Morgunblaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MAI 1967. 17 Ég hef alltaf viljað vera blaðamaður — segir Cunnar Rytgcard, aðalritstjóri, fréttaritari Morgun- blaðsins í Kaupmannahöfn, í samtali við Poul P. M. Pedersen Skáldið Poul P.M. Peder- sen, höfundur eftirfarandi greinar, er þekktur hér á landi fyrir þýðingar sinar á ljóðum ísl. skálda, sem birzt hafa í blöðum og bókum í Danmörku og víðar um Norð urlönd. Ennfremur hefur hann skrifar fjölmargar greinar um ísland i blöð á Norðurlöndum. Pedersen er nú staddur hér á iandi. HINN 1. janúar sl. var Gunn «r Rytgaard útnefndur aðalrit- •tjóri við Kristeligt Dagblad, cem hefur þá aftur tvo menn við stjórnvölinn eins og áður tíðkaðist því að Bent A. Koch er áfram aðalritstjóri, áíbyrgð- armaður og framkvæmdastjóri. — Hvernig kunnið þér við yður í nýju stöðunni? spyr ég Ihinn 35 ára gamla Gunnar Rytgaard. — Prýðilega svarar hann hik- laust. Ég þekki auðvitað blaið- ið fyrir, þar sem ég hef verið fréttaritstjóri þess í nokkur ár, og lítill munur er á sboðunum okkar Bent A. KoCh um trú- mál, stjórnmál og norræna sam vinnu. Ég er vitaskuld ánægður með aðalritstjóranafnibótina. — Eruð þér Jóti? — Nei, ég er Sjálendingur. En ég hef unnið við józk blöð, svo aSð ég þekki ekki aðeins af afspurn þann hluta Ðanmörkur, sem liggur fyrir vestan Valiby Bakke (skarnmt fyrir _ utan Kauipmannahöfn. >ýð.) Ég er annars ekki bundinn neinum einum landshluta eða bæ. Kristeligt Dagblad er alveg tví mælalaust blað fyrir alla lands menn. — Hvar eruð þér fæddur? — í Haarlóv á Austur-Sjá- Iandi, sögufrægu héraði, sem er þekkt af leikritinu „Elverhój“ eftir Heiiberg (Álfhóll. Sýndur í þýðingu Indriða Einarssonar í Iðnó 1012-13 og 1944-45. Þýð.) og skáldsögunni „Góngehóvding en“ eftir Larrit Etlar. Fæðing- arstaður minn er skammt frá Gunnar Rytgaard, fréttaritari Morgunblapsins í Kaupmanna- höfn, nýskipaður aðalritstjóri Kristeligt Dagblad. Álfihóli og heldur ekki langt frá Tryggevælde ánni. Þegar ég var fimm ára, fluttum við ýfir ána til Hellested við hinn fiagra Stevns klett. Faðir minn stundaði ávaxtarækt. Hann dó, þegar ég var tólf ára. Ég gekk í gagnfræðaskólann í Karise. Munmælasögurnar, sem héraðið var auðugt af, gáfu auð'vitað hugmyndaflugi mínu byr und ir báða vængi, en ég missti ekki sambandið við lífið í kringum mig. Áður en ég fermdist, hafði vaknað hjá mér löngun til að skrifa í blöð. Móðir mán vildi, að ég lyki fyrst gagniræðaprófi, og það gerði ég sem betur fer. >ví næst byrjaði ég að skrifa blaðagreinar um ýmis efni og svo varð ég lærlingur í blaða- mennsku við Svendlborg Avis á hinu grösuga Suður-Fjóni. >ar var ég útskrifaður blaðamaður. — Höfðuð þér sem blaðamað ur valið yður einhverja sér- grein? — Já, það má segja sem svo. Frá Svendborg fór ég til blaðs vinstrimanna í Norður Jótlandi, Aallborg Amtstidende. Mín sér- grein voru mál skipaflotans og hersins. >egar í Svendborg komst ég í kynni við útgerðar- félag og stýrimannaskóla J. Lauiritzens. Smám saman náði ég góðu sambandi við sjómenn- ina og lærði talsvert um þessa mikilvægu atvinnugrein. — Hvað um áhuga yðar á norrænni samvinnu? — Slíkt er mér kannski I blóð borið. En þessi áhugi greip mig og mótaðist, þegar ég var í Álalborg. Hvatningin kom frá þáverandi aðalritstjóra Aalborg Amtstidende, Tyge