Morgunblaðið - 07.07.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.07.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1M7. Eftir 3 leiki og 16 ár hafa Svíar forystu — sagði fararstjóri Svíanna Meistaramófið 13.-14. júlí AÐALHLUTI Meistaramóts Reykjavíkur í frjálsurft íþróttum fer fram dagana 13. — 14. júlí og þurfa þátttökutilkynningar að hafa borizt til Karls Hólm C/o Olíufélagsins Skeljungur h.f. Suðurlandsbraut 4 í síðasta lagi fyrir 10. júlí. Fyrri dagur. Karlar 200 m hl., 800 m hl., 5000 m hl., 400 m grindahl., há- stökk, langstökk, kúluvarp, spjótkast, og 4 x 100 m boðhl. Konur. .100 m hl/, hástökk, kúlu varp og kringlukast. Seinni dagur. Karlar. 100 m hl., 400 m hl., 1500 m hl., 110 m grindahl., stangarstökk, þrístökk, kringlu- kast, sleggjukast og 4 x 400 m boðhlaup. Konur. 200 m hl., langstökk, spjótkast og 4 x 100 m boðhlaup. Ath. að þátttaka er aðeins heimil gegn tilkynningu sem borizt hefur fyrir 10. júlí. Framkvæmdanefnd mótslns. KSÍ fékk margar góðar óskir í hófi, er fram fór eftir síðasta lok afmælismóts sambandsins í fyrrakvöld. Menntamálaráðu- neytið gaf sambandinu veizluna og setti Birgir Thorlacius ráðu- neytisstjóri hófið í Þjóðleikhús- kjallaranum. Björgvin Sehram flutti ræðu, þakkaði aðkomandi gestum og mælti sérstaklega til ísl. lands- liðsmanna í lokin og brýndi þá til frekari dáða. Björgvin af- henti gjafir KSÍ til hinna er- lendu gesta og dómara. Sigvard Berg talaði af hálfu Svía og mæltist skörulega. Hann afhenti KSÍ fagran sænskan stál vasa og keppendum góðar gjafir. Hann mintist þess að í fyrsta sinn er ísland og Svíþjóð mætt- ust í landsleik unnu íslendingar. Svíar jöfnuðu meti í Kalmar er þeir náðu sigri 90 sek. fyrir leiks lok. „Nú fyrst, 15 árum síðar, hefur Svíþjóð tekið forystuna í mörkum“, sagði Berg „og við öndum léttar“. Formaður norska sambandsins flutti hjartnæma ræðu og minnt- ist þess að árið 874 hefðu norsk- ir víkingar lagt frá Noregi og numið ísland. Nú, 1967, hefði Noregur sent sína beztu vikinga til íslands í knattspyrnuerindum — ekkert hefði dugað. „Við Norðmenn sleikjum okkar sár nú“ sagði formaðurinn, „en bíðið bara þangað til þið mætið okkur næst“. Norska sambandið afhenti KSÍ að gjöf fagran silfurbakka settan emalíu. Minni bakka, sömu tegundar, afhenti formað- urinn Björgvin Schram for- manni KSÍ. Sá norski sagðist vita að Björgvin hyggðist hætta störfum sem formaður KSÍ eftir „afmælisárið". Hann kvað Björg vin þegar , hafa verið sæmdan æðsta heiðursmerki norska knattspyrnusambandsins, en sem enn frekari vott um þakklæti og vináttu fyrr og síðar væri hon- um afhentur þessi bakki enda hefði Björgvin sjálfur vel til unnið. Með fylgdi von um að samvinna landanna hér eftir sem hingað til yrði farsæl eins og verið befur. Hófið var stutt en hið ánægju- legasta. Sundflokkur Selfyssinga vakti mikla athygli á nýafstöðnu meistarmóti. Flokkinn hefur hildur Guðmundsdóttir þjálfað — og ná ðundraverðum árangri. M.a. setti svei tstúlkna m skrðisundi nýtt íslandsmet á mótinu. „Met“-túlkurnar eru í fremri röð. Hrafn- í 4x100 Árangurinn stökkpallur til afreka — Hugleiðingar eftir ágæta