Morgunblaðið - 06.07.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.07.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1£67. BÍLALEIGAN - FERÐ - Daggjald kt. 350,- og pr. km kr. 3,20. SÍMI 34406 SENDU M MAGMÚSAR SKIPHOLTI2V SÍMAR 21190 effír bkun' 40381' - Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti UU Hagstætt ieigugjald. Bensín innifalið < leigugjald) Sími 14970 BÍLALEIGAIM - vakur - Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. láöiuyiæir RAUOARARSTIG 31 S(MI 22022 Hest til rafiagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki Útvarps- og sjónvarpstæki Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 (næg bílastæði). Við seljum aðeins eina teg- und tjalda, — finnsku TENA tjöldin með snjóihúsalaginu, sem þola betur hina stoima- sömu íslenzku veðráttu en nokfcur önnur gerð tjalda. Póstsendum. spútnvúmús rmjMmh Óðinsgötu 7, sími 16488. Krtútur Bruun hdl. logmonnsskrifstofa G-ettisgötu 8 II. h. Simi 24940. + Morgunsund Vesturbæingur skrifar: „Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér á miorgnana, þegar ég fer í Vesturbæjarlaug ina, hve tiltölulega fáir það eru, sem koma þangað reglulega. í fyrstu hélt ég að þetta stafaði af því að fólk hefði ekki tíma til þess, húsbóndinn væri í vinnu en konan bundin við beimilisstörfin. Að sjá/lfsögðu hlýtur það líka að vera svo hjá mörgum - en þó eru fjölmargir, sem geta veitt sér þessa ánægju og heilsubót án þess að hirða um það. Sést þetta bezt, þegar sólin skín í heiði, þá fyilist allt af fólki, sem liggur þarna í sólbaði oft tímunum saman. Húsmæðurnar virðast vel geta hlaupið frá grautarpottimum og ótrúlega mörgum karlmönnum virðist ekkert liggja á í vinn- una. Ekki er nema skiljanlegt að fólk reyni að nota þær fáu sól- skinsstundir, sem koma, en laugin er sannarlega þess virði að hennar sé vitjað þótt ekki sjái til sólar. Og þeir, sem nafa tíma til þess að vera þar svo klukkustundum saman í sól- skini, ættu einnig að hafa tíma til að koma þangað oftar og gætu þá látið hálfa til eina klukkustund nægja. Konur góð ar, það er gaman að vera brúnn á kroppinn, en hugsið þið um línurnar líka — og kari- nsenn, ef líkaminn hrörnar hætta menn að vera ungir í anda.“ 'A Þota Flugfélagsins „Borgari" gerir í eftir- farandi bréfi fyrinspurn um, hversvegna nýja þotan megi ekki hafa aðsetur á Reykja- víkurflugvelli. „Kæri Velvakandi. Nú fyrir skömmu eignuðumst við ísiendingar okkar fyrstu þotu og gekk þotuöldin þar með í garð hér. Fögnuðum við þessum áfanga innilega og árn- uðum FlugféL íslands allra heilla með þennan glæsilega farkost, — fólk fjölmennti út á flugvöll til að taka á móti vélinni, lúðrasveit lék og fyrir- menn héldu fagrar ræður, en, — böggull fylgir skammrifi eins og svo oft vill verða, — flugfélaginu var skipað að gera flugvélina út frá Keflavíkur- flugvelli, öllum til mikilla óþæg inda og F. í. eflaust til mikils kostnaðarauka. Farþegar, sem ætla til Glasgow verða að vera mættir á Reykj avíkurflugvelli í síðasta lagi kl. 6, keyra þaðan til Keflavíkur og fljúga þaðan kl. 8. Sjálft flugið tekur aðeins 1 klst. 45 mín., eða m. ö. o. far- þegar lenda í Glasgow tæpum 4 klst. eftir að þeir rnættu á afgr. F. f. á Reykjavíkurflug- velli, sem er sami tími og það tók á dögum eldri vélanna, svo tímasparnaður af hinni nýju vél verðuT enginn, bara óþæg- indi fyrir farþega. Nú skilst mér, að lengd flug- brautanna