Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 3
MORGÚNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1967. 3 Sr. Jón Auðtins, dómprófastur: ,Auk oss trú4 „Og postularnir sögðu við Drottin: Auk oss trú“. Milljónir manna vilja vera postulunum samferða um þessa bæn, og fjöldi manns víðsvegar um þetta land. Hvernig má það vera? Er ekki trúarþörfin manninum imeðfædd og mun hún ekki finna sér svölun sjálf líkt og aðrar meðfæddar þarfir mannsins? Óneitanlega er mikið gert til þess að svala þessari þör;f hér á landi. Kristnin hefir verið ríkjandi trú í landinu í nær- fellt þúsund ár. Ríkið launar heila stétt menntamanna til að sjá þessari þörf fyrir svölun, heldur uppi til þess heilli há- skóladeild og lætur í té marg- vísleg fjárframlög önn.ur. Mönn- um telst svo til, að lim hundrað milljónir króna af almannafé renni árlega til þjóðkirkjunnar, og auk hennar bjóða sértrúar- flokkar boðskap sinn þeim sem vilja þiggja. Það ætti að vera sæmilega fyrir trúarþörf fólksins í lahdinu séð. Finnst þér það ekki? Samt vekur bæn postulanna til Krists gagnóm í ótal sálum: Auk oss trú. Vinur minn einn, sem ég met mikils, sagði við mig nýlega: „Ég er þér ekki sammála um, að trúarlífinu sé að hnigna“, og hann benti á, að meðal mennta- manna, t.d., væri nú meiri hneigð til trúar en var fyrir nokkrum áratugum. Sjálfsagt hefir þessi gáfaði maður nokkuð til síns máls. En mér skilst að flestum, sem um þessi mál rita og hugsa mest, komi saman um, að trúarlíf í kristnum löndum sé yfirleitt miklu minna en áður var.Um það marka ég mest bækur hins víðfræga söguspekings, A. Toyn- bees, því að engan mann veit ég hafa viðari sýn og skýrari en hann yfir samtíð okkar jafnt og liðnar aldir. Þá er það athyglisvert, að margir hinna beztu kirkjumanna víða um lönd gerast á seinni ár- um háværir mjög í kröfum um endurnýjun og siðbót kirkjunn- ar. Þessum mönnum blöskrar fráhvarfið og einkum hræðast þeir það, að kynslóðin, sem nú er að vaxa úr grasi, verði ennþá miklu fjarlægari kirkjunni en kynslóðin, sem nú er á miðjum aldri. Einn hinna vökulu kirkju- manna í engilsaxneska heiminum sagði nýlega: Raddir úr svo mörgum áttum um brýna nauð- syn á endurnýjun kirkjunnar, eru mér gleðiefni. Hitt harma ég, hve margir þeirra, sem vilja endurnýjun, káka við yfirborðið eitt og halda, að með meira og minna hégómlegu dútli við messuklæði, söng og siði verði grafizt fyrir meinsemdir, sem standa miklu dýpri rótum. Þær rætur liggja víða. Ástæður eru margar. Ein er vafalaust sú, að hug- myndaheimur kirkjunnar er allt- of háður gamalli, gyðinglegri hugsun. Það hefir sitt hvað verið hugsað á Vesturlöndum síðan gömlu Gyðingarnir gengu fyrir ætternisstapa, sitt hvað, sem hlotið hefir fastan sess í hug- myndaheimi nútímamannsins og samrýmist ekki hinum gamla, gyðinglega hugarheimi. Á þessu sviði þarf að gera mikið átak, ef varðveita skal kristna kirkju fyrir kynslóðir framtíðar og skila þeim í hendur helgasta arfi hennar. Annað það, sem ég verð í sál- gæzlustarfi mínu oftast var við að bannar fólki samleið með kirkjunni, er hve túlkunin á þjáningum, böli, sorgum og synd flæmir frá kirkjunni hugsandi fólk. Margir vilja fá að hugsa og trúa í senn. Ekki ætti að lá fólki það. Óhugsuð trú er til. Það er mikið til af henni, hættulega mikið. Og sumir lofsyngja hana eins og eitthvert ágæti. Við slíka trú er hægt að una, eins og barn við glingur. En stormur lifs- reynslunnar sópar slíkri trú burt, líkt og blásið væri á spilaborg fyrir barni. Og þá er sá illa kom- inn, sem þannig missir fótfest- una. Hvernig er unnt að samrýma trú á algæzku, almætti og al- vizku Guðs þeim miskunnarlausu örlögum, sem margir verða a&- bera? Ég hefi þrásinnis þótzt sjá, að fráleit guðfræðileg túlkun á ráð- gátu þjáningarinnar hafði lokað fyrir hugsandi fólki leiðinni til Guðs. Það skildi ekki, að ó'bæt- anlegt böl, lagt á saklausa barns- sál, gæti verið vilji Guðs. Og lái þessu fólki hver sem getur. Ég ætla að