Morgunblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUU, 1. MAÍ 1968 19 Byggingaáætlunin tekur viö fyrstu íbúðunum í Breiöholti Eldhús í fjögurra herbergja íbúð. BREIÐHOLT h.f. aðalverktaki í byggingaframkvæmdum Fram- kvæmdanefndar byggingaáætl- unar ríkisins afhenti í gær hin- um síðarnefndu fyrstu 12 íbúð- irnar af 312, er tilheyra fyrsta áfanga byggingaáætlunar. I dag verða afhentar 9 íbúðir og á næstu mánuðum mun alltaf annað slagið fara fram afhend- ing sem í gær. Jón Þorsteinsson, formaður byggingarnefndarinn- ar tók við lyklum fyrsta stiga- hússins af Guðmundi Einarssyni forstöðumanni Breiðholts h.f. Framkvæmdir við húsið, sem er fyrst 5 sambýlishúsa, er byggt verður hófust hinn 6. apr íl 1967 og mun fyrsta húsið, þ.e. 52 íbúðir, fullgerðar fyrir 21. maí næstkomandi. Er áætlað, að fyrsta áfanga verði lokið í fe- brúarbyrjun 1969, en í honum eru alls 312 íbúðir. Lætur því nærri að tvær íbúðir verði af- hentar að jafnaði á hvern vinnu dag fram að þeim tíma. Aaðalverktaki, Breiðholt h. f, bauð í gær blaðamönnum að vera viðstaddir er félagið afhenti fyrstu 12 íbúðirnar Framkvæmda nefndinni. Eftir um það bil viku munu síðan fyrstu íbúarnir fá afhentar íbúðir sínar, en áður á Framkvæmdanefndin eftir að af henda Húsnæðismálastjórn rík- isins eignina. Sambýlishús þessi eru steypt á nýstárlegan hátt. Er platan hefur verið steypt, eru veggir- nir steyptir í sérstökum stálmót- um, sem eru einangruð, svo að unnt er að vinna við þau, þó að frost sé. Síðan eru veggirnir reistir og loftunum rennt yfir þá á sporbrautum. Er unnt að nota mótin af húsinu alls 72 sinn um og er byggingin yfirleitt mjög stöðluð. þannig að hún er ódýrari en ella, að því er for- ráðamenn Framkvæmdanefndar- innar og verktakanna tjáðu blaðamönnum í gær. Mótin, sem notuð eru eru dönsk uppfinn- ing, sem rutt hefur sér mjög til rúms í Hollandi, Þýzkalandi og í Danmörku, en þegar notkun þeirra hófst hér höfðu þau ein- ungis verið notuð tvisvar áður. Varð því um byrjunarörðugleika -ýmsa að etja, sem verktökun- um tókst að yfirstíga. í allan vetur unnu við þessar fram- kvæmdir í Breiðholti um 160 manns. Byrjað hefur verið á 4 sílkum sambýlishúsum af 6, en eitt þeirra reisir Reykjavíkur- borg — hin Framkvæmdanefnd- in. Nú vinna á staðnum 220 manns með undirverktökum Um þessar íbúðir hafa um 1500 sótt, en það eru um 5 sinnum fleiri aðilar, en unnt er að veita. 8'0% umsækjenda fullnægðu þeim kröfum, sem gerðar voru til þeirra er koma til greina Jón Þorsteinsson formaður Framkvæmdanefndar bygging- aráætlunar ríkisins tjáði blaða- mönnum að hvefið, sem þessi 5 sambýlishús, sem nú risu á veg um nefndarinnar væru í, hefði verið skipulagt af Reykjavíkur- borg. Þetta hverfi er meðal sér fræðinga kallað Breiðholt 1. Nefndin hefur nú fengið úthlut- að í nýju hverfi í suðaustur af hinu nýja Breiðholti 3 og fékk nefndin þá sjálf að skipuleggja hverfið. Við þetta hefur sparast mikið fé, þar eð í gamala hverf- inu hefur sú kvöð verið á lóða- úthlutun, að húsin væru reist í U-lagi, en á nýja staðnum eru aðeins húsalengjur. Þessi hús, sem nú væri verið að reisa væru með 312 íbúðir og eru þar alls 3 staðlar. I hinum nýju, sem enn eru ekki hafnar framkvæmdir við verða reistar 800 íbúðir og verða þær allar staðlaðar. Eigendur þessara húsa munu fá að láni um 80% kaupsverðs til 