Morgunblaðið - 17.04.1966, Page 30

Morgunblaðið - 17.04.1966, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ! Sunnudagur 17. apríl 1966 — Handritin Framhald af bls. 3. skiipulagsskráruppkasta, sem í öllum meginatriðum voru sam- hljóða, lét Friðrik V. konungur semja skipulagsskrá, sem stað- fest var 18. janúar 1760 undir nafninu „Fundation for Det Arnamagnæanske Legat“. Höfuð atriði skipulagsskrárinnar hljóð- ar þannig á þeirrar tíðar dönsku: ...Vi hermed i alle sine Ord, Puncter og Clausuler aller- naadigst vilde have confirmeret <xg stadfaestet, saa og hermed confirmere og staðfæste, lydende Ord til andet, som fþlger: 1. Legatum beati Arnæ Magn- aei, som bestaaer udi de af den saiig Mand dertil Skjænkede — 1: Reede Midler hvilke for nærværende Tiid belþber sig til Capital Tretten Tusinde Trei Hundrede, Halvtrediesindstyve og Sex Rixdaler, Een Mark, Sex Skilling: 2: Iislandske og andre haandskrevne, og, for den stþrste Deel, utrykte Bóger, efter den derover for sig selv forfatt- ede Catalogus, og 3: Trykte B0ger, hvilike udi Catalogo over Universitaetets Bibliotheque, hver paa sit behþrige Sted ere an- fþrte, skal til ævig Tiid være bestemmet og henlagt til að op- íyse, forbedre og til Trykken at befordre lade alt, hvað der angaaer de nordiske, nemlig Danmarkes, Norges og under- liggendes Lander Historie, Sprog og Antiquitæter, hvorunder de ældre Tiider í Norden, deres Oeographie, Love, Skikke og Sædvaner, Levemaade, Konster og Viidenskaber, Mynte-Væsen, Monumenter og alt andet deslige skal orstaaes. Og skal derudi visse Stipendiarii og Haand- Skrivere, under Opsigt og Be- styrelse af 2de Ephoris, bestand- ig arbjde paa den Maade, som hereefter nærmere foreskrives“.“ Enn heldur G. L. Christrup áfram í málsóknarskjali sínu: „Af þessum úrskurði má ráða, að í samibandi við erfðaskrána hefur sú breyting orðið á, að ekki skuli aðeins lausafjármunir renna til sjóðsins, heldur og bóka- og skjalasafn prófessorsins. Af skipulagsskránni sést einn- ig, að ávaxta skal eignir sjóðsins áamt eignum háskólans, sbr. 2. lið og að sjóðnum skuli stýra tveir eftirlitsmenn (eforer), sibr. 25. lið. í skipulagsskránni er að finna mjög greinargóðar ákvarðanir varðandi það, hver§u fara skuli með sjóðinn, og er þar sérstak- lega fram tekið, að ekkert hand- rit eða bréf í frumútgáfu megi lána, nema fyrir hendi séu mjög sérstakar ástæður, og útlánin megi aðeins fara fram á ákveðn- um tíma, sbr. 7. lið, og ef eftir- litsmennirnir ræki ekki skylduf sínar, sé hverjum og einum frjálst að kæra slíkt til háskól- ans, sbr. 27. lið. Við staðfestingu þessarar skipu lagsskrár er sjóðurinn, sem ræð- ur fyrir höfðutól og lausum fjár- munum, og fengið hefur stjóm, endanlega stofnaður og hlýtur að njóta venjulegrar réttarverndar". 