Morgunblaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1968 > -jr==’0IUU£/GJUir Raubarárstíg 31 Slmi 22-0-22 iViAGIMÚSAR SKIPHOÍTI21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 — Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 SigurÖur Jónsson. BILALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAUT NÝIR VW 1300 SENDUM SlMI 82347 Kvengötuskór, fótlagaskór svartir og brúnir Karlmannaskór, fermingarskór Barnaskór Gúmmistígvél Vinnuskór, lágir og uppreimaðir og m. fl. ÍC Prestsembættið í Kaupmannahöfn Sæmundur Sigurðsson — skrifar: Haustið 1965 dvaldist ég um tíma á heimili séra Jónasar Gisla sonar sem gestur þeirra hjóna vegna vináttu minnar við bróður hans, Ólaf Jónsson, málarameist- ara. í>etta voru mín fyrstu kynni af séra Jónasi og fékk ég nú ágætt tækifæri til þess að kynn- ast manninum sjálfum svo og starfi hans sem prests í fjar- lægu landi. Ég var hlutlaus áhorfandi og sjáandi að því góða og göfuga starfi, sem hann innti af höndum fyrir sjúka og hrjáða og ekki síður fyrir þá sem af einhverjum ástæðum höfðu lent í ýmis vandræði og jafnvel lent á villigötum. Maðurinn er ekki aðeins harð- duglegur — hann er meira, — hann er manndómsmaður hinn mesti, og ef allir opinberir full- trúar væru þeim kostum búnir sem hann, hver á síniu sviði, væri þjóðin betur á vegi stödd, en hún er nú í dag. Geta fulltrúar íslenku þjóðar- innar á æðsta vettvangi hennar verið þekktir fyrir að leggja til, að gott og göfugt þjónustustarf til mannúðar, sé lagt niður í sparnaðarskyni, starfi, sem unn- ið er til heilla þeim einstakling- um, sem eru í nauðum staddr vegna ýmissa ytri og innri ástæðna. Ég hefði haldið, að þessir ágætu fulltrúar þjóðarinn ar myndu frekar leggja til að auka fjárframlög til slíkra starfa. Ég vil því taka undir með séra Hannesi Guðmundssyni um, að flutningsmenn frumvarpsins end urskoði afstöðu sína og komi með breytinigartillögu, sem miði í þá átt að fella ekki niður þetta mannúðarstarf, sem presturinn í Kaupmannahöfn innir af hendi. Sæmundur Sigurðsson, málarameistarL ÍC Hver ber ábyrgð á mistökunum? Sjómaður skrifar: Kæri Velvakandi. í febrúarmánuði síðastliðnum leitaði ég til læknis með þriggja áira son minn. Að lokinni athug- un læknisins á drengnum, ákvað hann að gefa honum eina pillu kvölds og morgna, og gaf út sam svarandi resept, sem lagt var svo inn til apóteks í Reykjavik. Sídegis sama dag voru pillurn- ar sóttar, og var nú drengnum gefin pillan á þann hátt, að hún var brotin í fjóra parta. Ekki var viðlit að koma ofan í hann nema % pillunnar og var svo Iátið gott heita. Líður nú rúm klukkustund, en þá gerist drengurinn syfjaður og sofnar skömmu síðar. Ekki þótti okkur hjónunum þetta neitt at- hugavert þ. e. drengurinn átti vanda til að sofna og hvilast, meira en börn almennt gera. Svaf nú drenigurinn vært um kvöldið, er ég yfirgaf heimilið og hélt á sjó. En um miðnótt hafði sonurinn ekkert rumskað, fór nú eiginkonu minni ekki að standa á sama og fylgdist hún nú með líðan drengsins það sem eftir var nætur. Kl. 9 um morguninn svaf hann óvenjufast, en um síðir var þó hægt að vekja hann. Um sama leyti hafði konan samband við umræddan lækni, las hún nú upp fyrix hann það er á pilluglas inu stað. Kom þá í ljós að þess- ar pillur voru fimm sinnum sterkari, en þær er reseptið hljóð aði upp á. Síðar kom í ljós að afleiðingar þessara mistaka hefðu getað orðið mjög alvarleg- ar ef drengnum hefði verið gef- inn fullur skammtur. Pillunum var nú skilað í sama apótek og afhenti apótekarinn réttu pill- urnar án þess