33ja ára. Afborganir fara fram eftir annuitetsreglunni, sem lítt hefur tíðkast hérlendis, en hún er þannig að summa afborgana og vaxta er ávallt sú sama allan afborganatíma lánsins. Koma greiðslurnar því út eins og eins konar leiga — ákveðin upphæð verður greidd á gjalddaga hvert sinn. Endanlegt verð á íbúðunum lá ekki fyrir í gær, en það verður hið sama hvort sem íbúðin er af hent nú eða í lok fyrsta áfanga 1969. Forráðamenn verktaka og Framkvæmdanefndar byggingaáætlunar rikisins fyrir framan fyrsta áfanga framkvæmdanna i Bre'ðholti talið frá vinstri: Bergur Haraldsson,, Óiafur Gíslason, Guðmundur Einarsson, Ríkharður Steinbergsson, Ólafur Sigurðsson, Björn Ólafsson, Guðmund- ur J. Guðmundsson og Jón Þ orsteinsson. — Ljósm.: Ól. K. M. Bach-tónleikar Sinfóníusveitarinnar 85 nemendur braut- skráðir úr V.Í. SEXTÁNDU áskriftartónleikar tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða haldnir nú á fimmtudaginn kemur. Á efnis- skránni verða eingöngu verk eft ir Johann Sebastian Bach, Svíta nr. 1 í C-dúr, Kantata nr. 56 og 82 og loks fjórði Brandenborgar konsertinn. Meginástæðan fyrir þessu vali verka er sú, að hing að er kominn Kurt Thomas frá Þýzkalandi til að stjórna tón- leikunum. Hefur hann víða kom ið til að stjórna tónleikum og mun m.a. verða í Brussel í næstu viku í þeim tilgangi. Kurt Thomas var einu sinni söngstjóri við Tómasarkirkju í Leipzig, en svo sem kunnugt er, gegndi Bach sjálfur þeirri stöðu á sínum tíma, og gerði hann að einu virtasta embætti í heimi tónlistarinnar. Thomas fæddist í Þýzkalandi árið 1904, en hóf starfsferil sinn sem tónfræði- kennari við Tónlistarháskólann í Leipzig og stjórnandi Kirkju- söngskólans þar árið 1925. Síðar varð hann prófessor við Tón- listarháskólann í Berlín, allt fram að stríðsárunum. Eftir stríð starfaði hann í Detmold og Frankfurt. Á árunum 1957—60 skipaði hann áðurnefnda stöðu söngstjóri við Tómasarkirkjuna í Leipzig (Tómasarkantor). Nú er Kurt Thomas kórstjóri og umsjónarmaður Tónlistaraka- demíunnar í Lubeck. Eftir hann liggja tónsmíðar af ýmsu tagi, en þekktastar eru messa fyrir sópran og kór og Markúsarpass- ía. Kennslubók hans í þremur bindum um kórstjórn hefur ver ið grundvallarrit í þeirri grein þýdd á japönsku, rússnesku og Prófessor Kurt Thomas í þrjá áratugi, og hefur verið ensku. Verður hún gefin út af forlagi Schirmers í New York í ár. í sögu hljómsveitartónlistar skipa svítur Bachs háan sess og sama er að segja um Branden- borgarkonsertana sex. Samt hef ur ótrúlega sjaldan verið hægt að koma verkum þessum á fram færi hérlendis. Sömuleiðis eru kantötur Bachs nær óþekktar á þriðja hundrað talsins. Kantöt- urnar tvær, sem nú verða flutt- ar á næstu tónleikum Sinfóínu- hljómsveitarinnar eru báðar ein söngskantötur. Guðmundur Jóns son syngur báðar kantöturnar. Hann hefur ekki sungið með hljómsveitinni síðan í haust, er hann frumflutti nýtt íslemzkt verk. Nú kemur hann kantötun um tveimur á framfæri í fyrsta stnn í hljómleikasal á íslandi. Guðmundur Jónsson á um þessar mundir 25 ára söngaf- mæli, þ.e. í marz voru liðin 25 ár, síðan hann söng fyrst í Árs- tíðunum eftir Haydn í Gamla bíó undir stjórn Róberts Abra- ham Ottóssonar og í Jóhannes- arpassíunni í Fríkirkjunni undir stjórn Victors Urbancic. Prófessor Kurt Thomas fer héðan á laugardag heim yfir Kaupmannahöfn. Sagði