Morgunblaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 16
í 16 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. nóv. 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. P.itstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Ivnstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6 Auglysingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið. NORÐMENN STÖÐ VA SÍLD VEIÐAR Cú ákvðrðun norskra útvegs- manna og fulltrúa fisk- iðnaðarins að banna síldveið- ar til bræðslu í Noregi frá n.k. laugardegi, hefur eðli- lega vakið mikla athygli hér á landi, en skýringarnar á þessari ákvörðun eru mönn- um þó kunnar; það er að segja hinar miklu verðlækk- anir á síldarlýsi og mjöli að undanförnu. Þessar lækkanir á heims- markaðsverði hafa þegar vald ið okkur íslendingum veruleg um erfiðleikum, og 1. okt. s.l. var verð á síld til bræðslu lækkað allmikið, en samt sem áður eiga síldarverksmiðjurn ar í erfiðleikum, þar sem nú- verandi útflutningsverð á afurður hrekkur ekki til. Vera má að sú ákvörðun Norðmanna að hætta síldveið um hafi nokkur áhrif á markaðinn til hækkunar, en þó er vart við því að búast, að þau verði veruleg, enda þótt Noregur sé annar í röð- inni að því er varðar aflmagn síldar. Heildarmjölframleiðsla Norðmanna var s.l. ár 309 þús. tonn, en hins vegar fram 'leiddu Perúmenn 1282 þús. tonn, en þeir eru langsam- lega stærstir í fiskimjölsfram leiðslu. í Suður Afríku voru í fyrra framleidd 272 þús. tonn af fiskimjöli, hér á landi 172 þús., í Bandaríkjunum 230 þús. tonn og í Japan yfir 400 þús. tonn. Þannig mun- ar ekki verulega um það á heimsmarkaðnum þótt Norð menn hætti nú síldveiðum. En erfiðleikar þeir, sem útvegurinn á í vegna verð- lækkana, leiðir hugann að því, að hyggilegt væri að koma upp sjóði til jöfnunar verðs. Ætti að efla hann, þeg- ar vel árar eins og hér að undanförnu, en greiða síðan úr honum þegar þörf er að- gerða til að halda við fullum rekstri atvinnutækjanna. Sem betur fer hefur hag- ur síldveiðiflotans og síldar- verksmiðjanna á undanförn- um árum verið með þeim hætti, að báðir aðilar hafa haft töluvert bolmagn tii að standa undir þessum nýju erfiðleikum, og vonandi vara þeir ekki lengur en svo, að yfir þá verði komizt, án þess að til vandræða dragi. En aðgerðir Norðmanna minna okkur á það, að óvar- legt er að spenna bogann of hátt, þótt óvenjuvel gangi einstök ár; happasælla er að rifa seglin í tíma. Sem betur fer gera menn sér nú grein fyrir því, að (vixlhækkanir verðlags og kaupgjalds verður að stöðva til að halda atvinnufyrir- tækjunum gangandi og í fullri atvinnu. Stöðvunar- stefnan nýtur þess vegna mikils og vaxandi stuðnings, og ekki er ástæða til annars en ætla, að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin beitir sér fyrir í þessu efni, muni ná tilætl- uðum árangri. KOMMÚNISTA- FLOKKURINN OG MÁLGAGN HANS Tllalgagn Sovétríkjanna á ís- landi fagnar 30 ára af- mæli sínu, og er ekki óeðli- legt að helzti umboðsmaður heimskommúnismans á ís- landi sendi kveðju til blaðs- ins, því að einmitt fyrir 30 árum markaði hann þá stefnu, sem blaðið fylgir enn í dag — og flytur raunar af og til 30 ára ræðuna sína. Einar Olgeirsson segir í kveðju til „Þjóðviljans“ „Megi auðna íslands og á- hugi alþýðu gera Sósíalista- flokknum kleift að varðveita og efla Þjóðviljann sem vopn verkalýðshreyfingarinnar, boð bera Sósíalismans og vígi ís- lenzkrar sjálfstæðisbaráttu gegn erlendri yfirdrottnun!