Morgunblaðið - 27.10.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.10.1967, Blaðsíða 1
28 SIÐUR 54. árg. 244. tbl. FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1967 Prentsniiðja Morgunblaðsins Lík Menderesar úr fangelsisgrafreit Önnur útför með trúarathöfn TYRKNESKA dómsmálaráðu- neytið tilkynnti í dag, að lík Adnan Menderes, fyrrum forsæt- isráðherra og tveggja annarra ráðherra yrðu flutt úr fengelsis grafreitnum á fangaeynni Mir- ali á Marmarahafi 30. nóv. „Niður með 3. stýrimann66 —Rauðir varðliðar á norsku skipi Hong Kong, 26. okt. — NTB KÍNVERSKIR áhafnarmeðlimir á norska skipinu „Aggi“ festu upp spjöld með árásum á hina norsku yfirmenn skipsins þegar skipið losaði vörur í Shanghai fyrir skömmu, að sögn enska blaðsins „Daily Star“ í Hong Kong í dag. Kínverjarnir, sem voru 34 tals ins, sungu kommúnistasöngva og lása upp tilvitnanir í hugsan- ir Maos formanns. Á spjöldun- um stóð: „Við mótmælum órétt mætum brottrekstri kínversks sjómanns", „Niður með þriðja stýrimanninn“, „Lengi lifi Mao“ og „Lengi lifi barátta vor“. Eyjan er um 6 km frá Istan- bul. Menederes var jarðsettur þar ásamt Fatin Rustu, utan- ríkisráðherra og Hasan Polatk- an, fjármálaráðherra, þegar þeir höfðu verið teknir af lífi eftir byltingu hersins í Tyrk- landi 27. maí 1960. Aðstandendur hinna látnu stjórnmálamanna fóru þess ný- lega á leit, að líin yrðu graf- in upp og fram færi önnur út- för með trúarathöfn. Stjórn Réttlætisflokksins, sem er tal- inn 'arftaki flokks Menderesar, Lýðræðisflokksins, sem nú er bannaður, hefur dregið að svara beiðninni þar til nú. Stjórnmálafréttaritarar telja, að mikill fjöldi stuðningsmanna Menderesar muni safnast saman þegar líkin verða flutt að nýj- um grafreit í Eyub-moskunni í Istanbul. Stuðningsmenn bylt- ingarinnar kunna að efna til mótmælaaðgerða, er leitt geta til óeirða. Stjórnin hefur dregið að svara beiðni ættingjanna um að líkin verði flutt, af ótta við óeirðir. Talsmaður innanríkisráðuneyt- isins sagði í dag, að gripið yrði til viðtækra öryggisráðstafana til þess að halda uppi lögum og reglu þegar líkin verða flutt og meðan trúarathöfnin fer fram. Keisari írans og drottning hans veifa til mannfjöldans, er þau óku um götur Theherans í krýningarvagninum að krýni’ngunni lokinni. — (AP-mynd). íranskeisari og drottning hans krýnd með mikilli viðhöfn í gær - HátíðahÖld í landinu í heila viku Teheran, 26. okt. — NTB—AP KEISARI írans, Reza Pahlevi, setti í dag á höfuð sér hina gimsteinum skreyttu Pehlevi kórónu og setti síðan kórónu á höfuð drottningar sinnar, Bretar búast við skjdtum viðræðum um aðild sína - En svartsýni ríkir innan EBE og búizt er við alvarlegum deilum fyrir áramót London 26. október. NTB—AP GEORGE Brown, utanríkisráð- herra Breta, sagði í Neðri mál- stofunni í dag, að Bretar gerðu ráð fyrir að rikin í Efnahags- bandalaginu mundu ná sam- komulagi um að hefja samninga viðræður um aðild Bretlands að Efnahagsbandalaginu. Þetta er fyrsta opinbera svarið af brezkri hálfu við tilraunum Frakka til að slá slíkum við- r.eðum á frest. Brown kvaðst þess fullviss, að EBE-löndin mundu standa við ákvæði Rómar-sáttmálans þess efnis, að viðræður um aðild skuli hefjast jafnskjótt og um- sókn er lögð fram. Hann sagði, að Bretar væru fúsir að semja við ríkin í EBE um nýjan ai- þjóólegan gjaldmiðil, sem gæti kormð í staðinn fyrir pundið. Þetta er eitt þeiira mála, sem við getum samið um við EBE, sagði hann, en bætti því við, að gjaldmiðil, sem ætti sér eins langa sögu og pundið, væri ekki hægt að leggja niður á einni nóttu. Lmræður í Bonn. Willy Brandt, utanríkisráð- herra og Kurt Georg Kiesinger kanzlari gáfu í dag þinginu í Bonn skýrslur, Brandt um ráð- herrafund EBE í Luxemburg og Kiesinger um viðræður sínar við brezka