hann að æfingar hefðu gengið vel með Sinfóníuhljómsveit íslands, þrjár æfingar þættu nóg hvar sem væri. Fór hann afar lofsamlegum orðum um konsertmeistarann. f^emendatón- leikar í Hflégarði Á LAUGARDAGINN voru haldn ir nemendatónleikar Tónskóla Mosfellshrepps að Hlégarði og hófust þeir kl. 14. Efnisskráin var fjölbreytt og leikið var á flautur, horn og píanó og einnig kom fram telpnakór. Stjórnina önnuðust kennarar skólans og var þetta hin bezta skemmtun Þetta er annað árið sem skólinn sijtrfar sem sjálfstæð stofnun, en áður var hann deild úr Tónlist- arskólanum í Reykjavík. Fimm- tíu nemendur, eða þar um bil, stunda nú nám við skólann, ár- angur er mjög góður og mjög áberandi framför frá því í fyrra. Ólafur Vignir Albertsson er skólastjóri, en skólanefnd skipar stjórn Tónlistarfélagsins en í henni eiga sæti þau Friðrik Sveinsson héraðslæknir, frú Sal óme Þorkelsdóttir og Birgir Sveinsson, kennari. í GÆR voru brautskráðir við hátíðlega athöfn úr Verzlunar- skólanum 85 nemendur með verzlunarprófi. Fór sú athöfn fram í hátíðarsal skólans að við stöddum nemendum, kennurum og allmörgum gestum. Af þess- um 85 nemendum, kennurum og allmörgum gestum. Af þessum 85 nemendum, sem burtfarar- prófi luku, blutu 37 fyrstu ein- kurai, 44 aðra einkunn og 4 þriðju einkunn. Efstur á burt- fararprófi að þessu sinni var Sverrir Hauksson, er hlaut 1. ein kunn 7.22 (notaður er einkunn- arstigi 0rsteds), annar varð Árni Árnason með 1. eink. 6.90 og þriðja varð Guðrún Guðjóns dóttir með 1. eink. 6-80. Lang- efst á ársprófi skólans, að þessu sinni, varð nemandi í 3. bekk Þórlaug Haraldsdóttir, sem hlaut 1. ágætiseinkunn 7.58. Er skólastjóri hafði afhent prófskírteini og sæmt þá verð- launum, sem fram úr höfðu skar að, ávarpaði hann nemendur í ræðu og árnaði þeim heilla. Er skólastjóri hafði lokið máli sínu Tónlistarfélagið mun standa fyrir söngskemmtun n.k. föstu- dagskvöld í Hlégarði, en þar koma fram þeir Magnús Jóns- son óperusöngvari og Jón Sig- urbjörnsson. J. kvaddi sér hljóðs fulltrúi 50 ára brautskráðra nemenda, Skúli Guðmundsson, alþingismaður og fyrrv. ráðherra. Flutti hann bráð snjalla ræðu um minningar sín- ar frá skólaárunum og þakkaði kennurum sínum trausta og ör- ugga handleiðslu. Skúli Guð- mundsson afhenti skólastjóra tvær gjafir, annars vegar kr. 11.000 frá þeim sambekkingum öllum, er verja skal til endur- skoðunar á námsefni skólans og hins vegar bók, kvæði Arnar Arn arsonar, frá Skúla persónulega til bókasafns skólans. Fulltrúi 45 ára nemenda, frú Þóra Stefáns- dóttir kaupkona, afhenti að gjöf frá sínum sambekkiingum til skólans ágætt safn af klassísk- um hljómplötum. Þá tók til máls fulltrúi 25 ára nemenda, Gunn- ar Magnússon, aðalbókari, er færði skólanum að gjöf vandað sjónvarpstæki frá þeim sambekk ingum. Loks talaði fullrtúi 10 ára nemenda, Árni Bergþór Sveinsson. Gáfu þeir félagar fagr an bikar til verðlauna í stærð- fræði á burtfararprófi. Er gjöf þessi gefin til minningar um Steindór Jón Þórisson, bekkjar- ibróður þeirra. Að lokum þakkaði skólastjóri blý orð og árnaðaróskir gamalla nemenda og rausnarlegar gjafir. Kvað hann velvild þeirra og ræktarsemi aldrei hafa brugðizt skólanum. Væri það vináttusam band skólanum mikill styrkur og öllum sem við hann störf- uðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.