Morgunblaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 1. nóv. 1966 Brýn nauðsyn að efla veiðarfæraiðnað í landinu Miklar umræður / neðrideild ALLMIKLAR umræður urðu í neðri deild í gær um frv. ríkis- stjórnarinnar um verðjöfnunar- gjald af veiðarfærum. Frv. þetta gerir ráð fyrir, að lagt verði 2% gjald af tollverði á innflutt veið- arfæri og leggist þetta gjald í sérstakan sjóð, sem verði til efl- ingar veiðarfæraiðnaði í landinu. Jóhann Hafstein (S): Það hef- «r reynzt erfitt að starfrækja yeiðafæragerðir hérlendis hin síðari ár. Nokkrar voru starfandi fyrir þremur til fjórum áratug- nm, en nú hafa allar gefizt upp nema ein. Nú er markaður fyrir veiðar- færi stór hér á landi, og því ætti að vera auðvelt að reka slík fyr- irtæki, þótt reyndin hafi verið önnur. Hefur það verið ríkis- stjórninni áhyggjuefni, og skip- aði því iðnaðarmálaráðherra hinn 16. sept. 1964 nefnd tii að framkvæma sérfræðilega athug- un á því, hvort ekki sé tímabært að íslenzkum veiðafæraiðnaði sé búin sömu kjör og öðrum iðn- aði í landinu og hliðstæðum iðn aði erlendum, og var einnig ósk- að athugunar á því, hvort stefna beri að stórfelldri aukn- ingu umrædds iðnaðar með þátt- töku erl. fjármagns, eða aukn- ingu í áfögnum með innlendu fjármagni. Niðurstöður nefndarinnar voru í stuttu máli þær, að það gilti einu, hvert litið væri til saman- burðar. Veiðarfæraiðnaður hefði verið og væri algjör hornreka í atvinnulífi þjóðarinnar . Nefndin gerði tillögur til úr- bóta, og voru þær í fjórum iið- um. 1. Að sérhver hækkun inn- lends framleiðslukostnaðar. sem sjávarútveg er bætt í einu eða öðru formi, verði einnig látin ná til veiðafæraiðnaðarins. 2. Til þess að jafna metin og leiðrétta á einhvern hátt- ára- langt misrétti, er það tillaga nefndarinnar, að fyrirtækjum þeim, er starfa að framleiðslu veiðarfæra og efnis til þeirra, verði greitt nokkurt framlag, er hjálpi þeim til að laga sig að breyttum framleiðsluaðferðum og breyttri eftirspurn veiðar- færa. Upphæð framlagsins verði metin með hliðsjón af innkaups- verði nauðsynlegra véla og tækja. 3. Þá mælir nefndin með því »ð veiðarfæraiðnsður verði að- stoðaður við útvegun hægstæðra lána með ríkisábyrgð, ef þörf krefur. 4. Loks telur nefndin rétt, að •thugað verði, hvort til greina komi að undanþiggja ný fyrir- tæki í veiðarfæraiðnaði tekju- sköttum um ákveðið árabil, t.d. 3 ár, í því skyni að örva til stofn tmar nýrra fyrirtækja í grein- inni. >á lagði einn nefndarmanna til, að veiðarfæraiðnaði sé tryggð aðstaða, er jafngildi nú 15% nettótollvernd. Einn nefndar- manna studdi þetta. Nefndin leit- aði álits margra aðila. Leitaði hún meðal annars álits Féiags ísl. botnvörpuskipaeigenda, en þar segir: „Reynsla íslenzkrar togaraút- gerðar af íslenzkum veiðarfæra- iðnaði hefur verið mjög góð og á það skal bent, að í síðari heims- styrjöidinni hefði íslenzk togara útgerð verið í molum ef hans hefði ekki notið við. bæði vegna þess, að illmögulegt var að fá botnvörpur erlendis og þær, sem keyptar voru, voru úr ónýtu