Morgunblaðið - 07.07.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.07.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1967. Á hot .send-off I CVird> VVjT IflK VIROIHIA t<? CCTS t/.S. CMTfCS RÁVINC 'Öiittört very deUn/feíy brifef HKXKSriliOtm fMKXnðXCt EDWARD ALBEE’S Wmos SSsmaiSB Of Wi^tsii^n mmolf? CEORéESEGAL SANOYDENNiS «k;«cmol ?i>J .■..‘C i.-r* l'i'. M'.v' l,f ; ■ .>■ V' * '■. • c .'-■'- tr •* r‘v i , WARNfift 8W0S. “sl KVIKM YNDAÞÁTT UR IÞRÁTT fyrir síminn'kandi að- sókn að kvikmyndahúsum, virð- ist sem kvikmyndaframleiðsla hafi tekið allmiklum framför- um á síðustu árum. Áhorfendur, sem gerast æ vandlátari, og harðnandi samkeppni við sjón- varp, sem hefur þróazt mjög tæknilega, hefur gert það að verkum, að kvikmyndir tveggja síðustu ára eru að líkindum jafnbetri en notkkru sinni fyrr. Ekki alls fyrir löngu kom út í Lundúnum „Alþjóðleg hand- bók um kvikmyndir 1967“ (Int- ernational Film Guide 1967), og er þar í stórum dráttum gerð grein fyrir hinu helzta, sem gerzt hefur í heimi kvikmynd- anna á tímabilinu 1965-66. í bókinni eru sögð nokkur deíli a merkustu myndunum frá þeim löndum, sem senda myndir að nokkru ráði á evrópskan mark- að. Hér er því miður ekki rúm til að geta um nema örlítið brot þess, sem í bókinni er að finna og verður því einkum drepið á framleiðslu þeirra landa, sem við fáum oftast myndir frá. — Lesendur verð ég að biðja vel- virðingar á því, að nöfn margra kvikmynda hef ég ekki treyst mér til að þýða á íslenzku, á við unandi hátt. England. Það hefur vakið mikla athygli, að í ársskýrslu Sambands brezkra kvikmyndaframleið- enda kemur það fram í dags- ljósið, að helmingur allra þeirra kvikmynda, sem meðlimir þess hafa gert, er nú borinn uppi aí bandarísku fjármagni. -En jafn- framt þessa hefur sú mikilvæga þróun orðið, að fjá^eitingin til Brezku kvikmyndastofnunarinn ar fyrir árið 1966-67 hefur verið hækkuð í' £260.000 (um 31 millj. og 200 þús. ísl. kr.), sem er tvöfalt hærri upphæð en veitt var fyrir tveim árum síðan. Helztu myndir: CUL-DE-SAC/BLINDGATA. Handrit: Roman Polanski og Gerard Brach. Stjórn: Pol- anski. Kvikmyndataka: Gil- bert Taylor. Leikendur: Don- ald Pleasence, Lionel Stand- er, Francoise Dorléac, Jack MacGowran. Segja má, að í Cul-de-Sac fjalli Roman Polanski um, hvar skyn- samlegri hegðun sleppir, og um öfuguggahátt og hneigðir manna. •— Tveir glæpamenn á flótta ryðjast inn í hið einkennilega húshald í afskekktum kastala á Lindisfarne. Hjónin, sem þar búa (Donald Pleasence og Francoise Dorléac) láta í minni pokann fyrir afbrotamönnun- um, en annar þeirra deyr af sár- um sínum. Hinn eilífi þríhyrn- ingur myndast. Stúlkan reynir að berjast gegn því að laðast að glæpamanninum með því að hæða eiginmann sinn, sem hef- ur öfugsnúnar tilhneigingar og skriður vesældarlega fyrir hin- um nýja húsbónda sínum. Pol- anski gerir veikleika þremenn- inganna berskjaldaða. í>að er