Lassen. Hann var sonur hjónanna Vil- helm Lassen var á sínum tíma fjármálaráðherra. Jæja, Lassen stakk upp á því, að ég færi í lýðháskólann við Kungsalv í Svíþjóð. Ég fór að ráði hans og hafði inikið gagn af þessari dvöl. Ég kynntist nýjum nor- rænum viðhorfum. Ég kynnt- ist meðal annars Færeyingum og fslendingum. f Kungsalv var lagður grundvöllur að núver- andi skoðunum mínum á mörg um miálum. T.d. skildi ég eftir þessi kynni ósk Færeyinga að vera Færeyingar og vilja fs- lendinga til sjálfstæðisins 1944. Nú á ég sjálfur sæti í skóla- nefndinni í Kungsálv. >að var nemandi hins látna lýðskóla- stjóra C.P.O. Ohristensen, sem mestan þátt átti í stofnun skól- ans, og þessvegna er skólinn mótaður af skoðunum C.P.O. á norrænuim málum. >að eru reyndar þessar sömu skoðanir, sem ríkja hér á Kristilegt Dag- blad. — Réðuzt þér til Kristeligt Dagblad frá Álaborg? — Nei, fyrst fór ég til Vejle á Jótlandi þar fór ég að skrifa og kynntisit af eigin raun átökun um milli Torkil Kristensen og Vinstrimanna. í Vejle kynntist ég Torkil Kristensen og stjórn- armiðum hans mjög vel. Hann hélt marga fundi í kjördæminu, og ég ók oft um roeð honum til að skrifa um fundina. Ég tók þátt í stofnun Upplýsinga- bandalags frjálslyndra. Ég er hlynntastur frjálslyndu flokk- unum. — Teljið þér, að Torkil Krist- ensen hafi sætt óréttlátri með- ferð af hálfu síns gamla flokks, Vinstrimanna? — Ég tel, að það hefði verið heppilegt, að Torkil héldi á- fram afskiptum af dönskum stjórnmálum. >að var tilfinn- anlegur missir, að hann hvarf af sjónarsviðinu og að stefnu- mál hans náðu ekki að hafa á- hrif á danskt þjóðlíf. — Hvar stendur Kristeligt Dagblad í dag í rúmálum? — Kristeligt Dagblad er mið- leitið í kristilegum og kirkju- legum efnum. Við erum ekki bundnir neinni sérstakri trúar- stefnu. Blaðið er sprottið upp úr jarðvegi Heimatrúboðsins, öll formleg tengsl við það slitn uðu fyrir 30 árum. Við byggjum á grundvelli >jóðkirkjunnar, fylgjum stefnu hennar og reyn- um að túlka almenna viðleitni kirkjunnar og páfastólsins. Til- tölulega margir kaþólikar lesa blað okkar af áhuga. Það gleður okkur auðvitað. — Og hvar stendur blaðið i stjórnmálum? — >ar er meginsjónarmiðið hið sama. Við erum ekki mótað ir af flokkapólitík, heldur reyn um að vega og meta allt á mál- efnalegan og óhlutdrægan háitt. Þegar blaðið hóf göngu sína, voru flestir meðlimir Heima- trúboðsins fhaldsmenn, en þó nokkrar undantekningar. Við höfum þá trú, að stjórnmálasam starf á breiðum grundvelli, sé æskilegast. — Þykir yður eitthvað benda til þess, að skólar og heimili séu ekki hlutverki sínu vaxin nú á tímum? — Já, þess eru sums staðar merki. Eins og kunnugt er ríkir mikil óvissa í veröldinni í dag og mannfólkið er eirðarlaust. Og þetta setur svip sinn á uppeldið. — Teljið þér að blað geti breytt hátterni fiólksins? — Við getum lagt eitthvað að mörkum í þeirri baráttu. — Hvað segið þér um hin umræddu fióstureyðingalög? — Blaðið hlýtur sem kristi- legt og kirkjulegt málgagn, að halda fram ábyrgð hverrar manneskju gagnvart öðrum. Við fylgjum stefnu Þjóðkirkj- unnar, en ekki neinni sérstakri guðfræðikenningu. Hlutverk okkar er sem sagt að láta í té málefnalegar og réttar upplýs ingar og gera þannig einstakl- ingana sjálfa ábyrga. Ábyrgðin verður að hvíla á herðum hvers einstaklings. Kirkjan