Morgunblaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 3
i-’l'lojuuagui x. uov. lauu I trk A ri í?1 H ** J%> ♦! rt WU m wnuuiiu bMI/l w Forsæfisráðherra á fusidi með frétlanionnum: Aukin tollvernd EFTA á fiskafurðum eykur á erfiðleika okkar að standa utan við þau samtök Norrænt varnarbandalag ekki tímabært Á fundi með fréttamönn um í gær skýrði dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra, frá Svíþjóðarför þeirra hjóna og gat þess að engar ýkjur væru að þeim hefði verið tekið afbragðs vel og þau fundið óvenjulegan hlý- hug í garð íslenzku þjóðar- innar. Þá kom það einnig fram hjá forsætisráðherra, að hann ræddi við sænska ráðamenn um norrænt samstarf og við- horf og skiptust þeir enn- fremur á skoðunum um al- þjóðamál. Sagði forsætisráð- herrann að Svíar hugsuðu mikið um framtíð EFTA og aðspurður um væntanlega að ild íslands að þessu efnahags bandalagi sagði hann, að eft- ir því sem það veitir fiskaf- urðum meiri tollvernd, eftir því verður erfiðara fyrir okk ur að standa utan við það. Hann bætti því við, að Svíar hefðu áhuga á því, að íslend- ingar eignuðust aðild að EFTA og hefðu þeir lýst því yfir, að þeir mundu vera því velviljaðir, en hér væri auð- vitað algjörlega um málefni Islendinga sjálfra að tefla. Aftur á móti hafa Svíar mikl- ar áhyggjur af hvað muni verða um framtíð Efnahags- handalaganna tveggja EFTA og EEC eða Efnahagsbanda- lagsins, eins og það er kall- að. Þá var drepið á varn- armál og aðspurður sagði dr. Bjarni Benediktsson, að sú skoðun væri ofarlega á baugi að ekki væri tímabært, eins og sakir stæðu, að gera breyt ingar á varnarmálum Norð- urlandaríkjanna með því að stofna til varnarbandalags þeirra. Gat hann þess að einn af helztu forystumönnum jafnaðarmanna í Finnlandi Leskinen hefði verið í Ósló og átti þar meðal annars við- ræður um norrænt varnar- bandalag, og hefði hann látið uppi þá skoðun, að þróun í átt til norræns varnarbanda- lags væri ekki æskileg eins og nú væri háttað málum. Þá gat forsætisráðherra þess að Svíar legðu í gífurleg an herkostnað til varnar hlut leysisstefnu sinni. Loks má geta þess að á blaðamannafundinum kom fram að forsætisráðherra og utanríkisráðherra hefur ver- ið boðið til Vestur-Þýzka- lands, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um, hvenær það verður. Auk þess gat for- sætisráðherra þess að for- seta íslands hefði verið boðið að heimsækja heimssýning- una í Kanada á næsta ári, ásamt fylgdarliði. -- XXX ---- Hér að framan hafa verið dreg- in fram nokkur höfuðatriði sem fram komu á blaðamannafund- inum í gær, en hér á eftir verður skýrt nánar frá þeim og ýmsu „Eins og sakir standa er breyt- ing í þá átt að stofna norrænt varnarbandalag ekki tímabær“, sagði forsætisráðherra, „það þarf meiri breytingu í alþjóðamálum en nú er til að norrænt varnar- bandalag gæti komið í stað At- lantshafsbandalagsins". Viet-Nam Aðspurður sagði forsætisráð- herra að Svíar fylgdust mikið með styrjöldinni í Vietnam, og hefðu af henni þungar áhyggjur. Vekur Vietnam-deilan mikla at- hygli þar, og eru flestir aðrir en hægri menn á öndverðum mciði við Bandarikjamenn. Loftleiðir Dr. Bjarni minntist einnig á Loftleiðadeiluna, en það mál er í athugun hjá sérfræðingum, svo sænsku ráðherrarnir gátu ekkert um það sagt á þessu stigi, en for- Dr. Bjarni Benediktsson öðru: Forsætisráðherra sagðist fyrst og fremst hafa hitt Erlander, for- sætisráðherra Svía, sem bauð honum að koma til Svíþjóðar. Hann átti fund með honum og nokkrum ráðherrum í ríkisstjórn- inni og voru rædd almenn mál- efni, bæði norræn málefni og al- þjóðleg, og þá alveg sérstaklega