efni, en það leiddi aftur til ómetan legs aflatjóns. — Á þessum ár- um sá íslenzk veiðarfæragerð einnig bátaflotanum fyrir öllu efni í fiskilínur. Vörur þessar voru og hafa alltaf verið úr fyrsta flokks efni og lögun, t.d. botnvarpanna eftir óskum kaup- enda. Hins vegar hefur oft og tíðum farið svo, að þegar keypt hafa verið net erlendis hafur þurft að breyta þeim meira og minna hér heima með auknum kostnaði. Þetta hefur skeð, þrátt fyrir það að hérlendir umboðs menn erlendra framleiðenda hafi sent þeim heilar botnvörpur framleiddar hér til þess að láta hnýta eftir þeim“. >á var þess einnig farið á leit við félagið, að það kannaði af- stöðu félagsmanna til þess, að snúa viðskiptum sínum til Hamp iðjunnar, ef hún framleiddi vörpur úr gerfiefnum. Félagið gerði könnun meðal meðlima og í ljós kom, að áhugi var fyrir því. í bréfi F.Í.B. segir og. að það sé ómetanlegur styrkur fyrir út- gerð í landinu, að öflug veiðar- færagerð sé starfandi og hún geti veitt erl. aðilum það harða samkeppni, að íslenzkir njóti hins hagstæðasta verðs. Einnig var bent á, hve mikið örýggi það væri, að hafa veiðar- færagerð í landinu, ef samgöng- ur tepptust, td. af völdum styri- alda. Var það eindregin ósk F.Í.B. að Hampiðjan h.f. njóti einhvers styrks af hálfu ísl. stjórnvalda, svo að starfsemi hennar geti haldið áfram og aukizt og eflzt og þannig gegnt því mikilvæga hlutverki, sem nauðsynlegt er að hún gegni fyrir ísl. útveg. Þá var einnig leitað álits L.í.Ú. og segir þar m.a.: Eins og nú er ástatt í íslenzk- um sjávarútvegi, þegár honum er íþyngt úr hófi með háu kaup- gjaldi og miklum kostnaði vegna vaxandi verðbólgu, jafnhliða lágu fiskverði. er óhugsandi, að hann geti tekið á sig aukin út- gjöld vegna verndartolls, sem settur kynni að vera á innluít veiðarfæri, án þess að fá það að að fullu bætt frá þjóðfélagsheild inni. Sem svar við þeirri fyrirspurn yðar, hvort stefna beri að stór- felldri aukningu íslenzks veiðar- færaiðnaðar,- þá viljum vér taka fram, að vér erum þeirrar skoð- unar, að æskilegt sé, að veiðar- færaiðnaður sé í lanöinu/ en þó því aðeins að hann geti, miðað við núverandi tollaákvæði, keppt að gæðum og verði við innflutt veiðarfæri. Innlend veiðarfæra- framleiðsla ætti að hafa betri aðstöðu í samkeppni við erlend veiðarfæri, vegna betri þekking- ar á markaðsþörf hér. Þegar þessar niðurstöður nefndarinnar lágu fyrir, sneri iðnaðarmálaráðherra sér til Efnahagsstofnunarinnar til frek- ari könnunar á máli þessu. Leiddi það til þess, að próf Árni Vilhjálmsson lét í té ýtar- lega skýrslu um rekstur Hamp- iðjunnar. Forstjóri Efnahagsstofn unarinnar lét síðan í ljós álit sitt og segir svo í niðurlagi þess: Að mínum dómi væri það hin mesta ógæfa, ef rekstur Hamp- iðjunnar leggðist niður, og gæti þetta haft hin alvarlegustu áhrif í þá átt að draga úr við- ieitni til eflingar heilbrigðs iðn- rekstrar í landinu. Hér er um að ræða grein, þar sem íslenzkur iðnaður hefur betri eðlileg reksr arskilyrði en í flestum öðrum greinum, en hefur átt örðugt uppdráttar