Morgunblaðið - 21.12.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1965, Blaðsíða 2
3 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. des. 1965 Flutningi Flugvallar- málsins lokið Dómur væntatiiegur eftir nokkrar vikur *MUNNLEGUM flutningi Flug- Viallarmálsins lauk s.l. laugardag og hafði hann þá staðið yfir í fjóra daga samfleytt. Var málið síðan dómtekið af dómaranum, Ólafi Þorlákssyni, en gera mi ráð fyrir, að fáeinar vikur líði, áður en hann kveður upp dóm í málinu. Áður hefur verið gerð grein fyrir ákaerunni í málinu sem og ræðum þeirra Áka Jakobssonar hrl. og Árna Guð- jónissonar, hrl., sem voru verj- endur Jósafats Arngrimssonar og Eyþórs Þórðarsonar. Hér fer á eftir stutt frásögn af öðrum varnarræðum verjenda, en af þeim vakti einkum síðari vam- arræða Áka Jakobssonar mikia athygli. Guðmundur Ingvi Sigurðsson, hrl., sem var verjandi í>órðar .ifíalldórssonar krafðist sýknu fyrir hönd skjólstæðings síns en til vara sektarrefsingar eða skil- orðsbundins dóms. Rökstuddi lög maðurinn kröfur sínar með því, að skjólstæðingur hans hefði bor ið fyllsta traust til Jósafats Arn- grímssonar og þeirra fyrirtækja, sem hann stýrði og þetta traust hefði verið byggt á hnökralaus- um og vaxandi viðskiptum Jósa- fats við pósthúsið á Keflavíkur- fiugvelli. Þórður Halldórsson hefði því verið algjörlega í góðri trú og það hefði aldrei komið fyrir, að tékkar frá Jósafat Arn- grímssyni hefðu reynzt innistæðu lausir. Pósthúsið í Reykjavík, en Pósthúsið í Keflavík heyrir beint undir það, vissi alltaf hvernig þessum viðskiptum pósthússins GjöftilHóla- dómkirkju •SSÉRA Sigurbjörn Á. Gíslason og Sigurlína systir hans, ásamt Gísla og Hjalta Eiríkssonum, sonum Lilju systur þeirra, sem nú er látin, hafa gefið dómkirkj- unni á Hólum í Hjaltadal kr. 20.000.00 til minningar um Gísla Sigurðsson (1828-1896), bónda í Neðra-Ási í Hjaltadal 1881-1896, og konu bans Kristínu Björns dóttur (1845-1906), en þau hjón voru foreldrar séra Sigurbjarn- ar og systra hans. Árlegum vöxtum af upphæð þessarí skal verja til aðkallandi bóta eða prýði inni í kirkjunni. Þjóðminjavörður hefur umsjón með Hóladómkirkju, og hefur gjafaféð verið falið honum til vörzlu. Gefendurnir láta þess getið, að gott væri til þess að vita, ef einhverjir fleiri afkom- endur fyrrgreindra Neðri-Áss- hjóna minntust þeirra með því að bæta við þennan sjóð. (Frétt frá Þjóðminjasafninu) í Keflavík var farið. Pósthúsið í Reykjavík lét sér nægja, að pósthúsið á Keflavíkurflugvelli gerði þar mánaðarlega skil. Þórð- ur Halldórsson mátti alltaf búast við fyrirvaralausri sjóðtalningu og endurskoðun, sem raun varð á 1963. Við þá sjóðtalningu var á aðra milljón kr. í sjóði hjá pósthúsinu á Keflavíkurflugvelli. Þrátt fyrir þessa miklu innstæðu hefði Þórður Halldórsson ekki fengið nein sérstök fyrirmæli umfram það, sem áður gilti um uppgjör. Guðmundur Ingvi lagði ríka áherzlu á, að Þórður Halldórs- son hefði ekki haft ástæðu til eins og á stóð, til þess að tor- tryggja ávísanir Jósafats og póst húsið í Reykjavík gaf honum aldrei nein sérstök fyrirmæli, hvernig hann skyldi snúast við þessum ávísunum, t.d. með því að banna honum kaup á þeim o. s.frv. Þórður Halldórsson hefði því ekki getað vitað annað, en að allar hans athafnir í sam- bandi við þessi ávísanaviðskipti væru fullkomlega löglegar. Páll S. Pálsson krafðist sýknu f.h. skjólstæðings síns, Alberts