Morgunblaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 30
MUKGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1967. Guðmundur var Góður árengur á E.Ó.P. mótinu lSLANDSMET það er Guðmund ur Hermannsson setti í kúlu- varpi á Vormóti ÍR, fyrir viku varð ekki langlift. Þegar í fyrstu tilraun sinni á E.Ó.P.-mót inu í gærkvöldi bætti Guðmund ur metið og varpaði 17 42 metra. Guðmundur átti annað kast yf- ir 17 metra, auk þess seim eitt kasta hans, sem dæmdist ógilt, var um 17.60 metrar. Er afrek Guðmundar glæsilegt þar sem kalt var í veðri í gærkvöldi og kasthringurinn var fremur laus. Er ástæða til að óska Guðmundi til hamingju með árangurinn. Annar í kúluvarpinu varð Er- lendur Valdimarsson ÍR, sem kastaði 14,79 metra. Er það hans hezti árangur og skorti hann aðcins 5 cm. upp á íslenzkt ung- lingamet í greininni. Þriðji var Arnar Guðmundsson, er varpaði 14,38 metra. Ágætur árangur náðist í nokOcrum öðrum greinum á E.Ó.P.-mótinu í gærkvöldi. Jón >. Ólafsson stökk 2,05 metra í íhástökkinu léttilega, og er það aJrek glæsilegt þar sem aðstæð ur voru sem áður segir og kuldi bitnar mest á stökkvurum. Ann- ar í hástökkinu varð Erlendur Valdimarsson, ÍR, með 1.70 m. Valbjörn Þorláksson náði prýðilegum tíma í 110 metra grindahlaupi eða 15,0 se<k. Ann- ar varð Þorvaldur Benediktsson sem nú keppir fyrir Tý í Vest- mannaeyjum. Tími Þorvaldar var 15,7 sek. Þriðji varð Sigurð- ur Lárusson, Á, á 15,8 sek. Jón H. Magnússon, ÍR, sigraði f sleggjnkasti eftir harða keppni við Þorstein Löve og Þórð B. Sigurðsson. Kastaði Jón sleggj- unni 51,59 m., Þorsteinn 48,75 m. og Þórður B. 46,72 m. í spjót- kasti si'graði Björgvin Hólm, ÍR; kastaði 56,84 m., Val'björn varð annar með 54,82 m„ Páll Eiríks- son, KR, þriðji með 53,48 m. og Sigmundur Hermundsson, IR, fjórði með 51 34 m. f stangarstökki sigraði Val- björn Þorláksson, stökk 4,10 m. Reyndi hann við 4,25 en var n.okikuð frá því að fara þá hæð að þessu sinmi. Annar í stangar stökkinu varð Hreiðar Júlíus- son. KR sem stökk 3,60 metr. Er það stökkvari sem mikils má vænta í framtíðinni, ef au'kin æfing kemnr til. Þriðji varð Heiðar Georgs.son og stöikk.hann 2,30 metr. í þrístökki var áramgur heldur lélegur. Karl Stefánsson KR, sigraði í greinni og stöikk 13,50 metr. Ólafur Unnsteinsson, HSK varð annar, stökk 12,75. í 100 roetra hlaupi sigraði ól- afur Guðmund.sson. KR á 11,0 sek. sem er ágætur tími mið- að við aðstæður. Annar varð Höskuldur Þráinsson, HSÞ, á 11,2 sek., og í þriðja sæti urðu Trausti Sveinbjörnsson, FH, og Magnús Jónssonv Á, hlupu á 11,5 siek. í 800 metra hlaupi sigraði Hall dór Guðbjörnsson með yfirburð um og náði góðum tíma 1:57,6 mín. Er það tilhlökkunanefni að sjá Halldór keppa við Þorstein Þorsteinsson, sem mun koma til landsins áður en langt líður, en hamn stumdar nú nám í Banda- ríkiunum, Er ekki að efa að Halldór getur bætt tíma sinn verulega við betri aðstæður og harðari keppni, en Halldór er skemmtilegur og harður keppn- ismaður. Annar í 800 metra hlaupinu varð Þóarinn Arnórs- son, ÍR. á 