frammistöðu íslenzka landsliðsins í knattspyrnu AFMÆLISKEPPNI KSÍ milli íslendinga, Norðmanna og Svía er yfirstaðin. Stjórnar- menn KSÍ varpa öndinni léttar — og flestir knatt- spyrnuunnendur líkt, en ekki af sömu ástæðu. í ljós kom að ísienzka liðið var miklu betra en þeir bjartsýnustu höfðu ætlað. Liðið sýndi í senn ágæta knattspyrnu og slíkan baráttuhug að lengi verður að leita til að finna hliðstæðu í 20 ára sögu KSÍ. íslendingar höfðu — miðað við Svía og þó sérstaklega Norðmenn — nokkra sérstöðu í þessari keppni. Meginhluti liðsmanna okkar í keppni liðs manna undir 24 ára (eins og þessi keppni var) skipar einnig sæti í A-liði okkar, en knattspyrnulið þjóða ganga undir starfaeinkennunum A (þeir betzu) B (fullorðnir en komast ekki í A-lið) U (ungl- ingalið, þeir sem ekki ná 24 ára aldri á líðandi ári) og J (Juniorar eða drengir undir 19 ára aldri). Þessi sérstaða fslands þarf að vera öllum augljós. Hún er þungamiðja þess að hér hætta menn fyrr við iðkun íþrótta en annarsstaðar — jafnvel í næstu nágrannalöndum okkar. Orsakir þessar eru margar, og skal ekki farið út í þá sálma að sinni. En í landsleikjunum við Noreg og Svíþjóð kom í ljós að ísland á nú lið, sem er fyllilega á borð við það bezta sem gerist á Norðurlöndunum. Þetta eru liðsmennirnir sem eiga að taka við af núver- andi landsliðsmönnum áður- nefndra þjóða. Og þá er kom- ið að hinu brennandi spurs- máli — og tilefni þessarar greinar: Hvað ætlar KSf sér með það landslið sem nú í tveim leikjum hefur sýnt sig jafn- oka tveggja viðurkenndra knattspyrnuþjóða á Norður- löndum — þeirrar elztu og stærstu og þeirrar sem jafn- an kemur mest á óvænt? Eigum við að horfa upp á - GAZA-SVÆÐIÐ Framh. af bls. 1 Fjöldi ísraelskra flugmanna til að kynna sér kosti hennar og galla, en hún er talin öflugast vopna er flugherir í Egypta- landi, Sýrlandi og írak hafi yfir hefur síðan flogið þessari vél að ráða. í hátíðahöldunum tóku þátt rúmlega 100 flugvélar af öllum þeim tegundum sem notaðar eru í ísrael. Hátindur hátíðahald- anna var flug í fylkingu yfir Jerúsalem, Haifa og Tel Aviv og tóku þátt í fluginu bæði Mirage-þotur, flutningavélar ug þyrlur auk annarra véla. Moshe Dayan, varnarmálaráðherra og David Ben-Gurion, fyrrum for- sætisráðherra, voru báðir í hóp: áhorfenda. Hussein gengur á fund páfa Hussein, Jórdaníukonungur, gekk í dag á fund Páls páfa VI að ræða varðveizlu helgra staða í Jerúsalem og yfirráð yfir gamla borgarhlutanum. Var kon ungi tekið sem einkagesti páfa og felld niður viðhöfn sú sem höfð er á þegar um opinberar heimsókn í Páfagarð er að ræða. Sátu þeir lengi á tali saman, páfi og konungur eða nokkuð á aðra klukkustund, lengsí af í bókasafni páfa og er fátítt að páfi sitji svo lengi á tali við gesti sína. Páfi sendi fyrir nokkrum dÖg- um mann úr Páfagarði að kynna sér hversu fara myndi uim hina helgu staði kristninnar í Jerú- salem og flóttamannavandamál- ið eystra, og er talið að þeir kon ungur muni hafa rætt sendiför hans. Það hefur verið yfirlýst stefna Páfagarðs síðan styrjöld ísraels og Arabaríkjanna lauk það að liðsmenn Svía, sem okkar landar sýndu sig standa