1772: Fastanefnd Arnasafns Christrup segir síðan: „Með konungsbréfi frá 24. septemiber 1772 er hin fasta Árna safnsnefnd sett á stofn, en til hennar töldust tveir eftirlits- menn (eforer) og fjórir aðrir. Eftir þetta fer nefndin raunveru- lega með stjórn sjóðsins. Skipan nefndarinnar og meðlimatölu hennar hefur verið breytt nokkr- um sinnum, sibr. konunglegar til- skipanir frá 9. júní 1850, 8. maí 1883, 7. des. 1883 og konunglega tilskipun nr. 155 frá 25. maí 1936 um breytingar á skipun Árna- safnsnefndar frá því, sem ákveð- ið var með konunglegri tilskipun 24. sept. 1772. Við þá tilskipun var ákveðið, að nefndina skyldu í framtíðina skipa 11 menn og er nánar lýst, hversu þeir skyldu valdir, og að háskólaráð Kaup- mannahafnarháskóla skyldi velja tvo eftirlitsmenn (eforer) að stofnuninni, sem skyldu á vegum þess hafa umsjón með starfsemi hennar, með sérstöku tilliti til þess, að haldnar yrðu gildandi skipulagsskrárreglur. Eftirfar- andi er sérstaklega getið í 1. málsgrein 6. greinar: „Framangreindar ákvarðanir breyta í engu eignahagnum með tílliti til Árnasafnsstofnunar né heldur sambandi Kaupmanna- hafnarháskóla við hana.“ Með þessari konunglegu til- skipun var það lagt til grund- vallar, — og annað er heldur ekki hægt að leggja til grund- vallar — að Árnasafnsstofnun Hans (Johannes) Gram, (1685- 1748), assessor. Hann var mál- fræðingur, sagnfræðingur, skjala vörður og bókavörður, auk þess sem hann var prófessor í grísku. væri sjálfseignarstofnun undir umsjá Kaupmannahafnarhá- skóla og undir beinni stjórn nefndarinnar. Stók sjálfseignarstofnun er sjálfstæður réttaraðili, sem nýt- ur venjulegrar réttarverndar. Um langt skeið hafa verið uppi harðar kröfur af hálfu ís- lands um afhendingu handrita þeirra, sem tilheyra Árnasafns- stofnun. Með lögum _nr. 194 frá 26. maí skrá Sjóðs Árna Magnússonar 1965 um breytingu á skipulags- (Árnasafnsstofnunar) frá 18. jnúar 1760 hefur nú verið ákveð ið að skipta stofnuninni í tvennt með því, að þau handrit og skjöl sjóðsins, sem teljast íslenzk menningareign, eiga að afhend- ast Háskóla íslands til varð- veizlu og umsjónar, gbr. 1. máls grein 1. greinar laganna, og enn fremur er í 4. málsgrein 3. grein- ar laganna ákveðið, að samsvar- andi hluti af höfuðstól sjóðsins skuli yfirfærast til Háskóla ís- lands jafnskjótt og ákvörðunin verður framljvæmd. Það, sem raunverulega gerist samkvæmt þessum lögum, er, að hluti eigna Árnasafnsstofnunar — hluti af handritasafninu og skjalasafninu og hluti af höfuð- stólnum — afhendast íslandi. Það atvik, að þessi afhending er framkvæmd í formi skipta á Árnasafnsstofnun, hlýtur ekkert gildi að hafa. Þetta er aðeins þar form, sem valið hefur verið til þess að reyna að búa afhend- ingunni réttarlegan grundvöll. Sé ekki að lögum hægt að skylda Árnasafnsstofnun til þess að afhenda hluta eigna sinna til íslands, er ugglaust ekki hægt að ná samskonar árangri með skiptingu stofnunar innar. Það hljóta að vera hin raun- hæfu atriði ein, sem máli skipta, en ekki formið.“ Stjórnarskráin: Ekki er hægt að skerða eignarréttinn G. L. Christrup heldur áfram: „Árnasafn er sjálfseignarstofn un, sem hlýtur að njóta venju- legrar réttarverndar gegn árás- araðgerðum gegn lausafjármun- um hennar og höfuðstóli. Við samiþykkt fyrrgreindra laga yrði um þvingunarafsal lausafjár- muna og 'höfuðstóls stofnunar- innar að ræða. Slíkt þvingunar- afsal yrði því aðeins unnt að framkvæma, að skilyrðum 73. greinar stjórnarskrárinnar væri fullnægt. Samkvæmt þeirri grein er eignarrétturinn friðhelg ur, og ekki er hægt að neyða neinn til þess að láta eign sína af hendi, nema almannavelferð krefjist þess, sérstök lög séu um