getur ekki gefið neina algilda lausn á öll um vandamáluim lifsins. Eins og áður er sagt, er blaðið miðleitið á breiðum_ stjórnmálalegum grundvelli. Ég tel, að Jafnaðar- menn geri mikla skyssu með því að vilja alltaf víkja til vinstri. Stefna blaðsins í stjórn málum er annars afleiðing aif kristilegri stöðu þess. — Skrifið þér sjálfir forustu greinar um stjórnmál? — Já, meðal annarra. Þegar ég byrjaði hér við blaðið, datt ég beint ofan í félagsmálapott- inn. — Eins og Bent A. Koch, aðalritstjóri, eruð þér orðnir talsvert kunnugir íslandi, — Ekki eins vel og Bent A, Koch, en smám saman hef ég kynnzt ýmsu um landið. Ég hef haft bæði gagn og ánægju af starfi mínu sem fréttaritari Morgunblaðsins. Fyrir tveimur árum bauð Morgunblaðið mér og konu minni til íslands i nokkurra vikna ferð. >að verð- ur tæplega síðasta heimsókn mín þangað. Ég gæti líka hugs að mér að heimsækja Færeyjar, en þangað hef ég ekki komið ennþá. — Haldið þér, að kominn sé afturkippur í áhugann á nor- rænni samvinnu? — Þótt stundum kunni að virðast svo, held ég að það sé ekki. Hægt ætti að vera að lesa norsku, sænsku og dönsku á öllum Norðurlöndunum. Það er einungis leti um að kenna, að svo er ekki. Auðvitað verður að þýða a fifinnsku, og Norður- landamálin hafa fjarlægzt svo uppruna sinn, að einnig verður að þýða úr finnsku, og Norður- það er bæði skylda og nauðsyn. að treysta samband milli land- anna. Sem áþreifanleg dæml þessarar samvinnu vil ég að síðustu nefna lýðháskólann Kungsálv og Norræna húsið, sem reist skal í Reykjavík á næstu árum. Poul P. M. Pedersen. Málverkasýning Hrings HRINGUR Jóhannesson, sem þessa dagana er með sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins^ er vafalítið mun betur þekktur meðal myndlistarmanna en alls almennings., því það eru aðeins fimm ár síðan hann hélt sína Ifiyrstu sjálfstæðu sýningu á þess- um sama stað og þá á teikning- um aðallega, en Hringur er mjög vel frambærilegur á því sviði. Kemur þetta til af því að hann hafði fengizt við myndlist I rúman áratuig meira eða minna áður en hann hélt þessa fyrstu sýningu sína. En þeir áhuga- sömu er lagt hafa stund á kvöld- námskeið í teiknun við mynd- listaskólana hér í borg undanfar- in ár þekkja hann að góðu, því þar er Hringur vinsæll. Hann filýtti sér sem sagt hægt og svo var það brauðstritið — og hlé- drægnin, sem að vísu er ekki einsdæmi hérlendis en mjög fá- tíð samt oig hefiur bæði kosti og galla allt eftir ástæðum og eðli þess sem í hlut á. Síðan Hringur hóf að sýna verk sín hefur hlé- drægnin orðið að víkja að nokkru því þetta er þriðja sýn- ing hans í höifuðborginni og vex honum áismegin. Sýningar hans láta þó ekki mikið ýfir sér, þær sækja styhk sinn í hið hógværa fiagaða handbragð — aldrei viða- miklar né stórbrotnar og jafnan valinn staður í hinum minni •ýningarsölum. Hann hættir sér efltki í bvísýna gíimu við sterka liti eða öflug form og þar er heldur ekiki svið hans — hann veit að það er ekki heldur æðsta markmið, né hámark hins list- ræna í málverkinu að slá á bumbur. >ví málverkið er svo ríkt af möguleikum, svið þess svo stórt að hinn hógværasti tónn getur þrengt sér smám saman fram þar til hann yfir- vinnur hiávaðann með fegurð sinni. Hringur hefur hæfileika til að gera einföld form lifandi og það ikemur glöggt fram á