vegna ríkjandi stefnu í efnahagsmálum á undanförn- um áratugum, og að öllum lík- indum einnig vegna undirboða erlendra aðila. Allt bendir til þess, að Hampiðjan hafi verið rekin af hagsýni og dugnaði, og þrátt fyrir margvísleg áföll er fjárhagar fyrirtækisins enn til- tölulega traustur. Neyðist slíkt fyrirtæki til að leggja upp laup- ana virðist loku fyrir það skotið, að um nokkra þróun veiðarfæra- iðnaðar geti verið að ræða hér á landi um langa framtíð. Ráðuneytisstjórarnir Gunn- laugur E. Briem, Brynjólfur Ing- ólfsson og Þórhallur Ásgeirs- son létu einnig í té álitsgerð um málið, og var skoðun þeirra sú, að eðlilegt væri að veiðarfæra- gerðinni yrði veitt aðstoð. Þær athuganir, sem gerðar hafa verið í iðnaðarmálaráðu- neytinu á máli þessu í heild, hafa leitt til þess, að komið gæti til álita eftirfarandi mismunandi eða samverkandi aðgerðir til stuðnings núverandi veiðarfæra Á fundi efri deildar í gær fylgdi dómsmálaráðherra, Jóhann Haf- stein úr hlaði frv. um breytingu á lögum um almannavarnir. Markmiðið með þessari breyt- ingu er, að almannavarnir, er hingað til hafa aðallega beinzt gegn stríðshættu, taki einnig yfir varnir gegn náttúruhamförum. Jóhann Hafstein (S): Á síð- asta þingi var flutt tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga um almannavarnir vegna hafíshættu og annarra náttúru- hamfara, auk heldur að fella inn í lögin ákv. um aðstoð við hjálp- arsveitir um þjálfun þeirra og kaup á tækjum til þeirra. Til- laga þessi var ekki útrædd, en dómsmáláráðuneytið fór þess á leit við forstöðumann almanna- varna að hann léti í Ijós álits- gerð um þessi efni. Niðurstöður hans voru í stuttu máli þessar: „1. Framkvæmd laga um al- mannavarnir hefur gengið mjög hægt, þarínig að telja verður óeðlilegt og óæskilegt. Þetta staf- ar sennilega af því, að lögin taka til hernaðaráhrifa fyrst og fremst. 2. Viðbúnaður gegn hættum af völdum náttúruhamfara og hern- aðar er í flestum tilfellum sama eðlis og krefst hliðstæðs undir- búnings. Þetta á við um fnarg- háttaðan undirbúning búnað til björgunarstarfa, þjálfun, skipu- lagningu, fjarskipti og birgða- söfnun, svo nokkuð sé nefnt. 3. Hætta af völdum eldgosa, jarðskjálfta og hafísa er mikil hér á landi. Viðbúnaður gegn meiriháttar áhrifum þessara afla er ekki fyrir hendi. Almennt mun litið á hættur af þessum orsökum nálægari en þær hætt- ur, sem af hernaðarátökum kunna af stafa. 4. Slysahjálpar- og björgunar- sveitir, sem slarfandi eru innan iðnaði og til eflingar alhliða veið arfæragerða: , 1. Tollur á veiðarfærum, sím nú eru framleidd í landinu, verði hækkaður í 10%. Tekjur af þess- ari tollahækkun, eða allar tolla- tekjurnar renni í Aflatryggingar sjóð sjávarútvegsins eða þeim verði varið til þess að greiða vátryggingariðgjöld af fiskiskip- um eða með öðrum hliðstæðum hætti. 2. Veiðarfæraiðnaði séu tryggð fjárfestingarlán til langs tíma, hliðstætt því sem verið hefur um fiskiskipabyggingar innanlands. 