það sett og fullar bætur komi fyrir. Ég neita því, að tillit til al- mannavelferðar krefjist afhend- ingar að hluta á lausafjármun- um og höfuðstóli stofnunarinn- ar til íslenzka lýðveldisins. Hér bótagreiðslur. Afhendingarlögin eru því ó- gild, þar sem þau stríða gegn 73. grein stjórnarskrárinnar. Ennfremur skal bent á, að þeg ar skilyrðum 73. greinar stjórn- arskrárinnar er ekki fullnægt, hefur löggjafarvaldið eigi heim- ild til þess að knýja fram þving unarafhendingu, eins og þá, sem um er rætt, né heldur að breyta erfðaskrárákvæðunum á þann hátt, að hluti lausafjármuna og höfuðstóls dánargjafarsjóðsins afhendist öðru róki („til en fremmed stat“)“. Síðfcn gerir Ohristrup grein fyrir fylgiskjölum o.s.frv. Svar kennslumálaráðuneytisins Poul Schmidt, „kammeradvó- kat“, hæstaréttarlögmaður, segir í upphafi svars síns fyrir hönd kennslumálaráðuneytisins: „Ég mæti fyrir hönd kennslu- málaráðuneytisins í málinu HI. 219/1965, Dánargjafarsjóður Árna Magnússonar (Árnastofn- un) gegn kennslumálaráðuneyt- inu. Ég mæti fyrir hönd saktoorn ings og fer fram á, að hann, kennslumálaráðuneytið, verði- sýknaður. Réttindi stofnunarinnar, eftir því, sem lög nr. 194 frá 26. maí 1965 (1. gr., 1. mgr.) áhræra þau, varðandi handrit, fornskjöl og höfuðstól, eru utan þeirra eignarréttinda, sem njóta vernd ar 78. greinar stjórnarskrárinn- ar, og eigi er heldur hægt að lög- jafna þeim til slíka réttinda.... Árnasafn er opintoer (dönsk) stofnun undir opintoerri stjórn. Umrædd handrit og fornskjöl eru þar að auki ánöfnuð Hafn- arháskóla á sínum ttma með erfðaskrá Árna Magnússonar og eiginkonu hans. Sama gildir í öllu falli um meirihluta þess höfuðstóls, sem um er fjallað í 4. málsgrein 3ju greinar áður- nefndra laga. Stofnunin hefur ávallt verið og er enn tengd Kaupmannahafnarháskóla, sem ekki er sjálfstæður réttaraðill, fráskilinn ríkinu, og Árnasafn og stofnunin er þannig í mikil- vægum atriðum frágreind og að- skilin einkastofnunum. Ennfremur skal sérstaklega bent á, að stofnunin sjálf hefur , engan sérstakan rétt til þess að ncrta eða nýta handritasafnið framar öðrum aðiljum, — ekki fremur en nokkur hefur rétt að lögum til þess að ráðstafa hand- ritunum í safninu. Eigi að held- ur er unnt að æskja fullnægju í safninu vegna skuldbindinga safnsins sjálfs eða Kaupmanna- hafnarháskóla. Á sama fæti stend ur höfuðstóll stofnunarinnar, sem er tengdur handritarannsókn og safnröðun skv. stofnskrá. í raun og veru hefur stjórn safnsins ein vörðungu rétt til þess að hafa umsjón með safninu skv. stofn- skrá þess. Réttindi af þeirri teg- und njóta ekki verndar 73. grein ar stjórnarskrárinnar. Skipting safnsins í tvo hluta og þar af leiðendi afhending á tilsvarandi hluta af höfuðstóli stofnunarinnar til Háskóla ís- lands snertir enn fremur ekki vernd eignarréttarins skv. 73. gr. stjórnarskrárinnar, vegna þess að hér er ekki um afsal eignarréttar skv. skilningi stjórnarskrárinnar að ræða. Réttur til eigna stofnunarinnar er réttur óákveðins hóps manna til þess að rannsaka handritin og til að njóta styrks til þessa af fjáreign hennar. Engin breyting á „eignaraðstöðunni" á sér stað, og bæði handrit og höfuðstóll eru áfram háð sömu ákvörðunum í stofnskrá, með þeim