sýn- ingu þessari. Hann sækir fyrir- myndir sinar aðallega í lands- lag, þar sem stemningin er híð ríkjandi atriði. Sumar myndir hans orka þó í upphafi sem alveg abstrakt og það er ekki fyrr en áhorfandinn hefur litið á þær tvisvar eða þrisvar að hann sér mófa fyrir natúralískum fionmum, stundum líkt og í þoku. Málverkið getur þá orkað sem felumynd og er þá komið inn á hættulegar brautir, en Hringur sleppur þó -allvel frá þessu. Stundum óskar maður sér þess að natúralisminn komi bet- ur fram eða ötfugt. Myndir eins og nr. 20, 21 og 24 hafa yfir sér skemmtiílegan heildarsvip og myndirnar nr. 5 og 26 sýna að hann getur slegið á fleiri strengi með góðum árangri en nátltúru og húsastemningar. Myndir hans £ ströngum formum finnst mér síztar á þessari sýningu. Merki- legt er að jafn ólík, s*em þessi Hringur Jóhannesson. sýning er ágætri sýningu frú Ragnhildar Jónsdóttur Ream, sem var síðast á ferð í Boga- salnum, þá er eiruhver skyldleiki að baki þeirra. Auðséð er að Hningur hefur lært af Sverri Haral'dssyni og kom það aðallega fram á .fyrri sýningum, en alltaf var eitthvað af honum sjálfum í verkum hans, sama hvar hann bar niður. En nú er Hringur mjög tekinn að fjariægjasit Sverri til hags fyrir persónu- legri og sjálfstæðari viðhorfum og eigin stíi Verður næsta fróð- legt að sjá næstu sýningu Hrings, þá gerir maður enn meiri kröfur til hans því nú vantar aðeins herzlumuninn til að það komi fram, sem einhvern veginn liggur í loftinu á þessari sýningu að sé í mótun. Það er ertfitt að túlka þetta, en hinar áleitnu smá’breytingar þessa mál ara, gefa manni tilefni til að HEIMSMEISTARAKEPPNIN í bridgie fer að þessu sinni fram í Bandaríikjunum og hefst í kvöld. Þetta er í 15. sinn sem heimsmeistarakeppni fer fram, en fyrsta keppnin fór fram árið 1950. Sigurvegarar í þeim 14 keppnum, sem fram hafa farið, eru þessir: ftalía ..... 8 sinnum Bandaríkin . 4 — England .. 1 sinni Frakkland . 1 — Rétt er að geta þess að Ítalía heifur sigrað 8 sinnum í röð í keppninni, sigraði fyrst árið 1957 og hefur haldið titlinum síðan. Hér fer á eftir upptalning á heiimsmeiistfarakeppnunum og sig urvegurunum (keppnisstaður í svigum): 1950 (Hamilton) Heimsmeistari: Bandaríkin 1951 (Napoli) Heimsmeiistari: Bandaríkin 1953 (NewYork) Heimsmeistari: Bandaríkin álykta að einn góðan veðurdag muni hann mála á sinn eigin og mjög sérstæða hátt. Sýningin er skemmtileg og ættu listunnend- ur ekki að láta hana fram hjá sér fara. Bragi Ásgeirsson. 1954 (.Monte Carlio) Heimsmeistari: Bandaríkin 1955 (New York) Heimsmeis’tari: England 1956 (París) Heimsmeistari: Frakkland 1957 (New York) Heimameistari: Italía 1958 (Como) Heimsmeistari: Ítalía 1959 (NewYonk) Heimsmeiistari: Ítalía 1961 (Buienos Aires) Heimsmeistari: Ítalía 1962 (NewYork) Heimsmeistari: ítalía 1963 (St. Vincent) Heimsmeistari: Ítalía 1965 (Buenos Aires) Heimsmeistari: Ítalía 1966 (St. Vincent) Heimsmeistari: ítaMa . Til gamans skal þess getið að 4 af þeim spilamönnum, sem spiluðu í sigursveitinni 1951, spila enn í sveitinni. Þessir spilarar hafa oftast orð- ið heimsmeistarar: Belladonna^ (Ítalía) .. 8 sinnum D’Alelio (Ítalía) .... 8 — Forquet (Ítalía) .... 8 — Avarelli (ítaMa) .... 7 — Chiaradia (ítaMa) .. 6 — Garozzo (Ítalía) .... 5 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.