ráðherra í London. Brandt sagði, að ef Bretar fengju ekki aðild að EBE mundi það hafa mjög alvarlegar afleið ingar fyrir framtíðarþróun bandalagsins. Kiesinger kvað Blökkumenn trúa á gagn- semi óeirða Berkeley, Kaliforníu, 26. okt. UM það bil helmingur þeirra 20 milljóna blökkumanna sem búa í Bandaríkjunum, telja að kyn- þáttauppþotin í sumar hafi gert gagn, að því er segir í skýrslu um umfangsmikla rannsókn sem Kalifornáuháskóli hefur gert. í skýrslunni segir, að blökku- menn séu ekki eins mikið haldn- ir kynþáttafordómum og hvítir menn. Innan við þriðjungur 1.119 blökkumanna, sem spurðir voru, sögðust hata hvíta menn eða Gyðinga. Breta skilja það viðhorf Vest- ur-Þjóðverja, að bezt væri að Framh. á bls. 17 Farah Diba. Stuttu síðar hófust hátíðahöld um gjörvallt landið vegna krýningarinnar og eiga þau að standa yfir í heila viku. Höfuðborgin Teheran var 1 hátíðarskrúða. Borgin var eitt ljósahaf og á öllum götum borg arinnar var mikill mannfjöldi saman kominn í hátíðaskapi, er rökkur féll á. Keisarinn hefur uppfyllt 26 ára gamalt heiti með hinni hátíðlegu krýningu. Hann var 22 ára gamall, er hann tók við ríki í stríðshrjáðu og hersetnu landi og hét því há- tíðlega að hann myndi ekki láta krýna sig, fyrr en land hans gæti aftur staðið á eigin fótum jafnt félagslega og efnahagslega. Sjálf krýningin var hámark hátíðahalda dagsiná. þar sem hver sérstök hátíðaathöfnin af annarri byggð á siðvenjum, rak aðra. Við krýninguna stóð keis arinn upp úr hinu fræga pó- fuglshásæti í Goles'tanhöllinni, kyssti kóraninn, festi hið keis- aralega sverð við gullbelti sitt og setti gimsteinumskreytta krýningarskikkjuna á herðar sér. Síðan iyfti hann keisana- kórónunni og setti á höfuð sér og lyfti veldisprota sínum, eh Framh. á bls. 3 Alexander Nicolaevich Shelepin. Shelepin aftur í leiðt ogatölu ÞAÐ vakti mikla athygli sl. sumar, eða nánara tiltekið hinn 11. júlí, þegar Alexand- er N. Shelepin var skipaður yfirmaður sovézku verkalýðs samtakanna. Shelepin hafði lengi verið talinn einna iík- legastur til frama innan raða yngri leiðtoga kommúnista í Sovétríkjunum, og þótti þessi embættisveiting fela í sér lækkun í tign. Nú virð- ist hinsvegar Shelepin aftur vera farinn að láta aS sér kveða. Segir franska frétta- stofan AIP að það hafi kom ið mönnum mjög á óvart í Moskvu þegar sovétstjórnin gaf út tilskipun um síðustu helgi varðandi heiðursverð- launaveitingar, að tilskipun- ina undirrituðu þeir Brezh- nes flokksformaður, Pod- gorny forseti, Kosygin for- sætisráðherra, og Alexander Shelepin. Shelepin er 49 ára, og helg aði sig ungar kommúnisman um. Hann varð formaður æskulýðsfylkingar kommún- ista, Komsomol árið 1954, og gegndi því embætti í ellefu ár. Einnig var hann um tíma yfirmaður sovézku leyniþjón ustunnar, K.G.B. Hann var ritari kommúnistaflokksins, einn af aðstoðarforsætisráð- herrum Sovétríkjanna, og formaður eftirlitsnefndar mið stjórnarinnar, en lét af þess- um embættum sl. sumar. Hélt hann þó áfram sæti sínu í Æðsta ráðinu. Margir litv svo á sem Shelepin hefði verið lækkað- ur mjög í tign er hann var skipaður yfirmaður verka- lýðssamtakanna í júlí, þar sem embætti þessu fylgdu lít il pólitísk vöid. Nú virðist hins vegar annað komið í ljós, að því er AFP segir. Tilskipunin, sem birt var um helgma og fjórmenning- arnir undirrituðu, varðar verðlaunaveitingar til sov- ézku •vísinda-akademíunnar, iðnaðar og landbúnaðar; og er í sjálfri sér ekki stórmerk. Hins vegar benda frétta- menn á að fjórða veldið hafi bætzt við þau þrjú, sem fyr- ir voru. Þessi þrjú voru mið- stjórnin undir forustu Brezh- nev, ríkisstjórnin undir for- tsuu Kosygms og Æðsta ráð- ið undir forustu Fodgornys. Það fjórða, undir forustu Shelepins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.