eina mis- muni, að varðveizlustaður og um sjón færist úr stað. Það liggur í augum uppi, að löggjafarvaldið er bært um að breyta slíkum á- kvæðum. Þá breytingu, sem hér verður á, hefði verið hægt að gera með einfaldri stjórnvaldsákvörðun í krafti þess réttar, sem stjórnvald ið hefur til þess að breyta stofn- skrám dánargjafa og sjóða, þeg- ar aðstæður hafa breytzt frá sjóðs stofnun. Jafnvel þótt skipting safnsins við bætist, að tilvitnuð lög hafa eigi að geyma ákvæði um skaða og tilsvarandi yfirfærsla sjóðs- höfuðstólsins yrði álitin eignar- nám, væru lögin gild í heild sinni. Gildi laganna er ekki hægt að vefengja með staðhæfingu um að almannavelferð hafi ekki kraf izt þeirra, og stofnunin hefur ekki orðið fyrir tjóni, sem rétt-' læti skaðabætur. Sú staðreynd, að lögin hafa ekki að geyma ákvæði um skaðabótagreiðslur, getur á engan hátt orðið orsök þess, að nokkur hluti laganna sé ógiltur. Kaupmannahöfn, 16, ágúst 1965, með virðingu, Poul Schmidt". Svör og andsvör G. L. Christrup svaraði þessu m. a. á þennan hátt: ,3taðið er fast við þá stað- reynd, að réttindi Árnasafns' njóta verndar 73. greinar stjórn- arskrárinnar. Handrit, fornskjöl og höfuð- stóll stöfnuinarinnar eru í hennar eigu en ekki Hafnarháskóla. Jafnvel iþótt Kaupmannahafn- arháskóli yrði talinn eigandi, yrðu eignir þær, er stofmminni tilheyra, ekki ríkiseign, sem ríkis stjórn eða löggjafarþing getur ráðskazt með að vild, vegna hinn ar réttarlegu undirstöðu þess, að stofnunin varð til og eignaðist þessar eignir og timans, þegar 'þessi eignaraðild varð til. Stofnunin hefur ekiki aðeins heimild, heldur ber henni réttur til að hafa umsjón með og ráð- stafa safni sínu og sjóði. Staðið er við þá fullyrðingu, að (lögin um afihendinguma) jafngildi raunverulega afhend- ingu á hluta handrita og sjóðs stofnunarinnar til íslenzka ríkis- ins, og, þegar til úrskurðar dóms- yfirvalda komi, sé það algerlega þýðingarlaust, að ríkisstjórn og þing hafi reynt að draga hulu yfir þetta með því að láta það heita svo, að hér sé einungis um skiptingu stofnunarinnar í tvo hluta að ræða“. Christrup minnir síðan á stjórnarskrárákvæði um eignar- réttinn, almannavelferð og skaða bætur. Hann neitar þvií, að hér gæti orðið um stjórnvaldsáikvörð un að ræða. Ekkert liggi fyrir Thomas Bartholin, (1659-1690), jústizráð. Hann varð prófessor í sagnfræði átján ára gamall. Hann var konunglegur antiquari us og prófessor juris. hendi sem bendi til þess, að stofnunin geti ekki í framtíðinni framfylgt nákvæmlega settum reglum stofnskrárinnar. Hann skorar á sakiborning að nefna dæmi, þar sem stjórnvaldið hafi leyft sér að breyta löglegum ákvæðum dánargjafarsjóðs gegn íramkomnum mótmælum sjóðs- stjórnar, þegar sannað sé, að sjóðsstofnunin geti starfað áfram, náikvæmlega eftir grundvallar- reglum sínum, sem gefandi hafi sett. í andsvari sín-u segir Pou'l Schmidt, að stofnunin njóti ekki verndar stjórnarskrárákvæða um eignarrétt, og „réttindi" hennar séu eingöngu bundin við umsjón. Hér sé ekki um afihendingu að ræða eða afisal, heldur breytingu á skipulagi safnsins. Breytingin sé eðlileg, þar eð augljóst sé, að vilji stofnanda og eiginkonu hans gafi verið sá að stuðla að rannsóknum íslenzkra stúdenta í