“. Athyglisvert er að Einar Olgeirsson undirstrikar, að það sé Sósíalistaflokkurinn sem eigi að ráða ferð Þjóð- viljans í framtíðinni, en ekki hið svokallaða Alþýðubanda- lag, sem einmitt var verið að stofna sömu dagana og hann ritaði þessa kveðju sína. Ein- ar fer þannig ekki dult með það, að Alþýðubandalagið eigi að vera skálkaskjól kommúnistaflokksins og eng in áhrif að hafa. á stefnu hins sameiginlega málgagns kommúnista og nytsömu sak leysingjanna, sem þeir ætla að hagnýta sér í Alþýðubanda laginu. Og hann talar auðvit að um að „varðveita“ þetta „vopn verkalýðshreyfingar- innar, boðbera Sósíalismans“. Hann undirstrikar þannig, að það sé hreint ekki hugmynd- in að breyta neitt um bar- dagaaðferðir eða stefnu, allt hið gamla góða eigi að varð- veita og efla. Þessi „kveðja til Þjóðvilj- ans“ er ekki síður kveðja til þeirra, sem kalla sig Alþýðu- bandalagsmenn — segjast ekki vera kommúnistar, en aðeins vilja hafa við þá sam- vinnu. Á meðan þeir voru að Kínverskur eldflaugasérfræö- ingur stundaði nám í Bandaríkj. Gegndi margskonar trúnaðarstörfum áður en honum var vísað úr landi New Yoró, 29. okt. (AP) FYRIR ellefu árum kom 46 ára gamall kínverskur vísinda maður til Peking etfir að hafa búið og starfað i Bandarikj- unum í 20 ár. Meðan hann dvaldist í Bandarikjunum hafði hann getið sér gott orð sem sérfræðingur á sviði eld- flauga. Viku eftir komuna til Pek- ing skýrði útvarpið þar í borg frá því að dr. Tsien Hsue- shen hefði tekið við yfirstjórn tilraunadeildar vísindaháskóla Kina. Þessi frétt var túlkuð þannig á Vesturlöndum að dr. Tsien hefði tekið að sér að standa fyrir tilraunum með nýjar gerðir vopna. Bandaríkjastjórn visaði Tsi- en úr landi 1955 fyrir þá sök að hann væri kommúnisti. Hafði þá brottvísunin verið dregin á langinn í fimm ár á þeim forsendum að Tsien sæti uppi með of mikla vitneskju, er komið gæti óvinaþjóð að góðum noium. Þáttur Tsiens óhekktur Fyrir tveimur dögum skutu Kínverjar á loft eldflaug með kjarnorkusprengju, sem sprakk er hún „hæfði örugg- lega skotmarkið", eins og kom izt yar að orði í Peking-út- varpinu. Þegar þetta fréttist fóru visindamenn, sem þekktu Tsi- en þegar hann var við tækni- háskólana í Kaliforníu og Massachusetts, að velta því fyrir sér hvort einhvert sam- band væri milli hans og eld- flaugarinnar kínversku. Full- yrtu kjarnorkufræðingar her- stjórnarinnar í Washington að Tsien, sem nú er 57 ára, hefði lagt kjarnorkuvísindum Kín- verja lið, en vissu ekki hve mikið. Svo til eina leiðin til að fylgjast með þvi hvernig Kínverjum miðar áfram á sviði kjarnorkunnar er að lesa það, sem út er gefið um málið. En ekkert hefur birzt eftir Tsien frá því hann fór frá Bandaríkjunum. Um tíma stóð Tsien fyrir Guggenheim-rannsóknarstofn- uninni víð tækniháskólann l Kaliforníu, þar sem aðallega er unnið að rannsóknum á eld flauga- og þotuhreyflum. Þessu embætti gegnir nú dr. W. Duncan Rannie, sem skýr- ir svo frá: „Ég hef ekkert samband haft við hann frá því hann fór. Lík ur benda til þess að hann hafi haldið áfram á því sviði, sem hann starfaði á síðustu tvö árin hér, þ.e. rannsóknum á Dr. Tsien Hsue-shen sjálfvirkum stjórntækjum, sem notuð eru t.d. í rafeinda- heila og fleira. Hann vann við rannsóknir á eldflaugahreyfl- um meðan þeir voru á frum- stigi, en gífurlegar framfarir hafa orðið hér síðan, og hann hefur ekkert fylgzt með þeim framförum, nema því sem skýrt hefur verið frá á prenti. Við vitum