Sanders. Gat lögmaðurinn þess, að skjólstæðingur hans hefði ekki átt neinna hagsmuna að gæta varðandi útgáfu ávísan- anna, sem málið væri risið út af. Viðkomandi fyrirtæki hafði verið að mestu ieyti eign þeirra Jósafats og Áka Granz og hefði Albert Sanders aðeins Verið bú- inn að starfa þar í fjóra mánuði, áður en þau atvik gerðust, sem urðu tilefni þessara málaferla, þar af einn mánuð erlendis. Albert Sanders hefði verið með prókúruumboð og hefði skilið eftir undirritaðar ávísanir en ó- útfylltar, sem Jósafat hefði síðan fyllt út. Það sem síðan hefði gerzt, var að Albert Sanders hefði leyst þessar ávísanir út með nýjum tékkum. Fjárhæð sú, sem þar hefði verið um að ræða, væri nú nær því að fullu greidd af Jósafat Arngrímssyni. Lögmaðurinn benti á það, að enginn hinna nýju tékka hefði verið framseldur og sýndur til Konan Framhald af bls. 32. Hún var klædd dökkblárri kápu úr hnökróttu ullarefni með stórum tölum og spæl aft- aná. Hún hafði svarta húfu, loðna, allháa. Hún var í hálfhá- um leggstígvélum úr svörtu leðri, támjóum og með mjóum hæl og hélt á svartri tösku, með alstórri, flatri. Hver sem telur sig hafa orð- ið var konunnar er beðinn um að láta lögregluna vita hið fyrsta. LOKIÐ er nú þrem fyrstu þáttum þriðjudagsleikrist tltvarps- ins „Hæst ráðandi til sjós og lands“, eftir Agnar Þórðarson. t kvöld klukkan 9 verður 4. þáttur fluttur. Þættirnir sem bún- ir eru, hafa allir gerzt í London, en i 4. þætti segir frá komu Jörundar hundadagakonungs til Reykjavíkur í janúarmánuði 1809. Myndin hér að ofan er úr ferðabók Gaimards, en svipað þessu hefur verið umhorfs í Reykjavík er Jörundur kom. greiðslu og þannig ekki verið greiðsluhæfur. Skjólstæðingur sinn væri með flekklausa fortíð og ljóst væri að hjá honum hefði ekki verið um auðgunartilgang að ræða. Verjandi Áka Granz, Benedikt Sigurjónsson hrl. krafðist aðal- lega sýknu en til vara vægustu refsingar, sem þá yrði skilorðs- bundin. Taldi hann, að um enga auðgun væri að ræða af ‘ hálfu Áka Granz og hafa yrði það í huga, að enginn héfði tapað fé vegna þeirra trékka, sem hann tók þátt í að gefa út. Yrði dæmt áfall, bæri að líta til þess, að hann hefði af frjálsum vilja snú- ið sér til dómarans og gefið skýrslu um hin meintu afbrot. í síðari varnarræðu Aka Jakobs sonar .verjanda Jósafats Am- grímssonar, þótti gæta endurtekn ingar á fýrri ræðu hans. Auk þess viðhafði hann allharkaleg ummæli um saksóknara ríkisins, Valdimar Stefánsson. Kom hann og fram með þá tillögu í ræðu sinni, að kjósa bæri saksóknara ríkisins almennum kosningum til fjögurra ára í senn. Varð þetta til þess, að lögmaður Þórðar Halldórssonar, Guðmundur Ingvi Sigurðsson fann hvöt hjá sér til þess að bera fram kvörtun við dómarann þess efnis, að þeir lög mennirnir hefðu mátt hlýða tvisvar á sömu ræðuna, án þess að,dómarinn gripi fram í og auk þess hafði lögmaðurinn orð á því, að árás Áka Jakobssonar á sak- sóknara ríkisins, fjarstaddan mann væri stórvítaverð. Páll S. Pálsson tók í síðari ræðu sinni í sama streng og Guðm. Ingvi og gagnrýndi Áka Jakobsson fyrir síðari ræðu hans. Sagði Páll, að ef ástæða þætti til þess að veitast að ein- hverjum í réttarhöldum sem þess um, ætti að gera það við fyrri ræðu en ekki þá síðari, til þess að viðkomandi hefði tækifæri til þess að verja sig. Kvað hanrr það óhæfu að vera hér með skammar yrði til ákæruvaldsins. Frú Áslaugu afhent málverk af