at- hyglisvert, að persónurnar hafa ekkert samband við siðmenn- inguna. Myndin byggist á ofsa- fengnum árekstrum, og flótta- leg framkoma og tvíræðar at- hugasemdir brúa bilið milH þessara árekstra. Aðstæður og persónuleikar renna saman í eitt af ógnvekjandi fullnustu. (Blind gata hlaut m.a. „Gullbjörninn“ á kvikmyndahátiðinni í Berlín 1966). FOUR IN THE MORNING/ FJÖGUR AÐ MORGNI. Handrit og stjórn: Anthony Simmons. Kvikmyndun: Larry Pizer: Leikendur: Ann Lynn, Brian Phelan, Judi Dench, Norman Rodwáy og Joe Melia. Fjögur að morgni gerist í Lund- únaborg og fjallar um ástar- ævintýri og sjálfsmorð. Inntak hennar er skýrt: Hvert ástar- samband' táknar nýtt skref í átt- ina að útkulnun ástarinnar, unz sjálfsmorð er eina lausnin. Mynd þessi hlaut C.I.C.A.E. verðlaunin 1965 (Confédération Internationale de Cinémas d’ Art et d’ Essai). ACClDENT/SLYS. Stjórn: Joseph Losey: Leik- endur: Dirk Bogarde, Stanley Baker, Delphine Seyring. THE BLOW-UP-STÆKKUNIN. Stjórn: Michelangelo Antoni- oni. Leikendur: Sarah Miles, Vanessa Redgrave. David Hemmings. FAHRENHEIT 451. Stjórn:^ Frangois Truffaut. Leikendur: Oskar Werner, Julie Christie, Cyril Cusack, Anton Diffring. A MAN FOR ALL SEASONS. Stjórn: Fred Zinnemann. Leik endur: Paul Scofield, Orson Welles o.fl. Hinn þekkti, enski leikritahöf- upndur Harold Pinter (Húsvörð urinn) skrifaði handritið að „Slys“. Þar leikur Dirk Bogarde aðalhlutverkið, háskólaprófessor. Myndin fjallar um hann, konu hans vanfæra og fyrirlesara við háskólann, sem á í ástarævin- týri með austurrískri stúdínu af aðal&ættum, sem er trúlofuð enskum stúdent af aðalsættum. Myndin hefur hlotið misjafna gagnrýni, og sér í lagi er fundið að hinum langdregna stíl Los- eys. David Hemmings hefur hlotið frábæra dóma fyrir leik sinn í hlutver’ki Tómasar í Stækkunin. Tómas er þekktur ljósmyndari á þrítugsaldri. Hann virðist fylgj- ast með lifinu gegnum linsu myndavélarinar, án þess að taka þátt í því sjálfur. Ef til vill svipar þessari persónu til Antoni onis sjálfs eins og hann var í fyrri myndum sínum. „Stækkun- in“ er kvikmynd I djarfas^ lagi og ætti því að njóta góðrar að- sóknar hér á landi. Við 451 stig á Fahrenheit brennur pappír. Mynd þessi er gerð eftir samnefndri vísinda- skáldsögu Bandaríkjamannsins Ray Bradbury og fjallar um brunalið einhvern tíma í fram- tíðinni, sem starfar ekki við að slökkva eldsvoða heldur að brenna hverja þá bók, sem geymzt hefur frá liðnum tímum. Paul Scofield, sem kominn er hátt á fimmtugsaldur, ávann sér að lokum heimsfrægð fyrir leik sinn í „A Man for all Seasons“. Myndin fjallar um Sir Thomas More, sem forðum daga skrifaði bókina Utopia. Bandaríkin DOCTOR ZHIVAGO/SÍVAGO LÆKNIR Stjórn: David Lean. Handrit: Robert Bolt eftir samnefndri skáldsögu Boris Pasternaks. Kvikmyndun: F. A. Young. Tónlist: Maurice Jarre. Leik- Úr kvikmyndinni „A Man of all Seasons“. endur: mar Sharif, Rod Steig- er, Julie