halda áfram þess- um þræði á sunnudaginn kemur, ef þú kynnir að vilja verða mér samferða lengra fram á vandrat- aðan veg. UR VERINU EFTIR EINAR SIGURÐSSON Reykjavík Tíðin var með afbrigðum erfið síðustu viku, sífelldar austan og norðauistanáttir og oft mjög hvasst. Netabátar hafa verið að brjótast út til að reynia að draga þrátt fyrir rokstorm oft og ein- att. Afli hefur verið heldur rýr. Bátar, sem 'haft hafa 2ja daga útivist, hafa verið að fá 20—30 lestir. Hæstur af netabátum er Ásþór með 166 lestir og næstur Ás- geir með 130 lestir. Það má heita að minni nefa- bátar hafi ekki getað vitjað um nú í nærri % mánuð vegna erf- iðrar tíðar. Þótt þeir hafi kom- izt út, hafa þeir ekki getað dreg ið nema eina og tvær trossur og orðið að fleygja þeim niður, þar sem þeir voru, án þess að geta neitt leitað fyrir sér. S.tmir bátanna eru með netin út af Jökli og allt norður 1 Bfeiðubugt, en minni bátarnir út af Skaga og suður í Miðnes- sjó. Nokkrir bátar komu m;ð loðnu síðari hluta vikunnar, flestir með fullfermi. Loðnuna sóttu þeir alla leið austur í Fjallasjó, sem er milli Vest- mannaeyja og Dyrhólaeyjar. Þannig var eitt si«n skráð í dag bókina á togaranum Skallagrími. Við fórum austur I Fjallasjó og fengum þar dálítinn reyting. Norðaustan kul á hafið sló, ennars var engin breyting. TVeir togarar lögðu á land afla sinn í Reykjavík í vikunni, Neptónus 210 lestir og Karlsefni 200 lestir, hvorutveggja mest- megnis ufsi. Mjög stirð tið hefur undan- farið verið við Austur-Græn- land, og hefur tíðarfarið og svo Ss hamlað þar veiðum. Á Selvogsbanka hefur veiðzt mest ufsi og verið sæmilegur reytingur. Víkingur kom við á útleið, var með 330 lestir af fiski. Sigurð- ur fór á veiðar beint frá Þýzka- landi. Narfi kom til Hafnarfjarð ar með rúmar 300 lestir af heil- frystum fiski. Þessir togarar seldu I síðustu 1.081.736 9/40 1.330.0.50 11/63 Svalbakur 115 Sléttbakur 115 Keflavík Tíðin var slæm síðastliðna viku og lítið hægt að draga net. Fiskurinn fór eftir tíðarfarina og var sáratregur, komst allt nið ur í nokkur hundruð kg. á fimmtudaginn. Mestur afli í net var 11 lestir á bát af heimamiðum, en bátar, sem áttu netin í Breiðubugtinni, hafa verið að fá um 20 lestir úr tveimur ' lögnum. 13 bátar eru á netum. 2 bátar róa með línu, en þeir réru lítið í vikunni. Lítið hefur borizt af loðnu sl. viku. Vonin kom einu sinni með fullfermL Akranes Stormasamt var sl. viku og ógæftir. 3 bátar róa enn með línu, og fóru þeir 2 róðra í vikunni og fengu 4—5 lestir og þyktir tregt. 10 bátar eru komnir með net. Komst aflinn upp í 46 lestir hjá einum bátnum, en sumt af fiskin um var 3ja nátta. Hafði hann verið 2 sólarhringa úti. En al- gengasti afli eftir 2ja daga úti- vist var 15—20 lestir. 4 farmar komu af loðnu, um 1000 lestir. Sandgerði Afleit tíð var síðustu viku, oft stórastormur og haugasjór. 10 bátar róa enn með línu, fóru þeir 3 róðra í vikunni og öfl uðu 2%—7% lest í róðri. Ail- inn var þorskur og ýsa. 9 bátar eru byrjaðir með net, og hefur verið sáratregt hjá þeim og fiskurinn alltaf gamall. 1000 lestir bárust af lo$nu í vikunni. Vestmannaeyjar Róið var alla daga vikunnar, en aldrei almennilegt sjóveður, hvasst og umhleypingasamt. Afli hjá línubátum var ágæt- ur, komst upp í 13 lestir, en var algengast 7—8 lestir. 8—10 bátar eru búnir að taka net, og hefur verið tregt hjá þeim, það sem af er, 3—5 lestir í róðri og komizt þó upp í 12 lestir. Það, sem fæst, er ein- göngu ufsi. Vitja þeir ekki um nema annan hvorn dag. Óhemju mikið magn hefur bor izt að af loðnu, og eru nú allar þrær fullar hjá verksmiðjunam, og miklu hefur verið ekið út á jörðina. Loðnan veiðist austur af Eyjum og allt austur að Hjör leifshöfða. Stórt síldarskip Norðmenn hafa smíðað síldar- skip upp úr gömlum hvalveiði- bát. Er það 170 fet á lengd og lestar 7000 hl. Heitir skipið Hav- drön. Ekkert var skilið eftir í skrokk skipsins, þegar því var breytt, innréttingar, vél og allt annað er nýtt