Morgunblaðið - 17.04.1966, Page 10

Morgunblaðið - 17.04.1966, Page 10
■K.V'SV'^ 10 MORCUNBLAÐID Sunnudagur 17. apríl 1968 Fæddist í beitarhúsunum þar sem Bólu - Hjálmar dó ooo Svo herma munnmæli að Bólu-Hjéimar haíi sagt er hann sé. heim að beitarhúsunum á JBrekku: „I þessu hel'vítis greni á ég að deyja!“‘ Þetta nýja heimili Hjálmars, var ekki langt frá Víðimýri, þar sem bjó Jón Arnason, góð- vinur hans. Jón var vel hag- mæltur. Eitt sinn er Hjálmar Jcom í heimsókn til hans, kast- aði Jón fram vísu og spurði Hjálmar, hve lengi hann ætlaði að dveljast í beitarhúsunum- Hjálmar svaraði: Íj , Ljós á skari líf mitt er, i I lagt á veikdóms pressu, ; f fyrr en varir útslökkt er inni í greni þessu. r' Þannig má sjá, að gren kall- aði Hjálmar beitarhúsin. Og sannspár varð hann, því 25. júlí þá um sumarið andaðist hann í greninu. Það var 1875. í prestþjónustubók Mikla- bæjar stendur að Hjálmar Jóns son „sveitarómagi" hafi látizt fyrrnefndan dag. Sú nafnbót var hans listamannalaun. 1 Þegar Hjálmar kom í beitar- búsin á Brekku var hann far- lama maður orðinn og áRi ekki í mörg hús að venda. Hann þá með þökkum þegar honum var fooðin dvöl í beitarhúsunum, ekki sízt vegna þess að ráð var fyrir því gert að Guðrún, dótt- ir hans, annaðist um hann, eft- ir því sem við yrði komið; en hún var þetta sumar kaupa- kona i Valadal á Vatnsskarði, sem er stutt frá beitarhúsunum. Ýmsir hafa orðið til að rita um Hjálmar skáld, s.s. Brynjólf- ur frá Minnanúpi etftir frásögn Símonar Dalaskálds og Finnur Sigmundsson, en Sverrir Krist- jánsson sækir í marga matar- holuna hjá Brynjóltfi, getur stundum í eyður. Hann segir í Feigur Fallandason: 1 „Beitarhúsafólkið á Brekku er Hjálmari gott. Hjónin eru snauð og skilja vel fátækan niðursetning. Þau heyra, að skáldið liggur oift á bæn og ræðir við Guð, sem hann kall- ar föður sinn, og Jesús, sem hann nafnir bróður sinn. Brekkuhúsin liggja nærri þjóðvegi; ýmsir urðu til þess að heimsækja Hjálmar. Þeir segja honum helztu tíð- indi úr héraðinu, svo sem slys- farir og mannalát . . . Fyrstu vikur júlímánaðar 1875 er Hjálmar að dunda við fáein skrifuð blöð. Hann hefur bund- ið pennaskaftið við þessa tvo fingur, sem hann getur enn hreyft á hægri hendi. Hann er áð pára gamla ættartölu, sem hann ætlar að senda einum vina sinna- Undir ættartöluna setur hann þessar vísur: Mér er orðið stirt um stif og stílvopn laust í höndum, í lágnættinu lítið setf, Ijós í myrkri ekkert hetf, kaldur titra, krepptur gigtarböndum. Húmar að mitt hinzta kvöld horfi ég fram á veginn; gröfin móti gapir köld, gref ég á minn vonarskjöld rúnir þær, sem ráðast hinu megin. I Þá er skriftunum lokið. Hann á aðeins eftir að rita narfnið sitt undir. Hann starir lengi á blaðið. Síðan skrifar hann: Feigur Fallandason. Hinn 25. júlí 1875 vaknaði Hjálmar Jónsson snemma morg uns, eins og bans var vandi. Hann skreiddist úr bæli sínu og gekk út, en kom fljótiega inn aftur- Hann sagði við kon- una á Brekku, að nú væri venju brugðið fyrir sér. allir hlutir kæmu sér svo undarlega fyrir sjónir. Rannveig húskona hit- aði honum kaffi og gaf honum brennivín út í. Hann sagðist vona að gela borgað henni það seinna. Síðan lagðist hann upp í rúm og féll í fastan svefn. Um nónbil var Hjálmar Jónsson , örendur.