Christie, Tom Court- enay, Geraldine Chaplin o.ll. Handrit Roberts Bolt leggur meg ináherzlu á að gera söguna að stórfenglegri frásögn af rússn- esku byltingunni, og fyrri hluti myndarinnar þykir ekki ýkja at hyglisverður. En David Lean er hæfileikaríkur leikstjóri og tekst á köflum vel upp, þannig að í heild er myndin vel þess virði að sjá hana. SECONDS Stjórn: John Frankenheimer. Handrit: Lewis John Carlino etfir skáldsögu Davids Ely. Kvikmyndun: James Wong Howe. Tónlist: Jerry Gold- smith. Leikendur: Rock Hud- son, Salome Jens, John Randolph, Will Geer, Jeff Corey. Að margra dómi er þessi mynd meðal þeirra beztu, sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum. á SHOCIUIiO (*HO SHIt SOONOS ” Íeve'* WOBSEi ‘VENOMOUS’ U2 TAYIOR MAY GET for mantal torturers OSCAR FllMS «0 HJSBMW SHOUtO StEt0Sp«»: Is this film just too victory oj. £. ntl(l síðari árum. Hún fjallar um roskinn mann (Rock Hudson), sem eitthvert dularfullt félag tekur upp á arma sína og lætur gera á honum „uppyngingarað- gerð“ þannig, að hann „endur- fæðist" s.em nýr persónuleiki. Frábær leikur Hudsons hefur komið mörgum gagnrýendum mjög á óvart, því að hann hefur lítið annað gert en að leika ómerk hlutverk í ómerkum gam anmyndum á móti Doris Day eða einhverri ámóta kven- persónu. CAT BALOU er gamanmynd úr Villta vestrinu. Eliot Silver- stein hefur stjórnað henni, en aðalhlutverk leika Jane Fonda og Lee Marvin, sem hlaut Osc- ars-verðlaunin fyrir leik sinn. E.nnig kemur þar fram Natr „King“ Cole, sem nú er látinn. GRAND PRIX er mynd um al þjóðlegan kappakstur, og stjórn andi er John Frankenheimer. Leikendurnir eru stjörnur alls- staðar að úr heiminum og með- al þeirra eru: James Gardner, Eve Marie Saint, Yves Montand, Francoise Hardy og Japaninn Toshiro Mifune, sem hér er þekkcur fyrir leik sinn í mynd- unum Harakiri og Yojimbo. Ótal frægir kvikmyndaleik stjórar í Bandaríkjunum hafa látið fara frá sér nýjar mynd- ir: Otto Preminger: Bunny Lake er horfin, og Hurry Sun- down, William Wyler: Hvernig á að stela milljón; Richard Brooks: Atvinnumennirnir; Franco Zeffirelli: Hvernig temja á skass, en í henni leika m.a. hjónakornin frægu, Richard Burton og Liz Taylor, og hafa bæði þau og myndin hlotið mjög góða dóma. Önnur mynd, sevn þau leika saman í er gerð eftir samnefndu leikriti, Hver er hræddur við Virginíu Woolf? Stjórnandi er Mike Nichols. Al- fred Hitchcock héfur einnig sent frá sér nýja mynd, Rifna tjald- ið, þar sem aðalhlutverk leika Paul Newman, Lila Kedrova og söngstjarnan fræga Julie And- rews. Frakkland Á árinu 1965 voru aðeins gerð ar 34 myndir, sem voru að öllu leyti franskar. Kvikmyndaiðnað urinn þar er enn í fjárhagskrögg um, þrátt fyrir það að fjöldi list rænna kvikmyndahúsa í Parísar borg hafi fjölgað í 42. En á árun- um 1957 til 1965 fækikaði kvik- myndabúsgestum þar í landi urn 154 milljónir, og á árinu 1965 var 200 meiri