á Reykjavíkurflug- velli sé nægjanleg fyrir þotuna, enda sannaðist það, þegar vélin lenti hér sína fyrstu lendingu og svo aftur s.L mánudag. Mig langar því til að spyrja, hvers vegna má ekki gera flugvélina út héðan, úr því F. í. hefur að- setur sitt hér en ekki suður í Keflavík og flugbrautimar hér eru nógu langar? Ef loft- púðaskip verða tekin í notkun á milli Reykjavíkur og Akra- ness, eiga farþegar þá að keyra út á Kjalarnes til að fá far með því? Mig minnir að ég hafi les- ið einhversstaðar að ráðamenn (flugmála, heilbrigðismála, ör- Atvinna óskast Stúdent (’65) við nám í arkitektur, óskar eftir atvinnu. Fyrri vinna, verkamannavinna, sjó- mennska, teiknistofuvinna, túlkun. Tala reip- rennandi ensku og dönsku. Bílpróf. Uppl. í sima 18317. yggismála — ég veit ekki nverjir) hafi talið þotuna of háværa í flugtaki fyrir borgar- búa. Ég þakka þeim huguisem- ina en vil vekja athygli þeirra á því að meira að segja litla gamla tveggj a-hreyfla Douglas vélin er mun háværari í flug- taki en þotan, að ekki sé minnst á fjögurra-hreyfla vélarnar. Ég bý í húsi, sem er í beinni línu við eina flugbrautina og verð óhjákvæmilega var við loftum- ferðina. Það kveður svo rammt að hávaðanum og titringnum þegar þær skríða hér yfir hús- þökin með alla hreyfla á fullri orku, að rúður titra í gluggum og sprungur hafa komið í þær. Þegar þotan æfði lendingar hér s.l. mánudag var hún komin það hátt þegar yfir borgina kom, að ekki hinna minnstu óþæginda varð vart af hávaða. Skora ég á viðkomndi yfirvöld að rökstyðja þá ákvörðun sína, að vélina megi ekki gera út héð an, og treysti ég þér Velvak- andi góður að ljá þeim pláss í dálkum þínum. . Borgari." Gróðurreinar meðfram vegum Annar borgari skrifar eftirfarandi bréf: „Þau eru ijót jarðvessárin eftir ýtur vagagerðarinnar. Með fram fjölda vega erú flög á báðar hendur, andstyggilega ljót í augum ferðalangsins, og stórhættuleg vegna þess að frá þeim hefst uppblástur lands. Lionsklúbburinn tók upp þá ágætu nýbreytni, að hafa á boð- stólum fötur með áburði og fræi, og er ætlast til þess, að fólk, sem ferðast um landið, hafi þessar fötur með sér og dreifi úr þeim þar sem það sér sár foldar. Innihald hverrar fötu nægir á 50 fermetra. Með þessu er þjóShollum mönnum lagt kærkomið tækifæri upp í hendurnar ti‘1 þesis að græða sárin, sem vegagerðin er völd að. Mætti svo vel takast með tíð og tíma, að öll þessi sár yrðu grædd og í staðinn fyrir mold- arflög kæmi iðgrænar reinar meðfram vegunum á báðar hendur, ferðamönnum til augna yndis og um leið yrði landið fegurra.“ Malflutnmgsskrifstofa Einars B Guðmundssonar, Guðmundar Péturssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, A.ðalstræti 6 in hæð. Símar 12002 13202 - 13602. *elfur Laugavegi 38 Skólavörðust. 13. Sumarblússur Sumarbuxur í glæsilegu úrvali Nýkomnar finnskar buxnadragtir í ljósum litum. Múrarameistari Múrarameistari getur bætt við sig verkefnum í uppsteypu og pússningu. Tilboð sendist Mbl. merkt: ,795.“ EINBÝLISHÚS Höfum til sölu 6 herbergja glæsilegt einbýlishús við Sunnuflöt. í kjallara er bílskúr, kyndiklefi o. fl. leyfi fyrir rafmagnsnæturhitun. Húsið selst fokhelt, ofnar og tvöfalt gler getur fylgt. Málfiutnings- og fasteignastofa, Agnar Gústafsson hrl. og Björn Pétursson, Fasteignaviðskipti, Austurstræti 14. Símar 22870 — 21750. Utan skrifstofutíma 35455.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.