hváð hann starfar. Hann stendur fyrir tilrauna- stöð í Kína og hefur gert það frá því honum var vísað úr landi“. Tsien handtekinn Þegar Tsien var vísað úr landi, neitaði hann því að vera kommúnisti. En 1958, þremur árum eftir heimkom- una, var skýrt frá því að hann hefði gengið í kommúnista- flokkinn. HINN 24. ágúst 1950 gerði bandaríska ríkislögreglan upp tæk 900 kíló af skjölum varð- andi eldflaugar og geimrann- sóknir, sem Tsien ætlaði að senda til Shanghai. Sagði lög- reglan að í skjölunum væri að finna leynilegar upplýsing- ar, sem ekki mætti senda úr landi. Seinna viðurkenndu yf- irvöldin áð um misskilning hafi verið að ræða, skjölin tafi ekki geymt nein leyndar- mál. Nokkrum dögum seinna, hinn 6. september, var Tsien handtekinn á heimili sínu í Altadena, útborg Los Angeles. Var hann sakaður um að hafa komið til Bandaríkjanna á ó- löglegan hátt, þar sem hann væri félagi í samtökum, er stefndu að því að steypa lög- mætri ríkisstjórn landsins. Töldu yfirvöldin að Tsien hafi verið félagi í kommún- istaflokknum áður en hann kom til Bandaríkjanna árið 1935 með námsstyrk frá tækni háskólanum í Massachusetts (M.I.T.). Trúnaðarstöður Ekki höfðu bandarísk yfir- völd alltaf verið jafn andsnú- in Tsien. Skömmu fyrir lok síðari heimsstyrjaldarinnar var hann sæmdur ofurstanafn bót í flughernum og skipáður formaður nefndar vísinda- manna, er átti að reyna að kynna sér árangur Þjóðverja í eldflaugatilraunum. Hann var yfirmaður eldflaugadeild- ar vísindastofnunar, sem starf aði á vegum varnarmálaráðu- neytisins. Og hann var einn þeirra vísindamanna, sem fal- ið var að gera áætlanir um það hvernig næsta styrjöld yrði háð í loftinu eftir að heimsstyrjöldinni lauk. Tsien tók masters-gráðu í verkfræði við M.I.T. árið 1936, og doktorspróf við tækniskól- ann í Kaliforníu þremur árum seinna. Árin 1946—49 var hann prófessor við M.I.T. Fyrir ellefu árum, þegar Tsien fór yfir landamærin hiá Hong Kong, sagði hann: „Ég er kominn til að þjóna föður- iandinu“. þinga um stofnun og stefnu Alþýðubandalagsins var Ein- ar Olgeirsson að rita þessa kveðju, og hefur auðvitað haft ríkt í huga, að nú væri einmitt rétta tækifærið til að gera þessum mönnum grein fyrir því, hvert hlut- skipti þeim væri ætlað, svo að þeir færu ekki að gera sér einhverjar grillur um það, að hugmyndin væri að hlusta á þeirra orð. VIÐ STÓRMENNIN rFveir af ritstjórum Þjóðvilj- ans lýsa því fjálglega í afmælisblaði þessa málgagns heimskommúnismans, hver ^tórmenni þeir séu. Magnús Kjartansson segir um sögu blaðsinns, að hún megi „heita kraftaverkasaga, frásögn af því hvernig unnt er að vinna það, sem óvinnandi er, klífa það ókleifa — ef áhuginn er nægur, sú trú sem flytur fjöll“. Og Sigurður Guð- mundsson talar um störf sín við Þjóðviljann sem „hetju- sögu“. Ekki skal Morgunblaðið draga úr því, að furðu gegn- ir, að jafn ofstækisfullt og lé legt blað og Þjóðviljinn skuli hafa verið við lýði í 3 á>~a- tugi, en á því eru raunar a - ar skýringar en þær, að r Magnús Kjartansson og L'.'?- urður Guðmundsson hafi reynst afburðamenn í bla.:.- mennsku; skýringarnar á bví hafa sendimenn kommúnb- a verið með í vasanum, þeg .r þeir komu úr ferðalögum s.ii- um í austurvegi. Annars er svo sem all* { lagi að leyfa Þjóðviljaritst r anum að grobba og telja s; f um sér trú um dugnað s*nn og snilligáfu. Líklega verð- skulda þeir að geta giatt s*g við það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.