háttar kvikmynda- húsum lokað. LA GuERRE EST FINIE/ STRÍÐINU ER LOKIÐ Stjórn: Alain Resnais. Hand- rit: Jorge Semprun. Kvik- mýndun: Sacha Vierny. Tón- list: Giovanni Fusco. Leikend ur: Yves Montand, Ingrid Thulin, Geneviéve Bujold, Roland Monod. Hin frábæra nýja mynd Resnais fjallar um valið: Söguhetjan, Spánverjinn Diego Mora, er mað ur, sem verður að taka ákvarð- anir á hverri mínútu ævi sinn- ar. Striðinu er lokið segir frá þremur dögum í herferð manns þessa gegn stjórn Francos. Hann er einn þeirra fáu, sem vaxið hafa upp án þess að hvika frá byltingarhugsjónum sínum í yf- ir tuttugu ár. Resnais hefur ekki gripið til hinna venjubundnu fréttamyndainnskota frá Borg- arastyrjöldinni til þess að lýsa baksviði söguhetjunnar. Mynd- inni svipar til pólitísks reyfara, þar sem Diego þjáist af sífelld- um ótta við lögregluna og að hnýsni vina hans komi upp um hann. Ást hans á Marianne (sem leikin er af snæsku ’eikkonunni Ingrid Thulin) er fólgin í stöð- ugri viðleitni hans til að hlífa henni við hinum bitra sannleka um hugsjón hans, og eina ástar- sena þeirra er meðal fegursxu atriða, sem Resnais hefur fest á mynd. Áhrifamáttur La Guerre est Finie byggist á því stíl- bragði Resnais, — sem margir hafa reynt að leika eftir honum, en engum tekizt — sem sé sam- runa fortíðar, nútíðar og fram- tíðar. Söguhetjan upplifir at- burgi nú, enda þótt þar sé um að ræða endurminingar eða hug boð. Þannig er tilfinningar myndarinnar þrungnar þving- andi kvíða. Myndin baðar í hinu grámyglulega tilgangsleysi stríðs ins. Nýlega hafa margir helztu leik stjórar Frakka lokið við kvik- myndir, sem mikill fengur væii i að fá hingað til lands. Þar á meðal má til dæmis geta um myndina Viva Maria, sem Louis :Malle stjórnar. Þar leika aðai- hlutverkin tvær þekktustu leik- konur Frakklands, Birgitte" Bar- dot og Jeanne Moreau. Chabrol, Godard, de Broca, Truiffaut, Varda, Vadim og Demy eru all- ir í fremstu röð kvikmyndaleik- stjóra. Ítalía Allt frá þeim tíma, fyrir um það bil hálfri öld, þegar ítalir urðu fyrstir til að gera stórmynd ir i nútímamerkingu þess orðs, hafa þeir staðið mjög framar- lega og frá þeim hafa ýmsar nýj ar stefnur komið. Nú á dögum er framleitt gífurlegt magn kvik mynda þar, mest vegna lágs verðlags og góðra ytri aðstæðna. Flestar þessara mynda eru ómerkilegar bardagamyrtdir gerðar fyrir amerískt fé, en eigi að síður búa nú á Ítalíu margir miklir kvikmyndastjórar, sern halda uppi hróðri lands síns. GIULIETTA DEGLI SPIRITI/ JÚLÍETTA ANDANNA Stjórn: Federico Fellini. Hand rit: Fellini, Tulio Pinelli, Brunello Rondi, Ennio Flai- ano. Kvikmyndun: Gianni Di Venanzo. Tónlist: Nino Rota. Leikendur: Guilietta Masina, Mario Pisu, Sandra Milo, Valentina Cortese, Caterina Boratto, Jose de Villalonga. Níunda mynd Fellinis skartar í öllum regnbogans litum til að koma til skila tilfinningum, Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.