2:00.7 mín. Skemmtilegust varð keppnin i 400 metra hlaupi. f því kepptu KR-ingarnir Ólafur Guðmunds- son og Þórarinn Ragnarsson,. Trausti Sveinbjörnsson, FH, og Gunnar Snorrason, UBK. Þórar- inn tók forustuna þegar í stað og hélt henni í mark, en Ólafur dró mjög á hann á beinu braut- inni og várð aðeins sjónarmun- ur á þeim í markinu. Báðir fengu tímann .51,6 sek. Trausti varð þriðji á 53,1 sek., — tíma sem hann á vafalaust eftir að bæta að mun, en hann „isat eft- ir“ í s'tartinu. Gumnar hljóp á 55.1 sek. Þá var keppt í nokkrum grein um sveina og drengj'a og urðu úrsli þar þessi: Sveinagreinar: 100 metra hlaup 1. Þorvaldúr Baldursson, KR, 12,2 sek. 2. El- ías Sveins'son, ÍR, 12,2 300 metra hlaup: Rúdolf Arolfsson, Á, 41,8 sek., 2. Einar Þórhallsson, KR, 41,9 sek. Spjótkast: Stefán Jó- hannsson, Á, 48,90 metr. Drengja greinar: 100 metra hlaup: Ævar Guðmundisson, FH, 12,0 sek., 2. Þórarinn Sigurðsson, KR, 12,2 sek. Spjótfcast: Guðbrandur Jó- hanmsson 37,98 metr. Þá va.r og keppt í 100 metra hlaupi kvenna og sigraði þar Guðný Eiríksdótt- ir. KR, á 13,4 seg., eftir harða ‘keppni við Halldóru Helgadótt- ur, KR, er hljóp á 13,5 sek. S'tjl. Árni Njálsson sýnir ennþá gott fordæmi nm keppnisgleði og sigurvilja og er í röðum þeirra allra beztu. Hér er hann í bar- áttu við einn Skotanna. •*<* '-ví ■....y/A/yyjt ; •.-. ty.yyyy • •.«+#'■■■■•.■ -b.w— w,.. Celtic Evrópumeist- ari í knattspyrnu — Vann Inter IVlilan 2-1 SKOZKA liðið Glasgow Celtic varð Evrópumeistari knatt- spyrnuliða með því að sigra Inter Milan með 2—1 eftir að ftalir höfðu haft 1—0 forystu við leikhlé. Það var bakvörðurinn Tommy Gemmel og miðherjinn Steve Chalmer sem tryggðu sigurinn með tveim glæsilegum mörkum hinu síðara 6 mín. fyrir leikslok. Þar með gátu Celtic-menn sótt Evrópubikarinn — fyrstir allra brezka liða. 53 þús. áhorfendur á leikvanginum í Lissabon urðu þar rneð vitni að einstæðum at- burði. Sigur Celtic er enn meiri séður í því Ijósi að Inter Milan hefur tvívegis unnið bikarinn. Inte'r sem frægt er fyrir sóknar- Molar 23 ára ganial) pólskur knattspyrnukappi og lands- liðsmaður, Janus Kowalik, hefur undirritað samning við bandariskt knattspyrnulið í Chicago. Sama lið hefur einnig fengið til starfa hjá sér Werner Glanz. 26 ára gamla þýzka stjörnu. leik varð nú að leggjast í vörn og láta í minni pokann fyrir kappfullum Skotunum, sem léku sérlega vel. Celtic átti hættuleg færi í byrjun, og skall hurð nærri hæl- um við mark Inter, En það var Inter sem skoraði fyrsta markið eftir 8 mín. og kom það úr víta- spyrnu. Miðherja Inter var brugðið á vítateigslínu. Þýzki dómarinn dæmdi víti og létu áhorfendur óspart í ljós andúð sína á þeim dómi. Mazzola skor- aði örugglega. Celtic hafði allt frumkvæði í leiknum og ótal tækifæri hefðu átt að færa liðinu forskot fyrir hlé, en svo varð ekki. Er 19 mín. voru af síðari hálf- leik skoraði Tommy Gemmel af 20 m færi með glæsilegu skoti. Sex mín. fyrir lokin kom sigur- marki. Eftir þvögu við mark Inter fékk Chalmer knöttinn og skoraði