viðhorfin í efnahagsmálunum og hugsanlegan samruna EEC og EFTA. Svíar hafa sjálfir mikinn áhuga á framvindu þessara mála. Viðhorf okkar eru á annan veg þar sem við eigum ekki einu sinni aðild að EFTA, en aukna þýðingu fær málið fyrir okkur, ef um verður að ræða samein- ingu hinna tveggja efnahags- bandalaga 1 vestur Evrópu. Kvaðst forsætisráðherra hafa hlustað með athygli á greinar- gerð, sem viðskiptamálaráðherra Svía, Gunnar Lange, gaf um þessi mál, en sjálfur gerði hann grein fyrir viðhorfum íslendinga. Eins og fyrr getur, var einnig rætt um alþjóðamálefni og líkur fyrir því að norrænt varnar- bandalag gæti tekið við því hlut- verki sem sum Norðurlanda telja að NATO vinni í þeirra þágu. sætisráðherra benti á að þeir hefðu ávallt verið okkur velvilj- aðir. x Hann sagði að á fyrirlestrar- fundum þeim, er hann hefði hald- ið í Stokkhólmi og Lundi og einn- ig á blaðamannafundinum í Stokkhólmi hefði hann vikið að þessu máli og ljóst væri, að á því væri töluverður áhugi í Sví- þjóð, en einnig hefðu margir Svíar gagnrök á hraðbergi gegn okkar málstað. Á báðum stöðun- um, í Lundi og Stokkhólmi, stóðu upp stúdentar og gerðu fyrir- spurnir sem sýndu að þar í landi telja ekki allir óskir okkar eðli- legar, en hann kvaðst hafa feng- ið tækifæri til að eyða misskiln- ingi á fundum þessum. VerkfaU Þá benti forsætisráðherra á að enn væru undiröldur eftir kosningaveðrið í haust og einnig, að fóik heíði áhyggjur af kenn- ara verkfallinu. í Svíþjóð er ný- lunda að ríkisstarfsmenn hafi verkfallsrétt og því kom það öll- um á óvart, þegar boðað var til fyrrgreinds verkfalls svo skjót- lega eftir að starfsmennirnir höfðu öðlazt réttindin. Vinnufrið ur hefur ríkt í Svíþjóð um langt skeið og sagði Erlander að á þeim j 20 árum sem hann hefði haldið um stjórnartauma hefði þar að- eins einu sinni orðið verkfall, sem máli skipti. Þess vegna ylli kennaraverkfallið þeim töluverð um áhyggjum, en Svíar fögnuðu því að horfur væru á að viðræð- ur myndu hefjast í þessari viku. Norræn fræði Þá kvaðst forsætisráðherra hafa hitt nokkra forystumenn í norrænum fræðum, þeirra á með- al Dag Strömbeck, sem vel er kunnur hér á landi og hefur baldið hér háskólafyrirlestra, og Jansson sem nú er þjóðminja- vörður — maður mjög velviljað- ur íslendingum og sívakandi yfir því, að ekki sé gengið á okkar hlut í einu né neinu. Kvaðst for- sætisráðherra raunar geta sagt að það hefði komið honum á óvart, hversu áhugi Svía á norrænum fræðum væri mikill og hefði sér virzt að hann væri meiri en í nokkru öðru Norðurlanda. Iðnfyrirtæki Þá kvaðst forsætisráðherra hafa séð þrjú mikil iðnfyrirtæki L. M. Ericsson, sem framleiðir síma, SAAB í Linköbing, sem framleiðir flugvélar og bíla og iðnaðarsamsteypuna FACIT, sem einnig er í Austur-Gotlandi, fyr- irtæki sem framleiðir reiknivél- ar, skrifstofuvélar og annað slíkt. Einkenndust vinnubrögð á öllum .þessum stöðum af nákvæmni og vandvirkni. Innflutningur á nautgripum Það er ekki aðeins í iðnaði, sem mikil áherzla er lögð á ná- kvæmni, heldur mátti einnig sjá þess glögg merki í landbúnaði. Forsætisráðherrahjónin heim- sóttu Einar Gustafsson, þing- mann og bónda, í Austur Gaut- landi, en bær hans stendur um það bil 200 km. fyrir sunnan Stokkhólm. Hafði forsætisráð- herra hitt Einar, þingbónda, að máli á fundi Norðurlandaráðs og svo talazt til, að hann heimsækti hann, ef hann ætti ferð um Sví- þjóð. Bændur á þessum slóðum lifa aðallega á hveitirækt, en auk þess er þar töluverð nautgripa- rækt og hefur Einar Gustafsson um 50 mjóikandi kýr, auk ann- arra nautgripa. Við hvern bás var tafla með fæðingardegi við- komandi