Ókomnar eru nokkrar stórar véiar, sem Hvalur IX. gat ekki fiutt til landsins, og munu þær ko>ma síðar. á 5 ára skeiðinu 1881-1885, því þá var neyzian 2,38 1 á mann af hreinum vínanda. Á síðasta ári er talan 1,95 1. Kaffineyzlan var að meðaltali 5.4 kg á mann á árunum 1881- 1885. Um aldamótin eða 1901-1905 var hún 6.8 kg. á mann. 1956-1960 I 9.6 kg. á mann og síðan 1960 [ hefur neyzlan af kaffi verið 9,6 til 11,7 kg. á ári á mann. Sykurneyzlan var að meðal- taii 7,6 kg. á mann á árunum 1881-1885, um aidamótin eða 1901-1905 var sýkumeyzlan kom in upp í 20,5 kg. á mann og árin 1956-1900 upp í 53,7 kg á mann. Síðustu árin befur sykurneyzlan á mann verið 42,3 — 60,9 kg á ári. Af tóbaki var neyzlan á mann að meðaltali 1,2 kg, árið 1901-1905 1.4 kg árin eftir aldamótin, 1956 —1960 1,5 kg á mann og sdðán er talan 1,3 — 1,7 kg á ári á mann. Ölneyzlan á mann 1881-1885 Framhald á bls. 2. Konan ófundin KONAN, sem leitað hefur verið að undanfarna daga í Reykjavík og nágrenni, var enn ófundin i gærkvöldi. Leitu'ðu hennar í gær flokkar skáta, björgunarsveitar Slysavarnafélagsins, mennta- skólanemar og fleiri sjálfboða- iiðar, um 300 manns fyrir hádegi og um 500 eftir hádegi, án árang urs. Fjórir sækja um Hæstarétt Dómaraembætti við Hæstarétt hafði verið auglýst laust til um- sóknar og er umsóknarfrestur nú útrunninn. Umsækjendur eru þessir: Benedikt Sigurjónsson, hæsta- réttarlögmaður Reykjavík. Björn Sveinbjörnsson, settur bæjarfógeti, Hafnarfirði. Egill Sigurgeirsson, hæsta- réttarlögmaður, Reykjavík. Erlendur ,Björnsson, bæjarfó- geti, SeyðisfirðL AKRANESI, 16. des. — Höfrung ur II kom i gærkvöldi af Aust- urmiðum með tæpar 500 tunnur af síld. Var það hraðfryst það sem hægt var. —' Oddur. Islandica á 12.000 kr. FJÖLMENNT var á bókauppboði Sigurðar Benediktssonar í Fjóð- leikhúskjallaranum síðdegis í gær, og gerðu margir þar góð kaup, enda um margar veglegar bækur þar á boðstólum. Hæst verð 12000 kr. fékkst fyrir — Is- landica — fræðirit um lsland í 30 bindum, útgefið í New York 1908—48. Ri)t Páils Vídalíns — Skýringar yfÍT fornyrði lögbóik,ar — fór á 6.400 krónur og ri)t Bjarna Thor- eteinsson — Om Mands Folke- mænigde — fór á 3.500 krómiur. Elzta bókin á uppiboðinu, skarnmiabækliniguirinn um Magn- ús Stephens.sen, útgeifin í Ka.up- gnanmaihöln 1799 fór á 2.600 krón- ur, en ,,kópíu"-bækurnar tvær, sem getið var í biaðinu á þriðj-u- dag fóru á kr. 900 hvor. — ís- landslýsing — eftir Chr. U. D. Egigers fór á 2900 kr. og bök Ólafs Stephensen — Kort Undier- retning urn d. isl. Handels Försel — fór á 3200 kr. Af nýrri bókum á uppboðinu má geta frumprenits ljóðaibókar Siteirus Steinars: — Ferð á fyrir- heiits —, og voru fyrstu 100 eimtökin tölusietit og árituð af höfundi, en upp var boð- ið eintak nr. 16, og fór það á 600 kr. Nokkrar skáldsöguír Einars Kvarans fóru þarna á 500 ’kr . Á uppboðinu vonu 120 númer aulk nokkurra aukanúmera. Ingólfur Jófisson landbúnaðarráffherra (t.v.) tekur á móti aðstoðarlandbúnaðarráðherra Breta, John Mackie, við opnun Iceland Food Centre í gær. Að baki þeim standa Ólafur O. Johnson stjórnarformaður fyrirtækisins og kona hans. Þáttur I vinsamlegum sam- skiptum fslands og Bretlands Iceland Food Centre opnað í gæi að viðstöddum landbúnaðarráðherra okkar og aðstoðarlandbúnaðarráðherra Breta 1 G Æ R var opnuð með við- höfn Iceland Food Centre í London. — Landbúnaðarráð- herra, Ingólfur Jónsosn, lýsti opnuninni með ræðu. Við- staddir voru ýmsir áhrifa- menn Bretlands, svo sem að- stoðarlandbúnaðarráðherra, John Mackie, landbúnaðarráð herraefni Íhaldsflokksins, þingmenn