Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1967. 15 - BYLTINGIN Framhald af blaðsíðu 11. föll höfðu svo sem orðið áður, og kröfugöngur og mótmæla- fundir voru ekkert nýtt fyrir- bæri. Meira að segja höfðu sovét verið stofnsett áður þar eystra. Allt mundi þetta eiga eftir að endurtaka sig, jafnvel mörgum sinnum, áður en sól hins fyrsta og raunverulega byltingardags rynni upp. Þessi svokallaða bylting féll ekki inn í stjarnspekilega útreikninga og kenningaspár hans, enda virtist greinilega ekki gert ráð fyrir honum í henni; honum hvergi ætlað rúm. Nei, menn og konur af minni kynslóð munu sennilega ekki lifa það að sjá hinn fyrsta bylt- ingardag, sagði Lenin. Hann var rétt að verða 47 ára gamall. • Strangur trúflokksagi Það virtist jafnvel vera svo, að hann vildi hafa það þannig. í fjórtán ár samfleytt hafði öll orka hans farið í að ákvarða lögmál hins sanna eðlis bolsje- vistískrar byltingar og í hver kyns brögð og undirferli meðal hinna rússnesku útlaga, lymsku fullar refskákir, skoðanakúgun og bannfæringar til þess að hræða menn til fylgis við sig og málstaðinn, sælgvitrar bréfaskriftir, rógburð og hótan- ir. Þeir einir, sem samþykktu skoðanir hans algerlega, voru taldir hæfir til þess að vinna fyrir málstaðinn: þeir, sem voru ekki með honum, og á öllu þessu árabili var hann stöðugt að bannfæra nánustu stuðnings- menn sína og setja þá út af salcramentinu, ef þeir voru ekki jábræður hans í einu og öllu. Síðan iðruðust þeir og tóku orð sín aftur, og þá voru þeir boðn- ir velkomnir aftur heim í hjörð ina. Æðsta og mikilvægasta verkefnið var í hans augum að halda bolsjevismanum hreinum, ómenguðum og óspilltum, jafn vel þótt Lenin virtist stundum vera eini, hreini og óspillti bolsjevikkinn á jarðríki. (Framhald). Algerlega sjólfvirk Svissnesk fagvinna 100% vatnsþétt Listavaka hernámsandstæðinga BRECHT-kvöld leikstjóri Erlingur E. Halldórsson. Ákveðið er að endurtaka BRECHT-kvöld í Lindar- bæ mánudaginn 6. marz klukkan 20.30. Athugið að uppselt var á allar fyrri sýningar. Miðasala á bókabúðum MÁLS og MENNINGAR og KRON og í Lindarbæ frá klukkan 2 á mánudag. Hafnarfjörður Útboð Tilboð óskast í frárennslis- og vatnslagnir i Álfa- skeið, Mávahraun og Svöluhraun. Útboðsgagna sé vitjað á skrifstofu undirritaðs n.k. þriðjudag eftir kl. 13 gegn 2000 kr. skilatryggingu, og verða til— boð opnuð þar þriðjudaginn 14. marz n.k. kl. 13. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði. - Skemmtisiglingar með Fritz Heckert í fyrsta sinn fá íslendingar nú tækifæri til að sigla með stóru nýtízkulegu skemmtiferðaskipi til Norður-Evrópu á yndislegasta og blómríkasta árstíma þar, áður en sumarhitarnar byrja fyrir alvöru. Skipið er á níunda þúsund smálestir að stærð. Stærsta skip sem íslendingar eiga kost á að ferðast með frá fslandi. Skipið allt eitt farrými og fyrsta flokks aðbúð um borð, enda nýlegt stórskip byggt til skemmtisiglinga. 190 manna áhöfn veitir 350 farþegum fullkomna þjón- ustu. Glæsileg salarkynni, samkomusalir, setustofur, næturklúbbur, tvær sundlaugar með hituðum sjó önnur á sólarþilfari hin inni, læknastofa, hárgreiðslustofa, verzlanir og öll þæg- indi um borð. 15 daga hringferð með Fritz Heckert. 