3. Veiðarfæraiðnaðurinn njóti í bili a.m.k. forgangs um hag- ræðingarlán úr Iðnlánasjóði, þar sem skilyrði til hagræðingar- láns verði talin fyrir hendi. 4. Heimiluð sé lenging greiðslu frests á innfluttum hráefnum til veiðarfæragerðar. 5. Heimild til gjaldfrests á innfluttum veiðarfærum, sömu tegundar og framleidd eru í land inu, sé afnumin. 6. Notuð sé heimild tollskrár- laga til þess-að setja undirboðs- toll á veiðarfærainnflutning, t.d. frá Danmörku fyrst í stað. 7. Innflutningur veiðarfæra, sömu tegundar og framleidd eru í landinu, sé um stundarsakir tekinn af frílista og háður leyf- um og eftirliti, með það sérstak- lega fyrir augum, að því opin- bera gefist tækifæri til þess að ná meiri yfirsýn þessara mála, enda verði hagsmuna útvegsins að fullu gætt, og fái útvegsmenn að tilnefna sérstaka fulltrúa við framkvæmd þessara tíma- bundnu leyfisveitinga. félagssamtaka áhugamanna geta skapað kjarna almannavarna- sveita og starfsemi þeirra mundi styrkjast almennt við aðstoð, sem almannavarnir geta látið í té, að því er varðar búnað og þjálfun. Nauðsynleg forsenda þessa sem og allra annarra aðgerða við framkvæmd almannavarnadag- anna er stofnun almannavarna- nefnda“. Aðalstarf almannavarna hefur hingað til verið skýrslugerð og eins að koma upp birgðastöð. Einnig hefur verið unnið að leið- beiningum til almennings, og sendir hafa verið nokkrir menn í almannavarnaskóla til Dan- merkur og haldin hafa verið námskeið í almannavörnum. Alfreð Gíslason (K): Mér hafa alltaf þótt lögin um almanna- varnir vera plástur á slæma samvizku stjórnarflokkana. Þeir virðast geta friðað hana eitthvað með þessu móti, en hinsvegar verður ekki móti mælt, að bezta almannavörnin er láta herinn fara. Það er líka annað atriði, sem ég vildi fá upplýst. Víða er gert ráð fyrir því í frum- varpinu að ráðherra setji reglu- gerð til vnánari skýringar. Hef- ur það verið gert? Hafa reglug. verið settar um einka- varnir, um skyldur húseigenda að hafa eldvarnartæki í húsum sínum, um áætlun um brottflutn- ing af hættusvæðum? Þessar breytingar á frv. eru góðar, en sumt er sumt athuga- vert. Má sem dæmi nefna, að mér þykir farið inn á verksvið S.V.F.Í. og annarra hjálpar- og líknarfélaga. Þessi félög eru öfl- ug og lífræn, enda skilningur fyrir þeim, en hann skortir al- gjörlega á almannavörnum. Að lokinni umr. var málinu vísað til annarra umr. og nefnd- ar. 8. Tryggt sé, að sú útgerð, sem nýtur beinna fjárframlaga úr ríkissjóði, kaupi a.m.k. að öðru, jöfnu innlend veiðarfæri. 9. Að greitt verði verðjöfnunar gjald af öllum innfluttum veiðar færum. Að athuguðu máli hefur verið horfið að því, að leggja til við Alþingi, að sett verði lög um verðjöfnunargjald af veiðarfær- um, enda eru annmarkar á veru- legri hækkun tolla augljósir og höft á innflutningi veiðarfæra mjög óæskileg og hvimleið. Er og fullvíst talið. að með leið þessari megi ná þeim tvíþætta tilgangi, að tryggð verði framtíð þeirrar veiðarfæragerðar, sem starfandi er í landinu og að ve.