þó að biðjast af- sökunar á þessum mistökum. — Hann hefði kannski gert það, ef hann hefði heyrt hljóðin í drengnum á meðan lyfið var að hverfa úr líkama hans. Hver er ábyrgur misgjörða apóteksins? Skyldi svona „feiU“ ekki vera einsdæmi? Með fyrir fram þökk fyrir birtinguna. Sjómaður. ★ Húsnæðið er til Sigríður Ásgeirsdóttir skrifar: Á uppgangsárunum eftir stríð ið var ráðizt í að reisa stórt býli í Krýsuvík við Kleifarvatn. Var það gert af miklum stórhug og með myndarbrag. Seinna kom í ljós, að staðurinn var ekki heppilegur fyrir búrekstur, en húsin stór og vönduð, standa þarna enn. Þegar ég kom þama fyrst, fyr- ir nokkrum árum, fannst mér staðurinn kjörinn sem heimili fyrir æskufólk, sem þarfnast að- stoðar. Þarna er aðstaðan ákjós- anleg. Húsnæði, sem fyrir hendi er, er tvö stór hús, annað hugsað sem bústjórahús, þar má koma fyrir a. m. k. tveimur góðum íbúðum. Hitt húsið var hugsað sem starfsmannahús. Þar eru lík lega 6—7 stór herbergi, borðsal- ur, eldhús og rúmgóð íbúð. Á staðnum er rafmagn og jarðhiti eT þar nógur. Auk þess er stórt fjós, líklega fyrir eitt hundrað gripi, hlaða og turn. f þessu mikla húsnæði má koma fyrir vinnustofum fyr- ir smíðar og þess háttar, skóla- stofum og leikfimisal. Við húsin standa svo fjögur stór gróðurhús og þar skapast tækifæri til þess að láta ungling- ana rækta allt frá grænmeti til fegursta jurta. Er óhætt að fullyrða, að þarna er hægt að skapa unglingunum góða aðstöðu til að stunda sitt nám og einnig gagnleg og skemmtileg störf og leiki. Mætti til dæmis byrja á því, þegar heimilið er komið á laggirnar, að láta drengina sjálfa útbúa sér sund'laug. Þarna hafa verið reknar sum- arbústaðir fyrir drengi, en nú er verið að reisa nýjar sumarbúð- ir á öðrum stað við vatnið, og ég veit ekki betur en að hús- næðið sé ónotað núna. Það er sannfæring mín, að þarna megi koma upp góðu heim ili fyrir unglinga til þess að hjálpa þeim yfir erfið tímabil í lífi þeirra og ég vona að for- eldrar, félagasamtök og yfirvöld, sem málið skiptir, taki höndum saman og hrindi þessu máli í framkvæmd. Það mun kosta mikið, en hvað kostar að gera það ekki? Sigriður Ásgeirsdóttir. Tekniskur teiknari Vita- og hafnarmálaskrifstofan vill ráða til sín tekniskan teiknara frá 15. maí. Skrifleg umsókn þar sem greint er frá aldri, menntun og starfsreynslu sendist Vita- og hafnar- málaskrifstofunni Seljavegi 37, fyrir 15. apríl. GOTT STARF Stórt verzlunarfyrirtæki í Reykjavík vill ráða starfsmann á aldrinum 25—35 ára til skrifstofu- starfa. Umsaekjandi þarf að hafa verzlunar- eða viðskipta- lega menntun og nokkra starfsreynslu. Umsókn með nauðsynlegum upplýsingum sendist Morgunblaðinu merkt: „Framtíðarstarf 8926“ fyr- ir 10. þ.m Til leigu í Nýju hlikksmiðjunni h.f., tvær hæðir sem hvor um sig eru 250 ferm. Upplýsingar að Ármúla 12. PÓLÝFÓNKÓRINN Messa í H-moll eftir Johan Sebastian Bach FLYTJENDUR: Guðfinna D. Ólafsdóttir, sópran Ann Collins, alto Friðbjörn G. Jónsson, tenór Halldór Vilhelmsson, bassi Einleikarar: Einar G. Sveinbjömsson, fiðla David Evans, flauta Kristján Stephensen, 1. óbó Bernhard Brown, 1. trompet Kammerhljómsveit Pólýfónkórinn. Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson. Frumflutningur á íslandi í Kristskirkju, Landakoti, þriðjud. 9. apríl kl. 8.30 e.h. Endurtekið í Þjóðleikhúsinu á skírdag kl. 8.30 e.h. og á föstudaginn langa kl. 4 e.h. — Missið ekki af þessum tónlistarviðburði, og tryggið yður miða í tíma. Aðgöngumiðar hjá Eymundsson og Þjóðleik- húsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.