örugglega. Celtic-lið var mjög ja-fnt. Hinn frægi varnarmúr Inter brást tví- vegis en ótal sinnum vofði hætt- an yfir og aðeins munaði hárs- breidd. Inter stóð allan tímann að baki Skotunum sem tókst mjög vel upp og léku glæsilega knattspyrnu. Anna'ð mark úrvalsins. Elmar hefur skoralð af mjög þröngu færi. Þeir yngstu hef ja keppni og lokin eru afmælismót FRÍ Skýrt frá mótum á vegum Frjátsíþróttasambandsins í sumar Á blaðamannafundi á miðviku dag skýrði stjórn FRÍ frá mót- um á vegum FRÍ í sumar. Hefst keppnistímabilið með úrslita- keppni í þríþraut FRÍ og Æsk- unnar en lýkur með afmælismóti FRI og meistaramótinu. Auk mótanna á vegum FRÍ koma ýmis önnur t.d. 17. júní mótið og Rvíkurmótið. Hér á eftir fer skrá yfir mótið á vegum FRÍ. 10. júní Úrslitakeppni í þríþraut FRÍ og Æskunnar að Laugarvatni. Þetta er képpni pílta og stúlkna, á ald*r- inum 11—13 ára, sem Úttoreiðslu nefnd FRÍ og Barnablaðið Æsk- an hafa unnið áð sameiginlega. í undankeppni tóku þátt 3580 börh frá 37 skólum víðs vegar um landið. Keppt var í þremur aldursflokkum stúlkna og pilta, en í úrslitakeppni taka þátt 6 stig'hæstu einstaklingar í hverj- um aldursflokki. Auk verðlauna- skjala í hverjum flokki verða veitt tvenn aðalverðlaun, sem Flugfélag íslands hefur góðfús- lega veitt þ.e. flugfar til Græn- lands fyrir stighæstu stúlku og pilt í keppninni. Keppni þessi hefur vakið mikla athygli og væntanlega verður hún endur- tekin eftir eitt ár eða svo. 24.—25. júní Sveinameistaramót íslands. Mótið verður háð í Vestmanna eyjum og er fyrir pilta 16 ára o-g yngri (fæddir 1951 og síðar). 1.—2. júlí Drengjameistaramót íslands. Mótið verður háð á Akureyri og er fyrir pilta 18 ára og yngri (fæddir 1949 og síðar). 8.-9 júlí Unglingameistaramót íslands. Mótið verður háð í Reykja- vík og er fyrir pilta 20 ára og yngri (fæddir 1947 og síðar). 24., 25., 26. júlí Meistaramót íslands, karlar og konur, fynri hluti. Mótið fer fram í Reykjavík. 19.—20. ágúst Bikarkeppni FRÍ, úrslit. Mótið fer fram í Reykjavík. Keppni þessi er milli einstakra héráðssambanda innan FRÍ, en þó eru félögin Ármann, ÍR og KR í Reykjavík sérstakir keppn- isaðilar hver fyrir sig. Keppni þessi fór fyrst fram í fyrra og þótti takast afbragðsvel ,en í úr- slitakeppni tóku þátt 6 lið. Gert er ráð fyrir undankeppni é nokkrum stöðum úti á landi, sem lokið verði við fyrir 1. ágúst og skal einn þátttakandi vera í hverri grein, frá hverjum aðila. 26.—27. ágúst Afmælismót FRÍ, en sambandið verður 20 ára í ágúst-mánuði n.k. Á þetta mót hefur verið boðið þátttakendum frá Póllandi og Danmörku og væntanlega verða keppendur frá fleiri þjóðum. Um leið fer fram svonefnd Unglingakeppni FRÍ, er það úrslitakeppni í flokki sveina, drengja og kvenna af öllu landinu, sem náð hafa bezt- um árangri fram að þessum tíma. Þarna koma saman 4 beztu í hverri grein og greiðir Frjáls- íþróttasambandið hluta af ferða- kostnaði utanbæjarfólks. 2.—3. september Meistaramót íslands, síðari hluti hér í Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.