ð jöfnunargjaldið, þegar frá líðux-, geti orðið lyftistöng alhliða veiðarfæraiðnaði innlendum. Er þá og að sjálfsögðu einnig við það miðað, að beitt verði þeim aðgerðum öðrum, sem að fram- an eru greindar og framkvæman legar eru án aðgerða Alþingis, eftir því sem efni standa til. Rík- isstjórnin mun beita sér fyrir, að veiðarfæraiðnaði verið trygeð fjárfestingarlán, sbr. tölulið %. Að veiðarfæraiðnaður njóti hag- ræðingarlána, eftir því sem við á, sbr. tölulið 3. Að endurskoð* aðir verði greiðslufrestir á inn- fluttum hráefnum til veiðarfæ' a gerðar annars vegar og greiðslu- frestir á innfluttum veiðarfær- um hins vegar, sbr. tölulið 4 og 5. Loks, að tryggt sé, sbr. tölu- lið 8, að útgerð, sem nýtur beinna fjárframlaga úr rikis- sjóði, kaupi að öðru jöfnu inn- lend veiðarfæri. Við í ríkisstjórninni töldum. ■'»8 þessi leið myndi sennilega valia minnstri mótspyrnu útgerðar- manna, enda fer verðjöfnunar- gjaldið til þess að bæta hag veiðafæraiðnaðar í landinu og Ká uqi leið útgerðarinnar. Við tel;- um varlega farið að, og þetta gjald á ekki að skapa vanda hiá útgerðinni. Hins vegar getur gjaldið orðið til þess, að upp vaxi nýr veiðafæraiðnaður í land inu, og við eigum að stuðla að því, en ekki láta hann logna.st út af. Að mínu áliti væri bezt, ef samtök yrðu milli hinna þriggja aðila, er hlut eiga að máli, þ. e. útvegsmanna, veiða- færagerðirnar og innflytjend.xr veiðarfæra, sem gæti leitt til stórra átaka í þessari iðngrein. Jón Skaftason (F): Frumvarp þetta gengur í berhögg við boð- skapinn frá 1959 um niðurfell- ingu gíalda á innflutningsvörum. Nú á að leggja á gjald til að bjarga iðnaði, sem ríkisstjórnin hefir lagt í rúst með aðgerðum sínum, og ekki nóg með það, heldur á einnig að leggja það á útveginn, sem þegar er að sligast undan álögum og þolir ekki meiri gjöld. Bátar undir 120 smálestum geta ekki borgað útgerðina og bíða nú eftir aðstoð, og það verð ur að gera róttækar ráðstafanir í þeim málum, eigi bátaútvegur ekki að leggjast niður. Erfiðleikar togaraútgerðar eru mjög miklir og hann getur aldrei þolað álögur sem þessar. Hitt er artur rétt, að veiðarfæraiðnaður berst í bökkunum og slík iðn- fyrirtæki hafa týnt tölunni. Allt stafar það af aðgerðum ríkis- stjórnarinnar og óðaverðbólgunn ar í landinu. Ég er fylgjandi að- stoð við veiðarfæraiðnaðinn í landinu, en slika aðstoð á að gera á’ kostnað alþjóðar en ekki einnar atvinnugreinar. Þetta frv. mun mæta mikilli mótstöðu eins og sést á því, að þegar eru farin að berast mótmæli frá samtökum útvegsmanna. Mattliías Bjarnason (S): Ég er andvígur þessu frv. en hins veg- ar tel ég rétt, að það fái þinglega meðferð. Ég furða mig á því, að þegar meirihluti nefndarinnar leggst gegn gjaldi, skuíi samt vera lagt gjald á. Það hefur orðið mikil bylting £ veiðarfæragerð á síðustu árum, og hörð samkeppni í þessari iðn hefur leitt til þess, að hagstætt verð er á þessum varningi. Hins vegar tel ég ekki rétt, að halda að um undirboð sé að ræða hjá sumum þessara fyrirtækja eins Framhald á bls. 31 Starfscvið almanna- varna aukið -umræður i efrideild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.