nautgrips, upplýsingar um afurðir og allt sem máli skipti um hvern einstakling. Einar Gustafsson fullyrti að vegna langrar skyldleikaræktun- ar stofnsins hefði hann orðið af- urðaminni og honum mundi holl blöndun af erlendum stofni. Þó þeim væri kunnugt um takmark- anir á innflutningi búfjár til ís- lands hefði nautgriparæktarfélag ið boðizt til að gefa hingað 10 gripi til kynbóta. Taldi hann að með nútímavísindum væri engin ástæða til að óttast slíkan inn- flutning á nautgripum. Og for- sætisráðherra sagði, að ástæða væri til að athuga gaumgæfilega þetta ágæta boð hins reynda bónda, áður en ákvörðun yrði tekin. Listasafn í Lundi var forsætisráðherra- hjónunum sýnt listasafn, þar sem sýnd var þróun listaverka allt frá frumskissum upp í full- gerð málverk. Öll Norðurlönd hafa þar hvert sína deild, en ís- Framhald á bls. 25. STAKSTIINAR Landsbyggðin og menningarstofnanir EITT af frumskilyrðum þess að byggð haldist um land allt er það, að fólkið í dreifbýlinu eigi kost félags- og menningarlífs tii jafns við íbúa þéttbýlli svæða. í þessum efnum hafa þrjár menningarstofnanir þýðingar- miklu hlutverki að gegna, en það er Þjóðleikhúsið, Sinfóniuhljóm- sveitin og Listasafn rikisins. Öllum þessum þremur menning- arstofnunum er ætlað að ferðast út um landsbyggðina með leik- rit, hljómleikahald og myndlista- sýningar. En því miður hefur ekki verið framfylgt þeim fyrir- mælum, sem um þetta eru í lög- um þessara stofnana. Menningarstraumar , frá Reykjavík Þjóðleikhúsið hefur farið með leiksýningar út um land á ári hverju, en hins vegar fer því fjarri að allir landshlutar hafi orðið aðnjótandi þeirra leik- ferða. Augljóst er, að því er sam fara mikill kostnaður fyrir þessar þrjár menningarstofnanir að flytja list sína til hinna dreifð ari byggða landsins, en þá er þess að gæta, að íbúarnir út um land taka ekki síður en hinir þátt í kostnaði við að halda þess- um menningarstofnunum uppi og eiga því nokkurn rétt á því að njóta einhvers þar af. Hér í Reykjavík er miðstöð menningar- og listalífs landsins, en miklu skiptir að frá höfuð- borginni renni straumar menn- ingar og lista til hinna dreifðari byggða landsins. Víða út um Iand hafa verið byggð myndar- leg félagsheimili og samkomu- hús og þótt þau jafnist ekki á við leikhús og hljómleikasali höfuðborgarinnar, er aðstaða þó fyrir hendi til þess að koma upp myndlistarsýningum, flytja leik- rit og efna til hljómleikahalds. Til þessara félagsheimila hefur verið varið miklu fé og þau þarf að nýta sem kostur er. ÖIl rök mæla með því, að framfylgt sé lögum um þær þrjár menningar- stofnanir sem hér hefur verið um rætt og að þær leitist í starfi sínu við að þjóna landinu öllu, en ekki aðeins Reykjavík og nágrenni. Það mundi og binda þessar þrjár stofnanir lifandi tengslum við fólkið í landinu ef þær legðu meiri rækt við aðra landshluta en verið hefur. Þýðingarmikið atriði Ilér er um að ræða þýðingar- mikinn þátt í því að fá fólk í hinum dreifðari byggðum til þess að sætta sig við margvíslegt óhagræði, sem af því hlýzt að búa í fámennari byggðalögum, og vissulega er leggjandi í nokk- urn kostnað til þess að þar verði haldið uppi blómlegu menning- arlifi, ekki síður en hér í höfuð- staðnum og þéttbýlissvæðinu kring um hann. Það er þe^ vegna full ástæða til þess að þeir aðilar, sem hér eiga hluta að máli, athugi það rækilega, hvort þess er ekki kostur að auka mjög starfsemi þessara þriggja menn- ingarstofnana á þessu sviði, því mundi verða vel tekið út um landsbyggðina og auka mjög veg og sóma þessara þriggja merku menningarstofnana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.