“ Bólu-Hjálmar hafði dvalizt í beitarhúsunum á Brekku nokkr ar vikur. Það voru hjónin Bjarni Bjarnason og Rannveig Sigurðardóttir, sem fyrr er nefnd, er þar bjuggu. í þakk- lætisskyni fyrir vistina í beit- arhúsunum og um'hyggjuna orti Hjálmar til Rannveigar vísur, sem sumir telja að sé síðasta ganga hans á vit ljóðadísarinn- ar í þessu lífi; Þær hrutu af vörum hans síðasta dagintl, sem hann lifði. Um það far- ast Brynjólfi frá Minna-Núpi svo orð: „Hann fór þann morg- un á fætur á venjulegum tíma og gekk út. Þá er hann kom inn atftur, sagði hann, að nú væri venju brugðið fyrir sér; allir hlutir í kringum sig komi sér svo undarlega fyrir sjónir og líklegast ætti hann skammt eftir ólifað. Hann sagði líka, að sér væri hálfillt, og upp að Valadal væri hann hættur við að fara þann dag. Svo lagði hann sig upp í rúm. Rannveig heitU katffi handa honum og gatf honum brennivín í það. Hann sagðist vona, að hann gæti borgað henn það seinna. Kvað hann þá þrjár vísur og er þessi ein þeirra: Allrar njóttu ununar, elsku Guðs og manna, reifuð gnóttum ráðdeildar, Rannveig, dóttir Sigurðar. Síðan lagði hann sig til svetfns og svaf lengi. Bjarni hafði orð á, að ekki færi vel um höfuðið á honum, og lagaði það. Við það rumskaði Hjálm- ar lítið eitt. En um nónbil um daginn var hann liðið lík. Um kvöldið kom Guðrún að vitja um föður sinn. Hafði henni orð- ið órótt. er hann kom ekki, eins og ráðgjört hafði verið. En hann var látinn þá er hún kom.‘‘ xXx Að Skólavörðustíg 29a hér i borg býr ásamt konu sinni Árni Bjarnason, 87 ára gamal'l. Hann er sonur Rannveigar og Bjarna í beitarhúsunum á Brekku — og nýtur einn þeirrar sæmdar að vera fæddur undir sama þaki og Bólu-Hjálmar dó. Hann fæddist í beitarhúsunum á Brekku 1879, en þá var Hjátm ar skáld dauður og fóru ekki aif honum neinar sögur nema í munnmælum, Ijóðum og stok- um. Það var reynsla út atf fyrir sig að hitta Árna. Óvenjulegur lífsgáski og mannleg hlýja stafar af þessu beitarihúsabarni. Margir garnlir Reykvíkingar kannast við Árna frá því hann var þinghúsvörður, en þann startfa hafði hann á hendi um 16 ára skeið. Áður hafði hann stundað skósmíðar og ýmis- legt sem til féll. Nú situr hann á Sárs höfði við alia menn og gleðst yfir hverjum degi sem hann fær að vera hjá konu sinni, sem er aðeins einu^ og hálfu ári yngri en hann. Árni tfékk kransæðastítflu í fyrra, en setur það ekki fyrir sig og er á- kveðinn að lifa fram yfir ní- rætt. Þegar þar að kemur, vil'l hann að þau hjón fari sama dag. Það þætti honum eftirsókn arverður endir á farsælli sam- búð. Árni bjó á sínum tíma við sömu fylgikonu og Hjálmar, fátæktina. En hann lét návist hennar aldrei buga sig og hef- ur lítfsgleðin framar öðru sett á hann mark. Og svo háðglettn- in