og fulltrúar utan- ríkisráðuneytisins. Auk þess voru allmargir íslenzkir gest- ir. AHs voru 70 manns við Borgarsjóður greiðir 4.400 kr. á barn í RÆÐU Geirs Hallgrímsson- ar um fjárhagsáætlun Reykja vikurborgar í gær kom fram að kostnaður borgarsjóðs að meðaltali á hvert barn í barna skóla nemur kr. 4.400,00 og er þá ekki talið framlag rík- issjóðs. Kostnaður borgarsjóðs að meðaltali á hvern nemanda gagnfræðastigsins nemur kr. 3,600,00. Þá kom einnig fram í ræðu borgarstjóra að ársdvöl barns á Vöggustofunni í Hlíðarenda kosta'r borgarsjóð 95 þús. kr. á Silungapolli 86 þús. í Reykja- hlíð 81 þús- og í Skála við Kaplaskjólsveg 84 þús. Heildarrekstrarkostnaður á vistheimilum fyrir börn nem ur frá 108—122 þús. á ári fyrir hvert barn. opnunina, sem fór hið bezta fram að sögn Halldórs Grön- dals, forstjóra fyrirtækisins, sem blaðið átti tal við í gær- kvöldi. Kl. 1.30 að enskum tíma hófst athöfnin með því að stjórnarfor- maður Iceland Food Centre, Ól- afur O. Johnson, bauð gesti vel- komna með stuttri ræðu, þar sem hann gat um stofnun þessa fyrir- tækis og íslands sem ferðamanna lands og þakkaði öllum undir- búning, sem að honum hefðu unnið, og gat þar sérstaklega á- huga Ingólfs Jónssonar, landbún- aðarráðherra, á málinu. Þessu næst tók til máls Ingólf- ur Jónsson, landbúnaðarráðherra, og ræddi í upphafi máls síns um þýðingu þessa fyrirtækis sem þáttar í vinsamlegum samskipt- I NÓVEMBERMÁNUÐI fóru tog ararnir 18 söluferðir til Þýzka- lanids og seldu þar 2901 tonn fyrir 22.215.500 krónur. Töluverður hluti af jiMgninu var síld. Til Bretlands fóru togaramir í sama mánuði 7 söluferðir m*ð tæp 817 tonn, sem seldust fyrir 8.298.000 krónur. Eftirtaldir togarar hafa selt er- lendis það sem af er þessari viku: Á mánudag seldi Júpiter í Cux haven 145 tonn fyrir 135.627 mörk oig Haukur í Grimsby 83 tonn fyrir 9.742 sterlingspund. Á þriðjudag seldi Hailveig Fróðadóttir í Hull 113 tonn fyrir 9.462 pund og Surprise í Cux- um íslands og Stóra-Bretlands, ræddi skyldleika þjóðanna og samskipti á liðnum öldum en síð- an sagði ráðherra orðrétt: „Verzlun hefur jafnan verið míkil og góð milli þessara landa. Aðalverzlunarvara okkar hefur verið fiskur og fiskafurðir og land búnaðarvörur, hið síðarnefnda þó í mun minni mæli. Aðaiinn- fiutningsvarningur okkar frá Bret landi hefur verið iðnaðarvörur. Við höfum í aldaraðir notið góðs af brezkri menningu, og það er okkur nú sönn ánægja að geta aukið bæði viðskiptaleg og menn ingarleg samskipti við Bretland. í dag opnar ísland matvæla- miðstöð í hjarta Lundúnaborgar, þar sem íslenzk matvælafram- leiðsla verður framreidd, og seld. Við vitum, að íslenzkar sjávaraf- urðir eru þekktar og njóta vin- sælda í Bretlandi. Við viljum nú sýna hér hvernig þessar vörur eru bezt matreiddar og fram- reiddar, á ísienzka visu, í von um, að þær muni falla yður í geð. Við munum einnig kynna hér Framhald á bls. 3 haven 162 tonn af síld fyrir 120.336 mörk og 68 tonn af öðr- um fiski fyrir 58.797 mörk. Á miðvikudag seidi Harðbakur í Grimsby tæp 113 tonn fyrir 8.286 pund og Maí í Bremerhav- en tæp 191 tonn af síld fyrir 131.182 mörk og rúm 87 tonn af öðrum fiski fyrir 89.184 mörk. í gær seldi Víkingur einnig í Bremerhaven tæp 212 tonn af síld fyrir 144 þúsund mörk og 94 tonn af öðrum fiski fyrir 77.144 mörk og Geir seldi í Grimsby 103 tonn fyrir 7887 pund, loks Hvalfell í Grimsby 75 tonn fyrir 6.367 pund. Jón Þoriáksson seldi síldar- og fiskifarm í Þýzkalandi í dag. 12 söluferðir íslenzkra togara í þessari viku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.