sr. Bjarna STJÓRN Reykvíkingafélags- Lækjargötu 12B í gærmorgun ins afhenti í gær ekkju séra og hafði íormaður félagsins, Bjarna Jónssonar, Áslaugu Vilhjálmur Þ. Gíslason, út- Ágústsdóttur, málverk af séra varpsstjóri, orð fyrir gefend- Bjarna frá félaginu og Ásgeiri um. Bjarnþórssyni, listmálara, sem Frú Áslaug þakkaði gjöfina málaði myndina. og þann hlýhug, sem liún sýndi. Stjórn Reykvíkingafélags- Málverkið af séra Bjarna ins heimsótti frú Áslaugu að málaði Ásgeir áriö 1960. Asbjörn Ólaisson gat 100 þús. kr. STÆRSTA gjöf, sem Mæðra- styrksnefndinni hefur verið færð, barst frá góðum, þekkt- — Skreið Framhald af bls. 31 noklkru fé varið til neyðarhjálp- ar vegna náttúrulhamfara. Sanulag Skreiðarframleiðeoda annast afskipun skreiðarinnar, en Eimskipafélag íslands h.f. sér um flutning hennar til megin- landsins og hafa þessi fyrirtæki sýnt margháitbaðan velviilja og veitt góða fyrirgreiðslu í sam- bandi við gjafasendingu þessa. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 20. des. 1965. —Reykjavikurhöfn Framhald af bls. 32. maður sambands fréttaritara í Hamborg. Lýsti hann tildrögum að því að Reykjavíkurhöfn var send þessi gjöf. Hugmyndin sagði hann að hefði fæðst hjá sambandi fréttaritara í Hamborg, en þeir hefðu heyrt, að Norður- löndin sendu hvert öðru vinar- gjafir um hátíðarnar. Hefði sam bandið þegar ákveðið að beita sér fyrir því að Reykvíkingum og þá sérstaklega reykvískum sjó mönnum yrði sent jólatré. Kvaðst prófessorinn hafa orðið undrandi á því, hve marga vinir íslend Iftgar virtust eiga í Hamborg, því allir hefðu viljáð stuðla að gjöf- inni. Margir hefðu hlaupið undir bagga og nefndi ýmsa aðila í því sambandi. Þá hefðu fjöl- margir aðilar beðið um að fá áð taka þátt í slíkri gjöf á næsta árL um vini nefndarinnar, Ásbirni Ólafssyni stórkaupmanni. Voru það 100 þúsund krónur. Þakkar nefndin af alhug þessa rausn og vonar að verð- ugir njóti jólaglaðningsins. Margar aðrar stórar og smáar gjafir hafa borizt þessa viku og er það allt jafn þakksamlega þegið og vonar nefndin að á komandi ári blessist hagur allra er hafa gleði af að gleðja lítil- magnann. Munu nú hafa safnazt í pen- inum yfir 300 þúsund krónur, auk matar og mikilla og góðra faíagjafa. Umsóknir berast daglega og hefur engum verið synjað sem hjálpar er þurfandi. Listar, sem úti eru, væri æski- legt að bærust se mallra fyrst. Allar umsóknir þurfa að vera komnar fyrir miðvikudag og er Mað einnig síðasti dagur fata- úthlutunarinnar. Beztu þakkir til allra íyrir góðhug og hjálp. Jónína Guömundsdóttir, formaöur Mæörastyrksnefndar Öskubíll í árekstri Akranesi, 20. desember. MILLI kl. 9. og 11 á föstudaga morguninn sl. ók öskubíll bæj- arins aftan á Reykjiavíkurbíl af Pobeda-gerð, þar sem hann stóð fyrir framan húsið á Kirkju- braut 21 með þeim afleiðinguna að Pobeda-bíllinn skemmdist, ísing og mikil hálka var á göt- unni. — Oddur. Feter Hallóerg Sænsko akademinn veiðlaunai Loxness-þýðingai Hallbeigs Stokkhólmi, 20. desember, NTB. í DAG, mánudag ,hélt sænska akademian árlegan hátíðafund sinn og útdeildi fjölda verðlauna. Meðal ann- árs veitir Akademían sérstök verðlaun fyrir þýðinglar (að upph. 4.000 sænskar kr) og hlaut þau verðlaun að þessu sinni Peter Hallberg dósent fyrir þýðingar sínar á nútíma islenzkum bókmenntum og þá fyrst og fremst á verkum Halldórs Kiljan Laxness.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.