safninu. en á stöfntíma hafi is- lenzkur háskóli ekki verið til. Séu lögin frá (maí) 1965 álitin eignamámslög, segir Poul Schim idt, sem dregið er sterklega I efa, væru lögin gild í heild sinni engu að síður. Dómstólaznir hafi látið löggjafarvaldinu það efitir að ákveða, hvað sé almannavel- ferð. Skaðabótakrafia komi ekki til greina, þar sem stofinunin mundi etoki bíða neitt eifnahags- legt tjón, og j afinvél þótt svo væri, væri aðeins um einfalda skaðabótarkröfú að ræða, sem ekki hnekkti í neinu samþykkt- um lögum. Poul Sdhmidt viður- kennir, að ekkert fordæmi finn-j ist um það, sem háttvirtur and- stæðingur skoraði á hann að finna dæmi um, en þar með sé ekki sagt, að einföld stjórnvalds- ákvörðun um breytingu á 200 ára gömlu stofnskrórá'kvæði, sem aðeins snerti skipulag á stofnun, er standi ísérstakri afistöðu til hins opinbera, sé ekki fullkom- lega lögleg. Að lokum: Nú, þegar málið kemur fyrir Eystri landsrétt og áreiðanlega síðar fyrir Hæstarétt Danmerk- ur, verður það ekki tilfinninga- semi, fslandsást eða dönsk þjóð- rækni, sem ræður úrslitum, held- ur hrein lögfræði. Fyrir dómurunum liggur vandamál, sem er mjög örðugt úrlausnar: lög gegn stjórnarskrá. — Utan úr heimi > Framhald af bls. 16 skipulagningu og undirtoún- ingi friðsamlegrar mótmæla- göngu um 3000 sfcúdenta. Ætl unin var að afhenda mót- mælaorðsendingu í kennslu- málaráðuneytinu. En stúdent arnir komust aldrei á leiðar- enda, því lögreglan tók til sinna ráða, handtók for- sprakkana og lumibraði á félögum þeirra. Dómur var kveðinn upp í máli stú- dentanna fimm niú fyrir nokkrum dögum og hlutu þeir allir skilorðsbundna dóma, eins til tveggja ára fangelsi. Taki þeir nokkum þátt í mótmælaaðgerðum eða hafi virk afskipti af stjórn- málum, skal dómunum þegar fullnægt. Segja griskir sfcúdentaleið- togar að meðalaldur þeirra i starfi sé nú einn mánuður og hafi svo verið allt síðan Pap andreou forsætisráðherra var neyddur til að segja afi sér fyrir hartnær ári, en þótt leiðtogarnir eigi í erfiðleik- um vegna afskipta yfirvalda . séu haldnir vikulegir fundir og náið samstarf haft við sfcúdentaíélög út um heim. 1 Grikklandi eru um 46.000 stúdentar að því er talið og segja leiðtogar þeirra að um 90% sinna manna séu á móti konungsfjölskyldunni og rik- isstjórn þeirri sem nú fari með völd í landinu. Enn er annað, sem orðið hefur Konstantín til mikilla óvinsælda aí löndum sínum, en það eru viðbrögð hans við málum manna þeirra sem enn sitja í fangelsi vegna stjórnmálaskoðana sinna. Pólitískir fangar er hugtak sem ekki hefur hlotið viður- kenningu í Grikklandi, þar eru allir slíkir fangar taldir njósnarar og enn er um hálft hundrað slíkra í fangelsi þrátt fyrir marggefin loforð um að þeir skuli látnir lausir. Eina leiðin er náðunartoeiðni til konungs — og Konstantín er sagður harður í horn að taka, Páli konungi, föður hang og fyrirrennara hafii verið hálfu lausari höndin til undir skriftar náðunartoeiðna. Því er það að margir land- ar dönsku prinsessunnar og velunnarar þeirra Konstant- ins óttast að þeim verði ekki rótt úti á Korfu í sumar með- an svo fer fram um stjórn- málaástandið I Grikklandi og af6kipti konungs afi því.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.