sem sprettur úr augum hans. Árni sagðist fyrst muna eftir sér, þegar hann var tveggja ára. „Þá var ég staddur í Tindum á Ásum í Húnavatnssýslu, þar var ég til 5 ára aldurs með móð- ur minni. Frá 5—7 ára aldurs var ég með henni á Geitaskarði. Síðan fórum við að Mörk í Laxárdal og vorum þar eitt ár, en fiuttumst svo þaðan og fór hún að Svínavatni, en ég Ml séra Stetfáns á Auðkúlu, og tóku þau hjónin mig til uppfóst urs. Þar dvaldist ég, þangað til ég var á 18. árinu. 18í>8 fór ég til Reykjavíkur og lærði skó- smíði og stundaði þá iðn lengi hér í bæ- En síðan lagði ég stund á ýmis konar vinnu, sem til féll, og var fátækur eins og tflestir aðrir hér í bæ á þeim árum, átti peninga til daglegra nauðþurfta, ekkert þar fram yfir. Það hefur stundum verið hart í bagganum hjá okkur. Þakklátur er ég fyrir að hafa hlotið hamingju við harðræði, en ekki ólukku við allsnægt-ir. Og þó ekki hafi alltaf venð sauðljóst á þeim árum, kunni konan mín þarna — hún heit- ir Björg Stefánsdóttir — að bera birtu og unað í bæinn. Þarna stendur hún við hlið mér allan guðslangan daginn og er- um við jafn skotin í hvort öðru nú og fyrir tæpum 60 árum, þegar ég siá hana fyrst.“ Þau brostu hvort til annar3. Þetta var þá beitarhúsaástin, ekki er hún nú amaleg hugsaði ég. En Árni hélt áfram og sagði, að hann hefði slengt öllu því erfiða fram'hjá sér og gleymt því jafnóðum, eins og maður gleymir hríð og hrag!- anda. „En langlífi okkar eig- um við áreiðanlega harðræðinu að þakka“, sagði hann. „Litlu munaði að maður færi i spænsku veikinni, þá vorum við mikið veik og sonur okkar fimm ára sá eini, sem ekki veiktist, og gat borið okkur vatn, svo við gætum skrimt. erfiðustu dagana. En ég hafði aldrei neinar áhyggjur af því að við mundum deyja, því ég vissi að margt var þá ógert. Og enn held ég sé teymingur etft- ir. Ég ætla minnsta kosti að stinga við fótum, því að við erum ráðin í að fara saman“- „Hvernig líkaði þér í þing- inu“, spurði ég. „Æ, ég var hlaupastelpan á spólurokknum þeim“, svaraði hann kímileitur. „Ég var notað ur til skits og slits. Ég kom í þingið vegna þess að ég var at- vinnulaus. Bf þeir hefðu nú allir jafn frambærilega á- staeðu!“ Ég spurði nú Árna um for- eldra hans, enda var heimsókn in gerð í því skyni. Hann sagði að Bjarni, faðir sinn, hefði ver- ið Bjarnason, Ólafssonar, j'g ætti hann ættartölu sína allt atftur til Príamusar konungs í Troju, er uppi var um 700 f. Krist, að því er hann fullyrti. „En ég er ekkert stoltur atf honum“, bætti hann við með semingi, „hann er nú ekkert nema vindur, löngu blásinn. Jón Norri tók saman ættartöl- una, hann býr nú norður i Skagafirði með draug nokkrum, en ekki veit ég frekari deili á honum. Jón lifir á reka og er einsetumaður á þessa heims vísu eins og papar forðum, en draugurinn lætur hann alitaf vita, þegar einhver pemnga- lykt er í fjörunni". Faðir Árna var fæddur á Brekku í Skagafirði, að þvi er hann telur. Annars kveðst hann þek'kja lítið til í Skaga- firði; hann hafi aldrei komíð