Danir landa síld í Færeyjum Landsþingið í Færeyjum hef- ur samlþykkt löndun síldar úr dönskum síldveiðiskipum í Fær- eyjum. Áhugi í Noregi á togarakauptmt Mikill áhugi er nú á togara- kaupum í Noregi. Statens fiskar bank hefur til umráða 600 millj- ónir króna til lána til togara- kaupa. Umsóknir um lán eru fyrir miklu hærri fjárhæð, bæði til smíði stærri og minni skipa. Umræður um sjávarútvegsmál f haust og vetur hafa farið fram óvenjumiklar umræður um sjávarútvegsmál. Sj'ávarútvegur inn á í erfiðleikum og það snert- ir margan, og þvi eiga þessi skrif hljómgrunn hjá almenn- ingi. Nágrannar okkar Norðmenn gefa út í Bergen 8 síðu vikubiað í stóru broti, Fiskaren. Það er fyrst og fremst blað ú+gerðar- manna og sjómanna og hefur alltaf nóg um að ræða af hags- munamálum þeirra. En þetta er ekkert sérstakt með Noreg, betta er svo miklu meira í hverju landL þar sem fiskveiðar etu stundaðar að nokkru marki. Tímaritið Ægir er eina ritið hér, sem helgai sig eingöngu sjávarútvegi. Tvö dagblaðanna hafa viku- lega fasta dálka um fiskveiðar 'heima og erlendis. Það væri áreiðanlega lyftistöng fyrir sjáv- arútveginn, ef út væri geíið vikublað, sem eingöngu væri helgað málefnum hans. Frumkvæði rikisstjórnarimar um að létta undir með blaða- útgáfu í landinu er þakkarvert. Bókaútgáfan myndi njóta góðs af. Álíta verður að útgáfustai-f- semi stuðli að aukinni menningu í landinu og geri almenning fær ari um að átta sig á kjarna mál- anna. Þvi ætti fyrst og fremst að létta öllum tollum af pappir og nauðsynjum til prentverks. er það myndi lækka prentunar- kostnað til mikilla muna. Eina lamb fátæka mannsins íslendingar hafa oft tekið for- ystu í togaraútgerð með því að láta smíða nýtízkulegustu skip, sem þá þekktust. Þannig var' það, þegar nýsköpunartogararnir voru byggðir upp úr síðasta stríðL og þannig var það, þeg- ar samið var um smáði 5 1000 lesta togara 1959, svo að ekki sé farið lengra aftur í tímann. Þeg ar þessir 5 voru á stokkunum, voru Þjóðverjar með sams kon- ar skip í smíðum, en hættu 1 miðjum klíðum og hleyptu ís- lendingum fram fyrir sig og breyttu sinum togurum i skut- togara. Það er þó viðurkennt, að enn þann dag í dag eru þessi skip hin fullkomnustu af sinni stærð, og skiptir engu, hvorf varpan er tekin inn á síðunni eða skutnum upp á veiðihæfnL Hitt er annað mál, að betra ex fyrir skipshöfnins að vlnna und ir þiljum, þegar skipin eru tveigja bilfara. En nú hefur enginn togari verið byggður »1. 8 ár af þeirri einföldu ástæðu, að öll togara- útgerð hefur verið rekin méí stórfelldum halla. * En nú hefur enginn togari verið byggður sl. 8 ár af þeirri einföldu ástæðu, að öll togara' útgerð hefur verið rekin mel stórfelldum halla, í þessum pistlum hefur verií reynt að vekja menn til umhugs- unar um, hverju verið er af fórna, þegar togaraútgerð er iát- in leggjast niður. Þingmenn hafí verið eggjaðir lögeggjan að að- hafast eitthvað til björgunai þessum atvinnuvegi. En það ei steinlhljóð. Birtir eru reikningai einbvers . aflamesta skipsins sem sýna núll. Það vaknar sktó nokkur maður. Sýnt er fram á að það er ekki eyrir eftir handa útgerðinnþ þó að skip set.J heimsmet í sölu. Og það virðisi Framhald á bls. 30 v FERÐASKRIFSTOFA RlKISI^ riku: Lestir Krónur Kg. Jupiter 197 1.877.136 9/55 Röðull 166 1.567.078 9/26 Sigurður 306 2.778.94)1 9/08 Harðbakur 161 1.567.886 9/74 Úranui 176 1.572.009 9/01 SPANN 16 daga flugferð á hina vinalegu baðströnd Miðjarðarhafsins, Costa Brava, frá kr. 10.750.00. RHOÐOS 16 daga flugferð til hinnar fornfrægu sólareyju í suðri fr ákr. 11.950.00 KAIJPMANNAHÖFN - PARÍS 10 eða 14 daga ferðir með þægilegum langferðabíl um 5 lönd frá kr. 9.650.00. Gistingar, yfirl. 3 máltíðir á dag flugvallarskattur innifalinn, Kaup- mannahöfn eða Glasgow á heimleið, ef óskað er. Pantið tímanlega! Sætafjöldinn er takmarkaður! LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SÍMI 11540

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.