fyllilega jafnfætis, taki við stöðum i A-liði Svía og verði „alvöruknattspyrnu- menn‘ sem afla þjóð sinni frægðar — án þess að það sama sé gert fyrir okkar menn og gert er fyrir mót- herja þeirra í leiknum á mið- vikudagskvöld? Eigum við að horfa upp á það að sá fyrsti kjarni lands- liðs og sá eini (sem ég man eftir í fljótu bragði) sem sýnt hefur framúrskarandi leik tvo leiki í röð, leysist upp og verði að engu? Eigum við að horfa á eftir þeim leikmönnum Norðmanna og Svía sigla áfram til full- kominnar knattspyrnu, með allskyns meðulum frá sam- böndum landa þeirra og ann- arra, án þess að lyfta fingri til að skapa okkar mönnum sömu aðstöðu, sömu skilyrði? Vandi fylgir vegsemd hverri. Ég tel KSÍ hafa hlot- ið vegsemd af frammistöðu og ísraelsmenn tóku gamla borg arhluta Jerúsalem og reyndar allt síðan 1948, er borginni var skipt, að alþjóðlegt eftrrlit verði með borginni allri en ekki að- eins með helgistöðum innan endamarka hennar. Hussein konungur, hafði fyrr í dag gengið á fund Ítalíuforseta, Giuseppe Saragats, að fala stuðning hans við málstað Araba og tilraunir Jórdana til að ná aftur landi því er þeir misstu í hendur ísraelsmönnum. Bætt sambúð ísraels og Páfagarðs Eins og áður sagði sendi Páll páfi VI sérlegan sendimann sinn til Jerúsalem að kynna sér þar allar aðstæður, einkum þó ngjaq Buttj uin dunui bjbj nsraAij unglingaliðsins nú. Ég tel að þctta sé landslið íslands í ái* og næstu ár — vilji menn æfa og gangast undir þann aga sem þarf. Því miður verður að fórna þremur ágætum leik mönnum til þess að svo megi verða — mönnum sem um langt árabil hafa á „ósigra tímabili“ knattspyrnunn- ar haldið merkinu hátt á Iofti þeim Sigurði Albertssyni, Árna Njálssyni og Ellert Schram. En þeirra barátta hefur beinzt að því að ísland ætti sem sterkast íið og vearði það sterkara án þeirra tel ég víst að þeir uni glaðir við sitt uppbyggingarstarf. í fyrsta sinn — um Iangt skeið — sem KSÍ hefur varið einhverju fé, starfi og tíma í þágu landsliðsins hefur það starf borið árangur. Reynir Karlsson hefur skapað þann anda innan liðsins sem til þarf og unnið uppbyggingarstarfið. Fyrst svo vel hefur til tekizt þyrfti að styðja hann og styrkja, styðja hans menn og hvetja þá til dáða — ekki að- eins þegar vel gengur heldur einnig EFTIR að vel hefur gengið. — A. St. staði kristninnar í borginni og flóttamannavanda’málið. Sendi- maður páfa, Angelo Felici, kom í dag í utanríkisráðuneytj ísra- els og er það í fyrstá skiptd sem stórklerkur úr Páfagarði kemur þar inn fyrir dyr, enda hefur Israelsríki ekki til þessa hlotið viðurkenningu af Páfagarði sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Þyk- ir ísraelsmönnum að vonum sem nú horfi allt á betri veg um sambúðina við Páfagarð og ekki sízt fyrir þá sök að í dag fékk sendiherra ísraels á Ítalíu einmg í fyrsta skipti áheyrn hjá páfa. Lagði sendiherrann síðan upp i ferð heim til ísraels og gekk þeg ar í stað á fund Eshkols, forsæt- isráðherra, og er sagður hafa haft meðferðis boð frá páfa til Eshkols. Ekki fylgdi það sögu hvað í orðsendingu páfa stóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.