þangað síðan hann fluttist það- an með móður sinni, á barns- aldri. Þó munaði litlu eitt sinn, að hann sæi yfir í fjörðinn- „Þá var ég á ferðalagi ásamt öðru fólki og við riðum inn Svartárdal. Mér datt í hug að fara yfir Vatnsskarð og horfa yfir sveit foreldra minna. en það fékk ekki hljómgrunn hjá samferðafólkinu. Kannski á ég etftir að sjá yfir Skagafjörðinn, þó seinna verði“. Ég spurði um móður hans, Rannveigu Sigurðardóttur, sem fór líknarhöndum um farlama sveitarómagann, Hjálmar Jóns- son, og veitti síðustu ljóstýrunni inn í hugskotsmyrkur utan- garðsmannsins. Árni sagði, eihs og fyrr get- ur, að hann hefði ekki þekkt móður sína nema til sjö ára aldurs. „Hún dó á Svínavatni árið eftir að þau skildu.“ Þá spurði ég hann atftur um Bjarna, löður hans, og tildrög þess, að Hjálmar kom í beit- arhúsin til foreldra hans. Hann sagðist vita Mtið um föður sinn. „Ég var sennilega á öðru ári, þegar hann dó. Ég var einkabarn foreldra minna. Bjarni var tvíkvæntur og átti börn með fyrri konu sinni og einnig, meðan hann var milli kvenna. Hann þótti ekki dauður úr öllum æðum, að því er mér var sagt. O-nei, hann Bjarni kunni tökin á kven- fólkinu. Það lék allt í hönd- um hans. Hann smíðaði sér vefstól og óf fyrir Skagfirð- inga; neyddist til þess þegar honum var meinað að Sá Brekku. Þannig var mál með vexti, að Brekka var gömul klausturjörð og tók Bjarni við henni af föður sínum að ég held, en var þar stutt, því hann var klambraður frá jörð- inni, er faðir hans dó. Klaust- uhhaldaranum, sem bjó á Reyn- isstað og hafði umsjón með jörð um og leigði þær út, var Brekka íöst í hendi og var mér sagt að það hafi verið af því, að hann þurfti að koma kunningja sínum á jörðina, Slíkt er engin ný bóla hér, Þegar þetta var held ég Bjarni, faðir minn, hafi verið kom- inn á miðjan aldur. Bjarni var gleðimaður góð- ur og oft fenginn til að sjá um skemmtanir, þegar veizlur voru haldnar í sveitinni. Hann hatfði óviðjafnanlega söngrödd. Stefán íslandi er frændi okk- ar, ég er afabróðir hans. Hann kvað sækja hljoðin til Bjarna. Ekki veit ég hvort ég hetf nein hljóð, það hefur ekki reynt á það síðan ég var smali. En þá söng ég fyrir ærnar og þeim þótti söngurinn góður. Það bældi þær að hlusta á mig, Þær sváfu frá miðnætti til klukkan fimm um morgunin, en þá vaknaði ég auðvitað l'íka. Svo fóru þær að rása. Þetta gerðist aftur í forneskju, drengur minn, þá var ég lítill og grannur. Bjarni átti ekki annars úr- kosta en fara atf jörðinni. Þá kom hann sér upp vefstól, eins og ég sagði. Hann hélt sér uppi á því og ýmsu öðru, karlanginn, En hann var alltaf hrókur alls fagnaðar. Samt vildi engmn skjóta skjólshúsi ytfir hann og móður mína. En einihvers stað- ar urðu vondir að vera, þá eins og nú. Klausturhaldarinn á Reynistað sagði við hann, að etf hann gæti hvergi fengið búsa- s-kjól, mætti hann búa um sig í beitarhúsunum, sem kölluð voru Brekkuhús. Þá var hætt að nota þau til fjárgeymslu Árni Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.