18. april — 2. maí, verð frá kr. 11.800,— Bergen—Oslo—Kaupmannahöfn—Amsterdam—London. Etanzað 1—3 daga í hverri borg. Skipið, sem hótel fyrir gestina á viðkomustöðunum. Fjölbreyttar skemmtanir um borð. Lengsta sigling án viðkomu London—Reykja- vík aðeins 68 klst. Siglt út — flokið heim. 2. — 14. maí 12 dagar, verð frá kr. 8.400,— Gautaborg—Kaupmannahöfn— (Hamborg). Siglt út til Svíþjóðar með Fritz Heckert. Stutt ódýr utanlandsferð, sem veitir ótal tækifæri. Þér njótið þæginda og skemmtunar um borð í luxusskemmtiferða- skipi, eyðið glöðum vordögum í Kaupmannahöfn og Ham- borg og fáið fljóta og þægilega flugferð heim. 2. 16. maí. — 14 dagar, verð frá kr. 9.800,— Gautaborg—Kaupmannahöfn—Hamborg—Amsterdam. í þessari ódýru ferð gefst tækifæri til að sigla til út- landa með glæsilegu skemmtiferðaskipi og njóta lífsins þar um borð. Aka skemmtilegar leiðir mi'lli stórborg- anna, þar sem dvalið er nokkra daga. Þetta er róleg og fjölbreytt ferð. Þér njótið giaðværðar Kaupmannahafnr- ævintýra, Hamborgar, blómaskrúðsins í Hollandi og getið gert hagkvæm innkaup í Amsterdam og fengið að lokum þægilega flugferð heim þaðan. 2. — 25. maí. 23 dagar, verð frá kr. 14.200,— Gautaborg—Kaupmannahöfn—Hamborg—Rinarlönd— París—Amsterdam. Þessi sérlega ódýra ferð býður upp á fjölbreytta ferða- möguleika. Þið siglið nokkra dýrðlega daga með glæsi- legu skemmtiferðaskipi til Svíþjóðar. Akið um mörg fegurstu héruð Evrópu og gistið ýmsar eftirsóttustu stórborgir álfunnar, án þéss að flýta ykkur um of, og njótið dýrðlegra daga í glaðværum og sögufrægum Rínarbyggðum, auk Parísar. Haustssigling á Miðjarðarhafi. 6. — 26. október, verð frá kr. 18.400,— Okkur hefir tekizt að fá pláss fyrir 80 manns í beztu klefum með skemmtiferðaskipi, sem siglir fyrir Þjóð- verja á Miðjarðarhafi. Kostir þessarar haustferðar eru þeir að þér fljúgið beint í sólina og lognið á Miðjarðar- hafinu á einum degi og síðan heim að sólskinssiglingu lokinni, og þurfið ekki að eyða meira en þriðjung af dýrmætum ferðatíma í það eitt, án viðkomu að komast til Miðjarðarhafsins. Þá verður líka þeim mun lengri viðdvöl á eftirstóknarverðum stöðum. Flogið til Feneyja og siglt þar með stóru skipi með öllum þægindum skemmtiferðaskipa til Grikklands, Korfu—Aþenu—Krítar—Egyptalands—Libanon—Rhodos Istanbul—Jalta og Konstanza. — Flogið heim með við- komu í Frankfurt—London, eða Kaupmannahöfn, að vild. Páskaferðirnar 1967. Nú fer hver að verða síðastur að komast með í hinar vinsælu páskaferðir okkar til Suðurlanda. Mallorca—Kanarieyjar—Londa. 22. marz — 6. apríl. Þéssi vinsæla ferð er fullbókuð, en í þessari viku verður ráðstafað nokkrum sætum sem losnað hafa vegna for- falla. Estoril (Lissabon) London. 23. marz 5. apríl. Nokkur sæti eru ennþá laus í þessa nýstárlegu skemmti- ferð til eins vinsælasta fcrðamannastaðar í Evrópu, sem fáir tslendingar þekkja enn sem komið er. Ákveðið snemma ferðalög ykkar í ár, meðan enn er hægt að velja. Kynnið ykkur verð og gæði annarra ferða, vandið valið og við vitum að enn í ár bætast margir nýir í þann stóra hóp ánægðra við- skiptavina, sem ferðast með okkur. F erðaskrif stofan SUNNA Bankastræti 7. símar 16400 og 12070.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.